Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 15.12.2017, Síða 33
Íslands 1975-79 og sneri sér í kjöl- farið fljótlega að kennslu sem síðan varð hans helsta ævistarf. Þorvaldur kenndi við Mennta- skólann á Ísafirði 1979-82, var námstjóri í menntamálaráðuneyt- inu 1982-92, kenndi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1993-99 og kenndi við Stóru-Vogaskóla 1999- 2016, en síðustu tvo áratugina hef- ur hann verið búsettur í Sveitarfé- laginu Vogum. Þorvaldur þótti löngum nokkur áhugamaður í pólitískri baráttu enda hefur hann verið að skipta sér af félagsmálum á ýmsum vett- vangi og í ýmsum félögum. Hann starfaði í ungkommúnistahreyfing- unni á sjöunda áratugnum, starfaði með Herstöðva- og síðar Hernaðar- andstæðingum og hefur starfaði í Siðmennt og í Félaginu Ísland- Palestína. Þorvaldur hefur komið að sveit- arstjórnarmálum í Vogum, er núna formaður Frístunda- og menning- arnefndar sveitarfélagsins og starf- ar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, hefur verið í stjórn Vinstri grænna á Suðurnesjum frá upphafi og tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun hreyfingarinnar: „Þar vinnum við mörg saman að því að stýra samfélaginu í átt til meiri jöfnuðar, öryggis og friðar og stuðla þannig að farsælla og ham- ingjusamara lífi fólks á Íslandi og um allan heim.“ Þorvaldur segist vera að drukkna í áhugamálum. Má þar nefna náttúru Íslands og nátt- úruvernd, en hann er t.d. formaður í Sjálfboðaliðasamtökum um nátt- úruvernd. Þá er hann liðtækur við söng og hljóðfæraslátt, syngur af hjartans lyst og leikur á gítar und- ir fjöldasöng, og á bassa þegar stigið er fastar á fjöl. Auk þess semur hann sönglög. Loks má geta þess að sagnfræ- ðiáhugi afmælisbarnsins vex ört með aldrinum, einkum á sögu átt- haganna og nærsveita. Hann skort- ir því hvorki umhugsunarefni né verkefni á efri árunum. Fjölskylda Eiginkona Þorvalds er Ragnheið- ur Elísabet Jónsdóttir, f. 10.8. 1956, leikskólakennari. Foreldrar hennar: Jón Rafn Einarsson, f. 15.7. 1937, múrarameistari í Hafn- arfirði, og Guðrún Helga Sigurð- ardóttir, f. 8.7. 1938, d. 5.3. 2016, húsfreyja, síðast á Hvammstanga. Dóttir Þorvalds og Ragnheiðar er Eyþrúður Ragnheiðardóttir, f. 24.6. 1994, iðnnemi, búsett í Vog- um. Fyrri kona Þorvalds var Auður Haraldsdóttir, f. 7.3. 1959, d. 11.1. 2002, félagsráðgjafi. Sonur Þorvalds og Auðar er Haraldur Darri Þorvaldsson, f. 27.10. 1973, tölvunarfræðingur, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Anna Margrét Halldórsdóttir lækn- ir og eru börn þeirra Halldór Alex- ander, Jökull Ari og Hugrún Eva. Dóttir Ragnheiðar af fyrra hjónabandi er Guðrún Eva Jó- hannsdóttir, f. 18.7. 1978, jarðfræð- ingur í Reykjavík en maður hennar er Óskar Pétur Einarsson verk- fræðingur og eru börn þeirra Jó- hanna Eldey og Daníel Orri. Þorvaldur á þrjú systkini sam- mæðra, og fimm samfeðra. Foreldrar Þorvalds voru Árni Þorvaldsson, f. 30.4. 1925, d. 16.5. 1997, forstjóri í Hafnarfirði, og Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 7.2. 