Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 ✝ Sigurbjörgfæddist 15. apríl 1925 í Graf- arholti í Mosfells- sveit. Hún lést 4. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Helga Sig- urdís Björnsdóttir frá Grafarholti og Hreiðar Gott- skálksson frá Vatnshól í Land- eyjum, seinna bændur á Engi, Þormóðsdal, og svo á Huldu- hólum í Mosfellssveit. Sigurbjörg var næstelst fjögurra systkina sem eru Kristrún, f. 1923, Gunnfríður, f. 1932, d. 2016, og Sigurður Hreiðar, f. 1938. Hinn 23. okt. 1943 giftist hún Einari Hallgríms., f. 26.2. 1922, d. 2.6. 1986, garð- yrkjubónda í Garði í Hruna- mannahreppi, og eignuðust þau fjögur börn. 1) Helga Ragnheiður, gift Sigurdóri Karlssyni og eiga þau Einar Örn, Guðbjörgu Helgu og Guð- mund Karl. 2) Örn, kvæntur Marit Einarsson og eiga þau Örn Kristján og Erlu Björgu. kaupakona að Hvammi í Hrunamannahreppi. Þar kynntist hún Einari, sem hafði komið úr Reykjavík að Hvammi ungur drengur. Einar var garðyrkjumennt- aður og þau byggðu sér bú á bakka Litlu-Laxár, garð- yrkjustöð sem þau nefndu Garð og ráku af myndarskap í fjörutíu og þrjú ár. Sigurbjörg vann við garðyrkjuna ásamt því sem hún hugsaði um heim- ilið og börnin. Hún var mikil félagsmálamanneskja, var í kvenfélaginu og var þar for- maður í mörg ár. Hún var í áratugi burðarás í leiklist- arstarfi ungmennafélagsins og hún starfaði í nær öllum kór- um í sveitinni og endaði þann feril 90 ára gömul. Hún var í sóknarnefnd Hrunakirkju og formaður kirkjukórsins í mörg ár. Eftir lát Einars 1986 bjó Sigurbjörg áfram í Garði í tvö ár, hún tók bílpróf 61 árs gömul og keypti sér nýjan bíl. Þegar hún hætti búskap í Garði flutti hún í nýbyggða íbúð fyrir eldri Hrunamenn í Heimalandi, þar sem hún bjó í nærri 20 ár. Í desember 2015 flutti Sig- urbjörg á Dvalar- og hjúkr- unarheimilið Lund á Hellu. Útför Sigurbjargar fer fram frá Hrunakirkju í dag, 15. des- ember 2017, klukkan 14. Fyrir átti Örn Helgu Móeiði. 3) Björn Hreiðar, kvæntur Margréti Óskarsdóttur og eiga þau Arnar Þór, Björn Hreið- ar og Einar Hrafn. 4) Hall- grímur, kvæntur Elísabetu Reyn- isdóttur, eiga þau Einar Örn Hall- gríms og Tinnu Sigurbjörgu. Fyrir átti Hallgrímur Krist- jönu og Davíð Þór. 5) Systur- sonur Sigurbjargar, Eiður Örn Hrafnsson, kom að Garði barnungur og ólst upp hjá þeim síðan. Hann er kvæntur Hrönn Sigurðardóttur og þau eiga Vigni Má og Val Frey. Langömmubörnin eru orðin 30 og langalangömmubörnin fimm. Sigurbjörg ólst upp í Mos- fellssveitinni og lauk barna- skólaprófi frá Brúarlands- skóla, en síðan fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún vann um tíma við verslunarstörf í Reykjavik, en sautján ára gömul fór hún Hún mamma er farin frá okk- ur og nú eru bara eintómir „krakkar“ eftir í fjölskyldunni. Pabbi og mamma saman í Sum- arlandinu og engin ráð hægt að sækja til þeirra lengur. Við mamma vorum „stelpurn- ar“ á heimilinu í Garði, unnum öll verk sem strákarnir gátu ekki og þau voru alls konar. Ætli ég hafi ekki verið tólf eða þrett- án ára þegar hlé var gert á kaupakonuráðningum og mér ætlað að fylgja mömmu í öllum útiverkum. Í júní þurfti að grisja gulræt- urnar og þá skriðum við á fjór- um fótum hlið við hlið, margar langar dagleiðir í gulrótagarðin- um. Ég var ekki sú allra viljugasta á þessum tíma, langaði miklu meira upp að Hvammi til að leika mér í búskapnum þar, en það gat ekki gengið. Við urðum að ljúka við gulrótagarðinn svo ég gæti „kannski“ fengið