Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
✝ Elís GunnarÞorsteinsson
fæddist 5. júlí 1929
í Þrándarkoti,
Dalasýslu. Hann
lést 3. desember
2017.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Gíslason, f. 1873,
og Alvilda María
Friðrika Bogadótt-
ir, f. 1887.
Alvilda átti Magnús Skóg, f.
1908, d. 1972, með eiginmanni
sínum Rögnvaldi, sem hún
missti. Þorsteinn seinni maður
Alvildu átti dóttur, Guðlaugu,
f. 1902, d. 1988. Alsystkini El-
ísar voru Ragnar kennari og
biblíusafnari, f. 1914, d. 1999,
Ingveldur, f. 1915, d. 2000,
Bogi flugumferðarstjóri og
forseti KKÍ, f. 1918, d. 1998,
Sigvaldi, f. 1920, d. 1998,
Gunnar, f. 1923, d. 1989.
Elís kvæntist Emilíu Lilju
Aðalsteinsdóttur, f. 12. janúar
1934, frá Brautarholti í Dölum,
þann 15. september 1951. Börn
þeirra eru: 1) Leifur Steinn, f.
1951, kvæntur Sveinbjörgu
Júlíu Svavarsdóttur. Börn
þeirra: Elfa Dögg, Unnur
Mjöll, Sindri Snær og Silja Ýr.
2) Bjarnheiður, f. 1954, gift
svo og á Úlfarsá og að Blika-
stöðum í Mosfellssveit. Elís
skrifaði grein í Tímaritið
Breiðfirðing um dvöl sína og
lífsreynslu á Blikastöðum.
Hann ólst upp án foreldra frá
átta ára aldri, en það sumar
vann hann fyrir sér sem kúskur
í vegavinnu.
Um tvítugt fór hann á ný í
Dalina og bjó þar allt til þess
að hann og Emilía fluttu í
Kópavog árið 1986.
Hann stundaði vegavinnu og
starfaði lengi hjá Kaupfélagi
Hvammsfjarðar, fyrst sem bíl-
stjóri á rauða Fordinum og síð-
ar sem afgreiðslumaður og
verkstjóri við uppskipun. Árið
1959 sagði hann upp hjá KHv
og fór að vinna hjá Vegagerð-
inni, lengi sem veghefilsstjóri,
en síðar var hann skipaður
vegaverkstjóri í Dalasýslu, með
starfstitilinn héraðsstjóri.
Árið 1959 flutti fjölskyldan
að Hrappsstöðum. Elís hélt
áfram að starfa hjá Vegagerð-
inni meðfram búskap, en Em-
ilía vann við búið ásamt börn-
um þeirra. Síðustu starfsárin
vann hann hjá véladeild Vega-
gerðarinnar í Reykjavík.
Elís var um skeið í hrepps-
nefnd Laxárdalshrepps, í
stjórn Fiskiræktar- og veiði-
félags Laxdæla, Verkalýðs-
félagsins Vals og Ungmenna-
félagsins Ólafs Pá og í stjórn
SFR.
Útför Elísar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 15. des-
ember 2017, klukkan 15.
Kára Stefánssyni.
Börn þeirra: Ernir
og Elísa. 3) Al-
vilda Þóra, f.
1957, gift Svavari
Jenssyni. Börn
þeirra: Fjóla
Borg, Elís, Emil
og Sif. 4) Gilbert
Hrappur, f. 1958.
Börn hans: Elmar
Þór og Emilía
Lilja. Móðir þeirra
er Rakel Benediktsdóttir. Sig-
urður Bjarni og Þóranna Hlíf.
Móðir þeirra er Valgerður
Ásta Emilsdóttir. 5) Guðrún
Vala, f. 1966, gift Arnþóri
Gylfa Árnasyni. Börn þeirra:
Sölvi, Nökkvi, Salvör Svava og
Elís Dofri.
Börn, barnabörn og barna-
barnabörn Elísar og Emilíu
eru samtals 42.
Elís fylgdi móður sinni í
nokkur ár í vinnumennsku eft-
ir að faðir hans missti heilsuna
og þau urðu að bregða búi. Í
Dölum var hann a.m.k. í
Þrándarkoti, Pálsseli, á Spá-
kelsstöðum, Svalhöfða, Sáms-
stöðum, Lambastöðum,
Kambsnesi og Þorbergs-
stöðum. Þá var hann í Litlu-
Skógum í Borgarfirði, Saurbæ
og Brautarholti á Kjalarnesi
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Í minningunni er ég aftur orð-
in lítil stelpa. Það marrar í
hjarninu við fótspor pabba, sem
gengur hægum skrefum heim
eftir gegningar í fjárhúsunum.
