Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnmálaskýrendur vestanhafs
telja að staða Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta hafi veikst til
muna með ósigri Roy Moore í auka-
kosningunum til öldungadeildarinn-
ar sem fram fóru á þriðjudaginn var.
Moore tapaði þá naumlega fyrir
Doug Jones, frambjóðanda demó-
krata, en þetta er í fyrsta sinn í um
25 ár sem báðir öldungadeildarþing-
menn Alabama-ríkis koma ekki úr
röðum repúblikana.
Úrslitin þýða að repúblikanar hafa
einungis 51 öldungadeildarþing-
mann á móti 47 demókrötum og
tveimur óháðum þingmönnum, sem
kjósa yfirleitt með demókrötum. Það
gæti aftur leitt til þess að erfiðara
verði fyrir Trump að ná í gegn þeirri
löggjöf sem hann vill koma fram, þar
sem sumir fulltrúar repúblikana í
öldungadeildinni hafa ekki verið
honum leiðitamir til þessa.
Moore gerður að blóraböggli
Þá hafa forkólfar Repúblikana-
flokksins sóst eftir því að kenna
Moore um tapið, en hann þótti um-
deildur sem frambjóðandi. Bæði
þótti hann hafa sýnt af sér óviðeig-
andi framkomu í garð minnihluta-
hópa, auk þess sem fjöldi kvenna
steig fram og ásakaði Moore um að
hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.
Moore harðneitaði hins vegar að
stíga til hliðar, þrátt fyrir að sumir í
forystuliði repúblikana fordæmdu
hann. Trump var á meðal þeirra sem
vildu gera Moore að blóraböggli, en
á samskiptamiðlum hvatti hann
flokk sinn til þess að tefla fram „frá-
bærum frambjóðendum“ í framtíð-
inni, og benti á að hann hefði sjálfur
stutt keppinaut Moores í prófkjöri.
Það breytti hins vegar ekki því að
Trump hafði á seinni stigum barátt-
unnar í Alabama stutt dyggilega við
bakið á Moore.
Benda stjórnmálaskýrendur á að
Moore hafi um margt hagað kosn-
ingabaráttu sinni á svipaðan hátt og
Trump sjálfur, þegar hann sóttist
eftir Hvíta húsinu fyrir ári. Hin
óvæntu úrslit í Alabama bendi því til
þess að hugsanlega eigi repúblikan-
ar ekki gott í vændum í nóvember á
næsta ári, þegar kosið verður til
Bandaríkjaþings.
Eftirköstin frá Alabama
Staða Donalds Trumps þykir hafa veikst í kjölfar kosningasigurs demókrata
í Alabama Einungis eins manns meirihluti repúblikana í öldungadeildinni
AFP
Óvænt Sigur Doug Jones á þriðju-
daginn kom flestum á óvart.
Þess var minnst í Bretlandi í gær að hálft ár var þá liðið
frá eldsvoðanum í Grenfell-turninum, þar sem 71 fórst.
Aðstandendur þeirra sem létu lífið komu saman í gær í
sérstakri minningarathöfn í dómkirkju heilags Páls í
Lundúnum, þar sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar
vottuðu þeim samúð sína. Opinber rannsókn á til-
drögum brunans hefur þegar verið sett af stað, en eig-
endur hússins hafa verið sakaðir um vanrækslu.
AFP
Hálft ár liðið frá harmleiknum í Grenfell-turninum
Aðstandendur minntust ástvina sinna
Theresa May,
forsætisráð-
herra Bretlands,
viðurkenndi í
gær að hún væri
vonsvikin yfir
að hafa tapað
mikilvægri at-
kvæðagreiðslu í
neðri deild
breska þingsins
á miðvikudaginn, þar sem nokkr-
ir þingmenn Íhaldsflokksins sviku
lit til þess að tryggja að þingið
hefði síðasta orðið um það hvern-
ig samningur Breta um útgöng-
una úr Evrópusambandinu, svo-
nefnt Brexit, myndi líta út.
Hafnaði May því að niður-
staðan þýddi að Brexit-ferlið væri
í uppnámi, en brátt eiga að hefj-
ast viðræður milli Breta og ESB
um það hvernig viðskipta-
sambandi þeirra verður háttað
eftir útgönguna.
Sagði May að ríkisstjórn sín
væri þrátt fyrir allt á réttri leið
með að tryggja útgöngu Breta
eins og breskur almenningur
hefði óskað eftir.
May vonsvikin með
atkvæðagreiðsluna
Theresa May
STÓRA-BRETLAND
Ismail Haniya,
leiðtogi Hamas-
samtakanna,
kallaði eftir því í
gær að araba-
heimurinn héldi
áfram mótmæl-
um sínum gegn
ákvörðun Don-
alds Trumps
Bandaríkja-
forseta um að viðurkenna Jerúsal-
em sem höfuðborg Ísraels.
„Við krefjumst þess að hinn ísl-
amski heimur geri hvern föstudag
að degi reiði og byltingar í öllum
höfuðborgum og borgum þar til
ákvörðun Trumps verður hnekkt,“
sagði hann um leið og hann hvatti
páfann og kristna menn til þess að
beina sunnudagsbænum sínum til
hinnar helgu borgar.