tveggja daga frí til að reka á fjall. Það herti á mér og mamma kunni líka ráð til að drífa mig áfram. Hún sagði mér sögur. Það voru engar skáldsögur held- ur sannar sögur, af kóngafólki í útlöndum, sorgarsagan af rúss- nesku keisarafjölskyldunni og ástar- og örlagasögur af löngu liðnum forfeðrum okkar. Framhjáhaldssögur af bændum og búaliði í uppsveitunum, hvort einhver konan í sveitinni væri ólétt og hverjir væru búnir að trúlofa sig, eða ætluðu kannski að gera það bráðum. Forvitnin rak mig áfram, ég herti mig allt hvað af tók til að missa ekki af neinu. Hún söng í kirkjukórnum og alltaf þegar hún hafði farið til að syngja í jarðarför varð ég að fá að vita hverjir hefðu verið þar. Var einhver úr Eystri-hreppnum eða af Skeiðunum? Komu ein- hverjir ríðandi? Þegar ég stálpaðist tók hún mig með sér í kirkjukórinn og svo í leikritin á veturna. Og þeg- ar ég loksins fékk að fara á böll- in voru þau pabbi þar líka. Ekki endilega með mér, en ég vissi af þeim og það var gott. Ég minnist þess best um hana mömmu mína hvað hún var óþreytandi að segja mér til, leið- beina og ráðleggja. Hún hafði ákveðnar skoðanir og sagði mér gjarnan hvað væri við hæfi og hvað ekki. Þegar ég fór að búa á Selfossi sagði hún að sér fyndist ekki við- eigandi að húsmæður með börn væru útivinnandi, þær ættu að sinna börnunum. Sjálf vann hún úti allan sinn búskap og sinnti heimilinu aukalega, en fullkom- lega þó. Já, við vorum alveg ótrúlega heppin með mömmu, og við vor- um ekki þau einu sem fengu að njóta hennar. Hvar sem hún var og hvert sem hún fór eignaðist hún vini. Hún var ráðgjafi og skipuleggjandi, leiðtogi, sem var valinn til forystu í hverjum þeim félagsskap sem hún kom að. Eftir að pabbi féll frá tók hún bílpróf og keypti sér bíl. Þá hóf- ust systraferðir. Þær systur þrjár ferðuðust árlega um landið á eigin bílum, gistu í tjöldum og fóru stundum undarlegar leiðir. Hún átti gott líf. Við afkomendurnir viljum þakka starfsfólkinu á Lundi allt það góða sem hún fékk að njóta þar. Þið eruð yndisleg öll sem eitt. Helga Ragnheiður Einarsdóttir. Í dag minnist ég úr fjarska elsku ömmu minnar, Sigurbjarg- ar Hreiðarsdóttur. Í æsku átti ég mér griðastað í Garði hjá ömmu og afa. Frá því að ég var lítill drengur fékk ég oft að fara þangað með Land- leiðarútunni um helgar. Jón stóri ók og leit eftir mér þangað til afi tók á móti mér á Grund. Stund- um var afi bara einn. Stundum hljóp hundurinn Hringur á und- an Cortínunni heim í Garð. Þar tók við sveitasælan og hlýjan og dekrið. Það var margt sem ég lærði af ömmu minni. Að gefa hænunum, að borða gulrætur beint úr moldinni og að snúa upp á klein- ur. Auðvitað líka alla hluti tengda daglegum störfum á ann- ríku garðyrkjubýli. Að prikla, það er að endurplanta græðling- um í bakka, var list sem ég til- einkaði mér af talsverðri færni í páskafríum. Helst þótti ömmu ég eiga erfitt með að prikla og tala samtímis. Skvaldrið kom niður á afköstunum, en amma var fyrir löngu búin að full- komna þá list að vinna og segja skemmtilegar sögur. Ömmu minni var umhugað um að kenna mér kurteisi, að þakka fyrir mig og heilsa með þéttu handabandi. Hreinlæti og góðir borðsiðir voru líka mikilvægir. Afi tók líka þátt í kennslunni en oftast bara með tveimur orðum, „hausinn óver“. Höfuðið átti að vera yfir diskinum þegar borðað væri. Þegar ég komst á ung- lingsaldur hélt menntunin áfram, til dæmis hvernig alltaf ætti að leiða dömu götumegin á gangstétt. Þegar