Ég er á bakinu á pabba, það er
frost og dimmt, en tunglið og
stjörnurnar skína á himninum.
Pabbi bendir mér á himinhvolfið
og segir mér hvað stjörnurnar
heita. Ég horfi lengst á Fjósa-
konurnar í Óríon og pabbi sam-
þykkir að þær þrjár hljóti að vera
systur því þær eru svo þétt sam-
an. Það er gott að eiga pabba sem
þekkir stjörnurnar á himnum, og
hefur svör við öllum spurningum
lítillar stelpu.
Pabbi minn fæddist í torfbæ
og ólst upp án foreldra sinna frá
átta ára aldri. Hann átti eflaust
erfitt í bernsku, en lífið tók
stakkaskiptum til betri vegar
þegar hann kynntist mömmu.
Sagt er að það besta sem foreldr-
ar geti gert fyrir börnin sín sé að
elska hvort annað og það gerðu
þau svo sannarlega alla tíð. Þó að
pabbi hafi ekki verið mikið fyrir
heimilisstörf framan af var hann
mikill fjölskyldumaður og sýndi
okkur öllum mikla hlýju og
gæsku. Í veikindum hans á síð-
ustu árum kom uppskeran í ljós
því það leið ekki einn einasti dag-
ur án þess að einhver úr fjöl-
skyldunni væri hjá honum. Þrátt
fyrir að geta undir hið síðasta lít-
ið tjáð sig, var hann með á nót-
unum, fagnaði okkur ávallt og
glettnisglampinn í augunum var
aldrei langt undan.
Mamma kenndi mér að lesa,
en það var pabbi sem kenndi mér
að njóta bókmennta og lesa til
gagns. Hann hafði einungis
skyldunám að baki, en var ákaf-
lega vel lesinn og fróður. Pabbi
kunni óteljandi ljóð utanbókar,
hann þekkti mannkynssöguna,
landafræði, Íslendingasögurnar
og fornbókmenntirnar svo fátt
eitt sé nefnt. Þegar ég var í
menntaskóla var nóg fyrir mig að
hringja í pabba kvöldið fyrir próf
og láta hann segja mér allt sem
hann vissi um tiltekið efni og ég
náði prófinu með glans. Í gegnum
tíðina benti pabbi mér á merki-
legar bækur, lánaði mér bækur
og spurði mig um það sem ég var
að lesa. Og ég fékk fróðleik og
þekkingu hans á móti og bý að
visku hans.
En pabbi lét sér ekki nægja
heimsmyndir bóka, heldur ferð-
uðust þau mamma um lönd og
höf. Dýrmætar eru minningar
sem ég á með þeim frá Dan-
mörku, Frakklandi og Póllandi.
Og eftir að hann hætti að geta
ferðast naut hann þess að heyra
ferðasögur annarra. Sérstakt dá-
læti höfðum við bæði á Finnlandi,
og lifnaði yfir pabba þegar á það
var minnst. Hann átti uppáhalds-
jakkaföt þaðan sem nú fylgja
honum í eilífðina og tónverkið
Finlandia eftir Sibelius var í
miklum metum hjá honum.
Pabbi vissi hversu mikið okkur
þótti vænt um hann og kvaddi
umvafinn ástvinum sínum eftir
stutta legu á Landspítalanum. Að
leiðarlokum er gott að eiga bara
góðar minningar. Fallegi pabbi
minn með svarta hárið, móbrúnu
augun, ennishrukkurnar og stóru
eyrun. Það var gott að vera dóttir
hans og sárt að vera án hans. Hvíl
í friði, elsku pabbi minn.
Þín
Guðrún Vala.
Um það leyti sem sólin var að
setjast síðdegis sunnudaginn 3.
desember hneig sól tengdaföður
míns, Elísar G. Þorsteinssonar,
afa Ella, til viðar. Hann yfirgaf
lífið á þægilegri sjúkrastofu um-
vafinn ást og umhyggju sinna
nánustu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Tengdafólkið tók mér opnum
örmum og bauð mig velkomna í
fjölskylduna þegar ég kom fyrst
inn á heimili þeirra á Hrapps-
stöðum í Dalasýslu fyrir meira en
44 árum. Ég kom inn í líf fjöl-
skyldunnar full eldmóðs og hug-
sjóna jafnréttis. Frá þeirri
stundu eignaðist ég afar hjart-
fólgna vini. Það varð mér mikið
gæfuspor að kynnast þessu góða
fólki og að verða hluti af svo kær-
leiksríkri og samhentri fjöl-
skyldu. Að taka þátt í amstri
dagsins á Hrappsstöðum og
kynnast lífinu í sveitinni með
flestu sem því fylgir. Ég sem ólst
upp við umferðargný lærði að
meta kyrrðina og þá ró sem ríkti.
