Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
✝ HalldóraHjaltadóttir
fæddist í Hólum í
Nesjum 3.1. 1929.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
austurlands 27.
nóvember 2017.
Hún var dóttir
Önnu Þórunnar
Vilborgar Þorleifs-
dóttur húsfreyju, f.
13.11. 1893, d. 7.6.
1971, og Hjalta Jónssonar,
bónda og hreppstjóra í Hólum,
f. 6.8. 1884, d. 21.7. 1971. Anna
og Hjalti eignuðust átta börn,
þau misstu nýfædda stúlku og
fárra mánaða dreng er hét Þor-
leifur. Systkini Halldóru eru:
Sigurður, f. 1923, d. 2008, Jón,
f. 1924, Sigurborg, f. 1926, d.
2011, Þorleifur, f. 1930, og Ei-
ríkur, f. 1935, d. 1943. Uppeld-
isbróðir Halldóru var Hjálmar
Kristinsson, f. 1945, d. 2013.
Halldóra ólst upp í Hólum með
fjölskyldu sinni. Halldóra
kvæntist 25.12. 1955 Agli Jóns-
syni, f. í Hoffelli 14.12. 1930, d.
12.7. 2008. Foreldrar hans voru
hjónin Halldóra Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. 1.6. 1901, d.
4.8. 1985, og Jón Jónsson Malm-
quist bóndi, síðast í Akurnesi, f.
12.10. 1888, d. 26.3. 1956. Börn
Halldóru og Egils eru: 1)Anna,
f. 28.3. 1955. Maki 1)Vignir
Hjaltason, f. 1.1. 1951, þau
gerður, f. 13.11. 1956, maki
Ásgeir Núpan Ágústsson, f. 1.1.
1959. Börn þeirra eru Val-
gerður, f. 10.7. 1992 andvana,
Reynir, f. 12.9. 1993, sambýlis-
kona Jóna Sigríður Ólafsdóttir,
f. 20.1. 1997, og Þórður, f. 12.9.
1993, sambýliskona Snædís Erla
Leósdóttir, f. 30.10. 1994. 3)
Hjalti, f. 11.4. 1960, maki Birna
Jensdóttir, f. 6.3. 1953. Börn
þeirra eru Halldóra, f. 13.7.
1985, Óskar Smári, f. 22.12.
1987, d. 28.12. 1987, og Fjóla
Dögg, f. 23.3. 1990, maki Juan
Manuel Aguirre de los Santos, f.
22.5. 1990. Sonur Birnu er Þor-
björn Gíslason, f. 7.4. 1971.
Maki Olga Gíslason, f. 23.6.
1973. Þau skildu. Dóttir þeirra
er María Gíslason, f. 11.10.
2008. 4) Eiríkur, f. 13.7. 1962,
maki Elín Oddleifsdóttir, f. 22.5.
1965. Börn þeirra eru Ásta
Steinunn, f. 5.4. 1991, sambýlis-
maður Sigfinnur Mar Þrúð-
marsson, f. 24.12. 1988, Egill, f.
1.9. 1993, sambýliskona Astrid
Guldbæk Koefoed, f. 3.5. 1993,
Sigurborg, f. 21.1. 2000, og
Oddleifur, f. 14.8. 2001.
Einnig ólst upp hjá þeim
Halldóru og Agli, Orri Brands-
son, f. 16.12. 1948, maki S.
Harpa Guttormsdóttir, f. 16.4.
1958. Sonur þeirra er Gutt-
ormur Jökull, f. 25.2. 1985.
Halldóra stundaði nám við
Kvennaskólann á Hverabökkum
og Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað. Halldóra og Egill
stofnuðu nýbýlið Seljavelli 1.9.
1955.
Útför Halldóru fer fram frá
Bjarnaneskirkju í dag, 6. des-
ember 2017, klukkan 14.
skildu. Synir þeirra
eru: a) Egill, f. 5.2.
1977, maki a1)
Klara Ísfeld Árna-
dóttir, f. 20.6. 1977,
þau skildu. Dætur
þeirra eru Stein-
unn Anna, f. 25.11.
1998, og Saga, f.
21.9. 2003. Maki a2)
Bryndís Ósk
Bragadóttir, f. 6.4.
1987. Barn þeirra
Bragi Egilsson, f. 29.7. 2014.