frá leið varð hún býsna ánægð með árangur sinn í kurteisiskennslu og vildi helst að ég yrði sendiherra. Amma í Garði var bæði söng- kona og leikkona. Það var eft- irminnilegt að sjá hana á leik- sviðinu á Flúðum, heltekna af efnishyggju í Deleríum Búbónis. Ekki síður þegar hún gekk alla leið til himnaríkis til að hitta Sankti Pétur með sálina hans Jóns míns í skjóðu. Lítill dreng- ur átti heimsfræga ömmu í upp- sveitunum. Afi minn var í mínum augum mikið stórmenni og fyrirmynd. Fullur af ástríðu og sköpunar- gleði eignaðist hann vini hvert sem hann fór. Stærri en lífið, skapstór, kröfuharður, en með afbrigðum hlýr, glaðvær og skemmtilegur og með svo þykk- ar og stórar hendur. Afi hafði skömm á vettlingum. Ef maður álpaðist til að vinna með þá voru það rasshandarvinnubrögð. Sömuleiðis var véltækni óþörf ef hægt var að gera hluti betur með höndunum. Afi var næmur fyrir moldinni og gróðrinum, enda gaf litla ræktarlandið hans meira af sér en flestar jarðir í sveitinni. Afi kvaddi ömmu og okkur hin allt of snemma. Hún lét ekki hugfallast, tók bílpróf á sjötugs- aldri og ók þaðan í frá glaðvær og syngjandi um allar trissur. Hún var dugleg að ferðast til út- landa, með vinum og bændaferð- um út um allan heim. Það var líka alltaf gott að vera hjá ömmu eftir að hún var orðin ein, til að einangra sig við próf- lestur og notalegheit í sveitinni. Alltaf átti hún hlýju og bros fyrir sífellt stærri hóp afkomenda. Nú er hún amma aftur lögð af stað til Sankti Péturs og nú er ég viss um að afi stendur þar við hlið hans tilbúinn eftir langa bið með sinn stóra og hlýja faðm. Við sem af henni komum get- um aðeins vonað að okkar bíði jafn löng og falleg ævi. Einar Örn Sigurdórsson. Okkur fækkar systkinunum. Svo sem ekki af miklu að taka, vorum ekki nema fjögur. Nú er- um við Kristrún bara tvö eftir. Sigurbjörg systir kvaddi nú í byrjun desember. Hafði verið ónóg sér um tíma og þegar ég leit til hennar núna á haustdög- um var deginum ljósara að henn- ar tíma var í raun lokið. Hún tók mér vel að vanda og var ekkert að barma sér – held ég, því mál hennar þá var mér óskiljanlegt. En ég minntist orða föður okkar, þeirra sem hann hvíslaði hvað síðustum í eyra mér meðan hann enn naut máls: Nú veit ég hvað það er að vera saddur lífdaga. Sigurbjörg var næstelst okkar systkina. 13 árum eldri en ég. Ég man aðeins eftir henni sem fullvaxinni. Að mestu í Reykja- vík við nám og vinnu, heima um helgar og á hátíðum. Mér var stundum skákað til hennar þar sem hún vann í voða fínni búð á Skólavörðustíg sem hét því ill- læsilega nafni Pfaff og þaðan byrjaði ég að kanna stórborgina upp á eigin spýtur – en aldrei lengra en svo að ég næði vand- ræðalaust að komast í öryggið til Sigurbjargar. Svo gerðist hún kaupakona austur í hreppum og þar var hann Einar fyrir þannig að segja má að hún hafi ekki farið úr þeirri sveit síðan meðan hún gat ráðið sér sjálf. Þau fengu skika úr landi jarðarinnar þar sem hún var fyrst kaupakona og gerðu sér þar sinn Garð, með hvera- orkuna ólgandi á aðra hönd en Litlu Laxá gjálfrandi á hina. Og lifðu á því sem landið gaf. Það var ævintýri að ferðast austur til þeirra, framan af með Sigurjóni á rútunni, ferðalag sem tók 4-5 tíma og til að byrja með varð að fara úr bílnum og ganga yfir ræksnið af gömlu Ölf- usárbrú sem hafði sligast skömmu áður en verið hengd upp aftur til bráðabirgða. Og auðvitað til að gista, ekki um annað að tala í svona langferð. Og