Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 ✝ Birna Ólafs-dóttir fæddist á Ferjubakka í Öx- arfirði í Norður- Þingeyjarsýslu 12. maí 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum 6. desember 2017, á hundraðasta og fyrsta aldursári. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólaf- ur Mikael Gamalíelsson, bóndi á Ferjubakka, f. á Kúðá í Þist- ilfirði 30. apríl 1890, d. í Reykja- vík 14. júní 1976, og Aðalheiður Björnsdóttir, húsmóðir á Ferju- bakka, f. á Syðribrekkum á Langanesi 11. nóvember 1897, d. í Reykjavík 3. júlí 1977. Birna giftist 11. febrúar 1950 Snæ Jóhannessyni, bóksala og bókbindara frá Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, f. 10. nóv- ember 1925, d. 13. september 2006. Dóttir þeirra er Mjöll forn- leifafræðingur, fædd 12. febrúar 1950. Systkini Birnu voru: a) Guðrún Jóhanna, starfsmaður á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, f. 27. maí 1920, d. 13. maí 2008. Guðrúnar er Steinþórunn Karólína Steinþórsdóttir, sjúkraliði- og lyfjatæknir, f. 27.5 1953, börn hennar Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson, f. 2. apríl 1972, og Guðrún Heiða Sigur- geirsdóttir, f. 25. sept. 1973. b) Arnbjörn, læknir, f. á Ferju- bakka 13. júlí 1926, d. 17. janúar 2001, kvæntur Fjólu Einarsdóttur, f. 25. júlí 1926, d. 25.6 2015, börn þeirra eru Einar Ólafur, f. 1950, Arnbjörn Hjörleif- ur, f. 1952, og Að- alheiður Erna, f. 1961, d. 2010. Birna starfaði á Ferjubakka og heimaslóðum, m.a. á prestssetrinu á Skinnastað, fram undir 25 ára aldur, vann svo um tíma hjá Sigurði Guð- mundssyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, flutti til Reykjavíkur í lok seinni heimsstyrjaldar og vann á sjúkrahúsum borgarinnar, Far- sótt og Landakoti, matstofunni West End á Vesturgötu, prjóna- stofu, tveimur matstofum, Sam- einuðu verksmiðjuafgreiðslunni, Nærfata- og prjónlesverksmiðj- unni, og árið 1965 hóf hún störf hjá prentsmiðjunni Eddu, þar sem hún starfaði til 69 ára ald- urs. Eftir það vann hún nokkuð við hreingerningar langt fram á níræðisaldur. Þau Snær hófu bú- skap á Silfurteigi, bjuggu síðan í Tungu við Laugaveg, þá Selja- vegi og loks á Reynimel 41 þar sem þau bjuggu lengst af. Síð- ustu æviárin dvaldi Birna á Droplaugarstöðum. Útför Birnu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 15. desember 2017, klukkan 13. Heimili Snæja föðurbróður míns og Birnu konu hans í nota- legri kjallaraíbúð á Reynimel var tíður áfangastaður í sunnudags- bíltúrum æsku minnar. Bjallan hafði sérstakan hljóm, svolítið urgandi eins og þegar gefið er rangt svar í spurningakeppni. Ef Birna kom út ganginn og gægðist í gegnum útidyraglerið á hverja bar að garði á meðan hún aflæsti hurðinni sá maður breiðast yfir andlitið milt og einlægt bros þeg- ar hún þekkti gestina. Kossar á kinnar og barninu strokið mjúkt um vanga. Sumpart held ég að hún hafi litið á pabba sem hálf- gerðan fósturson sinn eftir lang- dvalir hans hjá þeim hjónum um tvítugt. Birna var ein sú hlýjasta mann- eskja í viðkynningu sem ég man eftir, það stafaði af henni gæska og góðvild, fágæt birta. Þegar hún horfði á Snæja sinn skein úr bros- hýru andlitinu kærleikur og stolt af lífsförunaut sínum, sama stolt og ástríki og þegar hún talaði um Mjöll dóttur sína og hennar merku störf í þágu fornleifafræði á Íslandi. Mér er minnisstætt að Birna sagði mér frá að þegar óeirðirnar urðu á Austurvelli við inngöngu Íslands í Nató í marslok 1949, og fólkið hljóp undan kylfu- höggum lögreglu og hvítliða í gegnum táragasstróka, hálfblind- að, hóstandi og