Morgunblaðið - 15.12.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
✝ Halldóra Mál-fríður Sæ-
mundsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði
26. september
1922. Hún lést 2.
desember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Stein-
hildur Sigurð-
ardóttir, fædd 24.
mars 1900, og Sæ-
mundur Elías Arn-
grímsson, fæddur 20. júní
1899, bóndi í Landakoti á
Álftanesi, og ólst Halldóra þar
upp.
Hún var elst í systk-
inahópnum, en þau voru Jó-
anna, Sigurður Snæfell, Arn-
grímur Bergman og
Hildimundur. Auk þess átti
hún tvo uppeldisbræður, þá
Guðjón Brynjólfsson og Jó-
hannes E. Hjaltested.
Þeir Arngrímur og Jóhann-
es lifa systur sína.
Fyrri maður Halldóru var
Ottó Ragnar Einarsson bif-
reiðastjóri, f. 31. júlí 1918, d.
27. nóvember 1949.
Dætur þeirra eru: 1) Pál-
mey, f. 1945, gift Jóni Páls-
syni. Synir þeirra eru a) Ottó
Ragnar, eiginkona hans er
Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir og
eiga þau tvö
börn, b) Jón Páll,
eiginkona hans er
Íris Hulda Þór-
isdóttir og eiga
þau tvær dætur.
2) Fanney, f.
1949, hennar
maður Einar Sig-
urðsson lést í
nóvember 2013
og eiga þau þrjá
börn: a) Halldóra,
eiginmaður hennar er Hólm-
ar Egilsson og eiga þau átta
börn og þrjú barnabörn, b)
Einar, eiginkona hans er
Björg Össurardóttir og eiga
þau þrjár dætur, c) Helgi,
eiginkona hans er Helga Íris
Ingólfsdóttir og eiga þau
fjögur börn.
Seinni maður Halldóru var
Einar Einarsson bankamaður,
f. 1922, d. 21. október 2001.
Sonur Einars er Guðmundur
Vikar, fyrri kona hans var
Steinunn Guðmundsdóttir, d.
2002 og eiga þau tvær dætur.
Seinni eiginkona Guðmundar
er Guðrún Garðars og á hún
einn son.
Útför Halldóru fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 15. desember 2017,
klukkan 13.
Í dag verður elskuleg tengda-
móðir mín, Halldóra M. Sæ-
mundsdóttir, borin til grafar.
Upp í hugann koma margar
minningar þegar horft er til
baka.
Ég kynntist Dóru fyrir 55 ár-
um þegar ég kom í fyrsta sinn,
skjálfandi á beinunum, með Pál-
meyju, verðandi eiginkonu
minni, í mína fyrstu heimsókn á
Hverfisgötu 6. Sá ótti var óþarf-
ur því mér var tekið opnum
örmum frá fyrsta degi. Dóra og
Einar heitinn voru mikið fyrir
ferðalög. Þau þurftu því ekki að
hugsa sig lengi um að leggja
land undir fót þegar þau fengu
þær fréttir að sonur okkar,
Ottó, væri fæddur 21. júní 1965
í Stokkhólmi. Þau sigldu með
Langánni til Gautaborgar og
fóru þaðan með lest til Stokk-
hólms. Þetta var þeim mjög eft-
irminnileg heimsókn og oft rifj-
uð upp í seinni tíð, sem og
ferðalag okkur um Móseldalinn
nokkrum árum seinna.
Árið 1966 fluttu Dóra og Ein-
ar í stóra og fína íbúð á Álfa-
skeiði 74 hér í Hafnarfirði. Á
Álfaskeiðinu kynntust þau
mörgu góðu fólki og úr varð
mikill vinskapur. Árið 2001 and-
aðist Einar og höfðu þau þá átt
saman yndisleg 35 ár á Álfa-
skeiðinu.
Síðan lá leið Dóru í litla sæta
íbúð á Hjallabraut 33 og bjó
hún þar til ársins 2014. Þá flutti
hún á Sólvang og fékk alla þá
þjónustu sem hún þurfti. Vil ég
nota tækifærið fyrir hönd fjöl-
skyldunnar og þakka starfsfólki
Sólvangs fyrir frábæra umönn-
un.
Dóra var mikil hannyrðakona
og saumaði ófá dressin. Í mörg
ár vann hún einnig í Blómabúð-
inni Burkna, hjá Ríkisskatt-
stjóra og í veitingahúsinu Gafl-
Inn. Þar var hún mjög liðtæk,
bæði í smurbrauðstofunni og í
framreiðslunni.