þau gistu gjarnan hjá okkur þegar þau brugðu sér suður og skipti engu þó að húsakostur væri þröngur framan af, í kotinu heima á Engi sem ekki er lengur til fæddust tvö elstu börnin, mun nær mér í aldri heldur en móð- irin systir mín – og annað þeirra m.a.s. á afmælisdaginn minn. Getur nokkur systir sýnt litla bróður meiri heiður? Eins og gerist strjáluðust samfundir þegar árum fjölgaði en voru alltaf einstakir þegar leiðir lágu saman. Ég kom tvisv- ar til hennar eftir að hún fór á Hellu. Í fyrra skiptið tók hún forkunnarvel á móti mér og ég kýs að líta á þann samfund sem okkar kveðjustund. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Kristrún aðra syst- ur okkar á rúmu ári. Farðu vel, Sigurbjörg systir, við biðjum þér og þínum blessunar. Sigurður Hreiðar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Mín kæra Sigurbjörg hefur kvatt og minningar um liðna tíð koma fram í hugann sem fáein orð ná ekki að fanga. Fyrir rúm- um sextíu árum var mér, rétt 13 ára, boðin kaupavinna hjá hjón- unum Sigurbjörgu og Einari í Garði. Tilhlökkunin var mikil, en einnig dálítill kvíði, því ég þekkti þetta fólk ekki og vissi ekki hvað biði mín. Ég vissi þó að þarna var garðyrkja og því útivinna. Það var svo á björtum sumar- degi sem ég kom að Garði og hitti þetta sómafólk sem varð samferðafólk mitt þetta sumar; Sigurbjörgu, Einar og börnin þeirra; Helgu, Örn og tvíburana Hallgrím og Hreiðar. Það tók ekki langan tíma að finna þá hlýju og elsku sem Sigurbjörg og fjölskylda áttu nóg af. Þetta varð strax fjölskyldan mín. Þetta varð mitt besta sumar. Þau hjón- in voru glaðlynd og höfðu góða nærveru. Þegar sá gállinn var á þeim tóku þau gítar í hönd og spiluðu og sungu með okkur. Sigurbjörg reyndi að kenna mér á gítar en árangur varð lítill og var það ekki hennar sök. Hún sýndi mér mikið traust þegar hún bað mig að fara með mat út í hverinn þar sem hann var soð- inn. Fyrir borgarbarnið var það ævintýri. Á kvöldin var farið í gufuhús. Það var ekta, því undir gólfinu var opinn hver og fyrir hurðargatinu var strigapoki til að halda gufunni inni. Síðan var synt í lauginni, þar sem ekki mátti botna til að róta ekki upp leirnum! Síðan var stokkið út í ískalda Litlu-Laxá og skrokk- arnir skolaðir! Nú er þarna flísa- lögð ferðamannaparadís. Sigur- björg og Einar unnu öll verk með gleði, áhuga og samvisku- semi. Hjá þeim voru öll verk mikilvæg og þurfti að skila vel af sér. Ef arfi var í gulrótaakrinum þurfti að hreinsa hann – þótt hellirigndi. Slíkar fyrirmyndir eru ómetanlegar fyrir óharðnað- an ungling, sem þótti stundum að eitthvað væri bara nógu gott og jafnvel hægt að gera seinna! Eftir gott dagsverk fengum við í verðlaun að fara í laugina á Flúðum. Einar féll frá langt um aldur fram. Þessi sómamaður skildi eftir sig stórt skarð og hans verður ætíð minnst með vináttu og þakklæti í huga. Fyrir þremur árum komu Sig- urbjörg og Helga í heimsókn til okkar Guðna þegar við vorum í sumarhúsi á Flúðum. Þetta var dýrmæt stund á fallegum sum- ardegi. Við fórum í Mýrina og skoðuðum yndisreitinn sem börn og barnabörn Einars og Sigur- bjargar njóta í dag. Þar vaxa ný- ir sprotar upp af góðu fræi. Þeg- ar við gengum um Mýrina var ýmislegt rifjað upp; sumt kát- broslegt. Við Helga vorum sam- mála um að við hefðum skriðið í moldinni í gegnum þetta sumar mitt í Garði. Sigurbjörg sagðist oft hefðu viljað eiga mynd af moldarkerlingunum þegar þær komu skælbrosandi og tilkynntu