Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is • Verndar vopnið þitt gegn flestum skemmdum • Byggir upp sterka vörn gegn tæringu • Verst frosti niður í – 80°C • Lengir líftíma vopnsins • Hryndir frá sér ryki og skotleifum • Ver vopnið í mjög langan tíma Smurefni fyrir skotvopn SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Óvíst er hvort Jón Þór Ólafsson, þing- maður Pírata, og stéttarfélagið VR, hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í máli sínu gegn íslenska ríkinu vegna launahækkana kjararáðs. Jón Þór og VR krefjast þess fyrir dómi að ákvörðun kjararáðs hinn 29. október 2016 um hækkun á þingfar- arkaupi alþingismanna og launakjör ráðherra verði ógilt og til vara að við- urkennt verði fyrir dómi að ákvörð- unin hafi verið ólögmæt. Að sögn lögfræðinga sem Morgun- blaðið hafði samband við eru líkur til þess, samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar, að ógildingarkröfunni og jafnvel viðurkenningarkröfunni, verði vísað frá á grundvelli skorts á lögvörðum hagsmunum eða málinu í heild á grundvelli aðildarskorts. Segir framtíð sína sem stjórn- málamanns undir í stefnunni Meðal lögvarinna hagsmuna sam- kvæmt stefnunni nefnir Jón Þór að sú staða sem kom upp vegna launa- hækkananna sé niðurlægjandi fyrir sig „bæði í eigin augum og í augum kjósenda hans og alls almennings að vera ákvörðuð meiri hækkun launa en nokkrum öðrum á vinnumarkaði“. Í stefnunni segir einnig að úrslit máls- ins varði miklu um framtíð hans sem stjórnmálamanns. „Eins og málatilbúnaður stefnenda er í stefnu finnst mér að verið sé að bera upp lögspurningu fyrir dómi en það er í andstöðu við réttarfarslög. Það að dómstólar fari að leggja efn- islegt mat á málsástæður eins og þeim er teflt fram er langsótt að mínu mati,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Alþingismaðurinn rök- styður kröfu sína með þeim hætti að hann sé að stuðla að almannaheill með málshöfðun sinni, að trúverðugleiki hans sjálfs sé í hættu ef þessi ákvörð- un kjararáðs fær að standa og jafnvel að úrslit málsins varði miklu um fram- tíð hans sem stjórnmálamanns,“ segir Eiríkur og bætir við að það kæmi hon- um verulega á óvart ef málinu yrði ekki vísað frá dómi í heild sinni. Í kröfugerð VR er því haldið fram að ákvörðun kjararáðs varði hagsmuni félagsmanna VR og hag félagsins sjálfs og segir Eiríkur að VR eigi enga aðkomu að málinu. „Með rökum VR gæti hver sem er, hvaða launþegi eða skattgreiðandi farið fram á ógild- ingu á ákvörðun stjórnvalda sem við- komandi þætti óskynsamleg ráðstöf- un á almannafé. Það virðist verið að biðja dómstóla um að svara lögspurningum sem að- ilar hafa ekki lögvarða hagsmuni af svörum við.“ Meiri líkur en minni á frávísun  Líkur á að Jón Þór og VR hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í máli sínu gegn íslenska ríkinu  Kæmi mér verulega á óvart ef málinu yrði ekki vísað frá dómi í heild, segir dósent við lagadeild HR Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og stéttarfélagið VR, stefndu íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ákvarðana kjararáðs um launahækkun til alþingismanna og ráðherra. Í hæstaréttardómi 284/2015 krafðist Valbjörn Steingrímsson þess að tilteknar ákvarðanir kjararáðs yrðu dæmdar ógildar þar sem á þeim hefðu verið al- varlegir ágallar bæði að formi og efni. Taldi hann kjararáð hafa m.a. brotið gegn málsmeðferð- arreglum stjórnsýsluréttar. „Þar sem ákvarðanirnar varða fjölda annarra manna, og sum atriði þeirra varða ekki sókn- araðila heldur eingöngu hópa sem hann tilheyrir ekki, þykir hann ekki hafa lögvarða hags- muni af því að fá ákvarðanirnar tvær ógiltar í heild sinni,“ segir í dómi Hæstaréttar sem vísaði ógildingarkröfunum frá. Að sögn lögfræðinga sem Morgun- blaðið setti sig í samband við dregur dómurinn fram að þegar farið er fram á ógildingu stjórn- valdsákvarðana er varða hóp manna kann að vera að ekki sé hægt að fá hana ógilta hvað varðar alla. Yrðu þá allir aðrir þingmenn