Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 JÓLATVENNA Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Mér þætti gaman að vita hvort einhver fróður maður eða kona gæti bætt úr fá- fræði minni. Nú er svo komið að mig vantar traustar og öruggar heimildir um tvö ljóð og hverjir muni vera höfundar þeirra. Hið fyrra heitir Á þorra og birtist fyrst, að því ég finn, í Dýra- vininum 16. árg. 1916, 16. tölublað, bls. 68. Jón Leifs tók tvö erindi úr þessu ljóði í Dýravísur sem hann samdi fyrir karlakór og gaf út 1950. Þar er höfundar að þessum erindum ekki getið en Hani, krummi, hundur, svín er eftir Jón Steinsson Berg- mann 1696-1719 og Matthías Joch- umsson orti tvö erindi: Verður ertu víst að fá og Þá var taða, þá var skjól. Sem fyrr sagði tók Jón tvö erindi úr kvæðinu Á þorra sem virðist und- irskrifað Kr. Þ. Ekki get ég þó ábyrgst að það geti ekki verið Kr. P. Birti ég nú bæði þessi ljóð í von um svar. Má senda mér upplýsingar á netfangið gsnaevarr@simnet.is og yrði ég afskaplega þakklátur ef hið sanna kæmi í ljós. Þá er nafnið mitt og númer í símaskrá. Á þorra Harðnar nú á heiðunum, hálsar klæðast fönnunum, heggur ekki á hnjótunum, hálum upp úr svellunum. Tálgast hold af hrossunum, hama þau i rokunum, kjarki, fjöri, kröftunum, kopar mest i göddunum. Hafðu inni í húsunum, hesta þína í byljunum, miðlaðu þeim moðunum, mylsnu, salla og heyjunum. Gefðu ungum gæðingum græna tuggu á morgnunum, launa þeir með léttfærum, lipru, sterku fótunum. Fljúga nú úr fjöllunum, flokkarnir af rjúpunum, leita skjóls í skógunum, skamtinn fá af kvislunum. Brjóttu’ ei frið á fuglunum, frjálst sé þeim í dölunum, bentu ekki byssunum beint á móti lögunum. Taktu eftir tittlingum, trítla þeir á klakanum, melta þá af molunum, maður, af ríku borðunum Bjóddu litlu börnunum brauð þeim gefa úr lófunum, kveiktur neisti af kærleiknum, komi fram á smælingjum. Þóknast hæða herranum, hlynnt sé vel að dýrunum, hans eru þau frá höndunum, hrósa undra verkunum. * Hið síðara er Guð gaf mér eyra og er nokkru þekktara. Elsta útgáfa þessa ljóðs, sem mér er kunnugt um er í Unga her- manninum 2. árg. 4. tbl.15.2. 1909 bls. 16. Það var gefið út af Hjálpræð- ishernum. Í síðari útgáfum hefur fyrstu línu verið breytt svolítið en ekki veit ég hver gerði það, hvort það var þýðandinn eða einhver ann- ar. Ljóst er að um þýðingu er að ræða þar sem lagboðinn er gefinn upp, Lag: Her er mit öre. Guð gaf mér eyra, svo gott mætti’ eg heyra, Guð gaf mér auga, svo nú má eg sjá, Guð gaf mér hönd, svo eg gert fái meira, Guð gaf mér fætur, sem nú stend eg á. Guð gaf mér höfuð, sem hugsar og dreymir, Hátt sem að lyftist að að guðdómsins lind, Guð gaf mér hjarta, já, hjarta, sem geymir Hreina og geislandi frelsarans mynd. Guð gaf mér eyra – Gefðu ungum gæðingum Eftir Gunnlaug V. Snævarr » Getur einhver bætt úr fáfræði minni. Mig vantar öruggar heimildir um tvö ljóð og höfunda þeirra. Þau eru: Á þorra og: Guð gaf mér eyra. Gunnlaugur V. Snævarr Höfundur er fv. kennari og yfirlögregluþjónn. Munu stjórnvöld standa við gefin loforð um líf barna og ung- menna sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan? Ég hef ásamt öðrum verið með geðfræðslu í skól- um landsins og þekki af eigin raun að glíma við andleg veikindi án þess að vita hvað and- leg veikindi voru á þeim tíma