Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rannsókn áafskiptumRússlands af bandarísku kosningunum hef- ur nú staðið yfir í nærri því heilt ár. Þá er átt við meintar tilraunir þeirra sem halda um tauma í Kremlarkastala til að hafa áhrif á síðustu kosningar vestra. En þó er það ekki hið eiginlega rannsóknarefni. Sjálfsagt eru það fáir sem botna upp né niður í þessu máli. Lengi vel var látið eins og rannsóknin snerist um það, hvernig hinn nýi rússakeisari hefði hagrætt kosningaúrslit- unum í Bandaríkjunum! Sumir halda sig enn við þann lopa, en þeir sem trúa lítt á fljúgandi diska gera það ekki. At- kvæðatalninguna þyrfti að falsa handvirkt á hverjum stað! Ekki er ólíklegt að tugþúsundir KGB manna hefðu skorið sig úr á kjörstöðunum. En þótt þess- ar dularfullu kenningar væru réttar, þá vantar glæpinn. Kosningasvindlið verður að vera samstarfsverkefni og þá má kæra heimaaðilann fyrir landráð. Þegar Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra, var að rifja upp fyrir þingnefnd hvaða Rússa hann hefði rekist á síðasta ár- ið mundi hann eftir ótal handaböndum hér og þar. En það var stolið úr honum að rússneski sendi- herrann hefði tvívegis litið við á skrifstofu hans í öldunga- deildinni. Þangað hafði hinn þéttholda sendiherra þrammað í loðfeldi fyrir allra augum og stoppað stundarkorn eins og hinir 190 sendiherrar erlendra ríkja gera. Fjöldi manns var viðstaddur og skráð var fund- argerð. Slíkar má skrifa fyr- irfram, því þær snúast allar um að mikilvægt sé að ríki eigi kurteisleg og árangursrík sam- skipti. En af því að dóms- málaráðherraefnið gleymdi þessum puntfundum þá sann- færði embættislið demókrata í ráðuneytinu hann um að þar með væri hann vanhæfur til að koma að „Rússarannsókninni“. Aðstoðarráðherra greip tækifærið og skipaði sérstakan saksóknara til að rannsaka þetta einkennilega mál, með ótakmarkaðar heimildir, ótak- markað starfslið og ótakmörk- uð fjárráð. Þessi langdregni leikaragangur er þegar orðinn niðurlægjandi fyrir bandarískt stjórnkerfi. Enn hefur ekki verið upplýst út á hvað rússarannsóknin gengur} Langavitleysa líður áfram Alþjóðaólymp-íunefndin, IOC, ákvað í gær að banna Rússum að taka þátt í vetraról- ympíuleikunum sem fram fara í Suður-Kóreu í febrúar næst- komandi. Bannið felur þó ekki í sér algera útilokun rússneskra íþróttamanna því að þeim gefst færi á að taka þátt ef þeir geta sýnt fram á að hafa ekki neytt ólöglegra lyfja. Aðgerðirnar eru viðbrögð við umfangsmiklu lyfjasvindli sem Alþjóðaólympíunefndin telur að stundað hafi verið í Rússlandi og skipulagt af yfirvöldum íþróttamála. Þeir rússnesku íþróttamenn sem fá að taka þátt munu gera það undir merkjum ólympíuleikanna en ekki undir rússneska fánanum og fá ekki að hlýða á þjóðsöng sinn nái þeir gulli á leikunum. Þessi hörðu viðbrögð eru framhald af sambærilegum að- gerðum á ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, en þar tókst 271 Rússa að öðlast þátttökurétt þrátt fyrir takmarkanir og skyldu til að sanna sakleysi sitt þegar kemur að lyfjamisnotkun. Eins og við er að búast fagna Rússar ekki þessum aðgerðum en þær eru þó skilj- anlegar í ljósi þess hve alvarlegt og skipulegt svindl Rússa virðist hafa verið, eða eins og forseti Alþjóða- ólympíunefndarinnar orðaði það: „Þetta var fordæmalaus at- laga að heilindum ólympíu- leikanna og íþróttanna.