hágrátandi, var hún af hendingu stödd í skóversl- un í Austurstræti. Hún óttaðist vitaskuld strax um Snæja sinn, fann hann úti á götu með tóbaks- klút fyrir vitum, kallað hann inn í verslunina og harðbannaði að fara út aftur. Andlát hans haustið 2006 var henni afskaplega þungbært, hún hafði misst stóru ástina og sá missir varpaði ævarandi skugga. Aldrei heyrði ég Birnu hall- mæla nokkrum manni, þvert á móti einblíndi hún á kosti sam- ferðarmanna sinna þó að tæpast hafi þeir allir verðskuldað mjúka dóma. Hjálpsemi hennar var sömuleiðis einstök. Hún var skarpgreind og góð íslenskukona og átti það til að fara utanbókar með langa kvæðabálka, jöfnum höndum á íslensku og ensku þeg- ar sá gállinn var á henni. Henni voru einkum hugleikin róman- tísku 19. aldar skáldin frá Bret- landi, Byron, Shelley, Keats, Swinburne og Francis Thompson, en einnig virtist hún kunna aftur- ábak og áfram ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar og kvæði Davíðs Stefánssonar. Hún var átta árum eldri en Snær og þó að hann bæri aldurinn prýðilega virtist hún áratug yngri hið minnsta og aldrei virtist hún breytast hætis hót – það var eins og hún hefði fleygt ellinni á dyr fram undir seinustu æviárin. Glæsileg í framkomu, hnarreist, nett í vexti og kvik í hreyfingum, með yfirbragð fágaðrar heims- konu þó svo að barnsskónum hafi hún slitið á sveitabæ í afskekktum Öxarfirði og verið komin á tí- ræðisaldur þegar hún ferðaðist í fyrsta skipti út fyrir landsteinana. Stundum varð hún á vegi mínum eftir að ég flutti á Melana, hár og andlit óaðfinnanlega snyrt, silki- slæða um hálsinn, skrautnæla í jakkanum og á sönnum dömus- kóm tiplaði hún þráðbein í baki eftir gangstéttunum á leið í heim- sókn eða kannski að sækja sér blómvönd. Hún heilsaði ávallt með sama ljúfleika, sama fallega brosinu, og þannig minnist ég hennar og kveð í hinsta skipti með söknuði og hlýju. Sindri Freysson. Nú eru næstum 40 ár síðan ég kynntist Birnu og manni hennar, Snæ. Þar sem ég var ekki á land- inu þegar hann féll frá ætla ég hér að minnast þeirra beggja. Það var Snær sem ég kynntist fyrst þegar hann vann í fornbóka- versluninni Bókinni við Skóla- vörðustíg. Verslunin flutti síðan á Laugaveg og þar kynntist ég Birnu, sem var oftast á bak við að hella upp á kaffi fyrir gesti og við- skiptavini sem litu inn. Ég varð fljótt heimagangur á heimili þeirra Birnu og Snæs á Reynimel, ein af mörgum sem oft komu þangað, ég kom oftast til að horfa á fréttir og ræða um bækur og það sem var að gerast í veröldinni. Birna var myndarleg húsmóðir, hjá henni var alltaf annaðhvort heimabökuð kaka eða smákökur af fínustu sort. Allir voru vel- komnir og Birna sjálf síbrosandi og hlý. Ég mun sakna þeirra mik- ið og votta dóttur þeirra, Mjöll, mína innilegustu samúð við fráfall móður hennar. Margaret Cormack. „Þar brestur fyrsta súlan und- an lágum tjaldhimni Þingvalla- sveitar,“ skrifar Björn Th. í bók sinni Hraunfólkið um flutning Ófeigs smiðs frá Þingvöllum. Önnur súla brestur þegar sjálfur Skógarkotsbóndinn, Kristján Magnússon, hættir búskap. Þeg- ar Hringur Jóhannesson, mágur Birnu Ólafsdóttur, lést má segja að fyrsta súla tjaldhimins Tungu hafi brostið, sú næsta brast með Snæ, eiginmanni Birnu, og nú er með henni fallinn að foldu þessi einstaki tjaldhiminn sem var yfir og allt um kring og markaði spor í tilveru mína fram á þennan dag. Tunga við Suðurlandsbraut var ævintýraheimur bernsku minnar. Átta ára kom ég þangað fyrst. Þar bjuggu Siggi og Setta á hæðinni með dóttur sinni Dúddu, bestu vinkonu minni, Snæi og Birna á