Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 32
Hafrannsóknstofnun gaf í lok síðasta árs út niðurstöður stofnmæl-
inga botnfiska úr haustralli sem fór fram dagana 4. október - 9.
nóvember 2017. Þetta var í 21. sinn sem framkvæmt er haustrall
með sambærilegum hætti. Stofnvísitala þorsk hefur aldrei mælst
hærri frá því mælingar hófust árið 1996 og segir Kristján Kristins-
son, fiskifræðingur og verkefnisstjóri í stofnmælingunum, að nið-
urstöðurnar séu á allan hátt í þeim sama takti og komið hafi fram í
mælingum undanfarinna ára, bæði haust- og vorralli. Niðurstöður
úr mælingunum eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar á ástandi
nytjasofna við landið sem lýkur með veiðráðgjöf í júní n.k.
„Niðurstaða haustmæling-
anna er í takti við það sem við
höfum séð í mælingum undan-
farin ár hvað varðar þróun í
þorskstofninum og hann er
sterkur,“ segir Kristján en fram
kemur í niðurstöðum hausralls-
ins að heildarvísitala þorsks hafi
hækkað nær samfellt síðustu 10
árin. Vísitala allra lengdarflokka
stærri en 55 cm var yfir meðal-
lagi rannsóknatímabilsins sem
skýrist af auknu magni stór-
þorsks á undanförnum árum. Í
niðurstöðunum segir að
hækkunina í ár
megi einnig
rekja til þess að mikið hafi feng-
ist af 60-85 cm þorski, þ.e. 5-6
ára fiski og aldrei hafi mælst
meiri fjöldi þeirra en nú.
Sveiflur í stökum mælingum
eðilegar
Í rallinu í mars í fyrra komu fram
vísbendingar um að árgangur
2016 sé lítill og það sama gerð-
ist í haustrallinu. Aftur á móti er
vísitala tveggja og þriggja ára
þorsk mæld há. Vísitala fjögurra
ára þorsk og eldri mælist nú í
meðallagi en sá árgangur hefur
hins vegar frá upphafi mælst lít-
ill. Kristján segir varhugavert að
lesa of mikið í vísitölur einstakra
ára heldur verði að horfa til
stærri myndar og lengra tíma-
bils.
Meðalþyngdir í árgöngum
þorsksins hafa þróast þannig
frá aldamótum að þær hafa
lækkað í yngri árgöngunum en
hækkað í þeim eldri. Þannig eru
árgangar 2011, 2014 og 2015
Stofnmælingar botnfisktegunda í haustralli Hafrannsóknastofnunar
Þorskstofninn aldrei
sterkari og stórfiskur-
inn kominn til að vera
Kristján Kristinsson, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun.
F
isk
istofn
a
r
32