Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 295. tölublað 105. árgangur
ÁKVAÐ AÐ HAFA
ÁST FREKAR
EN REIÐI
GLÚRIN OG
LJÚFSÁR
SÝNING
ÁHRIFARÍK OG
HÁTÍÐLEG TÓNLIST
VIÐ KERTALJÓS
SOL ★★★★ 39 SÍGILD JÓL 36ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR 12
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í
stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að rík-
isstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi
en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu,
húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innvið-
um.
Sagði Katrín að ríkisstjórnin legði áherslu á
að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta
geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir og byggja
upp hjúkrunarrými. Hún boðaði stórsókn í
menntamálum og sagði að fjárframlög til há-
skóla myndu ná meðaltali OECD-ríkjanna árið
2020 og stefnt yrði á að þau næðu meðaltali
Norðurlanda fyrir árið 2025. Iðnnám, verk- og
starfsnám yrði eflt og rekstur framhaldsskól-
anna styrktur.
Katrín ræddi um ríkisstjórnarsamstarfið og
málamiðlanir flokkanna. „Markmið þessarar
ríkisstjórnar er fyrst og fremst að koma til
móts við ákall almennings um að sú hagsæld
sem hér hefur verið á undanförnum árum skili
sér í ríkari mæli til samfélagsins,“ sagði hún.
„Sáttmáli ríkisstjórnarinnar fjallar um leiðir
til að ná fram félagslegum, efnahagslegum og
pólitískum stöðugleika sem tryggir góð lífskjör
til framtíðar fyrir venjulegt fólk.“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinn-
ar, gagnrýndi Katrínu fyrir að gefa eftir í bar-
áttunni gegn ójöfnuði og sagði stjórnina á
rangri leið: „Þau eru fullkomlega samstiga í
varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald í mál-
um sem þarfnast umbóta: Um ónýtan gjald-
miðil, háa vexti, óréttlæti í sjávarútvegi, einok-
un í landbúnaði og úrelta stjórnarskrá.“
Tryggi góð lífskjör
Morgunblaðið/Eggert
Þingsetning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir biskup ganga til guðsþjónustu. Að baki ganga þingforseti og ráðherrar.
Katrín Jakobsdóttir segir sáttmála ríkisstjórnarinnar tryggja lífskjör venjulegs
fólks Boðar sókn í menntamálum Formaður Samfylkingar gagnrýnir Katrínu
MBoða sterka innviði og hagsæld »2
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Laun hinna ýmsu hópa sem starfa
hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til
6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ
hækkuðu hlutfallslega mest, eða um
tæplega 30 þúsund krónur.
Þetta má lesa úr nýjum launa-
tölum á vef Stjórnarráðsins.
Heildarlaun félagsmanna hjá ASÍ
voru að meðaltali rúmar 469 þúsund
fyrstu níu mánuði ársins, borið sam-
an við rúmar 441 þúsund krónur að
meðaltali á mánuði í fyrra.
Félagsmenn í Skurðlæknafélagi
Íslands hafa hæstu meðallaunin hjá
hinu opinbera, tæpar 2 milljónir.
Heildarlaun þeirra hafa hækkað um
434 þúsund á mánuði síðan 2014. Þá
hafa laun lækna hækkað um 300
þúsund á mánuði frá 2014 og eru
launin nú að meðaltali 1.495 þúsund.
Þá eru meðallaun hjúkrunarfræð-
inga orðin tæplega 787 þúsund, eða
um 42 þúsund kr. hærri en í fyrra.
Kjararáð veitti mesta hækkun
Laun hópa ríkisstarfsmanna hafa
hækkað um 19,2% til 30,1% frá 2014.
Hækkunin er mest hjá þeim sem
heyra undir kjararáð. Heildarlaun
þeirra voru að meðaltali 1.150 þús-
und fyrstu níu mánuði ársins.
Hækkunin var hins vegar hlut-
fallslega minnst hjá Stéttarfélagi
verkfræðinga eða 19,2%. Meðallaun
þeirra eru nú 828 þúsund. »6
Dæmi um launa-
hækkanir í ár
Kjararáð Hjúkr-
unarfr.
BSRB ASÍ
4,9%
5,7%
6,3%6,1%
Heimild: stjornarradid.is, útreikningar eru blaðsins
Launaskriðið heldur áfram
Laun hjá ríkinu hafa hækkað um allt að 6,3% á árinu
Á síðasta áratug hefur starfsfólki í
bönkum og sparisjóðum fækkað um
tæplega 1.500 og bankaútibúum
fækkað um rúmlega 60. Þessar upp-
lýsingar koma fram í blaði Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja. Af
þeim eru 1.500 sem horfið hafa til
annarra starfa, það eru 35% starfs-
manna í bankakerfinu, og eru kon-
urnar um 1.100, skv. upplýsingum
Friðberts Traustasonar, formanns
SSF. Í árslok 2008 voru 146 útibú
viðskiptabanka starfrækt, en eru nú
84. Undanfarin sex ár hefur útibúum
á höfuðborgarsvæðinu fækkað úr 37
í 21. Frá 2008 hefur útibúum á lands-
byggðinni fækkað úr 99 í 63. »10
Samsett mynd/Eggert
Bankar Starfsumhverfið breytist,
sem leiðir af sér fækkun starfsfólks.
Starfsfólki
bankanna
fækkar hratt
60 útibúum lokað
Framlög til heilbrigðismála og
menntamála aukast á næsta ári
samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi,
samanborið við fjárlög yfirstand-
andi árs.
Þá verður einnig meira fé varið í
samgöngu- og fjarskiptamál á
næsta ári en á þessu. Atvinnuleysis-
bætur og bætur almannatrygginga
hækka um 4,7% um áramót eða um
rúmar 10 þúsund kr. »4
Meira fé í heilbrigð-
is- og menntamál
S T Y R K TA R F É L A G
L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A
RU G- H & B Õ Ö G Â
Sölutímabil
6. – 20. desember
Pottaskefill kemur í kvöld
9
jolamjolk.is
dagar
til jóla