Morgunblaðið - 15.12.2017, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017
Íþessari bók fáum við að fylgjastmeð nokkrum árum í lífi MaríuIngvarsdóttur, ungrar al-múgakonu á 18. öldinni. María
og hennar fólk heyja mörg stríðin á
þessum tæpa áratug sem bókin
spannar, enda eru þau aumir leigulið-
ar Skálholtsstóls, réttlausir þrælar yf-
irvaldsins á þeim háheilaga stað. Yf-
irvaldið heldur sínum heljartökum á
fátækum almúganum, ekki aðeins
með því að ræna hann flestu verald-
legu með einum
eða öðrum hætti,
heldur ekki síður
með því að ræna
hann stolti og sál-
arró. Og ala á
guðsótta. Mann-
skepnan hefur
löngum notað
trúarbrögð sem
valdatæki og
Skálhyltingar
voru þar engin undantekning. Allir
skjálfa af ótta í þessum stóra skugga
drottins og fá fyrir vikið aldrei
blómstrað eða skinið skært. Blessað
fólkið fær ekki einu sinni að vera í
friði með sínar eðlilegu náttúrulegu
kenndir, því er talin trú um að þær
séu af hinu illa. Það þarf jú að halda
þessu liði niðri, ókristileg hlátrasköll,
fótasláttur og tónaspil leyfast ekki.
En hún María er ekki tilbúin til að
kyngja ranglætinu orðalaust, hún
neitar að beygja sig undir ofurvald
kirkju og drykkfelldra karlfauska
sem engu eira í nafni drottins. Hún er
full af eðlilegri réttlætiskennd, frels-
isþrá og eldmóði. En ekki hentar það
hinum háu herrum að kvensniftin
María geti ekki tamið sitt óstýriláta
æði, hvað þá að hún standi uppi í
hárinu á þeim. Slíka framhleypni varð
að berja úr konum þess tíma með
grimmdarlegum ráðum. Það var aumt
hlutskipti að vera kona í þá tíð á blá-
snauðu Íslandi, sérstaklega fátæk
kona, sem karlmenn gripu eins og
hverjar aðrar skepnur og gerðu við
þær hvað sem þeim sýndist. Nauðg-
anir hærra settra í þá daga voru nán-
ast hversdagslegur viðburður, hluti af
tilvist hinna lægst settu kvenna. Það
var sífellt verið að segja konum að
hemja sig, halda kjafti og vera til friðs
á 18. öldinni, þær áttu að láta karl-
anna athafnir yfir sig ganga þegjandi
og hljóðalaust. Kannski rétt eins og
enn þann dag í dag, eins og sjá má á
því sem er bak við slagorðið „Höfum
hátt“.
Bjarna tekst að draga upp afar trú-
verðuga mynd af raunveruleika og
hversdagslífi almúgafólks á þessum
tíma, orðfærið er ríkt og skemmtilegt
og í takt við þann tíma sem sagan ger-
ist á. Hann hefur kynnt sér vel stað-
hætti og nostrað við smáatriðin í um-
hverfinu, sem gerir það að verkum að
sá heimur sem sagt er frá lifnar við.
Bjarni hefur líka nostrað við persónu-
sköpunina, sem er einstaklega vönduð
og gerir upplifunina af lestrinum
áhrifameiri. Fyrir vikið stendur okkur
ekki á sama um manneskjurnar sem
við kynnumst í sögunni, enda eru þær
ekki einsleitar, heldur margslungnar í
mannlegum ófullkomleika sínum,
raunverulegar af holdi og blóði.
Bjarni hefur skapað Maríu af mikilli
nærgætni, hlýju og skilningi. Í hennar
lund finnst ekki undirgefni, hún býr
yfir kjarki og þori, en hún á ekki
mikla möguleika, ekki frekar en dýr:
„… fannst honum María horfa reiði-
lega á eftir þeim, stappa niður fæti
eins og kind sem heldur sig geta stýrt
heiminum með því að sýna þann kjark
að horfa framan í hann.“ (bls: 246) En
María heldur sinni reisn þrátt fyrir
nánast vonlausar aðstæður, hún er
bardagakona. Og í bardagakonum
rennur heitt blóð, holdsins kenndir
koma nokkuð við sögu í þessari bók,
enda stór hluti af mannlegu eðli og
hversdagstilvistinni. Í henni Maríu
ólgar blóðið á marga lund, hún er ekki
náttúrulaus og þorir að kannast við
sínar langanir, enda lifir logi ástar
góðu lífi á milli þeirra Eiríksbakka-
hjóna, þótt flest annað sé frá þeim
tekið. Göndlar og þrútnir besefar láta
á sér kræla, en oftast ryðjast þeir
fram til að sýna yfirvaldsins ofbeldi.
Fjölbreyttar aukapersónur stíga
fram en eftirminnilegastur er Jón
skrifari, sem „barg konunni frá sturl-
un með guðleysi sínu, málgleði og
skemmtun“. (bls. 51)
En þótt sagan segi frá erfiðum tím-
um og harðri baráttu lítilmagnans er
hún síður en svo einvörðungu um
eymd og volæði, því bókin er leiftr-
andi skemmtileg, í henni er heilmikill
húmor, sérstaklega í samtölum fólks,
og þær eru margar skondnar uppá-
komurnar. Í ljótleika þess raunveru-
leika sem hún fjallar um leynist mörg
fegurðin.
