Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Yfirlýsing Donalds Trumps Bandaríkjaforseta 1. júní 2017 um að hann ætlaði að segja Banda- ríkin frá Parísarsamkomulaginu frá 2015 um loftslagsbreytingar, sem ég átti þátt í að móta, var skoðuð sem hvatning til þjóðernishyggju. Var þar vísað til orða hans um að hann hefði verið „kjörinn til að vera fulltrúi íbúa Pitts- burgh, ekki Parísar“. 75% íbúa Pittsburgh kusu hins vegar Hillary Clinton, sem var hlynnt samkomulag- inu, og síðan þá hafa borgarstjórar Pittsburgh og Parísar í sameiningu lýst yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið í því sameiginlega markmiði að vinna að hreinni og öruggari heimi. Eftir því sem stjórnvöld heima í héraði átta sig á því hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á heilsu og vellíðan borgaranna hafa þeir grip- ið til áþreifanlegra aðgerða á borð við að marka tímamót í kröfum um gæði lofts með því að banna dísilbíla eða sprengjuhreyfla og setja upp kerfi til að nýta endurnýjanlega orku. Þessa mátti sjá stað innan nokkurra daga eftir tilkynningu Trumps þegar bandarískir ríkisstjórar, borgarstjórar, fyrirtæki, háskólar og fleiri sendu frá sér yfirlýsingu, „Við erum enn með“, og skuldbundu sig til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Ásetn- ingur rúmlega 2.500 þannig leiðtoga hefur nú tekið á sig formlega mynd í átakinu „Skuld- binding Bandaríkjanna“. Þar er unnið að því að efna þessi loforð. Þetta er óvenjulegur og frumlegur leikur: borgarar taka að sér að framkvæma alþjóðlegt samkomulag, skuld- bindingu af hálfu stjórnvalda, og gera sig þar með gildandi sem ábyrgir gerendur í hinu al- þjóðlega samfélagi. Í einkageiranum sjá menn að þetta er fram- tíðin og fjárfesta samkvæmt því: Í bílaiðn- aðinum er gríðarleg samkeppni í kapphlaupinu um að skipta yfir í rafbíla á meðan fjárfestar í einkageiranum eru tregir til að fjárfesta í nýj- um kolaknúnum orkuverum. Átökin um loftslagsbreytingar á G20 fund- inum á þessu ári sýndu greinilega vaxandi ein- angrun Trumps. Þrátt fyrir misheppnaða til- raun Bandaríkjanna til að búa til bandalag í þágu jarðefnaeldsneytis, þar á meðal heim- sókn til Póllands fyrir fundinn og ákall til efa- semdarmanna í loftslagsmálum, iðulega í gegnum félagsvefi og pressuna lengst til hægri og tilraun til að jafna aðgerðum í loftslags- málum við ágreining milli yfirstétta heimsins og venjulegs fólks, endurstaðfestu leiðtogar hinna ríkjanna 19 skuldbindingu sína við Parísarsamkomulagið og skildu Bandaríkin eftir úti í kuldanum. Fullyrðing Trumps um að ákvörðun sín muni hjálpa bandarísku efnahagslífi stenst ekki. Ef aðeins er litið til framleiðslu raf- magns, sviðs sem tekur örum breytingum, eru tvöfalt fleiri Bandaríkjamenn í störfum sem tengjast sólarorku en jarðefnaeldsneyti. Mikill niðurskurður á alríkisstyrkjum til rannsókna mun skaða samkeppnishæfni landsins. Við lifum einnig á tímum sem öfgaviðburðir í veðri verða tíðari. Árlega brestur á óveður, sem aðeins ætti að ríða yfir á 500 ára fresti og hvert ár er það heitasta frá upphafi mælinga. Fellibylurinn Harvey, sem tók land í suð- austurhluta Texas, mun teljast til dýrustu náttúruhamfara í sögu Bandaríkjanna. Talið er að tjónið nemi 190 milljörðum Bandaríkja- dollara (19.777 milljarða króna) og gæti því orðið meira en samanlagt tjónið af fellibylj- unum Katrínu 2005 og Sandy 2012. Loftslagsbreytingar hafa það sem kalla má margfeldisáhrif þegar kemur að ógn og ýta bæði undir óstöðugleika og leiða til aukinna