Tengdapabbi hafði svo góða nær-
veru og var svo hlýr, kærleiks-
ríkur og yfirvegaður. Hann var
ekki langskólagenginn, en hafði
einstaka hæfileika, var rökvís og
hafði vísindalegt innsæi. Hann
trúði því sem hægt var að sanna,
en ekki því sem hann kallaði ósk-
hyggju. Hann var skarpgreindur,
mjög víðlesinn og minnugur og
hafði einstaka frásagnarhæfi-
leika. Það sem mér hefði fundist
hversdagslegt og lítils virði færði
hann í búning þannig að það varð
áhugavert og dýrmætt.
Eiginkona hans, Emilía Lilja,
amma Della, var honum mjög
mikils virði. Þau reyndust mér
frábærir tengdaforeldrar. Elís
lagði áherslu á mikilvægi hreyf-
ingar og holls mataræðis, sem án
efa stuðlaði að langlífi hans.
Skyrhræringur á morgnana
skyldi það vera. Hann fór út að
ganga daglega þar til þremur
vikum fyrir andlátið.
Tengdapabbi og mamma upp-
lifðu margar stundir í uppvexti
barna og barnabarna okkar Leifs
Steins, hérlendis og erlendis, við
skírnir, afmæli, fermingar, brúð-
kaup, útskriftir og hátíðisdaga.
Þau tóku alltaf þátt þegar þau
gátu og glöddust yfir hverju
framfaraspori afkomenda sinna
og tengdafólks. Ég sé ýmsa kosti
í börnum okkar sem þau hafa erft
frá afa sínum. Þar eru sanngirni,
réttlæti, heiðarleiki, traust, virð-
ing og eljusemi svo mikilvægir
þættir. Að gefast ekki upp þó að á
móti blási og standa með sjálfum
sér. Hann var unnandi tónlistar
og svo er um marga afkomendur
hans. Mikilvægt er að þessum
eiginleikum sé viðhaldið og þeir
ræktaðir.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
þær stundir sem við og fjölskylda
mín áttum með þér um dagana,
þær ylja svo sannarlega mínar
hjartarætur og geymast í minn-
ingunni.
Mínar bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina, einskæran hlýhug og
væntumþykju.
Sveinbjörg Júlía
Svavarsdóttir.
Það sem kemur upp í hugann
þegar maður hugsar um afa Ella
eru ótal samverustundir, hlýtt
faðmlag, rólegheit og sögustund-
ir. Það er merkilegt hvað getur
rúmast á einni ævi, lífshlaup afa
Ella frá fæðingu í Þrándarkoti í
torfbæ og fram til síðasta dags er
mögnuð saga. Hann upplifði
stríðstíma í heiminum, sveitalíf
og fylgdist svo síðar með tækni-
byltingunni í allri sinni mynd. Afi
Elli þreyttist aldrei á að segja
okkur frá öllum þessum upplif-
unum og aldrei þreyttumst við á
að heyra um ævintýri hans og
ömmu Dellu.
Afi Elli var grallaraspói og
mikill húmoristi, það var yndis-
legt að hlæja með afa, blikið í
augum hans var alveg sérstakt.
Hann var manna fróðastur og við
fylltumst miklu stolti að fylgjast
með honum í spurningakeppnum
hér á árum áður, vá hvað afi vissi
mikið. Þegar við eldri systurnar
bjuggum í Svíþjóð með mömmu
og pabba komu þau amma Della
og afi Elli í heimsóknir og við
héldum að afi væri töframaður,
hann gat nefnilega tekið út úr sér
tennurnar! Við reyndum mikið að
fá hann til að sýna hinum krökk-
unum í leikskólanum þessi töfra-
brögð en afi hélt þau yrðu svo
hrædd. Afi var sveitastrákur og
ólst upp við gömul gildi um hefð-
bundin kynhlutverk. Þegar árin
liðu urðu þau skil ekki svo skörp,
afi Elli var til dæmis farinn að
prjóna af miklum móð ullar-
sokka, peysur og ýmislegt á
barnabörnin. Afa Ella féll aldrei
verk úr hendi, hann var vinnu-
samur alla tíð og mjög fjölhæfur.
