Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 14
14
undagreindur og stærðarflokk-
aður og flokkast í blæðihjólinu
eftir fyrirfram skilgreindu ferli.
Þegar 300 kílóa skammti er náð
í blæðingarhjóli fer fiskurinn í
tveggja þrepa ofurkælingu
með kældum sjó niður í mínus
0,8 gráður í svokölluðum Rotex-
kælikerum en þrjú slík eru sam-
hliða eftir endilöngu vinnsluþil-
farinu. Í kælikerunum eru stórir
sniglar og milli blaða í þeim fer
300 kg skammtur af fiski og
færist hægt og bítandi áfram í
átt að hleðslustöðvunum og
kælist á þessari leið. Við endann
á Rotex-búnaðinum færist fisk-
urinn síðan upp á færibönd
sem flytur hann að hleðslustöð-
unum, sem áður voru nefndar,
og þaðan síðan niður í lest.
Fimm menn verða á vinnsluþil-
farinu hverju sinni og geta allir
byrjað í blóðgun og slægingu
eftir að búið er að hífa trollið en
síðan færist einn þeirra fram á
hleðslustöðvarnar til að raða
fiskinum í kör.
Af hesti yfir á bíl!
„Byltingin sem við erum ganga í
gegnum frá því sem við vorum
áður á Sturlaugi H. Böðvarssyni
er gríðarleg og í rauninni ólýs-
anleg á allan hátt. Bæði hvað
varðar skipið sjálft, aðbúnað og
svo tæknina í vinnslunni. Hér
erum við að hefja störf á skipi
sem er eiginlega vinnsluskip í
sjálfu sér þó hér sé aflinn ekki
frystur eins og á frystitogurun-
um,“ segir Eiríkur.
„Skrefinu sem er verið að
stíga í þessum skipum með t.d.
sjálfvirkni í lestinni og þessum
búnaði í vinnslunni má alveg
líkja við að fara af hesti yfir á bíl.
Lestin er orðin einn allsherjar
róbót sem þó þarf ekki nema
fjóra takka til að stýra! Og þang-
að á enginn maður að þurfa
fara, hvorki í veiðiferð né þegar
landað er úr skipinu nema til
eftirlits. Það er mikil breyting.“
Eiríkur er ekki í neinum vafa
um að þessir nýju togarar HB
Granda, önnur ný skip í fiski-
skipaflotanum og nýjar vinnslur
eru til vitnis um stórstígar
breytingar sem eru að verða á
skömmum tíma í íslenskum
sjávarútvegi. Breytingar sem í
framtíðinni komi til með að
verða horft til. Hann segir bæði
Akurey AK hefur verið við bryggju á Akranesi frá því í júní í fyrra.