Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns 15. desember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.44 104.94 104.69 Sterlingspund 139.35 140.03 139.69 Kanadadalur 81.09 81.57 81.33 Dönsk króna 16.478 16.574 16.526 Norsk króna 12.483 12.557 12.52 Sænsk króna 12.377 12.449 12.413 Svissn. franki 105.27 105.85 105.56 Japanskt jen 0.9206 0.926 0.9233 SDR 147.19 148.07 147.63 Evra 122.66 123.34 123.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9292 Hrávöruverð Gull 1255.6 ($/únsa) Ál 1996.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.8 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Domino’s í Bret- landi, stærsta pitsukeðja Bret- lands, hefur keypt 44,3% hlut ís- lenskra fjárfesta í rekstri Domino’s á Íslandi og á nú 95,3% í fyrirtæk- inu. Í tilkynningu frá breska félaginu segir að það hafi upphaflega keypt 51% í Domino’s á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrir- tækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun, að því er haft er eftir David Wild, forstjóra Domino’s í Bret- landi, í tilkynningunni. Seljendur eru Framtakssjóðurinn Edda, Högni Sig- urðsson og fjárfestingarfélagið Eyja, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og eiginkonu hans, Eyglóar Kjartansdóttur. Domino’s á Íslandi nú 95% í breskri eigu Domino’s Keypt af bresku fyrirtæki. STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Við erum á toppi hagsveiflunnar og því hefðu Samtök atvinnulífsins kos- ið að sjá meira aðhald í fjárlagafrum- varpinu fremur en 54 milljarða út- gjaldaaukningu frá fjárlögum 2017,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs samtak- anna. „Hafa verður í að huga að umsvif hins opinbera og skattheimta á Ís- landi er meðal því allra mesta innan OECD. Verði útgjöld og umsvif rík- isins aukin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir er erfitt að sjá að nokkurt svigrúm myndist til að lækka álögur á fólk og fyrirtæki,“ segir hún. Enn skattahækkanir frá hruni Að sögn Ásdísar voru skattar hækkaðir eftir fjármálahrunið 2008 til þess að brúa bilið í ríkisrekstrin- um. „Þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar frá þeim tíma,“ segir hún og nefnir að tekjuskattur á einstaklinga og fyrirtæki hafi verið hækkaður, tryggingagjaldið hækkað og komið á sérstökum bankaskatti. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að tryggingagjaldið verði ekki lækkað samkvæmt núverandi fjár- lagafrumvarpi. „Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvort því verði ekki spilað út í komandi kjaraviðræð- um,“ segir hún. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður um tvö prósentustig í 22%. Rætt hefur verið um að endur- skoða þurfi skattstofninn, en það liggur ekki fyrir hvenær það verður gert eða með hvaða hætti. „Við höf- um talað fyrir því að byggja skatt- heimtuna á raunávöxtun. Hérlendis hefur verðbólga verið hærri en í ná- grannalöndunum. Skattheimtan er því meira íþyngjandi en skatt- prósentan gefur til kynna. Það dreg- ur úr samkeppnishæfni fyrirtækja,“ segir Ásta. Á að treysta á hagvaxtarspár? Ásdís bendir á að vegna kröftugs hagvaxtar hafi tekjustofnar ríkisins farið vaxandi. Frá fjárlögum 2017 til fjárlagafrumvarpsins nú aukist tekj- urnar um 67 milljarða króna eða 9%. „Það eru sterkar vísbendingar þess efnis að nú hægi hratt á hagkerfinu. Verði bakslag dragast tekjur hratt saman en eftir standa útgjöldin. Ætl- um við að treysta á að hagvaxtarspár rætist eða viljum við hafa vaðið fyrir neðan okkur og greiða niður skuldir nú þegar tekjur ríkissjóðs hafa aldrei verið meiri?