“ Forsetinn bætti því við að þessar aðgerðir ættu að vera lokapunktur þessa skaðlega máls og hvetja til skilvirkara kerfis í baráttunni gegn ólög- legum lyfjum í íþróttum. Óhætt er að taka undir þetta, en engar líkur eru á að um- ræðum um þetta mál sé lokið. Og þó að fjöldi einstaklinga hafi verið útilokaður með öllu frá frekari þátttöku í ólympíu- leikum er þátttöku þeirra í íþróttastarfi ekki endilega lok- ið. Þannig má til að mynda gera ráð fyrir að aðstoðarforsæt- isráðherra Rússlands og fyrr- verandi íþróttamálaráðherra, Vitaly Mutko, verði fyrirferð- armikill á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Hann má aldrei fram- ar koma nálægt ólympíuleikum, en er engu að síður helsti skipu- leggjandi HM 2018. Enn er tekið af fullri hörku á rússnesku ólympíunefndinni fyrir lyfjasvindl} Rússum refsað Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks kennir ýmissa grasa. Um- fjöllun um nauðsynlega uppbyggingu innviða var fyrirsjáanleg en annað vekur nokkra undrun. Í kaflanum um lög- gæslu má finna eftirfarandi texta: Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi með- ferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis. Ekki veit ég hver samdi textann en grunar að hvorki dómsmálaráðherra né þing- og lög- maðurinn Brynjar Níelsson hafi komið þar að. Það er nefnilega ekki refsivert á Íslandi að neyta fíkniefna og því síður er beitt hörðum refsingum við neyslu þeirra. Það er hins vegar refsivert að selja fíkniefni og hafa þau í vörslum sínum en neyslan er ekki refsiverð. Þess vegna er óskiljanlegt hvers vegna tekið er svona til orða í sáttmálanum því fullyrðingin er einfaldlega röng. Þá er nauðsynlegt að benda á að skv. sáttmálanum er það áætlun ríkisstjórnarinnar að styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Enn hefur engin skýring fengist á þessu og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort áætlað sé að herða frekar refsingar fyrir slík brot. Flestir fangar í íslenskum fang- elsum sitja inni fyrir fíkniefnabrot. Þá hafa dómar vegna fíkniefnainnflutnings þyngst jafnt og þétt undanfarna áratugi en refsiramminn var jafnframt hækk- aður. Þyngsti dómur sem fallið hefur vegna innflutnings á Íslandi eru 12 ár. Til sam- anburðar má benda ríkisstjórninni, sem að sögn ætlar einnig að beita sér gegn kyn- ferðisofbeldi, á að þyngsti dómur sem fallið hefur á Íslandi vegna kynferðisbrots er 10 ár, og var þar hvort tveggja um kynferðisbrot að ræða og einnig brot gegn barni. Gildandi refsistefna varðandi fíkniefnainnflutning er því ansi ströng og dómar þungir. Ákveðin vit- undarvakning hefur átt sér stað víða um hinn vestræna heim þar sem alþjóðastofnanir hafa hvatt ríki til að taka frekar upp mannúðlegri úrræði enda stríðið gegn fíkniefnum tapað ef eingöngu á að beita fangelsun en ekki skaða- minnkandi úrræðum. Stríðið gegn fíkniefnum vinnst ekki með því að beita harðari við- urlögum. Stofnun Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og glæpi, UNODC, leggur til meiri áherslu á forvarnir og meðferðir en minni á aukna refsivæðingu enda sýna rannsóknir að árangur af slíku er vægast sagt lítill. Loks má benda ríkisstjórninni á að allir fangar þurfa á með- ferðarúrræði að halda, ekki bara fíklar, enda er sál- fræðiþjónusta fyrir fanga engan veginn fullnægjandi. Það er ábyrgðarhluti að setja saman stjórnarsáttmála. Vonandi eru rangfærslurnar ekki fyrirboði um hin nýju vinnubrögð sem boðuð eru hjá ríkisstjórninni. Helga Vala Helgadóttir Pistill Ný vinnubrögð? Höfundur er þingmaður Samfylkingar helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stórfelldar