Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Sjaldan eða aldrei
hefur verið mikilvæg-
ara að velta fyrir sér
hæfisreglum stjórn-
sýsluréttar en nú þegar
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Land-
verndar er orðinn um-
hverfisráðherra nýrrar
ríkisstjórnar.
Ég er í forsvari fyrir
félag sem Fannborg
heitir og sinnir umfangsmikilli ferða-
þjónustu í Kerlingarfjöllum. Við höf-
um þurft að sæta því undanfarin
misseri að verjast ítrekuðum atlögum
Landverndar með framkvæmda-
stjórann í broddi fylkingar. Ófá eru
þau kærubréfin og aðfinnslurnar sem
birtast okkur hvað eftir annað, stund-
um hreinlega sem skemmdarverka-
starfsemi frekar en eðlileg stjórn-
sýsla. Stór orð en því miður sönn.
Margt fer um hugann nú þegar
æðsti embættismaður og ábyrgðar-
maður þessara verka hefur fengið
sess við stóra borðið í Stjórnarráðinu.
Lestur greinar eftir Jón Jónsson
hæstaréttarlögmann í Morgun-
blaðinu 9. desember sl. hreyfði enn
frekar við okkur sem hugsum eins og
greinarhöfundur: Hvenær er um-
hverfisráðherra vanhæfur? Ég þakka
Jóni fyrir innleggið í umræðuna.
Umhverfisráðherra taldi sjálfur
nauðsynlegt að taka fram opinber-
lega að hann yrði „ráðherra allra“,
líka náttúrunnar! Við Fannborgar-
menn höfum sannreynt að maðurinn
er ákaflega mælskur en nýtir jafnan
þá hæfileika sína til að sannfæra við-
stadda um ágæti eigin hugmynda
frekar en finna leiðir til að sætta ólík
sjónarmið eða leita sátta yfirleitt. Oft-
ar en ekki var þá leiðin sú að kæra,
þæfa mál, tefja og kæra á ný. Land-
vernd þótti jafnan vænlegast að kæra
til Úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála – ÚUA – og gerði það
óspart.
Í pípunum hjá ÚUA er löng röð
mála í úrskurðarferli, reyndar svo
löng að þeir sem hagsmuna eiga að
gæta og bíða eftir niðurstöðu geta
reiknað með því að bíða mánuðum og
jafnvel misserum saman eftir að fá
þar botn í mál sín.
Nú vill svo til að þessi úrskurðar-
nefnd heyrir undir umhverfisráðu-
neytið og formaður hennar er skip-
aður af ráðherra. Ráðherrann mætir
þarna sjálfum sér í dyrunum í marg-
földum skilningi. Hann hafði lögfræð-
ing á launum á fyrri vinnustað sínum
til að kæra allt sem kæranlegt var í
málum sem Landvernd vildi stöðva
eða tefja fyrir eins og mögulegt væri.
Í hvaða réttarstöðu erum við þegar
hinn kæruglaði fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri er kom-
inn með ábyrgð og ráð-
herravald yfir sjálfri
úrskurðarnefndinni?
Vel verður fylgst með
því hvernig stjórnsýsl-
an bregst við þessari
stöðu sem ég leyfi mér
að fullyrða að sé for-
dæmalaus með öllu.
Þetta snýr að sjálfsögðu
að ótal mörgu fleiru en
því sem varðar starf-
semi Fannborgar og
ferðaþjónustunnar á hálendinu. Á
sama hátt verður fylgst vandlega með
því hvernig þessi ráðherra muni beita
sér í málasúpunni er varðar innviði og
samgöngur þar sem hann í fyrra hlut-
verki sínu beitti kæruvopninu af
miklu kappi, umdeilanlega og óvægið,
svo ekki sé nú meira sagt.
Jón Jónsson nefndi Teigsskóg og
Hvaleyrarvirkjun í Morgunblaðs-
grein sinni og spyr hvort ráðherrann
sé hæfur til að skipa starfshóp vegna
vegagerðarinnar eða fjalla um aðal-
skipulag vegna virkjunarinnar? Stór-
ar spurningar sem fróðlegt verður að
sjá hvernig stjórnsýslan svarar.