Hann vildi líka hafa hlutina í rút-
ínu, fékk sér til dæmis til margra
ára alltaf hræring í hádegismat
og lagði sig eftir matinn. Afi var
líka sérvitur og oft mjög þrjósk-
ur, sem vakti kátínu hjá okkur
barnabörnunum.
Maður skynjaði það vel hve
stoltur hann var af sínu fólki og
svo einstaklega barngóður. Við
eyddum góðum stundum með afa
í kartöflugarðinum hans fyrir
vestan og nutum uppskerunnar.
Alltaf hafði afi tíma til að ræða
hluti sem skipti okkur máli og var
áhugasamur um líf okkar og
störf. Afi Elli var viljugur að spila
og hafði einstaklega mikla þolin-
mæði fyrir því að spila lönguvit-
leysu. Afi Elli og amma Della
áttu sælureit í bústaðnum sínum
fyrir austan. Þangað var alltaf
notalegt að koma og oftar en ekki
hægt að næla sér í pönnsur eða
kleinur eftir annasaman dag við
smíðakennslu hjá afa. Heimili
þeirra hefur alltaf verið opið og
ástríkt, þangað er mjög gott að
koma. Samband ömmu og afa
hefur einkennst af ást og vináttu,
saman í blíðu og stríðu í yfir 70
ár, eignast börn og barnabörn og
verið okkur öllum mikil fyrir-
mynd. Þau ferðuðust um heiminn
þegar heilsan leyfði og hafa
kunnað að njóta lífsins, hönd í
hönd.
Síðustu árin í veikindunum
gafst oft tækifæri til gæðastunda
með afa, t.d. að lesa Góða dátann
Svejk og fara í göngutúra. Þessar
samverustundir geymum við í
hjörtum okkar. Afi Elli okkar
skilur eftir sig ótal minningar til
að ylja sér við, takk fyrir allt, afi
pafi júgóslavi. Við knúsum ömmu
Dellu og höldum í hönd hennar
eins og þú gerðir allt til hinstu
stundar.
Elfa Dögg, Unnur Mjöll,
Sindri Snær og Silja Ýr
Sveinbjargar og Leifsbörn.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra
enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Þín barnabarnabörn,
Emma Stefanía Ernisdóttir,
Fálki Stefán Ernisson,
Dögun Bjarnveig
Ernisdóttir.
Elís Gunnar Þorsteinsson, eða
afi Elli eins og hann var ávallt
kallaður, er farinn frá okkur. Við
minnumst hans með gleði í hjört-
um okkar, vegna þeirra góðu
minninga sem við munum geyma
um hann um ókomna tíð. Afi okk-
ar var ljúfur, sýndi okkur alltaf
ólýsanlega væntumþykju, ást og
hlýju. Hann bjó yfir mikilli visku
og var það umtalað í fjölskyld-
unni að ef einhver þurfti svör við
einhverju eða ef eitthvað var
óvíst eða óljóst þá spurði maður
afa Ella. Afi Elli vissi allt, hann
var bæði minnugur og fróður.
Hann átti farsælan feril sem
starfsmaður Vegagerðarinnar en
hans farsælasta hlutverk var í
hlutverki eiginmanns, föður, afa
og langafa.
Það væri endalaust hægt að
skrifa um góðmennsku afa Ella
gagnvart afkomendum, skyld-
mennum og ættingjum en slíkt
væri einfaldlega ekki nægilega
lýsandi fyrir manngerð hans eða
góðvild. Eitt agnarbrot af því
sem lýsir honum og velvild hans,
er sagan um upplifun hans á
seinni heimsstyrjöldinni og það
hlutverk sem hann sjálfskipaði
sér í heimsstyrjöldinni síðari. Þá
tók hann þá ákvörðun að senda
sína litlu fjármuni til Finnlands
til aðstoðar Finnum á þeirra
versta tíma Vetrarstríðsins. Þá
var hann aðeins 11 ára gamall og
á þeim tíma voru peningar af
skornum skammti en samt sem
áður var hann fús til þess að gefa
þá frá sér. Hann var reiðubúinn
til þess að hjálpa þeim sem
þurftu á því að halda strax frá
barnsaldri og sú góðmennska
einkenndi hann alla tíð.
Afi Elli naut þess að vera í
kringum sitt fólk og þá sérstak-
lega í kringum börnin og barna-
börnin. Hann fylgdist vel með af-
komendum sínum vaxa og dafna
og hafði ávallt áhuga á að vita
hvernig þeim vegnaði í lífinu.