Þetta er sprelllifandi saga og fróð-
leg, þar sem mannlegar tilfinningar fá
mikið pláss. Hún er djúp og hreyfir
við lesandanum. Og hún vekur okkur
til vitundar um að enn þurfum við að
standa upp og berjast gegn þeirri til-
hneigingu mannskepnunnar að kúga
og níða með valdi, ef hún kemst í þær
aðstæður.
Í skugga Skálholtsstóls
Morgunblaðið/Golli
Nostur Að mati gagnrýnanda tekst Bjarna Harðarsyni að draga upp afar trúverðuga mynd af raunveruleika og
hversdagslífi almúgafólks á 18. öldinni í sögunni af Maríu og hennar fólki.
Söguleg skáldsaga
Í skugga drottins bbbbn
Eftir Bjarna Harðarson.
266 bls. Vaka-Helgafell 2017.
KRISTÍN HEIÐA
KRISTINSDÓTTIR
BÆKUR
VIÐTAL
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Guðmundur S. Brynjólfsson hefur
gefið út sína þriðju skáldsögu og
nefnist hún Tímagarðurinn –
skáldsaga um leitina að fegurðinni.
„Þegar ég gaf út bókina mína
síðustu, Líkvöku, sögðu ýmsir að
ég væri með ljótustu og hrikaleg-
ustu bókina í jólabókaflóðinu. Þá
sagði ég í gríni að það væri ekkert
mál af því að næst myndi ég vera
með fallegustu bókina,“ segir Guð-
mundur glettinn.
„Ég lýsi Tímagarðinum fyrst og
fremst sem fallegri sögu um sorg
og það ferli að festast í sorg. En
svo er hún líka um frelsun og það
að fá augu sín til að opnast fyrir
einhverju öðru en bara depurð og
gráti.“
Svona er gangur lífsins
Aðalsöguhetjan er ungur maður
að nafni Brynjar, ístöðulaus og
leitandi eftir áfall í æsku. Þegar
hann lendir á ferðalagi með Begga
móðurbróður sínum sér hann lífið í
öðru ljósi.
„Ég myndi halda að margir
gætu sett sig í fótspor Brynjars.
Ég er djákni að mennt líka og ég
hitti fólk, jafnvel harðfullorðið,
sem er enn að syrgja eitthvað sem
var fyrir áratugum. Ég held að
margir geti líka sett sig í spor
mömmu hans. Hún er þessi harða
týpa sem hefur verið alin upp við
það að taka bara hverju sem að
höndum ber, svo hún bítur bara á
jaxlinn og veður áfram,“ útskýrir
Guðmundur.
„Á ferðalaginu er Beggi að sýna
honum að lífið sé bara svona,
svona sé gangur lífsins og öll verð-
um við að halda áfram í þessari til-
veru sama hvað á dynur.
Bati í gegnum fólk
Ég að reyna að teikna upp
punkta úr mannlífinu, sem eru
jafnvel venjulegir en svo ýki ég þá.
Þeir pikka upp Tóta sem er
rassvasaheimspekingur mikill og
stundum ekki heil brú í því sem
hann er að segja, en hann kveikir í
Brynjari og ég skynja það þannig
þegar ég er að skrifa þetta að
hann sér þennan mann sem hefur
brennt brýr að baki sér og lent í
ýmsu, og úr því að Tóti hefur gert
allt sem hann hefur gert, þá hljóti
hann sjálfur líka að eiga séns.
Þannig fær hann vissan bata.
Eins þegar hann talar við litlu
stelpuna hana Sínu. Hann er bara
15 ára þegar bróðir hans deyr og
þá á einhvern hátt stöðvast hann
kannski í þroska. Hún spyr hann
alveg stórfurðulegra spurninga, en
færir honum líka einhverja hlýju
og snertir hann meira en fólk
snertist af öðrum dags daglega.“
Óreiðukennd skrif
Stíllinn hans Guðmundar er sér-
stakur, en þar blandast hefðbundið
skáldsagnaform saman við prósa-
ljóð og örkafla.
„Þessi stíll hefur fylgt mér. Ég
hef oft sagt það meira í gríni en í
alvöru að mér leiðist langir kaflar.
Þegar gagnrýnendur hafa verið
að segja að ég sé öðruvísi, með
minn eigin stíl, held ég að þeir eigi
við þetta.
Það kemur bara eðlilega hjá mér
að skrifa á þennan hátt, kannski af
því að ég skrifa oft óreiðukennt og
þarf að raða köflunum upp og þá
fer ég að gera þetta af hálfgerðri
fagurfræði að hafa eitthvað ákveð-
ið jafnt á milli þeirra og mynda
þannig heild sem virkar,“ segir
Guðmundur S. Brynjólfsson, rit-
höfundur og djákni.
Falleg saga um sorg
Morgunblaðið/RAX
Frelsun Guðmundur S. Brynjólfsson
lýsir bók sinni sem fallegri sögu um
sorg og það ferli að festast í sorg.
Í Tímagarðinum
fer fram leit að feg-
urðinni, hamingj-
unni og kannski
ekki síst sjálfinu