Morgunblaðið - 29.12.2017, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Með hjálp tækniframfara er fólk að verða
snjallara og það lifir lengur en áður, tæki
sem geta lært, gervigreind og sýndarveru-
leiki eru að verða hluti af orðasafni heims-
ins. Ray Kurzweil er framtíðarfræðingur og
stýrir verkfræðistarfi hjá Google þar sem
hann fer fyrir hópi sem þróar greind í tækj-
um og náttúrulegan málskilning. Hann sett-
ist niður með Andrew Ross Sorkin, dálka-
höfundi hjá New York Times, á fundi með
hnattrænum leiðtogum í Washington D.C.
Þeir ræddu gervigreind og gagnrýnendur
hennar, sjálfbæra mannfjöldaþróun og það
hvernig við getum sennilega innan skamms
tengt okkar eigin heila við tölvuský. Um er
að ræða stytta frásögn af umræðunum.
Andrew Ross Sorkin: Þú talar um þá hug-
mynd að hægt sé að sleppa við líkamlegan
dauða og það geti orðið gerlegt um 2045.
Geturðu útskýrt þetta betur?
Ray Kurzweil: Ég mun aldrei geta sagt að
ég lifi að eilífu, ekkert er eilíft, en ég ætla
að ræða um þrjár brýr sem við þurfum að
komast yfir til að lengja lífið mjög mikið.
Sú fyrsta er það sem við getum gert ná-
kvæmlega núna til að halda heilsu, með
gömlu aðferðunum, svo að við getum komist
að brú númer tvö. Lykilatriði er að framfar-
ir í upplýsingatækni gerast með veldisvexti
og heilsa og lyf byggjast núna á upplýs-
ingatækni. Sem dæmi má nefna að við get-
um núna lagfært sjúkt hjarta – ekki ennþá
þau sem eru veik af ástarsorg, til þess þarf
talsverðar framfarir á sviði sýndarveru-
leika. Við getum núna lagfært með endur-
bættum stofnfrumum skemmdir í hjarta hjá
þeim sem hafa fengið hjartaslag. Við erum
farin að láta líffæri vaxa á ný, tekist hefur
að rækta þau með erfðaefni sjálfs sjúklings-
ins í dýratilraunum og við munum senn
geta gert slíkt hið sama með menn. Það
sem núna seytlar fram verður sennilega
orðið að flóði innan 10 ára. Þetta var brú
númer tvö.
Þá komumst við að brú númer þrjú og þá
er komið að nanó-vélmennum – örsmáum
tölvuvæddum vélmennum, á stærð við blóð-
frumur – og segja má að þau muni ljúka
starfinu sem ónæmiskerfinu er ætlað að
sinna. Við erum með blóðfrumur, T-frumur,
sem halda okkur heilbrigðum en þær þróuð-
ust þegar það var ekki til bóta fyrir nokk-
urn mann, fyrir tegundina, að verða mjög
gamall. Frumurnar bera t.d. ekki kennsl á
krabbameinsfrumur vegna þess að við fáum
það seinna á ævinni. Við getum klárað verk
T-frumnanna með þessum læknisfræðilegu
nanó-vélmennum. Til eru þegar háþróaðar
og nákvæmar lýsingar á því hvernig við
munum leita uppi sérhvern sjúkdóm þegar
þessi tæki verða komin til sögunnar. Þetta
er sviðsmyndin fyrir árið 2030.
Á endanum munum við svo renna saman
við AI, gervigreind.
Andrew Ross Sorkin: „Sérstæðurnar“.
Hluti af framtíðinni, að minnsta kosti í þín-
um huga, er það sem kallað er sérstæður.
Ray Kurzweil: Við byrjum með þá hugmynd
að útvíkka andlega getu okkar með gervi-
greind. Flestu fólki finnst eins og það sé
ekki lengur í heilu lagi ef það skilur farsím-
ann við sig. Við erum ekki enn með þá inni í
líkama okkar, inni í heilanum – þó að til sé
fólk með tölvur í heilanum, eins og t.d.
Parkinsons-sjúklingar – en það verður orðið
hversdagslegt eftir 2030. Annað sem við
munum nota læknisfræðilegu nanó-
vélmennin til að gera er að tengja nýbörk
heilans í okkur, neocortex, – ysta byrði heil-
ans, staðinn sem við notum til hugsunar –
við tölvuský.
Við munum tengja nýbörkinn við skýið
með sama hætti og við tengjum farsímann
okkar við það. Við munum verða hybrid,
hugsa samtímis með líffræðilegum hætti og
tæknilegum, ég held að þessi tenging sé
þegar orðin að veruleika með þessum bún-
aði utan við líkama okkar. Og við verðum
snjallari. Um 2045 munum við auka gáfur
okkar og gera þær þúsund milljón sinnum
meiri. Umskiptin eru svo gagnger að við
notumst við myndlíkingu úr eðlisfræðinni
og tölum um sérstæðu í sögu mannkyns.
Andrew Ross Sorkin: Leyfðu mér að
minna á tvo aðra snjalla menn sem sjá
þetta ekki í jafn rósrauðum roða, þessi
tengsl við gervigreind (AI). Vinir þínir Elon
Musk og Bill Gates segja að gervigreind sé
„mesta ógnin við tilveru okkar“.
Ray Kurzweil: Ég skrifaði í bókinni minni,
Er gervi-
greind
dyggðugur
veruleiki?
Hvernig geta háþróaðri
tölvur leitt til framfara?
SAMTALIÐ: MEÐ HJÁLP TÆKNIFRAMFARA ER FÓLK AÐ VERÐA SNJALLARA OG LIFIR LENGUR EN ÁÐUR
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|
Carsten Koall/Agence France-Presse — Getty Images
Gervigreind er orðin
mikið deiluefni og
margir helstu hugs-
uðir jarðar eru
ósammála um hvort
hún muni hjálpa okkur
eða skaða.
Samkvæmt
sérstæðukenningunni
mun maðurinn að
lokum renna saman
við tæknina og útkom-
an verður nokkurs
konar ofurgreind sem
mun skara fram úr öllu
sem hingað til hefur
þekkst.
Ray Kurzweil,
fútúristi og yfiverk-
fræðingur hjá Google,
ræðir framtíð greindar
mannsins við Andrew
Ross Sorkin, dálkahöf-
und hjá New York Tim-
es, á fundi með hnatt-
rænum leiðtogum í
Washington D.C.