loftinu með Mjöll dóttur sína og í kjallaranum voru bræðurnir Hugi og Hringur. Birna hélt vel utan um þá Hagabræðurna alla og oft var kátt í kotinu. Við Dúdda lifð- um og hrærðumst í þessu ein- staka samfélagi. Á loftinu blómstraði bókmenningin, í kjall- aranum málaralistin og á hæðinni hjá Sigga og Settu blómstraði mannkærleikurinn. Birna var fljúgandi vel gefin, auk þess að vera talandi skáld. Hún var mjög vel menntuð í besta skilningi þess orðs, þótt skólagangan væri tak- mörkuð. Hún las og talaði ensku eins og innfædd og aldrei kom ég svo á Reynimelinn, þar sem heimslitteratúrinn raðaði sér í hillurnar, að hún kynnti ekki fyrir mér ensk ljóð góðskáldanna, og helst vildi hún lána mér ljóðakver- in heim. Franskan lék henni einn- ig létt á tungu. Snæi safnaði mynt og gömlum bókum, en hann rak lengi fornbókaverslun á Lauga- vegi 1. Í örlítilli kompu inn af búð- inni var allan daginn standandi kaffi fyrir gesti og gangandi, með kleinum, „með þingeysku lofti“, sem Birna bakaði. Þar áttu marg- ir góðar stundir. Þau hjónin söfnuðu ekki ver- aldlegum auði en andlegi auður- inn var þeim mun meiri. Birna vann við bókband og skúraði ár- um saman bæði í prentsmiðjunni Eddu, þar sem Snæi vann við bók- bandið, og á skrifstofu Magnúsar Víglundssonar iðnrekanda, bróð- ur Settu, á Bræðraborgarstíg 7. Einkadóttirin Mjöll var mesta auðlegð þeirra hjónanna. Í henni rættust óskir þeirra og áform. Hennar sigrar voru þeirra sigrar. Birna var einstaklega ljúf kona, fíngerð, fáguð og alltaf vel til höfð, enda sá Hanna, bernskuvinkona hennar, um að leggja á henni hár- ið áratugum saman. Ferjubakki, foreldrarnir og systkinin Guðrún og Arnbjörn voru henni afar kær og oft sagði hún okkur Dúddu sögur að norðan. Það var falleg og ógleymanleg stund sem við áttum með Birnu á hundrað ára afmæl- inu hennar í vor. Elli kerling hafði lítið hreyft við fallegu, fíngerðu Birnu bernsku minnar. Hún brosti sínu blíða brosi, rifjaði upp gömlu, góðu árin í Tungu, horfði ástföngnum augum á mynd af Snæja sínum og hallaði sér að Mjöll sem af einstakri alúð fylgdi móður sinni til hinsta dags. Á Ferjubakka streymir Jök- ulsáin fram við túnfótinn líkt og lífið hennar Birnu streymdi fram í yfir hundrað ár. Nú er ævi hennar að ósi runnin. Ég þakka henni ótal yndisstundir og óska henni góðr- ar heimkomu á nýjum lendum. Guðfinna Ragnarsdóttir. Fyrstu kynni mín af Birnu voru fyrir um það bil fjórum áratugum, en þá var Snær bóndi hennar inn- anbúðar í fornbókaversluninni Bókinni og seldi bæði gamlar og nýjar bækur og rit. Þrátt fyrir litla lestrargetu og slæmt minni hafði ég þó nokkra ánægju af bók- um og henni deildum við Snær. Sætti ég oft lagi að líta við hjá bóksölum í dagslok og þá fór svo oftar en einu sinni að ég ók Snæ heim á Reynimel, því hann átti ekki bifreið. Þá tók Birna á móti okkur og er ekki fjarri sanni að ég hafi orðið heimagangur hjá þeim. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir mínar til þess að éta þau út á gaddinn tókst mér það aldrei. Mý- vatnsreyð og magálar mættust þar í miðju trogi og virtust aldrei til þurrðar ganga. Það var rétt til getið hjá vini okkar Braga Kristjónssyni að heimili þeirra Birnu og Snæs var í áratugi ein minnsta félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Eins og Bragi orðaði það í minningargrein um Snæ þá leituðu heim til þeirra tvístraðar erlendar menntakonur, háttstandandi embættismenn, framsæknir menningarvitar, dul- arfullar konur, skrifræðismæddir prófessorar, fróðleiksfús ung- menni, ættingjar og aðrir vinir, lestamenn og