Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 60
Landamæri geta
ekki verndað okkur
60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
September færði okkur mikla hryggð, örvænt-
ingu og reiði þegar forseti Bandaríkjanna,
Donald Trump, hvatti þingið til að afnema í
áföngum DACA, lög og reglur sem kveða á um
að beðið sé með að vísa úr landi fólki sem hefur
komið til landsins ólöglega á barnsaldri. Um er
að ræða tilhögun sem tryggði framtíð um 800
þúsund barna frá öllum heimshlutum, barna
sem nú búa í Bandaríkjunum og þurftu ekki að
óttast brottvísun. Mexíkóar eru um 80% þess-
ara barna og því er mun meira í húfi fyrir þá en
nokkra aðra þegar lögin verða afnumin.
Fólk frá Rómönsku Ameríku, einkum
Mexíkóar, hefur verið helstu skotmörk stöð-
ugra rasistaárása Trumps. Að sögn hans erum
við sek um allar tegundir glæpa. Við höfum ver-
ið kölluð nauðgarar og fíkniefnasalar og þjófar
sem steli störfum frá Bandaríkjamönnum.
Hann hefur krafist þess að við borgum fyrir
múr milli landa okkar, múr sem myndi koma í
veg fyrir að við kæmumst til Bandaríkjanna.
Margir þeirra sem njóta reglna DACA komu
þegar þeir voru smábörn og þekkja engin önn-
ur heimkynni en Bandaríkin, þeir hylla samt
fæðingarland sitt og ættjörð, hafa tileinkað sér
með hreykni tvöfalda sjálfsvitund.
Í sérhverju landi er til Draumafólk, eins og
þessir ungu innflytjendur eru nefndir. Þegar
þeir vaxa úr grasi, stunda nám, stofna fyrirtæki
og skiptast á hugmyndum við aðra taka þeir
þátt í að efla hnattrænan heim þar sem menn-
ing blandast annarri menningu.
Íbúar þessa nútímaheims vilja nýja gerð
ríkisborgararéttar og lýðræðis. Þeir láta ekki
duga að greiða atkvæði heldur mótmæla þeir
ákaft þegar þeim finnst að þeir fái ekki réttláta
meðhöndlun. Þeir vilja stuðla að sjálfbærum
hagvexti. Þeir hafa áhyggjur af miklum lofts-
lagsbreytingum á jörðinni.
Þessir heimsborgarar vita hvers virði þeir
eru. Hvað sem líður litarafti þeirra, uppeldi eða
þjóðerni geta þeir dafnað vel í margs konar um-
hverfi. Við sjáum á hverjum degi dæmi um
þetta háþróaða fólk sem berst fyrir því að binda
enda á rasisma og vill fá ríkisstjórnir sínar til að
tryggja jafnrétti, tryggja að hagsmuna allra sé
gætt og öllum sýnd umhyggja.
Innflutningur fólks er blæbrigðaríkt og flók-
ið fyrirbæri og það er ekki til neitt einfalt svar
þegar spurt er hvernig ríkisvaldið eigi að takast
á við málefni þjóðaröryggis. Allir sem einhvern
tíma hafa verið í forystu fyrir þjóð, ég sjálfur er
ekki undanskilinn, skilja að það er forgangs-
verkefni að tryggja öryggi borgaranna. En
svarið er samt ekki að refsa þeim körlum og
konum sem hafa vegna aðdáunar sinnar á land-
inu og tryggðar við það unnið ötullega og náð
árangri.
Við höfum heyrt margar sögur af ungu fólki
sem hefur komið til Bandaríkjanna með for-
eldrum sínum en þá dreymdi um að útvega
börnum sínum besta hugsanlega lífið sem þeir
gætu. Þessir draumar fengu foreldrana til að
leggja í hættulega ferð yfir landamærin og inn
á óþekkt svæði. Börnin, unga fólkið, hefur síðan
fengið menntun, unnið sig upp í samfélaginu,
hjálpað foreldrum sínum við að útfylla starfs-
umsóknir og læknaeyðublöð á ensku, einnig
sent fólki á fæðingarstað sínum hjálp og leið-
beiningar. Þau vilja ekki valda nýja landinu
sem þau hafa valið tjóni – þvert á móti. Þau vilja
bara fá viðurkenningu.