Ekki er hægt að minnast
Dóru öðruvísi en að tengja hana
við Sjálfstæðisflokkinn. Hún var
ein mesta sjálfstæðismanneskja
sem ég hef kynnst og fór ekki
leynt með það. Hún var því afar
glöð yfir því að geta stutt sinn
flokk í síðustu kosningum nú í
haust eins og alla tíð.
Þegar Dóra var 90 ára hélt
hún veglega afmælisveislu, þar
sem Raggi Bjarna hélt uppi
fjörinu, bæði fyrir unga sem
aldna.
Elsku Dóra, takk fyrir allt og
allt sem þú gafst af þínu stóra
hjarta.
Þinn tengdasonur
Jón Pálsson.
2. desember 2017 var ekki
sorgardagur, heldur dagur sem
við eigum að minnast af þakk-
læti. Þennan dag lést amma
mín, Halldóra, eða amma Dóra
eins og hún var alltaf kölluð af
okkur barnabörnunum og lang-
ömmubörnunum. Amma Dóra
skilaði alltaf fullu dagsverki. Ég
minnist ömmu Dóru sem harð-
duglegrar, vinnusamrar, bæði
útivinnandi og heimavinnandi.
Eftir að hefðbundnum vinnu-
degi lauk hafði hún alltaf tíma
fyrir okkur barnabörnin og
hvergi var betra að koma en í
hlýjan faðm hennar. Það var
alltaf til rjómaís í frystikistunni
ásamt því að hún bar stöðugt í
mann ýmsar aðrar gómsætar
veitingar á meðan maður fékk
að spila hljómplötur. Það fór
aldrei neinn svangur frá ömmu
Dóru. Einhverjum árum seinna
þótti henni gaman þegar ég
bauð henni upp á „Frelsum
Kúbu“ á gamlárskvöldum,
svona kannski mín leið til að
launa fyrir allan ísinn, og rædd-
um við þá stundum um stjórn-
arfarið á Kúbu, sem var ömmu
alls ekki hugleikið, enda mikil
sjálfstæðiskona. Amma Dóra
náði því að verða 95 ára gömul.
Hún skilaði góðu dagsverki.
Fyrir það skulum við vera
þakklát.
Jón Páll Jónsson.
Elsku hjartans amma mín
hefur fengið hvíldina 95 ára.
Þvílíkur baráttujaxl sem hún
amma mín var. Amma fékk að
finna fyrir mótlæti í lífinu, varð
ekkja 27 ára með tvær litlar
stelpur, fjögurra ára og nokkra
mánaða. Hún var dugnaðarfork-
ur, heil og sönn sjálfstæðiskona
alla tíð. Mínar minningar eru
margar, góðar og skemmtileg-
ar.
Hún bauð mér alltaf í bæinn
fyrir 17. júní og keypti á mig
föt fyrir afmælið mitt, eða
saumaði á mig það sem mig
langaði í. Við bökuðum saman
vanilluhringi og margt fleira.
Alltaf var hún tilbúin að baka
fyrir mig og mína og var það oft
piparmyntuterta, alveg hennar
sérgrein.
Ég á yndislegar minningar af
Álfaskeiðinu hjá afa og ömmu,
ég var svo heppin að fá að búa
hjá þeim í nokkrar vikur og var
það góður tími hjá okkur þrem.
Þar fékk ég staðfest hvað
amma var mikil B-manneskja,
en að vakna snemma á morgn-
anna var ekki nokkuð sem hún
hafði yndi af. Ferðirnar til
Þingvalla með nesti og í bústað
í Selvík voru yndislegar. Allar
ferðirnar austur til okkar voru
skemmtilegar, eftirminnilegust
var ferðin sem við keyrðum
saman tvær austur og komum
við á Dalvík hjá Helga og
Helgu.
Ég gæti haldið lengi áfram
en við höfum það fyrir okkur.
Elsku yndislega duglega amma
mín, takk fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og mína. Ég
verð örugglega ekki oftar kölluð
Dorísin mín.
Elska þig heitt.
Þín nafna,
Halldóra.
Í dag kveð ég elsku ömmu
Dóru, en hún náði að verða 95
ára og æviskeiðið var í senn við-
burðaríkt, sorglegt og gleðilegt.
Ég var svo heppinn að amma
var hætt að vinna þegar ég var
að alast upp og var þá töluvert
á Álfaskeiðinu hjá ömmu og afa.
