Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Gert er ráð fyrir því, í nýju fjárlaga- frumvarpi sem lagt var fram í gær, að ríkissjóður verði rekinn með 35 milljarða króna afgangi á næsta ári. Er þetta 9 milljörðum króna minni afgangur en ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarpi sem síðasta rík- isstjórn lagði fram í september. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði þegar hann kynnti frumvarpið að þetta væri í samræmi við nýja fjármálastefnu til fimm ára sem lögð var fram á Al- þingi í gær. „Við teljum að umræðan á undan- förnum árum hafi sýnt að það er talsverð uppsöfnuð fjárfestingar- þörf, sem reynt er að mæta í þessu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Bjarni. Meira jafnvægi framundan Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins á næsta ári aukist um 26 milljarða króna og verði rúmir 840 milljarðar króna. Fram kom hjá Bjarna að útlit er fyrir að skatt- stofnar ríkisins skili á þessu ári rúmum 20 milljörðum króna meiri tekjum en fjárlög gerðu ráð fyrir og á næsta ári er gert ráð fyrir að skatttekjurnar hækki um tæpa 40 milljarða króna. „Þetta leiðir af því að við erum á hagvaxtarskeiði,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að allt benti til þess að íslenska hagkerfið hefði náð toppi hagsveiflunnar sem verið hef- ur undanfarin misseri og búast megi við eitthvað minni hagvexti á komandi árum en verið hefur. „Mér sýnist við vera að sigla inn í tímabil þar sem verður meira jafnvægi al- mennt í efnahagsmálunum.“ Áætlað er að útgjöld ríkisins verði 818 milljarðar króna á næsta ári. Svonefnd frumútgjöld, heildar- útgjöld að frádregnum vaxtagjöld- um, aukast um 66 milljarða króna frá fjárlögum 2017. Þá er gert ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs lækki um 50 milljarða króna á næsta ári. Minni afgangur Í þingsályktunartillögu um fjár- málastefnu ríkisstjórnarinnar til ársins 2022, sem lögð var fram á Al- þingi í gær, er gert ráð fyrir að af- gangur verði af heildarjöfnuði hins opinbera út tímabilið. Þessi afgang- ur verði að lágmarki 1,4% af vergri landsframleiðslu á næsta ári, 1,2% árið 2019, 1,1% árið 2020 og síðan 1% á ári eftir það. Þetta er aðeins minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjár- málastefnu síðustu ríkisstjórnar, sem samþykkt var á Alþingi í apríl sl. Í nýju tillögunni segir að umfang og tímasetningar aðgerða í skatta- málum verði að ráðast af ýmsum þáttum, svo sem framvindu kjara- samninga á vinnumarkaði, stöðu í fjármálum hins opinbera og efna- hagshorfum á hverjum tíma. Þá segir að hafinn sé undirbún- ingur að því að fram fari kerfisbund- in greining og endurmat á útgjöld- um ríkissjóðs og að það mat verði innleitt í hefðbundið áætlanaferli fyrir ríkissjóð. Meta þurfi árangur og áhrif og skilgreina hvaða verkefni séu þarfari fyrir samfélagið en önn- ur og hvað megi gera betur. „Sjálf- virkni í útgjöldum er ekki til þess fallin að tryggja almenna velferð heldur verður að forgangsraða verk- efnum með virkum hætti í þágu skil- greindra markmiða að undangeng- inni pólitískri umfjöllun Alþingis.“ Skipting tekna ríkissjóðs Skipting útgjalda ríkissjóðs Áherslumál ríkisstjórnarinnar, aukin fjárframlög milljarðar kr. Sjúkrahússþjónusta styrkt 8,5 Framlög til lyfjakaupa 4,2 Framlög til háskóla- og fram- haldsskólastigs hækkuð 3,8 Veruleg aukning í samgöngu og fjarskiptamál 3,6 Innspýting í heilsugæsluna 1,9 Framlög til umhverfismála 1,7 Frítekjumark aldraðra vegna atvinnu hækkað 1,1 Hærri framlög til barnabóta 0,9 Máltækniverkefni 0,5 Niðurgreiðsla á tannlækna- kostnaði aldraðra og öryrkja 0,5 Aðgerðaáætlun vegna kynferðisbrota 0,4 Fjárlagafrumvarp 