kettir. Allir voru jafn velkomnir jafnvel þó að sum- ir kæmu inn um glugga. Ég taldi mig finna meira en smjörþefinn af menningu í stof- unni hjá þeim Birnu og Snæ. Meðan Snær ræddi um bækur og bókmenntir, heimspeki og stjórn- mál við gesti og gangandi bar Birna fram veitingar góðar og fór gjarnan með kveðskap eftir inn- lend og erlend stórskáld. Hún var ekki langskólagengin og hafði aldrei til útlanda komið þegar ég kynntist henni fyrst, en samt fór hún með heilu kvæðin eftir eng- ilsaxnesk stórskáld á lýtalausri ensku. Hún var vel hagmælt og gaman var að heyra hana fara með eigin vísur, sem oftar en ekki voru vel tvíræðar. Aldrei varð ég var við að til árekstra kæmi milli þeirra hjóna þó að umræðuefnin væru ekki ávallt þau sömu. Sambúð þeirra Birnu og Snæs var einstaklega falleg og bar öll merki gagn- kvæmrar væntumþykju og virð- ingar. Þá voru þau ákaflega sam- hent, ekki síst í stuðningi sínum við einkadótturina, sem þau styrktu og studdu eins og þau gátu í lífi og starfi. Það kom því fáum á óvart að Birna saknaði mjög Snæs er hann kvaddi þessa jarðvist síðla árs 2006. Hún var hins vegar ekki ein um það. Ég kveð Birnu með söknuði og vil þakka henni fyrir samfylgd í áratugi. Hinu er ekki að leyna að fundum okkar fækkaði um of eftir að Snær fór og enn frekar eftir að kona mín lést fyrir hálfu þriðja ári, en þær voru miklar vinkonur. Að lokum vil ég senda Mjöll, öll- um öðrum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Leifur A. Símonarson. Birna Ólafsdóttir ✝ ValdimarGunnarsson fæddist á Fremri- Kotum í Skagafirði 30. október 1941. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. nóv- ember 2017. Foreldrar hans voru Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 24. nóvember 1919 á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, d. 15. október 1982, og Gunnar Valdimarsson, f. 21. febrúar 1907 á Efri- Rauðalæk á Þelamörk, d. 30. júlí 1975. Systkini Valdimars eru: Arn- björg Steinunn, f. 1939, d. 1997, Guðmundur Kári, f. 1945, Rey- nald Smári, f. 1948, og Jón Steinar, f. 1952. Lífsförunautur Valdimars er Brynja Björk Pálsdóttir, f. 29. desember 1958, og synir þeirra Valdimars eru: 1) Gunnar Ingi, f. 20. september 1985, við- skiptafræðingur, sambýliskona Helga Lucia Bergsdóttir, f. 9. maí 1983, og eiga þau dóttur, f. 27. júní 2017. 2) Arnar Logi, f. 26. desember 1991, verslunarstjóri. Valdimar lauk námi sem búfræð- ingur frá Hólaskóla 1964. Á yngri árum var hann vetr- armaður á ýmsum bæjum í Öxnadal og Akrahreppi og í vegavinnu á sumr- um. Hann var skólabílstjóri í Akrahreppi í 52 ár eða frá 1964 og var farinn að keyra þriðju kynslóð skólabarna þegar hann lét af störfum vegna veikinda haustið 2016. Ennfremur stundaði hann ýmsan annan akstur innan sveitar sem utan, var lengi vel bílstjóri með landsþekkta hljómsveit Geirmundar, gerði út rútur og sinnti akstri með erlenda ferðamenn á sumrum auk þess að eiga hluti í hóp- ferðafyrirtækjum. Valdimar bjó alla tíð á Fremri-Kotum, síðast með Jóni Steinari bróður sínum. Útför Valdimars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. des- ember 2017, klukkan 13:30. Það er merkilegt með lífið, maður veit aldrei hvaða beygju það tekur. Þannig mætti lýsa okkar fyrstu viðkynningu, í morgunkaffi skólabílstjóra í KS, Varmahlíð. Þannig háttaði til að ég átti meri sem var í þjálfun á Sauðárkróki og slasaðist. Dýra- læknir sóttur og það endaði með því að hún drapst. Þann morg- uninn keyrði ég frá Króknum og heim. Ákvað að koma við í Varmahlíð og fá mér kaffi því ég vissi að þar væru feðgarnir á Mel, Steini og Siggi. Með þeim sat gráhærður maður í blárri flís- peysu. Þetta var Valdi. Margt var rætt þennan morgun og spurði Steini Valda hvort hann vantaði ekki mann í vinnu um sumarið. Ekki gaf Valdi neitt út um það en tók niður símanúmerið mitt. Nokkrum vikum síðar hafði Valdi samband og spurði hvort ég væri búinn að gera ráðstafanir um sumarið. Svo var ekki og spurði hann þá: „Viltu koma og vinna hjá mér?