Ég leyfi mér að bæta við áleitinni
spurningu: Er umhverfisráðherra
ríkisstjórnarinnar eins ákafur and-
stæðingur þess að Kjalvegur standi
undir nafni og hlutverki sínu og fram-
kvæmdastjóri Landverndar var
þekktur fyrir? Landvernd hefur
hvorki mátt heyra á það minnst að
niðurgrafinn Kjalvegur verði hækk-
aður ögn upp fyrir umhverfi sitt né að
af honum verði teknar verstu beygj-
urnar til að gera ökuleiðina öruggari
og hlífa náttúrunni fyrir utanvega-
akstri þeirra sem sjá ekki annað ráð
en að aka út fyrir veginn til að sneiða
hjá holum og pollum.
Afstaða sjálfrar náttúrunnar í mál-
inu væri skýr mætti hún mæla. Við
bíðum því spennt eftir stefnu nýja
umhverfisráðherrans og hvort hann
hafi gæfulegri skoðun á Kjalvegar-
málinu en fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Landverndar.
Kærugleði, stóla-
skipti og vanhæfi
Eftir Halldór
Kvaran
»Er umhverfisráð-
herra eins ákafur
andstæðingur þess að
Kjalvegur standi undir
nafni og hlutverki sínu
og framkvæmdastjóri
Landverndar var þekkt-
ur fyrir?
Halldór Kvaran
Höfundur er stjórnarformaður Fann-
borgar ehf.
halldor@kvaran.is
Þegar kosið er ann-
að hvert ár verða
verkefnin okkar föst í
kerfinu. Mikilvægt er
að mörg mál sem eru
brýn stöðvist ekki við
slíkar aðstæður sem
nú hafa verið. Því
brettum við aftur upp
ermar og ræðum mál-
in við nýjan velferðar-
ráðherra. Vonandi
leiðir það til einhvers
átaks í okkar málefnum. Að mörgu
leyti er gott að búa á Íslandi en við
erum að finna og horfa á ákaflega
ólíka stöðu eldra fólks þegar kemur
að eftirlaunaárum. Munur á lífeyr-
isréttindum er mikill milli opinbera
geirans og almenna vinnumark-
aðarins. Í öðru kerfinu er gert ráð
fyrir að eftirlaun séu um 56% af
ævitekjum og í dag er enginn sátt-
ur við það enda hefur ASÍ barist
fyrir að jafnrétti verði milli laun-
þega en það tekur árafjölda að slíkt
nái fram þrátt fyrir aukin réttindi á
þessu ári en munurinn getur numið
10-16% þegar að eftirlaunum kem-
ur. Málefni eldra fólks eru óteljandi
og munum við í Landssambandi
eldri borgara halda áfram öflugri
baráttu fyrir stóru málunum.
Það er svo margt sem þarf að
laga, s.s. við skoðun á fram-
kvæmdasjóði aldraðra verður
manni um og ó. Erindi Haralds,
bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem
hann hélt á landsfundi LEB í maí
sl. um Framkvæmdasjóð aldraðra
sem er nefskattur á alla á vinnu-
markaði yfir ákveðnar lágmarks-
tekjur og til 70 ára aldurs. Hann
hefur farið yfir úthlutanir sjóðsins
og þar má sjá mismunun eftir sveit-
arfélögum. Allar hans rannsóknir
benda til misnotkunar og óeðlilegr-
ar úthlutunar miðað við hvað hvert
sveitafélag leggur til sjóðsins.
Einnig eru notaðir peningar úr
sjóðnum sem fara í rekstur og end-
urbætur, eða um 50%. Er ekki
tímabært að gera eitthvað? Sjóður-
inn fær um 2 milljarða á ári en í ár
eru til um 170 milljónir til að út-
hluta úr sjóðnum. Bú-
ist er við að upphæðin
verði litlu hærri á
næsta ári. En hvert
fara peningarnir og
hvað stendur í lögum
um sjóðinn? Hluti pen-
inganna fer í viðhald á
húsnæði stofnana og
hluti fer í rekstur.