Barn Bryndísar er Júlía Sól
Héðinsdóttir, f. 1.10. 2009. b)
Hjalti Þór, f. 24.1. 1978, maki
Guðrún Ingólfsdóttir, f. 10.3.
1979. Börn þeirra eru Salvör
Dalla, f. 9.5. 2003, Siggerður
Egla, f. 29.3. 2005, Kári, f. 25.5.
2007, og Katla, f. 18.2. 2014. c)
Ólafur Páll, f. 3.10. 1984, maki
c1) Unnur Eva Arnarsdóttir, f.
23.6. 1982, þau skildu. Synir
þeirra eru Arnar Hrafn, f. 6.7.
2005, og Vignir Valur, f. 17.11.
2006. Maki c2) Þorbjörg Þor-
steinsdóttir, f. 20.7. 1982. Dætur
þeirra eru Ragna Maren, f. 24.4.
2013, og Aldís Anna, f. 5.5.
2015. Maki 2)Ari Guðni Hann-
esson, f. 16.2. 1960. Fóstursonur
Önnu og Ara er Guðjón Bjarni
Óskarsson, f. 12.7. 1986. Sam-
býliskona hans er Íris Björk
Óttarsdóttir, f. 15.4. 1993. Dótt-
ir hennar er Máney Erna Gunn-
arsdóttir, f. 24.11. 2014. 2) Val-
Á úthallandi vetri 1955 fæddist
ég í Hólum í Hornafirði. Ég var
frumburður foreldra minna þeirra
Dóru og Egils sem síðar kenndu
sig við Seljavelli. Á næstu sjö árum
fæddust hin systkinin mín þrjú.
Nóg var að gera hjá móður minni á
þessum árum; auk þess að standa í
barneignum voru foreldrar mínir
að reisa nýbýlið sitt Seljavelli, þar
sem þau bjuggu sín búskaparár.
Einnig starfaði pabbi sem búnað-
arráðunautur, sem þýddi fjarverur
utan heimilis og þá hvíldu bústörfin
á mömmu. Mamma var afar dugleg
kona og vílaði ekki fyrir sér að
ganga í þau verkefni sem til féllu,
hvort sem voru úti eða inni. Hún
var mjög myndarleg við allt sem
hún tók sér fyrir hendur og gerði
allt vel. En hún bjó yfir fleiri hæfi-
leikum. Hún var góð kona, raunsæ
og réttlát og heiðarleg fram í fing-
urgóma. Hún var traust í því sem
henni var trúað fyrir, bar tak-
markalausa virðingu fyrir eigum
annarra, og það sem henni var sagt
í trúnaði fór aldrei lengra. Mamma
var trúuð kona og því miðlaði hún
til okkar krakkanna, hún kenndi
okkur bænir og með þær áttum við
alltaf að fara. Á kveðjustund er ég
svo innilega þakklát fyrir þessi 62
ár sem ég átti með henni, að vera
mér góð fyrirmynd með sínum
góðu eiginleikum sem hafa gert
mig að þeirri manneskju sem ég er
í dag og fyrir að hafa innrætt mér
trú sem sannarlega hefur komið
sér vel á lífsins leið. Ég get sann-
arlega tekið undir með stórskáld-
inu okkar Matthíasi Jochumssyni
þar sem hann segir í ljóði til móður
sinnar:
en enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
Anna Egilsdóttir.
Í dag fylgjum við tengdamóður
minni til sinnar hinstu hvílu. Hall-
dóra var dóttir hjónanna í Hólum,
Hjalta Jónssonar og Önnu Þor-
leifsdóttur. Anna var glaðsinna
kona, afar vinnusöm og söng gjarn-
an við vinnuna. Hjalti var hagleiks-
maður á tré og járn en líka mikill ís-
lenskumaður. Hann samdi einnig
nokkuð af ljóðum. Þetta var vega-
nestið sem Dóra fékk að heiman,
og víst er að hún var þakklát fyrir
það, hún talaði oft um foreldra sína
og af mikilli virðingu. Hún fór
snemma að vinna eins og börn
gerðu á hennar tíð, auk almennra
sveitastarfa var í Hólum símstöð,
póstafgreiðsla og veðurathugunar-
stöð. Að lokinni barnaskólagöngu
fór Dóra í kvennaskóla á Hvera-
bökkum. Þar var mest áhersla lögð
á handavinnu en einnig kenndi Jó-
hannes úr Kötlum þar íslensku.
