Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 6
Launaþróun hjá hinu opinbera janúar 2014 til september 2017 Breyting á launum 2014-2017 Breyting á launum 2016-2017
Breyting á vísitölu neysluverðs á tímabilinu**
Meðaltal 2014 Meðaltal 2016 Meðaltal 2017* Breyting frá 2014 Breyting frá 2016
Kjararáð 883.983 1.096.163 1.150.356 30,1% 4,9%
Kennarafélag Íslands 550.964 700.994 715.599 29,9% 2,1%
Skurðlæknafélag Íslands 1.563.698 1.963.388 1.998.188 27,8% 1,8%
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 624.134 744.518 786.991 26,1% 5,7%
Læknafélag Íslands 1.194.918 1.473.830 1.494.894 25,1% 1,4%
ASÍ - án mótframlags 376.502 441.414 469.283 24,6% 6,3%
BSRB 447.982 523.953 556.029 24,1% 6,1%
Starfsmannaf. Sinfóníuhljómsv. Ísl. 450.626 533.369 554.073 23,0% 3,9%
BHM 577.362 680.308 704.404 22,0% 3,5%
Kjarafélag Tæknifræðingafélags Ísl. 670.812 785.154 817.023 21,8% 4,1%
Stéttarfélag verkfræðinga 694.131 809.659 827.730 19,2% 2,2%
*Janúar til og með sept. 2017. **Meðaltal vísitölunnar 2014 og 2016 borið saman við sept. 2017. Heimild: Vefur stjórnarráðsins. 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 0% 5%
5,6% 1,4%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félagsmenn í Skurðlæknafélagi Ís-
lands höfðu að meðaltali 1.998 þús-
und krónur í mánaðarlaun fyrstu níu
mánuði ársins. Til samanburðar voru
meðallaunin 1.495 þúsund krónur
hjá félögum í Læknafélagi Íslands.
Þetta kemur fram í nýbirtum töl-
um á vef Stjórnarráðsins.
Þar eru birtar upplýsingar um
laun ríkisstarfsmanna eftir stéttar-
félögum í heildarsamtökum og
stéttarfélögum utan bandalaga. Á
vef Stjórnarráðsins segir að aðeins
séu birtar upplýsingar um hópa sem
hafa að lágmarki 20 stöðugildi í dag-
vinnu á viðkomandi launatímabili.
Þeir sem heyra undir kjararáð
voru með þriðju hæstu meðallaunin
fyrstu níu mánuði ársins, eða 1.150
þúsund. Félagsmenn í Stéttarfélagi
verkfræðinga voru með 828 þúsund
að meðaltali í laun og tæknifræðing-
ar 817 þúsund. Sjöttu í röðinni voru
hjúkrunarfræðingar með 787 þús. í
meðallaun fyrstu níu mánuði ársins.
Mesta hækkunin hjá kjararáði
Félagsmenn í kjararáði hafa
fengið hlutfallslega mestar launa-
hækkanir. Laun þeirra voru 30,1%
hærri að meðaltali fyrstu níu mánuði
ársins en að meðaltali 2014.
Skammt á hæla þeirra koma fé-
lagsmenn í Kennarasambandi Ís-
lands. Þar er hækkunin 29,9% frá
2014. Hjúkrunarfræðingar fengu
26,1% launahækkun og skurðlæknar
og læknar hafa fengið 27,8% og
25,1% launahækkun frá 2014. Skal
tekið fram að hér er miðað við nafn-
laun.
Séu meðallaunin fyrstu níu mán-
uði ársins borin saman við meðal-
launin í fyrra kemur í ljós að fé-
lagsmenn í ASÍ hafa fengið mesta
hlutfallslega hækkun, eða 6,3%. Mið-
að er við laun án mótframlags.
Næstir koma félagsmenn í Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæja
(BSRB) með 6,1% hækkun frá því í
fyrra. Svo koma hjúkrunarfræðing-
ar með 5,7% launahækkun milli ára.
Við þennan samanburð er vert að
hafa í huga að meðallaun einstakra
hópa geta sveiflast eftir mánuðum.
Því kann að vera best að bera saman
launin þegar árið er liðið. Til dæmis
höfðu félagsmenn í Læknafélagi Ís-
lands að meðaltali 1.640 þúsund í
laun að meðaltali í apríl á þessu ári
en 1.375 þúsund í júlí. Þá höfðu fé-
lagsmenn hjá ASÍ að meðaltali 492
þúsund í laun í apríl en 461 þús. í júlí.
Nokkur munur á hópunum
Fram hefur komið að hinir ýmsu
hópar launamanna hafa horft til
kjararáðs varðandi hlutfallslega
hækkun launa. Má í því efni rifja upp
að dæmi eru um að þeir sem heyra
undir kjararáð hafi fengið afturvirk-
ar launahækkanir. Einfaldur saman-
burður á þróun nafnlauna veitir að-
eins vísbendingu um þróunina.
Verðlag hækkaði um 5,6% frá
meðaltali vísitölunnar 2014 til sept-
ember 2017. Nafnlaunahækkanir um
20-30% frá meðallaunum 2014 hafa
því aukið kaupmátt margra hópa
verulega á tímum sögulegs verð-
stöðugleika á Íslandi.