2018, hlutfallsleg skipting tekna og útgjalda ríkissjóðs Nýsköpun og rannsóknir Utanríkismál Umhverfismál Almanna- og réttaröryggi Samgöngu- og fjarskiptamál Vaxtagjöld Mennta- og menningarmál* Annað Heilbrigðismál* Félags- , húsnæðis- og tryggingamál* 2% 2% 2% 3% 5% 7% 12% 16% 26% 26% Virðisaukaskattur Tekjuskattar einstaklinga Tryggingagjöld Skattar á fyrirtæki Skattar á bíla og eldsneyti Aðrir skattar Sala á vöru og þjónustu Vörugjöld á áfengi og tóbak Arðgreiðslur Vaxtatekjur Veiðigjald Aðrar tekjur 29% 26% 11% 11% 6% 4% 4% 3% 2% 2% 1% 1% 77% tekna ríkissjóðs 64% útgjalda ríkissjóðs *Hér er skipting útgjalda miðuð við eftirfarandi málefnasvið: Félags-, húsnæðis- og tryggingamál: málefnasvið 27-32. Heilbrigðismál: málefnasvið 23-26. Mennta- og menningarmál: málefnasvið 18-22. 8 6 4 2 0 8 6 4 2 0 8 6 4 2 0 **Hagstofan nóvember 2017 Einkaneysla 2,6%2,9% 3,1% 3,6% 5,3% 7,8% 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Hagvöxtur 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2,6%2,6%2,5%2,6% 3,1% 4,9% Afgangur af viðskiptajöfnuði 2017 2018 2019 2020 2021 2022 3,3%3,4% 3,8%3,8%3,9% 5,5% Heildarfjárfesting 2017 2018 2019 2020 2021 2022 3,8%3,6% 2,1% 2,9%3,1% 8,8%Þjóðhagsspá** % af VLF +2,0 milljarðar króna. Helmingshækkun kolefnisgjalds +1,6 milljarðar króna. Hækk- un fjármagnstekjuskatts úr 20% í 22% +1,5 milljarðar króna. Afnám afsláttar af vöru- gjaldi bílaleiga í tveimur jöfnum skrefum -2,0 milljarðar króna. VSK undanþága fyrir vistvæna bíla Skattkerfisbreytingar Áform í fjárlagafrumvarpi 2018 Heildarafkoma ríkissjóðs 2004-2018 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heildarjöfnuður Heildartekjur Heildargjöld Virðisaukaskattur, tekjuskattar einstaklinga, tryggingagjöld og skattar á fyrirtæki: Mennta- og menningarmál, heilbrigðismál, félags- , húsnæðis- og tryggingamál: Heildarafkoma ríkissjóðs árið 2018 er áætluð um 35 ma.kr. eða sem nemur 1,3% af VLF Reiknað með 35 milljarða afgangi  Skatttekjur ríkissjóðs aukast mikið á næsta ári  Höfum náð toppi hagsveiflunnar, segir ráðherra Morgunblaðið/Eggert Fjárlög kynnt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 á blaðamannafundi í gærmorgun. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lög- festingu not- endastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að þver- pólitísk samstaða geti tekist á Al- þingi um að frumvörp ráðherrans verði að lögum fyrir áramót. „Það er brýnt að þetta mál geti unnist sem hraðast og í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka,“ segir Ásmundur Einar Daðason, m.a. í fréttatilkynn- ingu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu að annars vegar muni ráðherra leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Þessi frumvörp voru lögð fram á síðasta þingi og verða því endurflutt. Gert er ráð fyr- ir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Fram að þeim tíma verður NPA-þjónustan tryggð með framlengingu bráðabirgða- ákvæða laga þar að lútandi frá 1. janúar næstkomandi. Í því skyni leggur ráðherra því einnig fram frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðs fólks og laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í frumvarpi til fjárlaga næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 290 millj- óna króna fjárheimild til samninga um notendastýrða persónulega að- stoð. Aukningin nemur samkvæmt því um 70 milljónum króna frá þessu ári og gerir kleift að fjölga samn- ingum úr 55 í 80 árið 2018. agnes@mbl.is NPA samningar verði 80  Félags- og jafnréttisráðherra leggur fram frumvörp á næstu dögum  Framlög verði aukin um 70 milljónir 2018 Ásmundur Einar Daðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.