að vera aðilar að mál- inu svo þeir gætu gætt hags- muna sinna. Sambærilegri kröfu vísað frá MÁL NR. 284/2015 Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur auglýst uppfærða vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi. Þar eru sýndir tveir möguleikar á nýjum Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, um jarðgöng eða Teigsskóg, og ekki hef- ur verið tekin afstaða til þess hvor leiðin verður valin. Vegagerðin telur rétt að nýr vegur liggi meðfram Þorskafirði og þar með eftir umdeildri veglínu um Teigsskóg. Eftir endurskoðað umhverfismat þarf að breyta veglínunni til að reyna að hlífa skóginum en sú leiðrétting kallar á breytingu á aðalskipulagi. Í skipulagslýsingu sveitarstjórnar er einnig sýnd jarðgangaleið sem tal- in er hafa minni umhverfisáhrif en Teigsskógarleiðin en er mun dýrari. Eftir að farið hefur verið yfir athuga- semdir við skipulagslýsinguna hefur sveitarstjórn auglýst svokallaða vinnslutillögu með þessum tveimur leiðum og gefst almenningi kostur á að skila inn ábendingum fyrir 5. jan- úar næstkomandi. Áformað er að halda kynningarfund um málið á Reykhólum 18. desember. Að því búnu er von á því að sveit- arstjórn velji aðra hvora leiðina og setji á aðalskipulag. helgi@mbl.is Tvær leiðir eru enn til skoðunar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegur Enn er ómalbikaður kafli á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit.  Almenningur getur gert athugasemdir „Ég sagði upp í góðu því ég var ósátt við skipu- lagsbreytingarn- ar. Ég skil við í fullkominni sátt. Það er mikilvægt fyrir mig bæði sem manneskju og blaðamann að hafa það með þeim hætti,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í sam- tali við mbl.is í gær. Hún sagði upp störfum á DV í fyrradag, en hún er annar tveggja ritstjóra blaðsins ásamt Sigurvini Ólafssyni. Ástæðan er skipulagsbreytingar á yfirstjórn ritstjórnar. Kristjón Kor- mákur Guðjónsson, sem er samrit- stjóri Kolbrúnar, var gerður að að- alritstjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, bæði netmiðla og DV, og þar með settur yfir hana. Kolbrún mun vinna út desember. „Ég get vonandi bara hvílt mig. Ég hef unnið eins og skepna síðustu þrjú ár,“ sagði Kolbrún spurð hvað tæki við þegar hún lýkur störfum á DV. Kolbrún Bergþórsdóttir Kolbrún skilur við DV í fulkominni sátt Embætti landlæknis barst nýverið kvörtun varðandi krabbameinssjúkl- ing sem orðið hefur fyrir óumbeðnum afskiptum manns sem vill miðla vafa- samri þjónustu. Af því tilefni varar embættið á heimasíðu sinni við gylli- boðum og gervilækningum. Embættið fær reglulega ábend- ingar frá sjúklingum um tilboð sem þeim hafa borist um óhefðbundnar lækningar. Sá aðili sem bent var á í þessu tilviki hefur ekki komið við sögu hjá embættinu áður, samkvæmt upplýsingum frá Embætti land- læknis. Verið er að lofa sjúklingum bættri heilsu með allskonar mixt- úrum og seyðum, heilun og með töfralæknum út í heimi. „Embætti landlæknis berast reglu- lega ábendingar um starfsemi áhuga- fólks sem telur sig geta boðið betur en læknisfræðin og hjálpað fólki í heilsutengdum vanda, ekki síst þar sem nútíma læknisfræði ekki ennþá dugar til. Að gefnu tilefni vill land- læknir enn og aftur minna á að oftast er í ótrúlegum fullyrðingum falin fölsk von. Alvarlegast er ef slíkir til- burðir tefja eða koma í stað nauðsyn- legra greininga og meðferða. Fólk með langvinna og alvarlega sjúkdóma er sérlega útsett fyrir hvers konar gylliboðum sem oftast fela í sér tálvon og stundum talsverð fjárútlát," segir á heimasíðu embættisins. Lög heimila embættinu ekki leng- ur bein afskipti af slíku atferli nema um sé að ræða viðurkennda heilbrigð- isstarfsmenn. Landlæknir bendir sjúklingum þó á að ráðfæra sig við sinn lækni og benda yfirvöldum á ef þeir telja athæfið alvarlegt. Fölsk von falin í fullyrðingum um óhefðbundnar lækningar  Mixtúrur, heilanir og töfralæknar  Gylliboð og tálvonir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.