að þær væru búnar að hreinsa! Það er bjart yfir minningum um þessara yndislegu vinkonu mína sem nú hefur kvatt. Minningin er ljós sem lifir. Börnum og fjöl- skyldum þeirra óska ég Guðs blessunar á erfiðum tímum. Guðrún Snæbjörnsdóttir. Þá er Sigurbjörg okkar öll. Það saxast ört á samferðafólk- ið þegar aldurinn færist yfir mann, en það er gangur lífsins. Ef til vill er ekki hægt að segja að það sé mikil sorg þegar 92 ára kona flytur yfir móðuna miklu, en sorgin breytist í söknuð yfir því sem var. Það er með djúpum söknuði sem ég kveð vinkonu mína Sig- urbjörgu Hreiðarsdóttir. Það er gæfa hvers manns að eiga góða samferðamenn á lífsleiðinni og þau jákvæðu áhrif sem þeir hafa á allt samfélagið eru ómetanleg. Mér finnst það eiga sérlega vel við um Sigurbjörgu, hún hefur ríkulega auðgað manlífið í okkar sveit síðan hún kom 18 ára kaupakona að Hvammi. Hún giftist Einari Hallgríms- syni og þau byggðu sér nýbýlið Garð, sem var fyrsta býlið sem hafði garðyrkju alfarið að sínu lifibrauði. Við tengdumst snemma vináttuböndum, það er eitthvað það dýrmætasta og besta sem manni auðnast á lífs- leiðinni að eignast vini fyrir lífs- tíð. Sigurbjörg var mikil félags- málakona og tók þátt í margvíslegu starfi sem laut að menningarmálum, svo sem söng- lífi, hún söng í kirkjukórnum og öllum blönduðum kórum sem störfuðu í sveitinni. Hún var 91 árs þegar hún söng síðast með kór eldra fólksins, Tvennum tím- um. Okkar samstarf var mikið á vegum Kvenfélagsins, en hún var formaður þess í 12 ár og ég var þar nokkur ár með henni í stjórninni. En mest og best störfuðum við saman í leiklist- armálum, það samstarf náði yfir rúm 65 ár og frá þeim árum er margs að minnast. Hún var frá- bær leikkona og oft var burð- arhlutverkið í hennar höndum sem hún fór ógleymanlega með. Hver man ekki eftir henni í hlutverki kerlingarinnar í Gullna hliðinu, eða frúnni í Deleríum Búbónis í leiksýningum Ung- mannafélags Hrunamanna, svo eitthvað sé nefnt. Hún var kjörin heiðursfélagi ungmennafélagsins fyrir gott starf. Það má með sanni segja að Sigurbjörg hafi verið einn mátt- arstólpinn í menningarlífi þess- arar sveitar um áratuga skeið. Margs er að minnast frá þessu tímabili sem gott er að ylja sér við. Þegar Einar maður Sigur- bjargar dó langt um aldur fram brá Sigurbjörg fljótlega búi og flutti á Heimaland, íbúð fyrir aldraða hér á Flúðum. Þá varð styttra á milli okkar og það liðu ekki margir dagar milli sam- funda. Það var alltaf svo gaman að hitta Sigurbjörgu, hún var svo skemmtileg, hversdagslegir atburðir fengu líf og lit í hennar munni. Við fórum margar styttri og lengri ferðir saman um landið okkar, austur, norður og vestur. Þegar Karl, maðurinn minn, tók það fyrir að spila alla golfvelli landsins fylgdu því töluverð ferðalög og oftar en ekki var Sigurbjörg með í fö. Meðan Kalli spilaði sitt golf könnuðum við Sigurbjörg saman ókunna stigu og gerðum ýmislegt skemmti- legt. Ég verð ævinlega þakklát fyr- ir að hafa átt Sigurbjörgu sem vinkonu og sálufélaga, lífið hefði verið litlausara án hennar. Elsku Sigurbjörg, hjartans þakkir fyrr þitt liðna líf. Merk kona er gengin. Inni- legar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Guðrún Sveinsdóttir. Sigurbjörg Hreiðarsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eft- ir birtingu á útfarardegi verð- ur greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín- ur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.