Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 48

Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017 Því oftar sem við störum út í himinhvolfið því meira grunar okkur að einhver þar sé að stara á móti, á okkur. Möguleikinn varð enn meira spennandi fyrr á þessu ári þegar al- þjóðlegur hópur stjörnufræðinga uppgötvaði minnst þrjár plánetur í stjörnukerfinu Trapp- ist-1, en það er ekki langt frá okkur, sem gætu hýst líf. Ef við uppgötvuðum líf í annarri veröld myndi það breyta okkar. Það myndi breyta í grundvallaratriðum því hvernig okkur finnst að vera lifandi vera í alheiminum. Og eins og alltaf virðist vera reyndin um uppgötvanir í stjörnufræði myndi það auka okkur auðmýkt. Þú þekkir sennilega nokkur fræg dæmi. Kópernikus sýndi að jörðin og nokkrar aðr- ar sjáanlegar plánetur snúast umhverfis sólina, sólin snýst ekki umhverfis jörðina. Galileo sýndi að máninn er þakinn gríð- arlegum fjallstindum og dölum. Stjörnu- fræðingar um allan heim hafa sýnt fram á að sólin, stjarnan sem gefur okkur líf, er ekki neitt furðufyrirbæri; hún er ein af milljörðum stjarna. Jafnvel Vetrarbrautin okkar er varla einstök, til eru líka millj- arðar af stjörnuþokum. Ímyndið ykkur bara að finna plánetu með þægilegum yfirborðshita og andrúmslofti með verulegri vatnsgufu og ekki síst metani, aðal- þættinum í náttúrugasi. Þótt það séu að nafn- inu til fleiri en leið til að framleiða náttúrugas verður megnið af því náttúrugasi og lífrænum sameindum sem við notum til með náttúru- legum ferlum lífvera. Við erum að tala um ör- verur, annaðhvort þær sem lifa í sjó eða mýr- lendi eða þær sem lifa innan í verum eins og okkur. En hvert beinum við sjónum okkar ef við viljum finna örverur? Eða enn betur, hvernig leitum við? Rökrétt upphaf myndi vera að leita að reikistjörnu sem ekki er allt of ólík okkar jörð. Það sem skilur jörðina frá öllum öðrum plánetum sem við þekkjum vel – Merkúr, Venusi, Mars, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi – er fjarlægð hennar frá sólinni sem gerir jörðinni kleift að vera með rennandi vatn. Loftþrýstingurinn er hæfilegur og yfirborðshitinn líka, milli frost- og suðuhita vatns er hann frá 0 í 100 gráður á Celsius (eða 32-212 ef mælt er í þessum undarlegu Fahrenheit-gráðum). Vísindamennirnir sem fundu Trappist-1- sólkerfið voru einmitt að leita að slíkum að- stæðum og þeir fundu ekki eina heldur sjö plánetur, allt plánetur sem snerust umhverfis sól. Þrjár þeirra virtust vera þess eðlis að þar gæti vel verið rennandi vatn á yfirborðinu. Á næstu mánuðum og árum munu stjörnu- fræðingar endurbæta enn leitaraðferðirnar, þeir vona að hægt verði að finna að lokum gögn sem myndu segja okkur hvort það sé vatnsgufa í andrúmslofti þessara fjarlægu reikistjarna og rennandi vatn í hafi á yf- irborði þeirra. En samt er afar ólíklegt að ferðalög milli okkar plánetu og þeirra verði að veruleika. Ef við hugum að allri eðlisfræði sem við þekkjum er ekki til nein fær leið til að við getum ferðast eins og geimfarar yfir í annað sólkerfi. Það er einfaldlega of mikið rými í geimnum. Það tæki geimfar tugi þúsunda ára að fara til Proxima Centauri, sólarinnar