Morgunblaðið - 15.12.2017, Qupperneq 36
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tónleikarnir Sígild jól fara fram
annað árið í röð í Seltjarnar-
neskirkju í kvöld kl. 20. Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir söngkona
stendur fyrir tónleikunum og á hug-
myndina að þeim. Hún segir mark-
miðið að skapa jólalega stemningu
svipaða og hún hefur upplifað á tón-
leikum í litlum kirkjum.
„Ég valdi Seltjarnarneskirkju af
því að hún er meðalstór kirkja sem
heldur vel utan um áheyrendur.
Hljómburðurinn er fallegur. Það
skiptir líka máli að orgelið er niðri
þannig að flytjendurnir eru allir
fyrir framan áhorfendur. Með tindr-
andi kertaljósum aukum við enn á
hátíðarstemninguna,“ segir Sigríður
Ósk.
„Ég hef oft sungið á tónleikum og
í brúðkaupum í sveitakirkjum og
mig langaði að halda jólatónleika
sem næðu nándinni og hátíðleik-
anum sem þar myndast,“ segir Sig-
ríður Ósk sem kemur reglulega
fram í óperuhúsum og tónleikasöl-
um hérlendis og erlendis.
„Ég hef kynnst því hvað íslensk-
ar kirkjur eru ólíkar þeim evrópsku
og það er eitthvað sérstakt og per-
sónulegt við þær íslensku. Ég,
ásamt Sigurði Halldórssyni selló-
leikara og Lenku Mátéovu orgel-
leikara, flutti hluta af dagskránni í
Notre Dame-dómkirkjunni í
Strasbourg í Frakklandi á opnunar-
tónleikum á stærsta jólamarkaði í
Evrópu þar sem Ísland var heiðurs-
gestur. Það var stórkostleg upp-
lifun.
Hátíðleg og áhrifarík tónlist
Sigríður Ósk segir tónlistina á
Sígildum jólum hátíðlega og áhrifa-
ríka þar sem blandað sé saman jóla-
lögum, sálmum og gullmolum úr óp-
erum.
„Við syngjum meðal annars gull-
fallegt tríó úr óperunni Cosi fan
tutte eftir Mozart; Ave María
Kaldalóns og W. Gomez verða á
dagskránni; Alleluja úr Exultate
Jubilate eftir Mozart; dúettinn Pie
Jesu eftir A.L. Webber; Sound the
trumpet eftir Purcell; Ó helga nótt
eftir A. Adams og aðrir hátíðlegir
gullmolar. Það skemmtilega við tón-
leikana er að meðleikararnir Sig-
urður Halldórsson og Lenka Mát-
éová koma inn í sönginn á óvæntum
augnablikum. Ekki skemmir þá
kynnir kvöldsins, Niels T. Girerd,
betur þekktur sem Nilli, sem ég
kynntist hjá Íslensku óperunni þar
sem hann starfar.“
Sigríður Ósk, sem er mezzósópr-
an, fékk til liðs sig þau Hallveigu
Rúnarsdóttur sópran og Ágúst
Ólafsson barítón, sem hún segir frá-
bæra tónlistarmenn.
Tónleikarnir góðir fyrir sálina
Tónleikarnir í fyrra voru vel sótt-
ir að sögn Sigríðar og tónlistin höfð-
aði til allrar fjölskyldunnar.
„Þar sem þetta heppnaðist svona
vel ákvað ég að bjóða upp á tónleika
aftur í ár. Svona jólatónleikar eiga
hvergi betur heima en í þéttsetinni
kirkju þar sem trúarleg lög, sálmar,
aríur og samsöngsverk hljóma í há-
tíðleik og jólastemningu. Mér finnst
þessi tónlist nærandi fyrir sálina,“
segir Sigríður Ósk og bætir við að
þeir sem ekki hafi keypt sér miða
geti gert það í kvöld við innganginn.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Sígildir tónleikar við
tindrandi kertaljós
Þéttsetin kirkja er góður tónleikastaður Fjölbreytt efni
Samhljómur Hallveig Rúnarsdóttir, Ágúst Ólafsson og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngja á tónleikunum Sígildum
jólum í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Falleg jólalög, aríur og samsöngsverk ættu að gleðja hjörtu tónleikagesta.
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Stóll á snúningsfæti
í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 120.000 kr.