Hún sagði mér frá því hvernig
hann kenndi þeim að meta ljóð-
listina og bókmenntir almennt. Það
er öruggt að Dóra tók vel eftir í
þeim tímum því hún var alla tíð
ljóðelsk og kunni vel að meta góðar
bókmenntir. Dóra fór einnig í Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað og
naut sín vel. Ég heyrði það aldrei
frá henni en hef það engu að síður
fyrir víst að þar hlaut hún hæstu
einkunn. Hún hefði gjarnan kosið
meiri menntun en það tíðkaðist
ekki á þeim tíma. Hún dásamaði
það oft hve fjölbreytt og mikil
menntun er í boði fyrir ungt fólk í
dag og hvatti barnabörnin til náms.
Þau Egill reistu sér nýbýlið
Seljavelli árið 1955. Það var mikið
átak fyrir þessi ungu hjón. Vatnið
af skornum skammti fyrstu árin og
einnig rafmagnið. Þvottinn fór hún
með til mömmu sinnar í Hólum til
að byrja með. Ekki var það til að
gera vinnuna léttari að Egill sinnti
margvíslegum störfum utan bús-
ins, bæði sem ráðunautur og þing-
maður, og var vinnu sinnar vegna
oft fjarverandi. Bústörfin og barna-
uppeldið hvíldu því mikið á hennar
herðum. Eftir að synir þeirra tóku
meira yfir bústörfin losnaði á
ákveðinn hátt um Dóru og hún fór
suður með Agli yfir vetrartímann.
Ekki var þó hægt að fara fyrr en
allir garðávextir voru komnir í hús
og slátrun og sláturgerð lokið.
Einnig passaði hún svo upp á að
koma tímanlega heim fyrir jólin til
að undirbúa komu þeirra og aftur
að vori var hún mætt í upphafi vor-
verka.
Leiðir mínar lágu á Seljavelli
fyrir 28 árum. Hún hafði stungið
upp á við Eirík að bjóða mér í kaffi
vegna tengsla minna við vinkonu
sína frá Hverabökkum, Kristrúnu
frá Skipholti, en Eiríkur tók illa í þá
hugmynd. Talaði hún oft um það í
seinni tíð að það hefði nú verið lán
að hún gerði það ekki, „þá hefði ég
virkað eins og einhver hjónabands-
miðlari,“ sagði hún og hló við, „þið
þurftuð ekki á því að halda“.
Að búa undir sama þaki og
tengdamóðir sín er ekki endilega
víst að sé fyrsti kostur í hugum
allra tengdadætra. En það var
vandalaust í okkar tilfelli. Þrátt fyr-
ir að Dóra hefði sterkar og
ákveðnar skoðanir á flest öllu og
vildi hafa stjórnina vissi hún alveg
hvar á að draga mörkin. Hún bar
virðingu fyrir okkar þörfum og
skoðunum.
Nábýlið við hana í öll þessi ár
var einstakt, hlýja og væntum-
þykja í orðum og gjörðum. Þar bar
aldrei skugga á. Blessuð sé minn-
ing Halldóru Hjaltadóttur.
Elín Oddleifsdóttir
Amma á Seljó féll frá frekar
óvænt ef svo að orði mætti komast.
Þegar ég hugsa til baka um okk-
ar tíma hefði ég ekki getað eignast
betri ömmu.
Amma átti heima á Seljavöllum
mestalla sína ævi þó að hún hafi bú-
ið af og til í Reykjavík.
Það var aldrei meiri til hlökkun
hjá okkur bræðrum en þegar við
lögðum leið okkar til Reykjavíkur
til hennar. Hún átti íbúð í Reykja-
vík með afa og voru mikil veislu-
höld þegar við mættum.
Amma var mjög dugleg og
ákveðin manneskja, hlýleg, blíð og
alltaf til staðar fyrir okkur öll.
Amma hafði svo sannarlega
miklar skoðanir á hlutunum. Hún
var dugleg að segja sínar skoðanir
við mig í seinni tíð. Þá aðallega
hvað varðaði vinnu mína, vildi hún
þá helst tryggja að peningamálin
hjá mér væru örugglega í lagi.