“ segir hún. Ásta segir að mikilvægt sé að opin- berar stofnanir fylgi fjárheimildum. „Það stefnir í að útgjöld á þessu ári fari 16 milljarða fram úr fjárlögum. Þetta jafngildir þeirri útgjaldaaukn- ingu sem við sjáum nú í fjárlögum milli síðustu tveggja ríkisstjórna. Þetta eru verulegar upphæðir. Við fögnum því að fjármálaráðherra bendi á nauðsyn þess að vera með innbyggða ferla í fjármálaráðuneyt- inu til að koma í veg fyrir framúr- keyrslu,“ segir hún. Drjúgur hluti í laun Ásta segir að drjúgur hluti auk- inna útgjalda fari í launahækkanir og verðlagsbreytingar. Af um 53 millj- arða króna útgjaldaaukningu frá síð- ustu fjárlögum til núverandi fjár- lagafrumvarps eru um 18 millljarðar vegna launahækkana og verðlags- breytinga. Þegar rætt er um 35 millj- arða króna útgjaldaaukningu milli ára er litið framhjá þessum upphæð- um. Af 21 milljarði í auknar fjárveit- ingar til heilbrigðismála má rekja um fjórðung til launakostnaðar og verð- lagsbreytinga. Í menntamálum er hlutfallið 39%. „Þetta vekur athygli á höfrungahlaupinu á milli verðlags og launahækkana. Það þarf að taka vinnumarkaðsmálin föstum tökum.“ Hún bendir á að með öldrun þjóð- arinnar og tilkomu nýrra og dýrari lyfja og aðgerða muni kostnaður í heilbrigðiskerfinu fara vaxandi. „Það er mikilvægt að mótuð sé stefna í heilbrigðismálum samhliða því sem fjárveitingar aukast. Ætíð mun þurfa aukið fé til að mæta auknum rekstrarkostnaði ef ekki er fjárfest í uppbyggingu sem dregur úr kostn- aði til lengri tíma.“ Útgjaldaaukning á toppi hagsveiflu  Ef bakslag kemur dragast tekjur saman en útgjöldin ekki Ásdís Kristjánsdóttir Ásta S. Fjeldsted 16 milljarða fram úr fjárlögum » Það stefnir í að útgjöld á þessu ári fari 16 milljarða fram úr fjárlögum. Það eru verulega fjárhæðir að sögn Ástu S. Fjeldsted. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þær hækkanir sem fram koma í heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar fyrir árið 2018, og fjallað var um ViðskiptaMogganum í gær, koma framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins í opna skjöldu. Segist hann undrandi á því að fyrirtækið sjái ástæðu á þessum tíma til þess að hækka orkuverð. „Staða miðlunarlóna Landsvirkj- unar er með ágætum hvað vatns- forða snertir samkvæmt upplýsing- um fyrirtækisins og því ljóst að enginn skortur á framboði orku er í sjónmáli. Þá finnst manni skjóta skökku við að ákveðið sé að hækka verð á orku til þeirra fyrirtækja sem svo selja hana áfram til neyt- enda, bæði fyrirtækja og almenn- ings,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Breytt fyrirkomulag við söluna Segir hann að horfa verði til þess að hækkanir af þessu tagi lendi að lokum á almenningi í landinu. „Auð- vitað kemur þetta illa niður á mörg- um fyrirtækjum, ekki síst félags- mönnum okkar, en að lokum veltur þetta út í vöruverðið og sá reikn- ingur lendir á neytendum í landinu. Þessar hækkanir koma svo einnig fram í hækkun vísitölu neyslu- verðs.“ Landsvirkjun sendi frá sér fréttatilkynningu í gær í kjölfar fréttar ViðskiptaMoggans. Þar kemur fram að búast megi við því að meðalverð fyrirtækisins til sölu- fyrirtækja rafmagns muni hækka að raunvirði um 2,2% á næsta ári. Þrátt fyrir hækkunina sé áætlað að meðalverðið til viðskiptavina verði lægra en það var á árunum 2015 og 2016 á föstu verðlagi. Segir fyrir- tækið í tilkynningunni að fyrir- komulagi heildsölusamninga hafi verið breytt um síðustu áramót með það að markmiði að bæta nýtingu vatnsaflsauðlindarinnar. Þetta hafi verið gert með því að minnka svo- kallaða aflskuldbindingu sölufyrir- tækja og auka sölu á skammtíma- rafmagni. Í frétt ViðskiptaMoggans í gær kom hins vegar fram að svo- kallaður aflliður verðskrárinnar verður hækkaður um 13% sam- kvæmt fyrirliggjandi verðskrá næsta árs. Þá segir fyrirtækið að hinar miklu hækkanir yfir sumarmánuð- ina, sem nema ríflega 50% í sumum tilvikum, komi til af því að fyrir- tækið vilji endurspegla í verðskrá sinni betur kostnað við framleiðslu á mismunandi árstímum og hækki því verðið yfir sumarmánuðina en á móti lækki það nokkuð á haustin. Þessar breytingar komi einnig til vegna bættrar nýtingar raforku- kerfisins, þar sem auðveldara er að miðla betur vatni í lónum milli árs- tíða en verið hefur fram til þessa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orkubúskapur Landsvirkjun hefur gefið út að vatnsforði miðlunarlóna fyrirtækisins standi mjög vel. Voru þau öll full við upphaf vatnsárs, 1. okt. SI gagnrýna raforkuhækkun  LV segir meðalverðið hækka um 2,2%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.