Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 52
Ár
klofnings
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Öld er liðin frá því að Woodrow Wilson Banda-
ríkjaforseti lagði fram í fjórtánpunktaræðu
sinni í janúar 1918 áætlun Bandarı́kjamanna
umskipan heimsmála. Hann hvatti til þess að
viðskiptahindranir yrðu fjarlægðar, nýlendu-
kröfur yrðu stilltar af þannig að „hagsmunir
hlutaðeigandi íbúa yrðu virtir“ og komið yrði á
fót Þjóðabandalagi til að tryggja „pólitískt
sjálfstæði og landamæri stórra ríkja og
smárra“. Þetta var áætlun sem gaf til kynna að
Bandaríkjamenn hygðust segja til um hlutina
og ætlunin var að binda enda á stríð. Wilson
brást. Friðurinn við lok fyrri heimsstyrjaldar
stóð aðeins eina kynslóð. En Bandaríkin voru
farin að leggja línurnar og árið 1945 voru þau
orðin valdameiri en nokkru sinni. Sú staða var
ekki látin af hendi – fyrr en 2017.
Eitt hundrað ár eru gott úthald. Fjöldi fólks
um allan heim hefur öðlast eða haldið í frelsi
sitt vegna máttar Bandaríkjanna. Mistök voru
áberandi. Þjóðir eru ekki óskeikulli en ein-
staklingarnir sem mynda þær. En þegar öllu
er til skila haldið breiddist frelsi, lýðræði og
stjórnskipan byggð á reglum út undir verndar-
væng bandarískra sveita víða um heim og
blómstraði. Pax Americana var engin svika-
mylla, heldur skilaði sínu. En allt er í heim-
inum hverfult.
Lætur eðlisávísunina ráða för
Eðlisávísun Donalds Trumps hefur fyrst og
fremst sagt honum að heimurinn sé tilbúinn til
þess að hrist verði upp í honum og á það hefur
hann veðjað öllu sínu. Hann er fasteignamaður
sem var alinn upp í New York. Hann var vanur
fjárhættuspili og kann að meta heim frjálsra
viðskipta. Nú vill hann reka Bandaríkin með
sama hætti og fyrirtæki hans starfaði eitt sinn.
Hann er á heimavelli í félagsskap með alræðis-
bullum; hann kannast við menn af því sauða-
húsi. Virðing hans gagnvart sáttmálum, við-
skiptasamningum, fjölþjóðasamtökum og
bandalögum sem styðja hagsmuni Bandaríkj-
anna og um leið vina Bandaríkjanna hefur ver-
ið með semingi þegar best hefur látið. Hann er
á því að þetta sé allt saman vitleysa.
Staðreyndin er sú að hann lítur svo á að utan-
ríkisráðuneytið megi skera inn að beini. Banda-
rísk utanríkisstefna er fyrir bí. „Það eina sem
skiptir máli er ég,“ sagði hann við Fox News.
„Ég er sá eini sem skiptir máli vegna þess að
þegar allt kemur til alls ræður það því hver
stefnan verður.“ Við getum gefið þessu heitið
„égismi“. Og þannig hefur hann með því að
ryðjast áfram á allt sem fyrir verður knúinn
eðlisávísun sinni nú þegar innleitt nýja skipan
heimsmála.
Eða öllu heldur hefur hann komið á skipan
þar sem allir geta farið sínu fram, án þess að
mótast lengur af bandarískri forskrift, ger-
sneydd jafnvel vísi að siðferðislegum áttavita.
Þegar kemur að gildum frjálslyndra samfélaga
munu Frakkland, Þýskaland og Kanada þurfa
að taka við kyndlinum (Bretar eru úr leik í bili
eftir Brexit). Félagsleg net 21. aldarinnar slá á
hætturnar sem fylgja þessu tómarúmi (þótt
þau magni þær einnig). Þau tengja samfélög
þvert á landamæri. Þáer sú skipan, sem komst
á eftir stríðið, ekki enn orðin óvirk þótt fjari
undan henni. Trump hefur, enn sem komið er,
ekki varpað heiminum fram af bjargbrún.
Vissulega hafa Rússar og Íranar sigrað í
Sýrlandi. Vissulega er hægt að setjast á mót-
orhjól í Teheran og aka í gegnum land sem að
mestu er undir íranskri stjórn eða áhrifum alla
leið til Beirút. Vissulega er Sádi-Arabía, sem
Trump hefur af glannaskap boðið faðminn,
einhvers staðar á milli byltingar og falls undir
stjórn hins hvatvísa og athyglissjúka krón-
prins, Mohammeds bin Salmans. Vissulega
gæti óvildin milli Sáda og Írana endað með
stríði (og hefur gert það nú þegar í Jemen).