Þegar ég byrjaði uppbyggingu á
Seljavöllum II kom ekkert annað
til greina en að amma tæki fyrstu
skóflustunguna að gistihúsinu.
Hún leysti það verkefni að sjálf-
sögðu með mikilli prýði og var hún
vel undirbúin fyrir það verkefni.
Hún mætti með skrifaða punkta og
hélt smá ræðu fyrir viðstadda. Ég
áttaði mig ekki á því fyrr en nú
hvað þessi litla athöfn fyrir um fjór-
um árum gæti skipt mig miklu
máli. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklátur.
Amma var mikil jólamanneskja.
Við fjölskyldan komum alltaf sam-
an á jólunum með ömmu og afa.
Alla tíð hef ég borðað jólamatinn
með ömmu og haldið jólin með
henni. Fyrir það er ég endalaust
þakklátur.
Guð geymi þig, elsku amma mín,
minning þín mun ávallt eiga stóran
sess í hjarta mér.
Reynir Ásgeirsson.
Amma á Seljó var allt það sem
einkenndi frábæra ömmu. Vænt-
umþykjan og hugulsemin gerði það
að verkum að öllum þótti gott að
vera í kringum hana.
Heimilið hjá ömmu og afa ein-
kenndist af hlýleika, enda var það
opið öllum. Það var alltaf gott að
koma í eldhúsið til ömmu og man
ég til dæmis vel eftir þeyttu súr-
mjólkinni sem hún bjó stundum til
handa mér og Reyni. Algjör herra-
mannsmatur.
Ég reyndi stundum að kveðast á
við ömmu, þótt ég hafi verið alveg
skelfilega lélegur í því. Þrátt fyrir
það fannst mér gaman að hlusta á
allar vísurnar sem hún kunni, enda
gat hún setið í marga klukkutíma
og aldrei farið með sömu vísuna
tvisvar.
Ég er mjög þakklátur fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman og mun ég halda fast í þær
minningar.
Guð geymi þig, elsku amma.
Þinn
Þórður.
Nú kveðjum við ömmu okkar
með miklum söknuði. En minning-
in lifir og höfum við systur verið
heppnar að hafa fengið með ömmu
ómetanlegar stundir.
Amma var okkar helsta fyrir-
mynd. Hún var lífsglöð, bjartsýn,
ákveðin og dugleg. Alltaf glæsileg,
tignarleg og vel til fara. Hún hafði
mikla útgeislun og gaf mikið af sér.
Heilsaði með virktum og kvaddi
með guðsblessun. Allir fengu að
finna hversu innilega þeir voru vel-
komnir. Alltaf reiddi hún fram veit-
ingar sem myndu sóma sér í kon-
unglegum veislum.
Við vorum alltaf velkomnar til
ömmu og afa. Áttum dásamlega
tíma saman. Við fórum í berjamó,
veislur, heimsóknir og sunnudags-
bíltúra með Álftagerðisbræður í
kassettutækinu.
Amma bauð okkur í leikhús, út
að borða og oft í mat. Við fórum oft
með henni til „stráksins“, sem var
verslunarmaður í Hlíðunum. Þar
þótti henni svo ljómandi upplagt að
versla í matinn og þá sérstaklega ef
vantaði eitthvert smáræði.
Á haustin var amma mætt í
kartöflugarðinn. Stóð þar fremst á
vélinni, þar sem mest var að gera,
allt þar til vertíðin var búin. Hún
tók til nesti í garðinn og heitt kakó
til þess að ylja mannskapnum. Ef
hún sá að einhver var illa klæddur
var sá hinn sami beðinn um að fara
heim í hlý föt. Menn ættu auðvitað
að klæða sig eftir veðri.
Á sumrin fórum við í kirkjugarð-
inn. Amma klippti öll leiðin og setti
blóm á hvert leiði sem tilheyrði fjöl-
skyldunni. Ekki mátti gleyma
aumingja Lárusi, sem var vinnu-
maður í Hólum þegar hún var að
alast upp.
Fjölskyldan kom saman á að-
fangadagskvöld. Amma las hús-
lestur þann sem langafi hafði áður
lesið. Við nutum lestursins og
þökkuðum ömmu fyrir með kossi á
kinn. Því næst opnuðum við pakk-
ana og mest var gaman að sjá
ömmu opna pakkann frá okkur.