sem er næst okkar. Ferðalag til Trappist-1 tæki margfalt meiri tíma, hún er í 40 þúsund ljós- ára fjarlægð. Og þrátt fyrir að hlustað hafi verið og horft í áratugi höfum við ekki enn heyrt nein vitræn merki frá öðrum stöðum í alheiminum. (Hér máttu bæta inn þínum eig- in brandara um stjórnmál jarðarbúa.) Hvaða merki sem er, brestur eða geisli frá fjarlægu sólkerfi, myndi leysa úr læðingi steypiflóð af spurningum: Eiga þeir ritmál? Reka þeir bændabýli? Hafa þeir kynmök? Þurfa þeir á þessu að halda? Ætla þeir að koma í heimsókn? Og þá, hvað gerum við ef þeir eru á leiðinni? Hvað myndi þeim finnast um okkur? Erum við þess virði að þeir hafi við okkur samskipti, samskipti yfir óravíddir geimsins? Eða eru málefni okkar manna of smásmuguleg og ómerkileg til að annar stofn lífvera geti haft áhuga á þeim? Ef þessar geimverur gætu ferðast hingað myndu þær líklega ekki fá meira álit á okkur en við höfum á termítum: „Þessir menn eru svo sannarlega merkilegir. Þeir reisa handa sér flókin hús (eða það sem samsvarar hús- um) og nota til þess aðeins allra einföldustu stofnanir og fyrirmæli (stjórnarskrárbundnar ríkisstjórnir, auðræði, tækniræði).“ En þar við létu þeir sitja. Þegar öllu er á botninn hvolft virðumst við vera að gera okk- ar eigin jörð óbyggilega fyrir milljarða af okkar tegund, að ónefndum tugum annarra tegunda sem eiga á hættu útrýmingu. Mynd- um við breyta viðhorfum okkar ef við fengj- um merki að utan? Rannsakendurnir hjá Transiting Planets and Planetesimals Small Telescope-- áætluninni sem fundu pláneturnar í Trapp- ist-1 eru sagðir vera friðelskandi og alvarlega þenkjandi hugsuðir, eins og munkarnir sem bera sama heiti og áætlunin, Trappistarnir. Við gætum lært sitthvað af þeim. Samanlögð útgjöld jarðarbúa til varn- armála eru um 1,7 þúsund milljarðar dollara á ári. Ef við fengjum nægilega innblásna hug- mynd – segjum sem dæmi að viljum sjá til þess að plánetan okkur verði nógu lengi í lagi til að við getum gengið úr skugga um það hvað sé að baki þessu hugsaða merki utan úr geimnum – gætum við lækkað útgjöldin um helming og notað það sem sparast til að sam- einast og vernda og efla þjáða jörðina fremur en að tæta hana í sundur. © Bill Nye. Á vegum The New York Times Syndicate. Cesar Manso/Agence France-Presse — Getty Images Ef við finnum líf á annarri stjörnu, getum við þá lifað nógu lengi til að kynnast því? BILL NYE er aðalframkvæmdastjóri Plánetufélagsins, samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og helga sig rannsóknum á sólkerfinu. Ef við uppgötvuðum líf í annarri veröld myndi það breyta okkar. Það myndi breyta í grundvallaratriðum því hvernig okkur finnst að vera lifandi vera í alheiminum. FUNDIST HAFA SJÖ PLÁNETUR Á STÆRÐ VIÐ JÖRÐINA SEM SNÚAST UMHVERFIS SÓL OG GÆTU HÝST LÍF ’’ TU RN ING POINTS | TÍM A M Ó T | 2018 |TURNINGPOIN TS |T ÍM A M Ó T | 20 18 | Alheimurinn kallar – hverju svörum við? Persítaloftsteinn í Vetrarbrautinni lýsir upp næturhimininn á Spáni. Stjörnufræðingar og aðrir vísindamenn eru ávallt vakandi fyrir vísbendingum úr geimnum sem bent gætu til lífs á öðrum hnöttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.