Þar eyddum við miklum tíma
m.a. í eldhúsinu, steiktum klein-
ur og ýmislegt fleira. Við rædd-
um mikið saman um heima og
geima og alltaf gaf hún sér tíma
í að hlusta og taka þátt í öllum
þeim draumum sem maður átti.
Í heimsóknum til ömmu var
gefið mál að aldrei fór maður
svangur út, hún vildi alltaf að
maður fengi sér eitthvað að
borða og skildi ekki alltaf ef
maður vildi ekkert fá sér.
Ég minnist ömmu m.a. sem
gleðipinna, hún naut sín á með-
al fólks og var oftar en ekki
manna kátust. Þær voru ófáar
bílferðirnar sem ég skutlaði
henni þegar ég var kominn með
bílpróf, m.a. þegar systur afa
gerðu sér glaðan dag.
Ég þakka fyrir þann tíma
sem ég fékk með ömmu þrátt
fyrir að hafa hitt hana stopult
undanfarin ár þar sem við langt
var á milli okkar. Ég er líka
þakklátur fyrir að hún hafi hitt
öll börnin mín og þau hana, síð-
ast núna í byrjun nóvember.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst þessari ákveðnu, góðu
og duglegu konu sem skilur svo
margar góðar minningar eftir
sig.
Helgi Einarsson.
Í dag kveð ég ömmu Dóru
með ákveðnum trega en einnig
með ljóma, þegar ég hugsa til
þeirra góðu tíma sem við áttum
saman.
Amma Dóra var engin venju-
leg amma, hún vann hjá skatt-
inum, saumaði kjóla á konur,
vann í blómabúðinni Burkna í
aukavinnu og var svo í Sjálf-
stæðishúsinu þess á milli. Svona
man ég eftir henni þegar ég var
lítill, amma gat eiginlega allt.
Það voru ófáar stundirnar
sem ég, Dóra systir, Jón Páll og
Ottó vorum hjá ömmu Dóru og
afa Einari að hlusta á plötur
með Ómari Ragnarssyni, spila,
tefla og klippa út kalla á papp-
írinn sem amma notaði til að
búa til kjóla, blússur og föt fyr-
ir vinkonur sínar. Það var alltaf
gaman að koma til ömmu og
afa, maður þurfti bara að passa
sig að vera ekki með læti þegar
afi horfði á fréttir, annars mátt-
um við eiginlega bara gera allt
sem við vildum.
Hún amma var ein mesta
sjálfsstæðiskona sem Ísland
hefur alið og fór aldrei út af
sporinu í þeim efnum. Mér
fannst stundum eins og röðin
hjá henni væri: Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrst, svo fjölskyldan
og svo hitt fólkið sem var bara
ekkert að skilja þetta, en auð-
vitað var fjölskyldan alltaf í
fyrsta sæti.
Á seinni árum þegar ég fór
að sækja hana bað hún mig vin-
samlegast að vera ekki að
leggja bílnum vinstra megin við
hana þegar ég leiddi hana út í
bílinn og hún hafði gaman að
því að láta mig færa bílinn, því
hún ætlaði sko ekki að vera að
fara til vinstri ef hún kæmist
hjá því, og svo hló hún.
Amma var alltaf vel til höfð
og henni þótti mjög gaman að
hitta fólk og skemmta sér og
öðrum. Ein síðasta minningin
um frábært boð hjá ömmu var
þegar hún varð níræð, en þá
var Raggi Bjarna fenginn til
þess að koma og syngja nokkur
lög. Það var alveg óborganlegt
þegar Raggi gekk í salinn og
amma sá hann, þá sagði hún:
„Hvar hefur þú verið, Raggi
minn?“ og svo knúsaði hún
hann. Þetta kvöld var svo
skemmtilegt og Raggi sló svo
svakalega í gegn hjá ömmu og
öllum með söng og tjútti.
Eftir að sjónin og heilsan
fóru að gefa sig og amma fór á
Sólvang get ég ekki annað sagt
en að hún var aldrei sátt að
þurfa að vera þar, enda sagði
hún að það væri ekkert nema
gamalt fólk þarna.
Amma var grjóthörð, enda
alin upp í sveit og því alger
dugnaðarforkur, en hún var
mér alltaf blíð og góð og þannig
mun ég geyma minningu henn-
ar í hjarta mínu.
Einar Einarsson.