1923, d. 9.2. 2017, húsfreyja í Álfhólum í Vestur-Landeyjum. Þorvaldur Örn Árnason Guðný Jónsdóttir húsfr. í Hlíð Jón Eiríksson b. í Hlíð í Skaftártungu Ólöf Jónsdóttir húsfr. á Skúmsstöðum Þorvaldur Jónsson b. á Skúmsstöðum í V-Landeyjum Hrefna Þorvaldsdóttir húsfr. á Álfhólum í Landeyjum Hildur Vigfúsdóttir húsfr. á Hemru Jón Einarsson b. í Hemru í Skaftártungu Sigurgeir Þorvaldsson lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands Tryggvi Þorvaldsson verkam. og bílstj. í Rvík Hildur Ágústsdóttir húsfr. í Klauf í Landeyjum Lóa Þorvaldsdóttir húsfr. í Sigluvík Jón Ingi Þorvaldsson deildarstjóri upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar Þorvaldur Þorvaldsson form. Alþýðufylkingarinnar Þorvaldur Þorvaldsson kennari á Akranesi Anna Höskuldsdóttir hjúkrunarfr. og heildsali Höskuldur Árnason gullsmiður á Ísafirði Jóna Valgerður Höskuldsdóttir hjúkrunarfræðingur Árni Höskuldsson gullsmiður í Rvík Marín Jónsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Sigurgeir Gíslason verkstjóri og sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði Margrét Sigurgeirsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Þorvaldur Árnason yfirullarmatsm., skattstj. og bæjargjaldkeri í Hafnarfirði Filippía Sigurðardóttir húsfr. á Ísafirði, frá Hofi í Svarfaðardal Árni Árnason trésmíðameistari og fiskmatsmaður á Ísafirði Úr frændgarði Þorvalds Arnar Árnasonar Árni Þorvaldsson forstjóri Tryggingar hf., búsettur í Hafnarfirði ÍSLENDINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SOUS VIDE PAKKATILBOÐ Opið á laugard ginn fá 12:00 16:00 Viktor Freyr á ókina og gefur góð ráð Sous vide tæki, lofttæmingarvél og Stóra bókin um sous vide a ritar b 29.990 kr/m. vsk Einar Guttormsson fæddist áArnheiðarstöðum í Fljótsdal15.12. 1901. Foreldrar hans voru Guttormur Einarsson, bóndi á Arnheiðarstöðum, og Oddbjörg Sig- fúsdóttir, vinnukona víða á Fljóts- dalshéraði. Guttormur var sonur Einars Gutt- ormssonar, bónda þar, af Vefaraætt, bróðursonur Margrétar, langömmu Guttorms Pálssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, föður Hjörleifs, fyrr- verandi ráðherra. Móðir Guttorms var Sigríður Þor- steinsdóttir, en Oddbjörg var dóttir Sigfúsar Oddssonar, bónda í Meðal- nesi í Fellahreppi, og Guðfinnu Oddsdóttur. Eiginkona Einars var Margrét Kristín Pétursdóttir sem lést 2001, en börn þeirra: Páll Jóhann sem lést 2008, flugstjóri; Guttormur, fyrrver- andi kaupmaður og skrifstofustjóri; Pétur, leikari og leikstjóri; Sólveig Fríða, ljósmóðir, og dr. Sigfús, f. 11.8. 1951, sjávarlíffræðingur. Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1926, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1932, var kandídat við Haukeland Sykehus í Björgvin 1932- 33, við Rigshospitalet í Kaupmanna- höfn og á Kommunehospitalet og á Födselstifelsen í Árósum. Þá dvaldi hann við nám í skurðlækningum við New York Hospital 1947 og við og Hammersmith Hospital í London 1952 og 1959. Einar var starfandi læknir í Vest- mannaeyjum 1934-73, sjúkra- húslæknir þar 1934-73 og