Víða í sveitarfélögum
hefur fækkað rýmum
vegna nýrra staðla um
stærð herbergja og
vegna breytinga á tví-
til þríbýlum í einbýli. En fjölgun
aldraðra á sömu stöðum hefur verið
veruleg og allt upp í tvöföldun.
Hvað er að? Hvert fóru pening-
arnir?
Skuld ríkissjóðs er a.m.k. 4,4
milljarðar sem fóru í rekstur með
bráðabirgðaákvæði og einnig fóru
tæpir tveir milljarðar í viðhald á
þessum árum. En sagan er lengri
því oft hefur verið gripið í fram-
kvæmdasjóðinn til reksturs þegar
ekki hefur fengist rekstrarleyfi frá
viðkomandi aðilum. „Á árunum
2008 til 2015 fóru því ekki nema
38,7% af gjaldinu sem greitt er í
Framkvæmdasjóð aldraðra í það
sem sjóðurinn var upphaflega
stofnaður til,“ segir Haraldur. Nú
spyr ég: hvað eru margir heima í
brýnni þörf og hvað margir liggja á
spítölum sem þurfa bráða hjálp? Er
þetta hagkvæmt eða algjört bull?
Lögin eru skýr og því þarf þetta
ekki að vera svona. Við viljum fá
allt sem rennur í sjóðinn til fram-
kvæmda. Krepputíminn er frá!
Hver stendur vörð um langveika
fólkið okkar? Það verður að efla þá
baráttu verulega og skora ég á að-
standendur að hjálpa til. Annað mál
er að hlúa að aðstandendum lang-
veikra sem enn búa heima. Hér er
um ótrúlega stóran hóp að ræða.
Þetta er afar þögull hópur, en af
hverju? Maki þinn er þér allt og
fólk vill standa sig til enda. Er það
rétt? Kannski, en ég tel að þurfi að
finna þennan hóp og veita þeim
hvíld inn á milli því ekki er betra að
aðstandandi veikist vegna langvar-
andi umönnunar maka. Mín reynsla
er sú að hvíld eflir og styrkir en
dagdvöl er einnig afar mikilvæg.
Þeir sem reka dagdvöl hafa mikla
reynslu af áhrifum hennar á fjöl-
skyldur og þar er efst á baugi að
báðum aðilum líður mun betur. Það
vantar fé í slík úrræði og það ekki
seinna en í gær. Það, að búa sem
lengst heima, er hluti af þessu ferli
og þar þarf líka að taka til hendinni
og bæta verulega stöðu aldraðra
heima, samþætta heimahjúkrun og
heimaþjónustu og fjölga verulega
öðrum úrræðum, s.s. sjúkraþjálfun
og endurhæfingu í mjög víðum
skilningi. Fólk vill vera heima sem
lengst og úrræðin eru til en þarf að
virkja þau núna! Margar þjóðir
hafa líka öflugra sjálfboðaliðakerfi
þar sem starfsfólk fer t.d. með fólki
í gönguferðir, innkaup og viðburði
og af hverju ekki? Við verðum að
sinna okkar veikasta fólki af mikilli
alúð og umhyggju ávallt. Líka til að
aðstandendur gefist ekki upp. Nú
er lag að búa til markvissa stefnu í
þessum málaflokki og til þess er
Landssamband eldri borgara tilbú-
ið að aðstoða með sína víðtæku
þekkingu.
Mannréttindi eða
skilin eftir í vanda?
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur
» Við viljum fá allt sem
rennur í sjóðinn til
framkvæmda. Kreppu-
tíminn er frá!
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er formaður Landssambands
eldri borgara.
KRINGLU OG SMÁRALIND
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn
Sérsmíðuð húsgögn
fyrir heimili og fyrirtæki
Happie furniture
Draumasmíði
Veiði