Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 2

Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Útgáfufélag Árvakur hf. Morgunblaðið, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal Höfundar Ben Affleck, Agnes Bragadóttir, Madeleine Albright, Ayaan Hirsi Ali, Árni Matthíasson, Bjarni Benediktsson, Bragi Valdimar Skúlason, Bill Clinton, Roger Cohen, Richard Dawkins, James Dyson, Gerður Kristný, Jane Goodall, Mohsin Hamid, Daniel Humm, Katrín Jakobsdóttir, Kristinn R. Þórisson, Hari Kunzru, Dalai Lama, Justin Yifu Lin, Oscar Murillo, Bill Nye, Orri Páll Ormarsson, Orhan Pamuk, Vicente Fox Quesada, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Kyung-Sook Shin, Sigurður Nordal, Silja Björk Huldudóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Víðir Sigurðsson og Laurence Tubiana. Þýðingar Karl Blöndal og Kristján Jónsson. Forsíðumynd Ragnar Axelsson. Hágöngur í dögun í desember, hluti af myndafrásögn á bls. 68-73. Þótt blikur sæjust á lofti malaði vél íslensks efnahagslífs áfram á öllum strokkum. Öllu meiri sviptingar voru í pólitíkinni. Á sviði alþjóðamála mátti vart þverfóta fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta þótt tilefni umfjöll- unar væru ekki alltaf jafn ærin. Í Tíma- mótum er fjallað um stöðu mála í heiminum af þekkingu og yfirsýn. Tímamót eru sérblað Morgunblaðsins í samvinnu við The New York Times News Service & Syndicate. Kosningar eru að verða árlegt brauð á Íslandi. Kosið var í október og rúmum mánuði síðar var komin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Spurningin er hvort nú sé komin á ró í pólitíkinni. 4 Morgunblaðið/Eggert Kosið enn á ný Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innlendar og erlendar fréttaljósmyndir Edu Bayer/The New York Times 28-35 Leikhúsárið 2017 verður ekki greint án þess að taka með í reikninginn samfélagsbyltinguna, sem fór fram undir merkj- um #metoo. Kynin leikstýrðu nánast til jafns, en í hópi leik- skálda hallaði á konur. Mikið var af íslenskum verkum. 74 Ljósmynd/Grímur Bjarnason Mörg íslensk verk Við virðumst vera að gera okkar eigin jörð óbyggilega fyrir milljarða af eigin tegund, að ónefndum tugum annarra tegunda í útrýmingarhættu. Myndum við breyta viðhorfum okkar fengjum við merki að utan? 48 NASA/Nasa fyrir milligöngu Getty Images Kæmi merki að utan … Höfundar þriggja listaverka, sem settu svip sinn á árið 2017, segja frá þeim. Tveir þeirra skoða lífríkið með því að setja hluti í framandi umhverfi og koma þeim fyrir á hafsbotni. Sá þriðji fjallar um stríð og eyðileggingu fyrr og nú í verki, sem skírskotar til borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og loftárás- anna á Dresden í síðari heimsstyrjöld. 66-67 AMKK Linsa listamannsins Donald Trump lítur svo á að heimurinn sé tilbúinn til að hrist verði upp í honum og veðjar öllu sínu á það. Glundroði er örvandi en getur dunið á með ósköpum. Laganna vörður skoðar gögn um innflytjanda áður en ráðist er í aðgerð. 12 Melissa Lyttle fyrir The New York Times Ár klofnings Innlent og erlent skop 36-45 Á árinu sem er að líða ákváðu konur að hætta að þegja og þola og efndu til #metoo-byltingarinnar, sem varð til þess að hver stjarnan hrapaði af annarri. Byltingin hófst vestan hafs og náði fljótt hingað til lands. 76 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlustum á konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.