Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 16

Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 16
G U N N A R JÚ L A R T Þegar ég fyrst heimsótti austurhluta Kongó árið 2006 var erfitt að átta sig á hvernig nokk- ur maður gæti verið vongóður um framtíð svæðisins. Stutt var frá því að Kongóbúar höfðu gengið í gegnum áratug einhvers mesta ofbeldis í heiminum frá lokum síðari heims- styrjaldar. Rúmlega 3,5 milljónir manna létu lífið vegna átakanna, að því er talið er. Þjóðar- morðið í grannríkinu Rúanda hafði leitt til þess að yfir ein milljón flóttamanna hafði leitað á þetta svæði, þeirra á meðal vopnaðir vígamenn sem lagt höfðu á flótta. Koma vígamannanna og tæp staða ríkisvaldsins, sem næstum hrundi, leiddi til átaka sem drógust á langinn. Almennir borgarar lentu í eldlínunni og leiddi það til þess að margir voru á vergangi og þjáðust. Ég varð þó brátt var við kappsfulla bjartsýni næstum allra sem ég hitti. Bæði í einkageiran- um og hinum opinbera er að finna merkilega leiðtoga sem reyna að veita menntun, heil- brigðisþjónustu, lagalega þjónustu og fleira – kongóskar konur og karla, sem voru að endur- reisa land sitt þrátt fyrir gríðarlega óvissu. Árið 2009 stofnuðum kaupsýslukonan og fé- lagsfrömuðurinn Whitney Williams og ég Austur-Kongó frumkvæðið til þess að styðja leiðtoga í grasrótinni og styðja málstað Kongó. Einn fyrsti styrkþeginn okkar var AFEM, samtök Chouchous Namegabes, fyrsta út- varpsstöðin í Austur-Kongó, sem konur eiga og reka. Við fórum í samstarf með dr. Denis Mukvege sem í fyrra var (aftur) einn þeirra sem komu til greina við veitingu friðarverð- launa Nóbels fyrir hetjuleg störf hans við að hlúa að þúsundum fórnarlamba nauðgunar. Panzi-sjúkrahúsið hans veitir konum einnig lagalega aðstoð til að knýja fram réttlæti gegn þeim sem brotið hafa gegn þeim. Rödd barnanna nefnast samtök sem Christine Musa- idzi stofnaði og eru með höfuðstöðvar í Goma, höfuðstað svæðisins. Þau hafa veitt þúsundum námfúsra barna tækifæri til að ganga mennta- veginn og leika sér í öruggu umhverfi. Þessi framþróun ein og sér dugar hins vegar skammt til að hjálpa 80 milljóna manna þjóð að ná sér eftir tvo áratugi átaka. Hvað með störf? Fæstir vita að Kongó var einn helsti kaffi- framleiðandi heims áður en stríð og sjúkdómar þurrkuðu út 90% uppskerunnar. Á áttunda áratugunum blómstraði landbúnaður í Kongó. Ímyndið ykkur hvernig færi ef Spánverjar misstu 90% framleiðslu sinnar á ólívuolíu eða Flórída 90% sítrusávaxtauppskerunnar. Ár óvissu og óstöðugleika ásamt lélegri meðferð á landi og faraldri lamandi svepps áttu þátt í að rústa kaffi- og kakórækt, sem áður hafði verið með miklum blóma. Kongóbúar eru bjartsýnir vegna þess að land þeirra, sem er á stærð við Vestur-Evrópu, býr yfir nægu ræktanlegu landi til að fæða vaxandi íbúafjölda Afríku. Þótt flestir íbúar í sveitum búi við fátækt eru grunnstoðir fyrir hendi: jarðvegur, nægar rigningar og það sem mestu skiptir: samfélög bænda sem allt gera til að sjá fjölskyldum sín- um farborða. Þar við bætist að eftirspurn í heiminum eftir gæðakaffi fer hraðvaxandi. Kaffibændur í Kongó eru í aðstöðu til að nýta sér þennan vaxandi markað sem er metinn á 30 milljarða dollara (rúmlega 3.100 milljarða króna) í Bandaríkjunum einum. Í maí á þessu ári á leiðinni aftur til Goma var ég á kaffihúsinu Starbucks á flugvellinum í Los Angeles þegar ég veitti athygli litlum merki- miða, sem á stóð „Kongó“. Þetta var kawa kabuya, kaffi frá Kongó, meðal hinna sérvöldu kaffitegunda Starbucks. Starbucks er ekki eina fyrirtækið, sem hefur áttað sig á landbúnaðarmöguleikum Kongó. Nú er kakó frá Kongó í öllum súkkulaðistykkj- um framleiðandans Theo Chocolate í Seattle. Vörur frá Kongó eru í stærstu verslunum heims. Enn er mikið verk óunnið. Meðan á stríðinu stóð var ótölulegur fjöldi kvenna og ungra stúlkna beittur kynferðislegu ofbeldi og mis- notkun. Oft eru þær brennimerktar fyrir vikið og verða fyrir enn frekari misbeitingu. Þegar börnin mín þrjú sitja hjá mér á meðan ég er að pakka fyrir þessar ferðir veit ég að værum við fjölskylda frá Kongó væri næsta öruggt að eitt þeirra hefði ekki lifað fimm ára afmælið sitt. Þrátt fyrir ágreining og pólitískan óstöðugleika eftir einhverjar mestu blóðsúthellingar frá lokum síðari heimsstyrjaldar sjá menn tækifæri í því hve mikið er af ræktanlegu landi í Kongó og mikilli eftirspurn eftir gæðakaffi. BEN AFFLECK er leikari, kvikmyndagerðarmaður og stofnandi Austur-Kongó frumkvæðisins (The Eastern Congo Initiative). ESB OG BANDARÍKIN GRÍPA TIL REFSIAÐGERÐA VEGNA MANNRÉTTINDABROTA Í LÝÐVELDINU KONGÓ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Óviss en ekki vonlaus staða í Kongó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.