Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Stúdentar í höfuðborg Suður-Kóreu kynna sér hvernig nota á gasgrímur ef gerð verður árás. Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu 26. apríl að sett yrði upp bandarískt eldflaugavarnar- kerfi til að eyða eldflaugum óvinarins í lofti. Moon Jae-in var kjörinn forseti Suður-Kóreu meðal annars vegna fyrirheita um að stuðla að friði við Norður-Kóreu. Fjöldi eldflaugatil- rauna Norður-Kóreumanna mánuðina eftir kosningarnar ýtti hins vegar undir óvissu og aukinn viðbúnað. Lam Yik Fei/The New York Times Ótti við nágrannann í norðri Nýtt friðarsamkomulag milli ríkis- stjórnar Kólumbíu og skæruliða- samtakanna FARC (Vopnaðar bylt- ingarsveitir Kólumbíu) var undirritað í nóvember 2016. Uppreisnarmenn FARC hafa síðan verið að afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín og á að bræða byssurnar og gera úr þeim minnisvarða. Samkomulagið kemur í kjölfarið á átökum, sem staðið hafa í 52 ár og eru lengsta stríð í Vestur- heimi. Þjóðvarðliðar og glæpahringir hafa komið sér fyrir þar sem FARC var með yfirráð til að yfirtaka ræktina á kókalaufum, sem eru helsta hráefn- ið í kókaíni. Þeir hafa ekki hikað við að ráða af dögum aðgerðarsinna, stjórnmálamenn og aðra leiðtoga á staðnum. Federico Rios Escobar/The New York Times FARC afvopn- ast en friður- inn í Kólumbíu reynist ban- vænn Mannskæðasti skjálfti ársins 2017 reið yfir Írak og Íran 12. nóvember. Að minnsta kosti 538 manns létu lífið og þúsundir slösuðust í skjálftanum, sem mældist 7,3 á Richter og fannst alla leið til Arabísku furstadæmanna. Þótt upptök skjálftans væru á landamærum Íraks og Írans var manntjónið mest í Íran. Reiðir Íranar röktu það til spillingar hjá því stjórnvaldi, sem ber ábyrgð á umsjón og eftirliti með byggingaframkvæmdum. Í þorpinu Qare Bolagh söfnuðust þeir sem lifðu skjálftann af saman við varðeld. Arash Khamooshi/The New York Times Jarðskjálfti í Írak og Íran Adam Dean/The New York Times Morð á Róhingjum í Búrma gætu verið þjóðarmorð Flóttamenn úr röðum Róhingja elda kvöldmat við sólarlag. Rúmlega 620 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Búrma til Bangladess eftir að öryggissveitir í Búrma létu til skarar skríða gegn þeim seint í ágúst. Í desember sagði yfirmaður málefna flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum að dráp af handahófi, nauðganir og eyðilegging á samfélögum Róhingja gæti flokkast undir þjóðarmorð. Búrma og Bangladess gerðu í nóvember samkomulag sem gæti orðið til þess að gera Róhingjum, sem flúðu, kleift að snúa aftur, en mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af öryggi flóttamanna ákveði þeir að gera það. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stendur í hópi félaga í Réttlætis- og þróun- arflokknum á fundi í Ankara 1. júlí. Tyrkir settu tíu baráttumenn fyrir mannréttindum, sem tóku þátt í vinnustofu í Istanbúl, í varð- hald 5. júlí. Í júní hafði formaður mannrétt- indasamtakanna Amnesty International i Tyrklandi verið handtekinn. Að minnsta kosti einn í hópnum, Peter Steudtner, sem er þýskur ríkisborgari, á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverk. Þrátt fyrir hótun Þjóðverja, sem eru mikilvæg viðskiptaþjóð fyrir Tyrki, um efnahagslegar refsiaðgerðir kynti Erdog- an undir frekari gagnrýni með því að halda fram að Þjóðverjar veittu hryðjuverkamönn- um liðsinni, þar á meðal stuðningsmönnum klerksins Fethullahs Gulens. Erdogan sakar Gulen um að hafa verið að baki misheppn- aða valdaráninu 2016. Við vitnaleiðslur í október var öllum sleppt nema einum þeirra, sem hnepptir voru í fangelsi, en málinu er ekki lokið. Togstreita milli Tyrklands og Þýskalands FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.