Elsku amma, alltaf þegar ég
hitti þig spurðirðu mig hvað
væri að frétta af mér. Það
skipti engu máli hverju ég svar-
aði, þú sýndir mér alltaf einlæg-
an áhuga. Þú lifðir góðu og
löngu lífi en þinn tími var kom-
inn, við vitum það báðar. Þegar
ég horfi til baka á allar minn-
ingarnar okkar er ekki vafi í
mínum huga hvað stendur upp
úr. Það er þegar við fjölskyldan
héldum upp á afmælið þitt og
hann Raggi Bjarna kom og
söng fyrir þig. Ég held ég hafi
aldrei séð þig jafn ánægða, og
þessi stund mun lifa með mér
um ókomna tíð. Ég vildi að ég
hefði fengið að kynnast þér á
yngri árum, þar sem þú hefur
alltaf verið sterk kona með bein
í nefinu. Blóðið þitt var blátt í
gegn og það vissu allir sem
þekktu þig. Við hittumst sjald-
an síðustu ár þín og eins lélega
og sú afsökun hljómar þá var
það vegna daglegs amsturs.
Eftir á að hyggja hefði ég átt
að vera duglegri að koma. Þeg-
ar ég kveð þig, elsku amma, þá
geng ég út í lífið, sjálfsörugg
með bein í nefinu.
Þín,
Berglind Einarsdóttir.
Elsku langamma.
Í dag kveðjum við þig í síð-
asta sinn. Minningarnar og
stundirnar sem við áttum sam-
an eru margar. Efst í huga okk-
ar er eitt skipti sem þú passaðir
okkur uppi á Bæjarholti. Þú og
Ásta Pálmey dönsuðuð á meðan
Arnar Páll spilaði tónlistina.
Arnar Páll náði síðan að plata
þig til þess að setjast á rúmið
hjá mömmu og pabba en þú
vissir ekki að það væri vatns-
rúm og þér brá svo mikið að þú
vissir ekki hvað sneri upp né
niður. Við hlógum og skemmt-
um okkur mikið yfir þessu at-
viki og höfum rifjað það upp oft
í gegnum tíðina.
Þó að þú hafir verið orðin
veik undir lokin sá maður alltaf
baráttuna og styrkinn sem ein-
kenndi þig.
Við vitum að afi Einar mun
taka vel á móti þér.
Þín verður sárt saknað.
Þín langömmubörn,
Arnar Páll og
Ásta Pálmey.
Halldóra M.
Sæmundsdóttir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
bróðir og mágur,
ÓLAFUR FRIÐFINNSSON,
Sóltúni 16,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 7. desember 2017.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. desember
2017 klukkan 13.
Sigrún Gústafsdóttir
Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson
barnabörn
Iðunn Steinsdóttir
Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason
Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir
Elín Þóra Friðfinnsdóttir
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, systir
og amma,
ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
áður til heimilis að Skarðshlíð 27d á
Akureyri,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð
þann 1. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Öldrunarheimili
Akureyrar njóta þess.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Þórdís G. Þórhalldsdóttir Flosi Kristinsson
Sigurlaug Sigurðardóttir Ari Laxdal
Jónína Þorsteinsdóttir
barnabörnin öll og fjölskyldur þeirra
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
fyrrverandi sambýlismaður,
LEÓ EIRÍKUR LÖVE
hæstaréttarlögmaður,
lést sunnudaginn 10. desember 2017.
Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju
miðvikudaginn 20. desember klukkan 13.
Guðmundur Löve Hrefna Björg Þorsteinsdóttir
Yrsa Björt Löve Hróðmar Helgason
Áskell Löve Elva Rut Jónsdóttir
Anna Margrét Leósdóttir
Anna Lísa Kristjánsdóttir
og barnabörn hins látna
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Miðtúni 42,
lést á Landspítalanum 10. desember.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 19. desember klukkan 13.
Óskar Rafnsson Sólveig Hafsteinsdóttir
Ásta Karen Rafnsdóttir Birgir Gunnarsson
Kjartan Rafnsson
Sverrir Rafnsson Sigrún Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir, fósturfaðir og afi okkar,
MAGNÚS BERGMANN ÁSGEIRSSON,
Ásvallagötu 42,
lést föstudaginn 8. desember.
Útför fer fram frá Neskirkju mánudaginn
18. desember klukkan 13.
Ásgeir Bergmann Magnússon
Guðjón Máni og Kári Týr Blöndal
Ásdís, Eggert
og móðir þeirra Elísabet Haraldsdóttir