Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 11
11
bera saman við hversu miklum
úrgangi er raunverulega skilað í
höfn,“ segir Sigríður. Hún segir
hafnarstarfsmenn leggja mik-
inn metnað í vinnuna og að
þeir standi sig upp til hópa
mjög vel. Þá sé metnaðurinn
ekki bara mikill hjá höfnum
heldur hafi útgerðir einnig
staðið sig með miklum ágæt-
um.
Samræmd reglugerð um alla álfu
Eftirlit skal fara fram á fimm ára
fresti og tekur Sigríður fjögur ár
í að fara hringinn í kringum
landið og heimsækja hafnir.
Fimmta árið fer í úrvinnslu og
að heimsækja stakar hafnir ef
þörf krefur. „Ég hef ekki enn
komið í höfn þar sem ástandið
er slæmt. Ég vann í fiski á árum
áður og það er ótrúlegt hve
mikið hefur breyst.“
Reglugerðin, sem eftirlitið
byggir á, á sér stoð í tilskipun
frá Evrópusambandinu en allar
hafnir Evrópu eiga að fylgja
þessu eftir. Lífríki hafsins er
enda mikilvæg auðlind sem
heldur sig ekki innan tilbúinna
landamæra okkar mannfólks-
ins. „Við höfum fengið ESA í eft-
irlitsheimsókn til okkar sem
kom mjög vel út. Það var ekki
allt fullkomið en þeir voru samt
heilt yfir mjög ánægðir með
þessa heimsókn. Í okkar reglu-
gerð eru jafnframt atriði sem
eru ítarlegri en evrópska tilskip-
unin segir til um, en eiga að
fara inn í endurskoðaða tilskip-
un þeirra sem tekur gildi 2020.“
Móttaka úrgagns frá skipum
Íslenskar hafnir standa sig vel
„Ég hef ekki enn komið í höfn þar sem ástandið er slæmt. Ég vann í fiski á árum áður og það er ótrúlegt hve mikið hefur breyst,“ segir Sigríður sem
hefur í starfi sínu heimsótt stærstan hluta íslenskra hafna og gert úttekt á úrgangsmálum.
Vélstjóra vantar á
línubátinn
Gísla Súrsson
Þ arf að vera með 24 m
réttindi 750kw.
Áhugasamir senda skilaboð á
hallibangsa73@gmail.com
eða hringja í síma 698 7925.