Hann var líka ótrúlega handlag-
inn. Það stendur upp úr í minn-
ingum okkar hversu duglegur
hann var að sinna viðhaldi og
uppbyggingu gróðurs í sumarbú-
staðnum Vogaseli þar sem hann
skapaði mikla paradís. Kartöflu-
uppskeran í afagarði var fræg og
þaðan komu bestu kartöflur sem
fjölskyldan hafði nokkurn tímann
fengið og mikil tilhlökkun á
hverju hausti að fá að smakka.
Afi Elli átti góða og frábæra
eiginkonu hana ömmu Dellu.
Hann lifði góðu lífi og hefur skil-
að af sér afkomendum sem eru
þakklátir fyrir að hafa fengið að
njóta samvistar hans.
Elsku afi Elli, við kveðjum þig
með söknuði og þakklæti fyrir
allt sem þú kenndir okkur í lífinu.
Þínir afastrákar
Sölvi, Nökkvi og
Elís Dofri.
Elsku afi minn.
Ég trúi því ekki enn að ég sé
að skrifa þessa grein og að núna
sé komið að lokakveðju. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
fyrir afa.
Ég er enn þakklátari fyrir að
hafa fengið að njóta góðra stunda
með þér og ömmu Dellu, allar
stundirnar með þér og ömmu
voru alltaf notalegar og ég mun
sakna þeirra. Mér eru ofarlega í
minni bústaðaferðir fjölskyld-
unnar í Vogasel þar sem þú varst
alltaf að „græja“ pottinn og sinna
ýmsum handverksstörfum eða
garðyrkjustörfum, svona eðal
„handy man“, þannig sá ég þig
alltaf, manninn sem gat allt. Og
þegar ég var barn og spurði þig
alltaf „afi, viltu klóra mér?“ og þú
brostir. Ég hef aldrei vitað neinn
annan með jafn góðar klór neglur
og afa Ella. Einhvern veginn var
manni alltaf svo hlýtt í hjartanu í
návist þinni, elsku afi minn. Ég
vildi að ég gæti tekið utan um þig
í hinsta sinn og sagt þér hvað mér
þykir vænt um þig og hvað ég er
stolt af því að kalla þig, afa minn.
Ég elska þig og mun sakna þín.
Þangað til við hittumst næst.
Kveðja
Salvör Svava.
Ég trúi ekki að stundin sé
komin. Hvernig hlutir og atvik
geta á sama tíma gerst svo und-
urhægt en samt svo alltof hratt.
Er maður nokkurn tíma tilbúinn?
Ég vildi að ég hefði getað gert
meira fyrir afa, en afi var hvíld-
inni feginn og ég reyni að hafa
það í huga.
Afi Elli var einn af mínum
bestu vinum og við áttum alveg
sérstakt samband. Ég er líka svo
heppin að fá að bera nafnið hans.
Hann var hetjan mín og fyrir-
mynd. Mikill fjölskyldumaður og
oft á tíðum sposkur grallaraspói.
Hann var blíður, hlýr, þolinmóð-
ur og umburðarlyndur og ótrú-
lega ástríkur en gat jafnframt
verið sérvitur og þver, sem gerði
karakter hans enn sterkari.
„Hver er bestur?“ hefur oft verið
spurt og svarið ávallt „afi Elli“
því það var hann. Hann var líka
sætastur. Afi sem kunni að
prjóna, smíða, rækta kartöflur og
leggja vegi. Afi Elli var lífsglaður
og mjög húmorískur.
Fyrir einhverjum árum
greindist hann með hjartastækk-
un. Það kom honum ekki á óvart,
sagði skýringuna vera að hann
ætti svo rosalega marga til að
elska og þyrfti að eiga nóg pláss.
Það var sennilega rétt en jafn-
framt lýsandi fyrir lífsviðhorf afa
þegar á reyndi. Hann elskaði
ömmu Dellu heitar en orð fá lýst
og áttu þau 66 ára brúðkaupsaf-
mæli 15. september sl. Geri aðrir
betur. Beinir afkomendur telja á
fimmta tug og enn bætist í hóp-
inn. Húmorinn og lífsgildin er-
fast. Ég brosi yfir minningum
eins og þegar hann sagði mér að
ég minnti hann stundum á móður
hans, Alvildu, ég veit hvað honum
þótti vænt um hana. Líka yfir
minningum eins og þegar hann
kenndi mér að setja kókómalt út
á súrmjólkina, í óþökk mömmu
Elís Gunnar
Þorsteinsson
HINSTA KVEÐJA
Besti afi er dáinn.
Nú geymi ég hann í
hjartanu mínu.
kveðja
Kári Freyr.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson