Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 39

Morgunblaðið - 15.12.2017, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2017 Spurningin um sýnd og reyndgegnir lykilhlutverki í nýj-ustu uppfærslu sviðs-listahópsins Sóma þjóðar sem frumsýnd var í Tjarnarbíói fyrr í þessum mánuði. SOL sem höfund- arnir, Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson, segjast byggja á raun- verulegri ástarsögu úr samtímanum fjallar um samskipti á tölvuöld. Sag- an hverfist um hinn félagsfælna Davíð (Hilmir Jensson) sem lifir og hrærist í heimi tölvuleikja og spjall- rása. Hann forðast eftir fremsta megni að fara út úr húsi og lætur til að mynda senda sér mat og aðrar nauðsynjavörur heim. Haukur (Kolbeinn Arnbjörnsson), vinur Davíðs, reynir árangurslaust að draga hann með sér á djammið – enda sannfærður um að áfengi og skyndikynni veiti lífsfyllinguna sem vantar. Hann varar Davíð við að lifa eingöngu í heimi tölvutækninnar þar sem ómögulegt er að vita hvort aðrir leikmenn séu í reynd það sem þeir segjast vera. Davíð gagnrýnir á móti vin sinn fyrir að taka virkan þátt í þeirri ímyndarsköpun sem viðgengst á samfélagsmiðlum þar sem við reynum flest – ef ekki öll – að draga upp fegraða mynd af sjálf- um okkur og lifa lífinu samkvæmt forskrift annarra um hvað teljist við hæfi, smart eða rétt. Í einum netleikjanna sem Davíð spilar kynnist hann Sol (Salóme Rannveig Gunnarsdóttir) sem unnið hefur sér það til frægðar að vera stigahæsti spilari leiksins og nokk- urs konar leiðtogi. Netspjall þeirra leiðir til þess að þau hittast í raun- heimum og þá kemur ýmislegt á óvart, en ekki má gefa of mikið upp til að skemma ekki fyrir væntan- legum áhorfendum. Fléttan er haganlega saman sett hjá Hilmi og Tryggva, sem einnig leikstýrir sýningunni af miklu ör- yggi og hannar búninga sem vísa með góðum hætti í annars vegar leikjaheiminn og hins vegar sam- tímann. Dregnar eru upp for- vitnilegar hliðstæður milli raun- veruleikans og sýndarheima og áhugaverðra spurninga spurt um hvar og hvernig raunveruleg nánd í samskiptum geti þróast. Óhætt hefði verið að þétta fyrri hluta verksins örlítið betur og hléið klippti framvinduna óþarflega mikið í sundur, en að öðru leyti var upp- byggingin fín og höfundar héldu sig réttum megin við melódramað sem daðrað er við í seinni hlutanum. Í nýlegu blaðaviðtali lýsti leik- stjórinn sýningunni sem óð til tölvu- leikja og möguleika þeirra á sama tíma og hún væri rannsókn á hætt- unum sem þar fælust. Þrátt fyrir að draga fram dökka mynd af hættum tölvuleikjafíknar falla aðstandendur aldrei í þá gryfju að predika yfir áhorfendum um skaðsemi tölvu- leikja og fá þeir hrós fyrir það. Af viðbrögðum yngri áhorfenda í saln- um leyndi sér heldur ekki hversu vel aðstandendur voru að sér í heimi tölvuleikja og málfari spilara. Und- irrituð skemmti sér konunglega yfir rafrænni útfærslu á krullu í með- förum vinanna Davíðs og Hauks og andaskotleikurinn var dásamlega gamaldags. Þegar kom að yngri tölvuleikjum verksins var umhugs- unarvert hversu fyrirferðarmiklir mannskæðir bardagar og limlest- ingar voru, en undirrituð þekkir heim tölvuleikja ekki nógu vel til að átta sig á því hvort slík þemu tröll- ríði tölvuleikjum samtímans. Hljóð- og myndheimur Valdimars Jóhannssonar var vel útfærður í tölvuleikjunum, en hljóðstyrkurinn óþarflega mikill á köflum. Lýsing Hafliða Emils Barðasonar í sam- vinnu við Valdimar undirstrikaði vel skilin milli heima. Leikmynd Tryggva Gunnars- sonar og Valdimars Jóhannssonar er snjöll í einfaldleika sínum og þjónar uppfærslunni afar vel. Hvít- ur bakveggur nýtist sem skjár í sýndarheiminum, en þess á milli er hann hífður niður og breytist þá í gólfið í vistarverum annars vegar Davíðs og hins vegar Solar í raun- heimum þar sem einfaldur húsbún- aður og vel valdir leikmunir segja býsna mikið um persónur verksins og kringumstæður. Sjónrænt eru skilin milli heima mjög skýr sem leikstjórinn vinnur markvisst með þannig að áhorfendur þurfi ekki að velkjast í vafa um hvenær senur fara fram í sýndarheimum og hve- nær í raunheimum. Á þessu eru reyndar tvær undantekningar, sem komu svolítið spánskt fyrir sjónir án þess þó að trufla um of. Samleikur Hilmis, Kolbeins og Salóme er afar góður. Kolbeinn dregur upp skemmtilega mynd af manni sem rembist eins og rjúpan við staurinn að falla að stöðlum samfélagsins. Hilmir er trúverðugur sem félagsfælni tölvunördinn sem kynnist óvænt ástinni sem breytir honum til frambúðar. Salóme er töffaramennskan uppmáluð í sýnd- arveruleikanum, en sýnir á sér brot- hættari hliðar í raunheimum. Hjart- að í sýningunni er ástarsamband Davíðs og Solar sem útfært er með áhrifaríkum hætti í fallegum dansi úr smiðju Sigríðar Soffíu Níels- dóttur. Sá dans kallast með tákn- rænum hætti á við stríðsdansinn sem þau hafa áður stigið í sýndar- veruleikanum. Snarpar, harðar og taktfastar hreyfingar stríðsdansins hafa vikið fyrir mýkt og húmor ást- arinnar. Sóma þjóðar tekst með SOL að velta upp áhugaverðum spurningum um einmanaleikann, hvar og hvern- ig nánd geti skapast og muninn á sýnd og reynd án þess endilega að ætla sér að veita áhorfendum öll svörin. SOL er glúrin og ljúfsár sýning sem óhætt er að mæla með, líka fyrir þá sem lítinn eða engan áhuga hafa á heimi tölvuleikja. Um sýnd og reynd í ólíkum heimum Ljósmynd/Hörður Sveinsson Stríðsleikur „Samleikur Hilmis, Kolbeins og Salóme er afar góður,“ segir í rýni um leiksýninguna SOL. Tjarnarbíó SOL bbbbn Eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunn- arsson. Leikstjórn Tryggvi Gunnarsson. Hreyfihönnuður: Sigríður Soffía Níels- dóttir. Leikmynd: Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson. Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason og Valdimar Jóhannsson. Búningar: Tryggvi Gunn- arsson. Hljóð- og myndheimur: Valdi- mar Jóhannsson. Leikarar: Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Hilmir Jensson og Kolbeinn Arnbjörnsson. Sómi þjóðar frumsýndi í Tjarnarbíói 1. desember 2017, en rýnt í aðra sýningu 8. desem- ber 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „G-in þrjú, gleði, gospel og góð- mennska munu ráða ríkjum á jóla- tónleikum Gospelkórs Jóns Vídalíns á sunnudaginn kl. 20.00,“ segir Dísa Sigurðardóttir ein af kórfélögunum. Hún segir Davíð Sigurgeirsson kór- stjóra hafa átt hugmyndina að því að halda styrktartónleika og öll inn- koma á tónleikunum renni til innan- landsaðstoðar Hjálparstarfs kirkj- unnar. „Það eru margir sem þurfa aðstoð fyrir jólin og það er mikilvægt að láta gott af sér leiða. Við höfum alltaf haft frítt inn á vor- og jólatónleikana en ákváðum í ár að leggja okkar af mörkum til þess að hjálpa öðrum að halda jól.“ Gospelkór Jóns Vídalíns er sam- starfsverkefni Vídalínskirkju og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kór- inn stofnaði séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir fyrir 11 árum og er verkefnis- stýra hans en stjórnandi er Davíð Sigurgeirsson. Dísa sem sungið hefur með kórn- um í fjögur ár segir að það séu inn- tökupróf í kórinn og lágmarksaldur 16 ár. Hún segir að sumir kórfélagar sem byrjuðu 16 ára séu enn í kórnum 11 árum síðar. „Við tökum sérstaklega við krökk- um úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar og þau geta fengið einingar fyrir þátttöku í kórnum. Það eru allir vel- komnir í kórinn frá 16 ára aldri fram undir 35 ára, “ segir Dísa og bætir við að það endi með því að stofnaður verði fullorðins gospelkór. Ókeypis tónlistarmenntun Að sögn Dísu syngja á milli 25 og 30 manns með kórnum. Endurnýjun sé mikil og treyst sé á framhalds- skólakrakkana. „Það að syngja í kór er ókeypis tónlistarmenntun, góð raddþjálfun, þjálfun fyrir tóneyrað og við lærum að lesa nótur. Davíð á það til að breyta útsetningum sem við erum búin að æfa, það er krefjandi en skemmtilegt.“ Dísa segir að kórfélagar þjálfist í samskiptum, læri að vinna með öðr- um og kórinn sé eins og önnur fjöl- skylda. Hún segir að þegar kórinn komst í úrslit í Kórum Íslands hafi hún hitt kórinn jafn mikið og fjöl- skylduna sína. Það er nokkur aldursmunur á yngstu og elstu kórfélögunum að sögn Dísu. „Við lærum mikið af þeim yngstu sem koma með mikla orku inn í kór- inn. Við sem eldri erum getum miðlað þeim yngri þekkingu okkar. Með yngra fólkinu koma alveg ótrúlega flottir einsöngvarar. Þrír af kór- félögum hafa komist í úrslitin í The Voice,“ segir Dísa og bætir við að all- ir sem áhuga og getu hafi fái tæki- færi á að syngja einsöng. Þeir þurfi bara að láta Davíð vita og hann finni handa þeim rétta lagið. „Þau þora að gera hlutina“ Dísa segir góðan móral í kórnum, æfingar séu einu sinni í viku og oftar þegar mikið standi til. „Það kom margt nýtt fólk í kórinn rétt fyrir keppnina og keppnin hristi hópinn saman. Nýjar útsetningar og atriðin í kringum lögin voru mikil æf- ing í samhæfingu þar sem við sung- um og dönsuðum á sama tíma. Davíð kórstjóri tekur í sama streng og bætir við að kórinn hafi nýtt keppnina sem stökkpall til þess að vaxa og gera eitthvað nýtt. „Við erum bókuð í Eldborg eftir áramót og syngjum þar á tónleikum til heiðurs George Michael. Svo er margt annað spennandi framundan sem ekki má segja frá,“ segir Davíð Hann bætir við að kórinn hafi fengið liðsauka í haust þegar Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir bættist í hópinn sem raddþjálfari kórsins. Davíð er mjög ánægður með gospelkór Jóns Vídalíns. „Málið með þennan kór og það sem gerir hann svo sérstakan er að þau þora að gera hlutina, búa til sýningar og fara alla leið í gleðinni. Þessi kór er samsettur af mörgum einsöngv- urum sem þar af leiðandi mynda sterkan samhljóm.,“ segir Davíð. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri á tónleikana í Vídalínskirkju. Þrjú G, hjá gospelkór Jóns Vídalíns Gleðigjafar Gospelkór Jóns Vídalíns ásamt kórstjóranum Davíð Sigurgeirssyni. Gleði, þor og kraftur einkennir kórinn sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir stofnaði fyrir 11 árum og hann keppti í úrslitum í Kórum Íslands.  Hjálpa öðrum að halda jól  Kórakeppnin stökkpallur til vaxtar  Fullt af einsöngvurum sem mynda sterkan samhljóm  Samstarf Vídalínskirkju og Fjölbrautaskólans í Garðabæ  Þau þora

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.