Bandaríkin njóta mikillar aðdáunar vegna
þess sem þau virðast vera tákn fyrir; jafnréttis,
tækifæra og fjölbreytni. Ef menn afnema
DACA yrði um að ræða risastórt skref aftur á
bak fyrir þjóð sem ávallt hefur verið hreykin af
umburðarlyndi sínu. Skaðann sem það mun
valda í lífi mörg hundruð þúsund karla og
kvenna er ekki hægt að reikna út að fullu og
hagnaðurinn er enginn. Breytingin myndi refsa
fólki sem vildi svo eindregið búa í ákveðnu landi
að það hætti öllu til að komast þangað.
Ef framtíðin ætlar að færa okkur hugsunina
um hnattræna sjálfsvitund og lönd án landa-
mæra er mikilvægt að við leggjum áherslu á að
varðveita og hylla menningarlegar hefðir
okkar. Siðir okkar og venjur færa okkur sinn
skerf í spennandi blöndu af hugmyndum,
reynslu og sögum.
Um leið og við heiðrum það sem hver ein-
staklingur færir með sér að borðinu vegna upp-
runa síns verður hugtakið ,,minnihlutahópur“
tímaskekkja. Sérhver manneskja hefur sína
eigin sögu að segja og býður fram sína eigin
getu og færni, sem í reynd gerir okkur öll jafn
fær um að leggja fram skerf til samfélagsins.
Íhaldssamar hreyfingar um allan heim hafa
lagst gegn þessari menningarlegu blöndun,
ekki bara í Bandaríkjunum heldur alls staðar í
heiminum, frá Brexit-tilrauninni í Bretlandi til
ofur-hægriflokksins Alternative í Þýskalandi í
kosningunum á þessu ári. Hraðar breytingar og
truflandi atburðir hafa fært með sér óstöðug-
leika og áhyggjur og andsvar íhaldssamra leið-
toga hefur verið að lofa ró og öryggi með vernd-
arstefnu og öfgafullri þjóðernisstefnu.
Við getum ekki gripið til þessa gamla ráðs
andspænis nýjum vanda. Það er ekki lengur
vænlegt til árangurs að loka dyrunum í heimi
sem er að verða ein heild í pólitískum, efna-
hagslegum, félagslegum og menningarlegum
skilningi. Það er þröngsýnt og hatursfullt að
banna körlum og konum að koma til lands
vegna trúar þeirra. Það er óþarflega grimm-
úðlegt að banna flóttamönnum og hælisleit-
endum að njóta þeirra tækifæra sem mörg
landa okkar geta veitt þeim og í tilfellinu DACA
hefur það aðeins þær afleiðingar að valda þeim
meðbræðrum okkar og systrum sem berskjöld-
uðust eru tjóni.
© Vicente Fox Quesada. Á vegum
The New York Times Syndicate.
Guillermo Arias/Agence France-Presse — Getty Images
Guillermo Arias/Agence France-Presse — Getty Images
Ímyndum okkur nýja hnattræna sjálfsvitund þar sem hugtakið minnihlutahópur er söguskekkja.
VICENTE FOX QUESADA
var forseti Mexíkó 2000-2006.
Það er ekki lengur vænlegt til árangurs að
loka dyrunum í heimi sem er að verða ein
heild í pólitískum, efnahagslegum, fé-
lagslegum og menningarlegum skilningi. Það er
þröngsýnt og hatursfullt að banna körlum og kon-
um að koma til lands vegna trúar þeirra.
ÚTFÆRSLUR Á MÚR MILLI BANDARÍKJANNA OG MEXÍKÓ AFHJÚPAÐAR
’’
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|
Hluti af girðingunni, sem nú þegar er á
landamærum Mexikó og Bandaríkjanna,
eins og hann blasir við í Mexikó. Ítrekuð
loforð Trumps um að stækka tálmann og
reisa múr milli landanna hafa vakið reiði
beggja vegna landamæranna.
Verk eftir franska listamanninn
JR í Tecate í Mexikó sýnir lítið
barn gægjast yfir girðinguna á
landamærum Bandaríkjanna og
Mexikó. Verkið í heild sinni sést
aðeins frá Bandaríkjunum.