Það var alltaf gaman að færa henni
glaðning, því að gleðin yfir gjöfinni
var svo einlæg.
Amma kenndi okkur svo margt
sem við búum að í dag. Hún var
mikill ljóðaunnandi og fór oft með
kvæði og kenndi okkur að kveðast
á. Ein er sú minning sem við systur
deilum og mun ávallt ylja okkar
hjartarætur. Þegar slest hafði upp
á vinskapinn meðal barnabarnanna
átti maður það til að fara rakleiðis
heim til ömmu og segja henni frá
öllu saman með tárin í augunum
eða hágrátandi. Þá tók hún okkur
upp, setti okkur í kjöltu sína og
hossaði okkur líkt og við værum á
hestbaki á meðan hún fór með
þessa vísu:
Gott er að ríða sandana mjúka
það gerir ekki hestana sjúka;
þegar við sjáum á bæjunum rjúka,
þá skal yfir steinana strjúka.
Konur bera mat á borð,
og breiða niður dúka.
Við skulum ekki skyrinu öllu
frá Skagafirði ljúka.
Þegar amma hafði lokið við að
fara með vísuna var maður búinn
að gleyma öllum erfiðleikum.
Amma var trúuð og eitt var það
sem aldrei mátti gleymast þegar
gist var í ömmu húsi, að biðja
kvöldbænirnar. Hún var mjög þol-
inmóð við okkur og svaraði öllum
þeim spurningum um guð sem okk-
ur datt í hug að spyrja. Hún trúði á
líf eftir dauðann og erum við vissar
um að nú sé hún í góðum fé-
lagsskap á friðsælum stað.
Fjóla Dögg Hjaltadóttir og
Halldóra Hjaltadóttir.
Það voru ákveðin forréttindi að
búa í sama húsi og amma og afi.
Þau voru aldrei langt undan. Ég
gerði mér oft ferð á neðri hæðina til
að heimsækja þau og kom maður
sjaldnast að tómum kofanum. Ég
held að það finnist ekki sá einstak-
lingur sem hafi farið út úr eldhús-
inu hjá ömmu svangur.
Oft þáðum við systkinin mat
niðri hjá ömmu, af ýmsum toga.
Hún gaf okkur gjarnan að borða
þegar mamma og pabbi voru ekki
heima. Í þau skipti sem amma hafði
fisk eða einhvers konar óvinsælli
mat hafði hún ósjaldan ávaxtasúr-
mjólk eða skyr tilbúið sem svona
auka aðalrétt, því að þrátt fyrir að
fá bæði fisk og ávaxtasúrmjólk eða
skyr í matinn mátti ekki sleppa eft-
irréttinum.
Amma fékk heilablóðfall vorið
2014 og var í kjölfarið lögð inn á
Landspítalann í Reykjavík. Vildi
svo til að skólinn hjá mér hafði
dregist á langinn vegna kennara-
verkfalls fyrr um veturinn og var
ég því í bænum þennan maí mánuð.
Ég gaf mér tíma til að heimsækja
ömmu og áttum við góðar stundir
saman.
Ömmu vafðist sjaldan tunga um
tönn. Eitt kvöldið þegar ég hafði
heimsótt ömmu upp á Landspítala
gaf einn hjúkrunarfræðingurinn á
vaktinni sig á tal við mig og spurði
mig hvort amma væri vön að tala
svona mikið. Ég sagði það vera,
þær þyrftu ekki að hafa neinar
áhyggjur, þetta væri 100% eðlilegt.
Þegar leið á vikuna og ömmu tók
að batna fóru læknarnir að hafa orð
á því að flytja ömmu á fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna
plássleysis á Landspítalanum. Það
tók amma vitaskuld ekki í mál og
fannst sem að læknarnir mættu nú
gjarnan vera betur að sér í landa-
fræði.
Amma var síðan flutt á hjúkr-
unarheimilið á Höfn, þar sem hún
varði síðustu árum ævi sinnar.
Þrátt fyrir að hafa nær alveg lam-
ast á öðrum helmingi líkamans
lærði hún að ganga upp á nýtt í
göngugrind. Hún sagði það alveg
frá degi eitt að hún ætlaði að koma
sér heim á Seljavelli. Fyrir rúmu
ári fékk hún síðan annað áfall og
tapaði þá aftur hæfninni til að
ganga. Þetta áfall stoppaði hana
ekki og lærði hún bara að ganga
upp á nýtt. Þrjóskan, dugnaðurinn
og kjarkurinn sem amma hafði var
alveg hreint út sagt ótrúlegur. Því
miður náði amma ekki markmiði
sínu, að komast heim á Seljavelli.
