Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Samkeppnis- eftirlitið hefur fall- ist á að veita við- skiptabönkunum undanþágu til stofnunar og rekst- urs sameiginlegs seðlavers gegn til- teknum skilyrðum. Starfsemi seðla- vers felst í megindráttum í því að taka við seðlum og mynt frá útibúum, hrað- bönkum og öðrum starfsstöðvum við- skiptabanka og sparisjóða, telja og skrá reiðufé, varðveita það, dreifa því til baka til útibúa, hraðbanka og annarra starfs- stöðva og koma því, eftir atvikum, til geymslu í Seðlabankanum. Arion banki, Íslandsbanki og Lands- bankinn hafa skuldbundið sig til að fara að tilteknum skilyrðum sem er m.a. ætl- að að tryggja að sameiginlegt seðlaver verði rekið með sjálfstæðum hætti og að jafnt aðgengi allra bærra aðila að hinu sameiginlega félagi verði tryggt. Sameiginlegt seðlaver bankanna heimilað STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Íslenskir aðilar, þar með taldir lífeyr- issjóðir, hafa fjárfest erlendis fyrir upp undir hundrað milljarða króna frá júní til október. Það er að einhverju leyti skýringin á því að krónan veiktist í sumar samhliða ferðamannastraumn- um,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka. „Innlendir fjárfestar virðast því hafa tekið losun fjármagnshafta fyrr á árinu fegins hendi.“ Fram kemur í Markaðspunktum Arion banka að í nýbirtum tölum um þriðja ársfjórðung, þ.e. júní til ágústs, hafi íslenskir aðilar fjárfest fyrir 43 milljarða í erlendum verðbréfum og af- leiðustaða gagnvart útlöndum jókst um nærri 11 milljarða króna. Innlendir aðilar greiddu sömuleiðis niður skuldir gagnvart útlöndum um 44 milljarða króna. Tiltölulega stöðug króna Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi veikst í júlí meðal annars vegna aukinnar fjárfestingar innlendra aðila erlendis. Í ágúst og september hafi krónan verið tiltölulega stöðug vegna þess að hrein erlend fjárfesting var álíka mikil og afgangur af viðskipta- jöfnuði. „Síðustu mánuði hefur verið gott jafnvægi í þessum efnum sem endurspeglast í því að krónan hefur verið stöðug. Það er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að það muni breyt- ast á næstu misserum. En það er ómögulegt að segja til um hve lengi það ástand varir,“ segir hann. Fram kemur í Markaðspunktum Arion banka að 68 milljarða króna við- skiptaafgangur á þriðja ársfjórðungi sé minni en á sama tíma í fyrra, þegar met var slegið, og skýrist það aðallega af 25 milljarða króna aukningu vöru- skiptahalla. Ferðaþjónustan hefur verið hratt vaxandi á liðnum árum og skapað gjaldeyristekjur, sem hægt var að nýta til fjárfestinga erlendis. Gústaf Stein- grímsson, hagfræðingur í hagfræði- deild Landsbankans, segir að sam- kvæmt nýbirtum opinberum tölum um þjónustuútflutning sé verulega farið að hægja á vexti í ferðaþjónustu. „Það þarf að líta nokkuð langt aftur til að sjá sambærilegan vöxt eða allt til ársins 2010,“ segir hann. Vöxtur útflutnings ferðaþjónustu var 3,2% á ársgrundvelli og nam 190 milljörðum króna. Til sam- anburðar hefur vöxturinn verið um 18,6% að meðtaltali frá 2010. „Við teljum að þessu mikla vaxtar- skeiði í ferðaþjónustu kunni að vera lokið í bili,“ segir Gústaf. „Það er já- kvætt að því leyti að vöxturinn var ekki sjálfbær til lengdar. Nú verður vöxt- urinn viðráðanlegri og hægt að byggja betur undir hann.“ Konráð segir að vöxtur ferðaþjón- ustu í erlendri mynt nemi 12% á milli ára. „Það verður að teljast nokkuð gott í alþjóðlegum samanburði,“ seg- ir hann. Jón Bjarki bendir á að hver ferða- maður skili nú færri krónum í kass- ann á sama tíma og landsmenn ferð- ist í meiri mæli. „Það leiðir til þess að gjaldeyristekjur vaxa minna á milli ára en sem nemur fjölgun ferða- manna. Gjaldeyristekjur hafa verið að vaxa um 14-15% á milli ára, og neysla Íslendinga á erlendri grundu um álíka mikið.“ Fjárfestu fyrir um hundrað milljarða á fimm mánuðum Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta „Við teljum að þessu mikla vaxtarskeiði í ferðaþjónustu kunni að vera lokið í bili,“ segir Gústaf Steingrímsson hjá Landsbankanum. Vöxtur útflutnings í ferðaþjónustu var 3,2% á ársgrundvelli á 3. ársfjórðungi. Ferðaþjónusta óx um 3% á síðasta ársfjórðungi » Það hægir á vexti í útflutn- ingi ferðaþjónustu. » Vöxturinn var 3,2% á árs- grundvelli og nam 190 millj- örðum króna á þriðja ársfjórð- ungi. » Til samanburðar hefur vöxt- urinn verið um 18,6% að með- altali frá 2010.  Fjárfestingar íslenskra aðila erlendis héldu aftur af styrkingu krónu í sumar Margt bendir til þess að hægt hafi verulega á veltuaukningu í bygging- ariðnaði síðustu mánuði. Þetta kemur fram í nýútgefinni mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkað- inn. Bendir stofnunin á að vöxtur árs- tíðaleiðréttrar veltu hafi í síðustu mælingu reynst 13% en að í sambæri- legum mælingum árin 2015 og 2016 hafi reynst mun meiri vöxtur. Þannig hafi á tímabili mælst vöxtur upp á 40%. Í skýrslunni kemur einnig fram að einstakar atvinnugreinaflokkanir vísi sömu átt. Mest sé breytingin í flokki sem kallast bygging húsnæðis og þróun byggingarverkefna. Einnig hafi hægt mjög á vexti í veltu hjá arkitektum þó hún sé ekki eins áber- andi á þeim vettvangi og hinum fyrr- nefnda. Þó má sjá að 12 mánaða vöxt- ur árstíðaleiðréttrar veltu hjá arkitektum hafi verið um 30% um áramótin síðustu en að í síðustu mæl- ingu hafi vöxturinn verið kominn nið- ur í 17%. Í skýrslunni bendir Íbúðalánasjóð- ur á að fyrrnefndar mælingar séu for- vitnilegar í ljósi þess að margar vís- bendingar séu á sama tíma um aukin umsvif í byggingariðnaði. Þannig hafi fjöldi starfa í byggingariðnaði aukist þónokkuð áfram og eins hafi vöxtur einnig verið töluverður í innflutningi byggingarefnis. Þó er bent á að um- svif í byggingariðnaði tengjast ekki eingöngu íbúðum heldur einnig upp- byggingu og viðhaldi annarra mann- virkja, svo sem á sviði ferðaþjónustu, stóriðju og innviða. ses@mbl.is Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Byggingamarkaður- inn hefur vaxið mikið undanfarin ár. Minni vöxtur á byggingamarkaði  Hægir á aukn- ingu hjá arkitekt- um og verktökum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.