“ Það fannst mér vera kostaboð og þáði. Það var margt að gera áður en vertíðin hófst. Í sumarbyrjun sendi Valdi mig strax á nýjasta bílinn í flotanum, glænýjan Benz, það finnst mér sýna traustið sem hann sýndi mér. Það síðasta sem hann sagði við mig fyrir fyrstu ferð var: „Aldrei reyna við farþegana, en mér er sama hvað gerist með far- arstjórunum.“ Aldrei reyndi á þetta heilræði því á öðrum stað beið mín verðandi. Eitt sinn kom hún á verkstæð- ið þar sem hún átti ferð framhjá vegna vinnu. Þegar hún var farin út í þreifandi norðanbyl og horfin sjónum sagði Valdi: „Þú skalt halda í þessa konu, hún kann að keyra í hríð.“ Ég vann hjá Valda í rétt um ár og þær minningar sem sköpuðust á þeim tíma eru fjöl- margar, enda vorum við bara tveir á verkstæðinu og deildum því mörgu, frá átta árdegis og fram undir sjö á virkum dögum. Oft var hætt fyrr á föstudögum eftir að frúin mín kom til sögun- ar, var ferðin til hennar nýtt í leiðinni fyrir verkstæðið, keyptur kútur í suðuna, stál til viðgerða og annað sem vantaði. Á þessum tíma bjó ég í Holti í Svínadal í A- Hún. og keyrði á hverjum degi yfir í Varmahlíð. Dag einn var slæmt veður og sagði Valdi mér að fara heim. Ég taldi færðina í lagi en Valdi sagði að deginum væri lokið, hann ætlaði að fara heim þann daginn. Að lokum komst ég yfir Skarð en þurfti að keyra út Langadal til að komast heim. Daginn eftir var orðið heið- skírt og lagði ég í hann. Um tíu- leytið hringi ég í Valda og segist vera kominn austur fyrir Blöndu. Svarið lét ekki á sér standa: „Ég hélt að það yrði ekki fært fyrr en með vorinu, en fyrst þú ert kom- inn þetta langt er best að skreppa niður í KS og kaupa eitthvað með kaffinu.“ Það er af svo mörgu að taka að maður veit tæplega hvar skal byrja og hvar skal enda; við- gerðir, rúðuskipti, ryðbætingar, sprautanir og almennar viðgerð- ir. Þegar King Long mætti í hlað- ið á Þórunnarstrætinu tók ég U- beygju fyrir framan lögreglu- stöðina til að skoða. Ef þú hættir hjá Becromal og keyrir fyrir mig í sumar máttu fá þennan. Ég á svo margt, en samt svo lítið, sem ég vil deila og gefa með þér og þínum. Brynja, Gunni, Arnar og fjölskyldur og Jón. Ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð á þessum tímum. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson. Valdimar Gunnarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför LOGA GUÐJÓNSSONAR tölvunarfræðings. Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu sem aðstoðuðu og lögðu hönd á plóg við útför Loga og erfidrykkju. Sjöfn Gunnarsdóttir Embla Rún Logadóttir Margrét Helgadóttir Guðjón Halldórsson Sindri Guðjónsson Nanna S. Þorleifsdóttir Helgi Ingvar Guðmundsson Sigríður Björnsdóttir aðrir aðstandendur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát föður, tengdaföður, afa og langafa, VIGGÓS ÞORSTEINSSONAR, Laufrima 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Karítas heimahjúkrunar og líknardeildar Landspítalans. Guðrún Ágústa Viggósdóttir Helgi Hólm Kristjánsson Rannveig Rúna Viggósdóttir Gunnar Þórðason Agnes Viggósdóttir Júlíus Þór Jónsson Jón Bachman Viggósson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.