yfirlæknir til 1970, var læknir Vestmanna- eyinga eftir eldgos með aðstöðu í Domus Medica í Reykjavík 1973-75 og síðan á heimili sínu til 1984. Hann var formaður Rauða kross deildar Vestmannaeyja og Krabba- meinsfélagsins þar, sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1946-59, sat í sjúkrahúsnefnd, sundlaugarnefnd og elliheimilisnefnd og var formaður fræðsluráðs Vestmannaeyja í rúman áratug og var einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja árið 1942. Einar lést 12.2. 1985. Merkir Íslendingar Einar Gutt- ormsson 101 árs Aðalbjörg Jónsdóttir 95 ára Guðjón Kristjánsson 90 ára Hannes Eyjólfsson Þorsteinn Wilhelm Guðmundsson 85 ára Guðrún Hafliðadóttir 80 ára Elísabet Guðfinna Guðjónsdóttir Guðríður Hannibalsdóttir Lilja Bögeskov 75 ára Aðalheiður Sæmundsdóttir Ásmundur Leifsson Björg Kristín Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Halldóra M. Halldórsdóttir Halldór Jónasson Jóhanna Gústafsdóttir Óskar Kristinsson Sigrún Jóhannsdóttir Valgerður Jóna Sigurðardóttir 70 ára Guðmundur Ketill Guðfinnsson Kristinn Svavarsson Rín Elíasdóttir Vladimir Bibikov Þorvaldur Örn Árnason Þórdís Kolbeinsdóttir 60 ára Charles Brian Holland Gunnar Davíðsson Helga Einarsdóttir Ísar Guðni Arnarson John L. Elkins Jón Bjarnason Jón Brynjar Jónsson Rósa Friðriksdóttir Salvar Finnbogi Guðmundsson Sigrún Sigurðardóttir 50 ára Agnes Jóhannsdóttir Arna Ýrr Sigurðardóttir Ásta Halldórsdóttir Bentína Þórðardóttir Edda Guðrún Guðnadóttir Elín Þórunn Eiríksdóttir Kristján Þorsteinsson Páll Aðalsteinn Svansson Páll Þórir Rúnarsson Stefán Bersi Marteinsson Viktor Sveinn Viktorsson 40 ára Ívar Örn Helgason Joanna Eliza Wrona Þórey Björk Sigurðardóttir Þrándur Grétarsson 30 ára Bjarni Ævar Árnason Davíð Heimir Hjaltalín Ewa Katarzyna Pecikiewicz Ingunn Helgadóttir Kristín Auðbjörnsdóttir Marcin Sadowski Sigurjón Ernir Kárason Þór Pétursson Til hamingju með daginn 30 ára Kristín ólst upp á Eskifirði, býr þar, stundar nám í kennslufræði við HA og kennir við Grunn- skólann á Eskifirði. Börn: Guðmundur Þor- mar, f. 2011, og Angela, f. 2012. Systur: Ester Auðbjörns- dóttir, f. 1994, og Eygló Auðbjörnsdóttir, f. 1999. Foreldrar: Svanbjörg Pálsdóttir, f. 1963, og Auðbjörn Már Guðmunds- son, f. 1960. Kristín Auðbjörnsdóttir 30 ára Ingunn ólst upp í Andrésfjósum á Skeiðum, er nú búsett á Selfossi, lauk BEd-prófi í leikskóla- kennarafræðum frá HÍ og er leikskólakennari við leikskólann Jötunheima á Selfossi. Maki: Lárus Guðmunds- son, f. 1981, húsasmiður. Sonur: Arnar Magni Lár- usson, f. 2016. Foreldrar: Ingigerður Ingimarsdóttir, f. 1965, og Helgi Jakobsson, f. 1965. Ingunn Helgadóttir 30 ára Bjarni lauk prófi í íþróttakennarafræðum, kennir við Klébergsskóla og er hljómsborðsleikari í hljómsveitinni Kiriyana Family. Unnusta: Magga Vala Guðmundsdóttir, f. 1987, nemi í kvikmyndafræði. Systir: Sif Árnadóttir, f. 1994. Foreldrar: Guðmundur Árni Bjarnason, f. 1957, og Anna Gina Aagestad, f. 1966. Bjarni Ævar Árnason Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.