Hún er þó ekki langt undan og
heldur eflaust áfram að fylgjast
með fólkinu sínu sem hún var svo
ríkulega stolt af.
Ég er afskaplega þakklátur að
hafa fengið tækifæri til þess að
kynnast ömmu svona vel og fengið
að umgangast hana svona mikið.
Megi hún hvíla í friði.
Egill Eiríksson.
Elsku amma.
Þú varst svo fjölhæf en efst í
mínum huga er hvað þú reyndist
mér vel og hvað við vorum miklar
vinkonur. Við áttum margt sameig-
inlegt og mér leiðist ekki þegar
sagt er „þú ert alveg eins og amma
þín“, það er sannur heiður.
Þú hafðir unun af leikhúsi og
menningu og kenndir mér að njóta
þessara hluta. Leikhúsferðirnar
okkar standa uppúr og ekki síst
ferðin heim í íbúð eftir sýningu og
kaffiborðið sem var hent upp. Þú
varst alltaf tilbúin að taka á móti
fólki, alltaf var nóg til en engin só-
un. En það voru ekki góðgjörðirnar
sem skiptu máli hjá mér heldur
hvernig við krufðum hvert atriði í
verkinu og köfuðum dýpra. Ég sé
það nú að þessi dýpt sem þú kennd-
ir mér að koma auga á kemur sér
ekki síður vel í daglega lífinu.
Íslenskan var þitt mál, skýr-
mælt og framburðurinn svo tekið
var eftir. Ljóða- og vísnabankinn
óþrjótandi og orðaforðinn fjöl-
breyttur. Þú hafðir lúmskt gaman
af því þegar þú rakst okkur á gat
en þá fékkstu tækifæri til að kenna
okkur eitthvað nýtt. Þú hlóst í það
minnsta mikið að því þegar ég varð
eitt spurningamerki þegar þú
baðst mig um „kollindoðru“ úr for-
stofuskápnum og ljómaðir um leið
og þú fórst að útskýra það fyrir
mér. Þrátt fyrir góð tök á íslensku
máli áttirðu það til að sletta svolítið,
sem setti oft skemmtilegan svip.
„Þein kjú verrí möts,“ heyrðist t.d.
öðru hvoru með viðeigandi handa-
bendingum.
Í þínum augum voru allir jafnir,
gagnkvæm virðing óháð stöðu og
aldri. Aldursbil var ekki til hjá þér
enda varstu síung, fylgdist vel með
tískunni. Parísardressið er mér til
dæmis ógleymanlegt, dökkar galla-
buxur og rauður gallajakki, 84 ára
og varst langflottust í allri París.
Það var einmitt tilfellið; hvert sem
komið var skarst þú þig út úr fjöld-
anum, eins og drottning, en aldrei
neitt yfirdrifið.
Nú þegar jólin nálgast er frekar
erfitt að hugsa hvernig allt saman
verður án þín. Þú varst svo stór
hluti af jólahaldinu okkar. Ég á þó
eftir að sakna þess mest að und-
irbúa jólin með þér. Það gat farið
mikill tími í að upphugsa fallegar
jólagjafir handa hverjum og einum,
enginn skilinn útundan og allir
urðu að fá jafnt. Þá þurfti að finna
nógu vandaða útgáfu af gjöfinni og
það var ekki verra ef hún var á
„temmilegu“ verði, gæðin voru þó
alltaf í fyrsta sæti. Þá átti eftir að
koma öllu í pappír og merkja og
það kom oft fyrir að þú vildir bæta
við sumar gjafirnar ef þú varst ekki
alveg nógu ánægð með þær. Þetta
voru mínar allra bestu stundir fyrir
jólin, þær voru oft á tíðum krefj-
andi en það sem stendur upp úr frá
aðventunni og jólahátíðinni allri.
Allt sem þú gerðir var til fyrir-
myndar. Frá því að pakka ofan í
ferðatösku, klæða sig uppá, í að
takast á við erfiðleika. Eljan, stað-
Halldóra
Hjaltadóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017