Laun hjá ríkinu enn á uppleið
Laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað um allt að 6,3% á árinu Meðallaun skurðlækna nú 2 milljónir
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Laun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað síðustu misserin.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Kvikmyndinni mun örugglega
fylgja aukinn ferðamannastraumur
og sannarlega verður Jennifer
Lawrence tekið fagnandi ef hún
birtist hér í Húnaþingi,“ segir
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveit-
arstjóri Húnaþings vestra. Í vik-
unni var greint frá því að banda-
ríska leikkonan Jennifer
Lawrence, sú hæst launaða í Holly-
wood, muni fara með hlutverk
Agnesar Magnúsdóttur í kvik-
myndinni Burial Rites.
Leikstjóri myndarinnar verður
Luca Guadagnino, en myndin
byggist á samnefndri bók ástralska
rithöfundarins Hönnuh Kent frá
árinu 2013. Bókin fjallar um líf
Agnesar Magnúsdóttur, sem tekin
var af lífi við Þrístapa í Vatnsdals-
hólum árið 1830. Bókin kom út í ís-
lenskri þýðingu árið 2014 undir
heitinu Náðarstund.
Komið á góðan rekspöl
Guðný segir að þekkt sé að þeg-
ar bækur um einstaka sögulega at-
burði hafi verið kvikmyndaðar hafi
fjöldi ferðamanna aukist í kjölfarið.
„Ég hef trú á því að við eigum von
á miklum fjölda ferðamanna til að
skoða þær aðstæður sem bókin
byggist á, hvort sem myndin verð-
ur tekin upp hér eða annars staðar.
Við höfum vitað af einhverjum hug-
myndum um þetta verkefni í 2-3 ár
því þá kom hingað fólk að vetri til
og skoðaði aðstæður. Nú er þetta
greinilega komið á góðan rekspöl
og það eru stórkostlegar fréttir.“
Hún segir að ekki fari á milli
mála að ferðamannastraumur hafi
aukist síðan bókin kom út. Fólk
komi úr flestum heimshornum, en
enskumælandi fólk og Þjóðverjar
hafi verið áberandi. Þá hafi Íslend-
ingum einnig fjölgað frá útkomu
Náðarstundar á íslensku.
Með Náðarstundarkort
Margir ferðamannanna verði sér
út um sérstakt Náðarstundarkort
af söguslóðum þar sem greint er
frá staðháttum og örnefnum, en
sögusviðið sé bæði í Húnaþingi
vestra og Húnavatnshreppi. Þá er í
vinnslu sérstakt app þar sem hægt
er að fræðast um þessa sögu og
ýmsar perlur á svæðinu, en kortið
og appið eru samstarfsverkefni
ferðamálafélaga í sveitarfélög-
unum.
Guðný segir að mikill ferða-
mannastraumur sé um sex mánuði
á ári yfir sumartímann. Að vetr-
inum hafi hann einnig aukist og
víða sé boðið upp á þjónustu allt ár-
ið. Hún nefnir gamla skólann á
Laugarbakka í Miðfirði, þar sem
nú er 56 herbergja heils árs hótel
með aðstöðu fyrir ráðstefnur.
Myndinni mun fylgja auk-
inn ferðamannastraumur
Jennifer Lawrence verður sannarlega tekið fagnandi
Guðný Hrund
Karlsdóttir
Jennifer
Lawrence
Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla
með því við hluthafa félagsins að
fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur,
sem samþykkar voru á hluthafafundi
síðastliðinn mánudag, verði dregnar
til baka. Ástæðan er hörð viðbrögð
sem greiðslurnar hafa vakið hjá al-
menningi, fulltrúum verkalýðshreyf-
ingarinnar og fleirum.
Stjórnin segist í yfirlýsingu hafa
hlýtt á athugasemdir sem fram hafi
komið vegna þessa máls og telji að
óhjákvæmilegt sé að bregðast við til
að skapa traust, enda sé það grund-
völlur allra viðskipta.
Stærsta eign Klakka er Lykill,
sem hefur verið umsvifamikill í fjár-
mögnun bifreiða og atvinnutækja
hér á landi á síðustu árum. Fyrir lá
samþykkt um að stjórnendur fyrir-
tækisins gætu fengið kaupauka sem
næmi hundruðum milljóna króna, þó
svo engin ákveðin upphæð hafi verið
ákveðin. Í yfirlýsingu Klakka í gær
segir að með þessari ákvörðun vilji
stjórnin stuðla að því að friður ríki
um Lykil og starfsemi fyrirtæksins,
því þannig megi hámarka virði fé-
lagsins í þágu allra hluthafa.
sbs@mbl.is
Kaupaukagreiðslur
verði teknar til baka
Viðbragð skapi traust í viðskiptum
Af Vísindavef Háskóla Íslands:
Síðasta aftakan fór fram í
Vatnsdalshólum í Húnavatns-
sýslu 12. janúar 1830. Þá voru
tekin af lífi Agnes Magnús-
dóttir, vinnukona á Illuga-
stöðum, og Friðrik Sigurðsson,
bóndasonur frá Katadal. Þau
höfðu verið dæmd til dauða
fyrir morð á tveimur mönnum
aðfaranótt 14. mars 1828, Nat-
ans Ketilssonar, bónda á Illuga-
stöðum, og Péturs Jónssonar
frá Geitaskarði.
Síðasta aftak-
an á Íslandi
VATNSDALSHÓLAR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þrístapar Upplýsingaskilti um
síðustu aftökuna á Íslandi.
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17