enda var nú ekki mikil þekking eða fræðsla til staðar. Nú á síðustu árum er samfélagið að átta sig á hvað geðraskanir eru. Ungmenni eru mjög þakklát fyrir að sjá að fólk sem glímir við geð- raskanir komi í skóla til að fræða. Ungmenni tala um aðra nálgun og meiri einlægni sem fólk með svona reynslu skilur eftir sig og sjá að við erum bara ósköp venjulegt fólk sem þráði lífsgæði og líf. Kerfið ætti að vera opnara fyrir því að nýta reynslu fólks af geðröskunum hvort sem er í skólum, geðdeildum eða þar sem er unnið með fólki sem á við geðrask- anir að stríða, unga sem aldna. Loforð allra stjórnmálaflokka voru skýr fyrir þessar kosningar, að efla geðheilbrigðisþjónustu við unga fólkið okkar! Ég held að tími sé til kominn að efla þessa þjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að setja meiri pening í fé- lagasamtök á landsbyggðini og nið- urgreiða sálfræðisþjónustu. Það væri líka mjög gott að hlusta á okkur á landsbyggðinni eins og unga fólkið gerir í okkar geðfræðslu. Sú fræðsla hefur miðlað þekkingu og gefið von. Fólk sem hefur glímt við geðrask- anir er vanmetinn hópur og getur nýst vel í að byggja upp samfélagið með því að miðla af reynslu sinni. Aðeins um mínar geðraskanir Ég hef glímt við geðraskanir mest allt mitt líf án þess vita hvað kvíði, félagsfælni eða þunglyndi var. Ég var með sjálfsvígshugsanir nær dag- lega frá 12 til 38 ára aldurs. Byrjaði að finna fyrir kvíða þegar ég byrjaði í grunnskóla sem þróaðist í félags- fælni og um 12 ára aldur var ég far- inn að kvíða hverjum degi og byrgði mína vanlíðan. Ég fékk vonina árið 2005 orðinn 38 ára gamall þegar ég var í verkjameðferð á Kristnesi í Eyjarfirði eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu. Ég glími nefnilega við slitgigt og henni fylgja miklir verkir og sí- þreyta. Verkjameð- ferðin varð til þess að ég hef eignast betra líf því þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Eftir þessa fræðslu fékk ég bæklinga um þessar geðraskanir og það var eins og ég væri að lesa um mig frá a-ö. Þar sá ég hvað hafði stjórnað minni vanlíðan síðan ég var barn, þetta var ekki mér að kenna eða einhverjum örðum heldur voru aðrar ástæður og það var von um að eignast lífsgæði sem ég hafði þráð síðan ég var barn. En til þess þurfti ég að vera opinn og hreinskilinn um mína líðan til að geta tekist á við sjálfan mig og lífið. Í dag hef ég útskrifast úr þremur skólum og er einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geð- verndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið að bættri líðan og lífsgæðum. Hef farið í fjölda viðtala og skrifað greinar til að hjálpa til við að opna umræðuna, auka þekking og gefa von. Ég hef verið með geðfræðslu í skólum, mál- þingum og út í samfélaginu. Ég er þakklátur að hafa eignast lífsgæði. Þótt verkir eða síþreyta hrjái mig get ég allavega deilt minni reynslu til góðs og horft fram á við. Sem samfélag til framtíðar getum við gert enn betur enda eru börn og ungmenni verðmæti sem okkur ber skylda að hlúa að. Verða loforð efnd? Eftir Eymund Lúter Eymundsson Eymundur Lúter Eymundsson » Loforð allra stjórn- málaflokka voru skýr fyrir þessar kosn- ingar, að efla geðheil- brigðisþjónustu við unga fólkið okkar! Höfundur er ráðgjafi úr Ráðgjafaskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.