breytingar munueiga sér stað á aldurs-samsetningu aðildarþjóðaOECD á komandi árum og áratugum og það eykur mikið álag- ið á eftirlaunagreiðslur og lífeyr- iskerfi landanna, að því er fram kemur í riti OECD um stöðu eft- irlaunaþega í þessum löndum sem kom út í gær. Eldra fólki fjölgar hratt og meðalævin lengist á sama tíma og fólki á vinnualdri fækkar. Fram kemur að á seinustu tveimur árum hefur um þriðjungur allra að- ildarlanda OECD þurft að gera breytingar á eftirlaunagreiðslum og auka sveigjanleika og þrjú lönd hafa gripið til þess ráðs að hækka eftirlaunaaldurinn með löggjöf. Er því spáð í ritinu að fram til ársins 2060 muni um helmingur allra OECD-ríkjanna hækka eftirlauna- aldurinn og seinka starfslokum fólks og fresta þar með töku lífeyris að jafnaði um eitt og hálft til tvö ár. Við blasir að mun færri verða á vinnualdri á móti hverjum eftir- launaþega. OECD ber þetta saman og reiknar svokallað framfærslu- hlutfall aldraðra sem sýnir hlut- fallið milli fjölda íbúa sem eru 65 ára og eldri og þeirra sem eru á vinnualdri, þ.e. 20-64 ára. Árið 2015 voru 28 eftirlaunaþegar á hverja 100 vinnandi á aldrinum 20 til 64 ára í OECD löndunum að meðaltali. Talið er að hlutfall eldri borgar- anna tvöfaldist á næstu 50 árum og verði þá 58 á hverja hundrað vinn- andi einstaklinga. Breytingarnar eru miklar. Hér á landi voru 18,1 á eftirlaunaaldri á móti hverjum 100 á vinnualdri á árinu 1975. Árið 2015 var hlutfallið 23,1 eldri borgari á móti hverjum 100 á vinnualdri og er því nú spáð af OECD að á árinu 2050 verði fram- færsluhlutfall aldraðra hér komið í 45,7 á móti hverjum 100 sem þá verða á vinnualdri eða um það bil tveir vinnandi einstaklingar á móti hverjum eldri borgara. Atvinnuþátttaka fólks sem komið er á sjötugsaldurinn er sem kunn- ugt er mikil hér á landi samanborið við aðrar þjóðir. Skv. riti OECD voru aðeins 21% 65 til 69 ára íbúa í ríkjum OECD við störf á vinnu- markaði skv. seinustu tölum. Nokk- ur lönd skera sig úr þessum sam- anburði þar sem hlutfall einstaklinga sem eru á þessum aldri og eru virkir á vinnumarkaði er til muna hærra eða yfir 40% af þessum aldurhópi. Trónir Ísland þar á toppnum en eins og fram hef- ur komið fara Íslendingar yfirleitt síðar á lífeyri en margar aðrar þjóðir. Samkvæmt samanburði OECD voru 56% Íslendinga á aldr- inum 65 til 69 ára í vinnu. Það kennir ýmissa grasa í úttekt OECD á stöðu og högum eftir- launaþega í aðildarlöndunum. Að jafnaði eru um 12,5% einstaklinga í aðildarþjóðum OECD sem orðnir eru 65 ára eða eldri undir fátækt- armörkum. Munurinn er mikill á milli landa. á Ísland eru skv. mæl- ingum OECD 5,4% eldri borgara undir fátæktarmörkum hér á landi sem er lægra hlutfall en meðal þjóðarinnar allrar þar sem 6,5% eru sagðir vera undir fátækt- armörkum. Framfærsluhlutfall aldraðra í OECD-löndum Fjöldi aldraðra, 65 ára og eldri, á móti hverjum 100 íbúum á aldrinum 20-64 ára árin 1975, 2015 og 2050 1975 2015 2050 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Heimild: OECD Pensions at a Glance 2017 Japan Ítalía Finnland Þýskaland Portúgal Svíþjóð Frakkland Danmörk Grikkland Lettland Eistland Bretland Belgía Spánn Austurríki Holland Sviss Slóvenía Tékkland OECD Ungverjaland Noregur Kanada Nýja-Sjáland Ástralía Bandaríkin Pólland Ísland Írland Lúxemborg Slóvakía Ísrael Kórea Síle Tyrkland Mexíkó Færri vinnandi en öldruðum fjölgar ört

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.