Vissulega hefur ákvörðun Bandaríkjanna um
að segja sig frá fríverslunarsamningnum við
11 Kyrrahafsríki, TPP, verið til marks um að
hlaupist hafi verið undan ábyrgð – að sama
skapi og víst er að frumkvæði Kínverja um að
tengja lönd við áform sín um vaxandi útþenslu,
„eitt belti, einn vegur“ eins og þeir orða það, er
til marks um sjálfstraust og skuldbindingu.
Vissulega hefur Trump farið út á ystu nöf í
kjarnorkumálum í samskiptum sínum við
Norður-Kóreu. Vissulega veit hann varla og
hefur minni áhuga á hvar Úkraína er eða hvað
Vladimír Pútín gæti verið að gera þar.
Málið er að Trump þrífst á öllu þessu upp-
námi. Hann telur að heimurinn geri það einn-
ig, innan marka. Eins og ég sagði er hann fast-
eignanáungi sem ólst upp í New York.
Fasteignabransinn er íhaldssamur. Það er líka
innbyggt í Trump. Hann gengur að brúninni,
en ekki fram af henni. Hann vill ekki að fer-
metraverðið hrynji. Eins og hann hefur bent á
hafa markaðirnir tekið á flug eftir að hann tók
við embætti. Á Wall Street er ríkisstjórn, sem
sér um þá ríku, elskuð og dáð (sérstaklega ef
hún getur þóst fyrst og fremst bera hag
bandaríska verkamannsins fyrir brjósti).
Heimur 21. aldarinnar er píramídi. Fremur
en að auka vald allra hefur það að nettengja
fólk tengt hinar ráðandi stéttir uppi á bröttum
tindinum, mennina sem höfðu yfirsýn yfir allt
og gátu breytt því sem þeir sáu í goshver pen-
inga. Þeir voru uppteknir af þessu öllu saman,
vissir um sjálfa sig, athöfnuðu sig um allan
heim, græddu á ódýru vinnuafli og refsilausri
léttsköttun og tóku varla eftir því að þeir höfðu
varla nokkra tengingu lengur við fjöldann sem
enn var með sýn bundna við þjóðríkið, lifði enn
í staðbundinni menningu og sveið með óljósum
hætti og vaxandi reiði undan afleiðingum um-
breytinganna samfara hnattvæðingunni.
Trump sá að hann gæti virkjað þessa reiði.
Hann gerði sér grein fyrir að andrúmsloftið
var þannig að endurvekja mætti þjóðernis-
hyggju, verndarhyggju og óttann við útlend-
inga. Hjá honum er fullveldi orð dagsins, jafn-
vel þótt – eða sennilega frekar vegna þess að
fólk lifir lífinu æ meira í sýndarveruleika þar
sem þjóðin er úr leik. Hin ógeðfellda aftur-
haldsbylgja hefur enn ekki fjarað út. Trump
mun kreista hvern einasta dropa úr henni 2018
og fram yfir það. Sama munu hægri hreyfing-
arnar í Evrópu gera og þær eru enn þrótt-
miklar þrátt fyrir sigur Emmanuels Macrons í
Frakklandi. Nýfasistarnir í Póllandi og Ung-
verjalandi marsera áfram og gyðingahatur
þeirra er ekki enn uppurið. Tump hefur hjálp-
að til við að leysa úr læðingi það sem verst er í
mannlegu eðli í öllum vestrænum lýðræðis-
ríkjum.
Það gamla fer aldrei burt átakalaust
Þetta er síðasta vígi hvíta mannsins. Þetta
verður ekki öldin hans. Hin lýðfræðilega þróun
verður ekki stöðvuð og það sama á við um
hreyfingarnar í hugum fólks. Wilson gat enn
talað um að nýlendustefnan væri eitthvað sem
þyrfti að stilla af í stað þess að segja eins og
var og tala um hið ógeðfellda arðrán hvíta
mannsins á fólki með dökka húð. Konur voru á
hans tíma aðeins viðhengi karla. Heimurinn
ROGER COHEN
er dálkahöfundur hjá The New York Times.
Trump sá að hann gæti virkjað þessa
reiði. Hann gerði sér grein fyrir að and-
rúmsloftið var þannig að endurvekja
mætti þjóðernishyggju, verndarhyggju og ótt-
ann við útlendinga.
TÓMARÚM VALDS MYNDAST Í HEIMINUM OG ÁTAKALÍNUR FÆRAST TIL
’’
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|
Að lokinni tólf daga heimsókn til Asíu lýsti Donald Trump forseti því yfir að
Bandaríkin hefðu á ný tekið forystu í heiminum. Í ferðinni hitti Trump Tran Dai
Quang, forseta Víetnam, í forsetahöllinni í Hanoi 12. nóvember.
Sem heimurinn rambar inn í nýtt ár virðist friðurinn brothætt-
ur, sannleikurinn í móðu og sjónarspilið hefur tekið völdin.