Haniya lét þessi orð falla í há-
tíðarræðu sinni, en Hamas-
samtökin fögnuðu í gær þrjátíu
ára afmæli sínu. Tugþúsundir
stuðningsmanna komu saman á
Gaza-svæðinu og fögnuðu ræðu
hans ákaft.
Kallar eftir frekari
mótmælum
Ismail Haniya
ÍSRAEL-PALESTÍNA
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sagði í gær að hann liti á könnun
norðurskautssvæðisins sem for-
gangsmál fyrir Rússa, á sama tíma
og hann lagði áherslu á að Rússar
myndu virða náttúruna.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í árlegu sjónvarpsviðtali Pút-
íns, en forsetinn hefur haft þann sið
við lok hvers árs að sitja fyrir svör-
um fjölmiðlamanna og almennings í
allt að fjórar klukkustundir í senn.
Sagði Pútín að nýting auðlinda
norðurskautsins væri mjög mikil-
væg fyrir Rússland, en landið hefur
opnað nokkrar herstöðvar og rann-
sóknastofur í norðurhéruðum sínum
á síðustu misserum.
Pútín sagði einnig að hann liti á
norðurskautið sem óaðskiljanlegan
hluta af rússnesku yfirráðasvæði, en
landið hefur átt í deilum við helstu
ríki á svæðinu um þær náttúru-
auðlindir sem þar er að finna.
Pútín vill kanna norð-
urheimskautið betur
AFP
Norðurskaut Vladimír Pútín hélt sinn árlega fréttamannafund í gær.
Federica Mogherini, utanríkismála-
stjóri Evrópusambandsins, tilkynnti
í gær að um 15.000 flóttamenn frá
ríkjum Afríku sunnan Sahara-eyði-
merkurinnar yrðu fluttir aftur, með
fullu samþykki þeirra, til heimalanda
sinna frá Líbíu á næstu tveimur
mánuðum.
Brottflutningurinn er hugsaður
sem hluti af neyðaráætlun sem Evr-
ópusambandið gerði við Afríkusam-
bandið eftir að myndband kom fram
á sjónarsviðið þar sem sýnt var frá
þrælamarkaði í Líbíu þar sem inn-
flytjendur gengu kaupum og sölum.
Áætlunin var samþykkt á leið-
togafundi í Abidjan, helstu borg
Fílabeinsstrandarinnar fyrir tveim-
ur vikum, en þá lá ekki fyrir hversu
langan tíma það myndi taka að
hrinda henni í framkvæmd. Mogher-
ini sagði hins vegar í gær að stefnt
yrði að því að aðgerðinni lyki í febr-
úar.
Skelfilegar aðstæður fólksins
„Við vonumst til þess að á einungis
tveimur mánuðum munum við geta
aðstoðað við sjálfviljuga endurkomu
15.000 manns,“ sagði hún við fjöl-
miðlamenn í Brussel, en sá fjöldi er
einungis brot af þeim 700.000 flótta-
mönnum sem áætlað er að séu nú í
Líbíu. Fólkið sem um ræðir mun
vera í haldi líbískra yfirvalda í þar til
gerðum flóttamannabúðum, en að-
stæður þar eru sagðar skelfilegar.
Smyglarar og aðrir sem vilja nýta
sér neyð fólksins munu eiga þar
greiðan aðgang að því, auk þess sem
að frásagnir af nauðgunum, pynd-
ingum og barsmíðum á flóttafólki
hafa komið fram á síðustu vikum.
Senda fólkið aftur heim
Evrópusambandið og Afríkusambandið útfæra neyðar-
áætlun 15.000 manns verða flutt á næstu mánuðum
AFP
Flóttamenn Aðstæður í líbísku búðunum eru sagðar skelfilegar.
Afþreyingarrisinn Walt Disney Co.
tilkynnti í gær að félagið hefði sam-
þykkt að kaupa megnið af kvik-
mynda- og sjónvarpsþáttagerð 21st
Century Fox-kvikmyndaversins.
Verðmæti viðskiptanna er sagt um
52,4 milljarðar bandaríkjadala, eða
sem nemur um 5.500 milljörðum ís-
lenskra króna.
Fox-fjölmiðlasamsteypan, sem
ástralski auðkýfingurinn Rupert
Murdoch hefur stýrt síðustu áratugi,
minnkar nokkuð við kaup Disney, en
Murdoch og synir hans munu þó
halda áfram að reka Fox-sjónvarps-
stöðina í Bandaríkjunum, Fox News-
fréttastöðina og ýmsar íþróttarásir
sem Fox hefur haldið úti vestanhafs.
Robert Iger, framkvæmdastjóri
Disney, sagði að viðskiptin myndu
gera afþreyingarrisanum kleift að
koma til móts við fjölbreytilegri þarf-
ir áhorfenda á þægilegri og aðgengi-
legri hátt en áður hefði verið mögu-
legt.
Taka yfir
megnið
af Fox
Murdoch held-
ur í sjónvarpið