áhrifa. Þurrkar og uppblástur leiða til hungursneyðar og deilna um vatn, sem magn- ar upp svæðisbundinn ágreining og verður til að fólk flosnar upp og lendir á vergangi. Lofts- lagsbreytingar áttu þátt í því hvað þurrkarnir í Sýrlandi milli 2007 og 2010 voru þungbærir og rannsakendur hafa komist að því að þurrkar áttu stóran þátt í að valda borgarastríðinu, sem nú hefur leitt til alvarlegasta neyðar- ástands sem heimurinn glímir við um þessar mundir. Þegar allt er tekið hafa, að talið er, 203 milljónir manna lent á vergangi vegna náttúruhamfara á árunum 2008 til 2015. Þótt Trump hafi ákveðið að hunsa raunveru- leikann á stjórnstigi alríkisins hafa leiðtogar á lægri stjórnstigum og heima í héraði ásamt leiðtogum í viðskiptum og þjóðlífi gripið til að- gerða sem eiga sér ekki fordæmi. Frekari umræða um að Bandaríkin hafi dregið sig út úr samkomulaginu mun aðeins valda hættulegri og kostnaðarsamri truflun frá því starfi sem fyrir okkur liggur. Við getum ekki látið það gerast. Það er augljós þörf á for- ustu til að efla samstöðuna um Parísarsam- komulagið, sem enn er traust. Við skulum einbeita okkur að því að auka hraðann og fara lengra, þannig að hámarki út- blásturs verði náð 2020 og núlli verði náð nettó fyrir lok aldarinnar. Víða blasa enn við knýj- andi spurningar um að draga úr kolefnislosun í orkuframleiðslu og iðnaði. Evrópa þarf að standa sig betur heima fyrir og, undir forustu Frakklands og Þýskalands, að ýta undir þátt- töku Kínverja og Indverja og hvetja þá til að setja sér metnaðarfyllri markmið. Alþjóðlega hreyfingin, sem stofnuð var á grunni yfirlýsinganna í Parísarsamkomulag- inu, snýst um hagsmuni fólks, borgaranna, væntingar í efnahagsmálum og tæknilega framþróun. Það er ekki lagalegt skjal tækni- krata og snýst heldur ekki um að snúa baki við fullveldi þjóða. Við erum að vinna að sýn sem við deilum um sameiginlega framtíð með það að markmiði að vernda plánetuna fyrir alla. © Laurence Tubiana. Á vegum The New York Times Syndicate. Gríðarlegir eldar geisuðu í norðurhluta Kaliforníu í októ- ber. 43 menn létu lífið og 8.900 mannvirki eyðilögðust, að sögn yrifvalda í ríkinu. Vís- indamenn hafa tengt aukna tíðni elda í vesturhluta Banda- ríkjanna og alvarleika elds- voðanna miðað við níunda áratuginn við hærra hitastig vegna loftslagsbreytinga. Josh Edelson/Agence France-Presse — Getty Images Brendan Smialowski/Agence France-Presse — Getty Images Skuldbinding fólksins um að berjast gegn loftslagsbreytingum Þegar forseti Bandaríkjanna brást í forystuhlutverkinu vegna loftslagsbreytinga hljóp bandaríska þjóðin í skarðið. LAURENCE TUBIANA er forstjóri Evrópsku loftslagsstofnunarinnar og pró- fessor við Sciences Po í París. Hún var skipuð sendi- herra Frakka í Kaupmannahafnarráðstefnunni um loftslagsbreytingar 2015 og var einn helsti höfundur tímamótasamkomulagsins, sem kennt er við París. Í einkageiranum sjá menn að þetta er framtíðin og fjárfesta samkvæmt því: Í bílaiðnaðinum er gríðarleg samkeppni í kapphlaupinu um að skipta yfir í rafbíla á meðan fjárfestar í einkageiranum eru tregir til að fjár- festa í nýjum kolaknúnum orkuverum. BANDARÍKIN TILKYNNA AÐ ÞAU DRAGI SIG ÚR PARÍSARSAMKOMULAGINU UM LOFTSLAGSMÁL ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Maður víkur sér undan öldu í Houston. Felli- bylurinn Harvey æddi yfir Mexikóflóa og tók land í suðvesturhluta Texas. Honum fylgdi metrigning og rúmlega milljón manna var á vergangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.