Sönghópurinn Elfur heldur jóla-
tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík
í kvöld kl. 20.
„Sönghópurinn er skipaður sex
atvinnusöngkonum sem spanna af-
ar vítt raddsvið. Þær flytja metn-
aðarfulla og glæsilega efnisskrá
jólalaga í formi a cappella-tónlistar
(eingöngu fyrir raddir). Á efnis-
skrá tónleikanna eru m.a. brakandi
ferskar útsetningar eftir söngkon-
urnar sjálfar,“ segir í tilkynningu.
Sönghópinn skipa sópran-
söngkonurnar Hulda Dögg
Proppé, Thelma Hrönn Sigurdórs-
dóttir og Rakel Edda Guðmunds-
dóttir og altsöngkonurnar Auður
Guðjohnsen, Lilja Dögg Gunn-
arsdóttir og Svanfríður Hlín Gunn-
arsdóttir.
Reyndar Sex atvinnusöngkonur skipa sönghópinn Elfi.
Elfur syngur jólalög
í Fríkirkjunni í kvöld
Jól í stofunni nefnast jóla-
tónleikar sem Þór Breiðfjörð
heldur í Gamla bíói í kvöld kl. 20,
fjórða árið í röð.
„Tónlistin er í anda hinnar am-
erísku söngbókar með lög sem
Bing Crosby, Frank Sinatra og
Michael Bublé hafa gert fræg. Til
viðbótar við þema tónleikanna
hefur Þór að auki, á hverju ári,
samið texta og lög sem setja mik-
inn svip á upplifun tónleika-
gesta,“ segir í tilkynningu. Þar
kemur fram að Þór muni einnig
syngja jólaperluna „Hin fyrstu
jól“ eftir Ingibjörgu Þorbergs við
enskan texta sem Ingibjörg samdi
áður en hún fékk Kristján frá
Djúpalæk til að yrkja íslenskan
texta lagsins.
Sérstakur gestur á tónleik-
unum er Hrafnhildur Ýr úr The
Voice. Hljómsveitarstjóri er Vign-
ir Þór Stefánsson, en auk hans
skipa hljómsveitina Jón Rafnsson
á kontrabassa, Þorvaldur
Halldórsson á trommur, Matthías
Stefánsson á gítar og fiðlu og
Sigurður Flosason á blást-
urshljóðfæri.
Jólin í stofunni með Þór
Ljósmynd/Mummi Lu
Þema Þór Breiðfjörð heldur jóla-
tónleika í Gamla bíói 4. árið í röð.
Söng- og tónlistarkonurnar Arn-
hildur Valgarðsdóttir, Elsa Waage,
Svava Kristín Ingólfsdóttir, Berta
Dröfn Ómarsdóttir og Íris Sveins-
dóttir skipa tónlistarhópinn Jóla-
nornir. „Við Jólanornir höfum ver-
ið í tónlistarbransanum í mörg ár
og höfum unnið tvær og þrjár sam-
an en aldrei áður fimm,“ segir Arn-
hildur um tilurð hópsins.
„Hver og ein norn hefur sinn kar-
akter og verða þær allar kynntar á
tónleikunum. Nornirnar einkennir
kraftur og frumorka, kátína, fjöl-
breytileiki og í tónlistinni fáum við
útrás fyrir galdrana,“ segir Arn-
hildur, en Jólanornirnar koma fram
á tvennum tónleikum um helgina í
Snorrabúð við Söngskólann í
Reykjavík við Snorrabraut. Fyrri
tónleikarnir verða á morgun, laug-
ardag, kl. 20 og þeir seinni á sunnu-
dag kl. 17.
Spurð um efnisskrána segir hún
þær Jólanornir flytja lög úr ramm-
íslenskum tónlistararfi. „Þarna
verða íslensk og erlend jólalög sem
flestir kannast við, einnig jóla-
ballöður og léttar jólasyrpur,“ seg-
ir Arnhildur og tekur fram að norn-
irnar hyggist einnig heilla áheyr-
endur með leikrænni túlkun og því
verði þetta sannkölluð söng-
skemmtun. Þess má geta að Jóla-
nornir verða gestir á árlegum jóla-
tónleikum Óperukórsins í Aðvent-
kirkjunni á morgun, laugardag, kl.
16. Miðar eru seldir á tix.is.
Létt og hátíðlegt með
leikrænum tilþrifum