Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2017
Ef endalok heimsins væru í
nánd, hver væru þín hinstu boð?
Ef þú þyrftir að senda eitt lokaskeyti út í geiminn um fegurð
lífsins á jörðinni, hvað myndirðu þá segja?
New York Times bað Jane Goodall, Richard Dawkins,
James Dyson, Kyung-sook Shin, Mohsin Hamid, Oscar
Murillo og Daniel Humm að svara spurningunni
STÓRA SPURNINGIN
TU
RN
ING POINTS | TÍM
A
M
Ó
T
|
2018
|TURNINGPOIN
TS
|T
ÍM
A
M
Ó
T
|
20
18
|
Kæru samborgarar mínir í alheiminum.
Ef þið ráðið yfir tæknibúnaði til að nema þessi lokaskilaboð frá hinni fordæmdu plánetu okkar er hugsanlegt
að þið séuð mun þróaðri en við; þið hafið sennilega verið að þróast mun lengur og dulmálsfræðingar ykkar því
nógu færir til að skilja tungu mína.
Þið munuð vita að eins og sérhver önnur lífvera þróuðumst við smám saman frá einföldum forfeðrum, með
því að stafræn kóðafyrirmæli tryggðu að það lífsform sem hafði mestu möguleikana sigraði. Við kölluðum þessi
fyrirmæli gen (vafalaust eru ykkar frábrugðin í einhverjum atriðum). Lífsformin lifðu flest af með því að byggja
upp það sem við nefndum líkama. Okkar lífsform fengu orku frá stjörnunni okkar („sólinni“) og óhreyfanlegir lík-
amar sem nefndust plöntur unnu orkuna, notuðu til þess sérhæfða ljóseindasafnara sem kölluðust lauf. Hreyf-
anlegir líkamar, svonefnd dýr, stálu síðan orkunni úr plöntunum. Síðan átu sum dýr önnur dýr og orkan fluttist
áfram í „fæðukeðju“. Öll notuðu þau sama genakóðann, línulegan streng stafrænna eininga sem myndaðar
voru með kerfi fjögurra bókstafa. Eins og þið getið auðveldlega reiknað út var það nóg til að kóða geysilega fjöl-
breytt lífsform sem var eitt af því sem gerði þessa harmsögulegu plánetu okkar svo stórkostlega.
Meðal margra milljóna dýra var ein, við mennirnir, sem greindi sig frá hinum með stórri tölvu sem var í okkur
(„heilanum“) sem gerði okkur kleift að skilja að nokkru leyti heiminn og uppruna okkar. Við vorum býsna hreyk-
in af því að skilja fyrirbæri eins og þróun og þá staðreynd að efni var til staðar í afmörkuðum fjölda frumefna. Við
byrjuðum að leggja drög að kenningum um skammtafræði en fannst hún furðuleg, sennilega var það vegna
þess að heilinn í okkur þróaðist aldrei nógu vel til að skilja það ofursmáa.
Okkur dreymdi um Lokakenninguna um allt og fullkominn skilning á uppruna alls, þ. á m. tímans. Kannski er-
uð þið þegar búin að ná því marki. Eitt af því sem okkur sárnar er að við skyldum deyja út áður en okkur auðn-
aðist það.
© Richard Dawkins. Á vegum The New York Times Syndicate.
Richard Dawkins
Richard Dawkins er þróunarlíffræðingur og rithöfundur. Nýjasta bók hans er
Science in the Soul: Selected Writings of a Passionate Rationalist.
Leiðirnar sem verkfræðingar nota
til að leysa það sem virðist vera
óleysanleg vandamál með frum-
leika og harðfylgni er nokkuð sem
fólk ætti að taka vel eftir.
Morgundagurinn er meira
spennandi en dagurinn í dag
vegna verkfræðinganna. Þeir eru
hreyfiaflið að baki öllum framförum
og nota til þess heilann og hend-
urnar. Með greind og þolinmæði
sýna þeir hvernig mannleg ráð-
snilld er þegar hún er best. Þeir eru
betri í að framleiða auðæfi en nokk-
uð annað sem efnahagslífið getur
vonast eftir að ráða yfir og eru ótrú-
lega ráðagóðir.
Verkfræðingar fara ekki alltaf eftir
reglum; þeir nálgast áskoranir frá
nýjum hliðum og með gáfum ein-
faldleikans til þess að finna lausn.
Engin áskorun er nógu stór.
Þess vegna finnst mér ólíklegt að
veröldin sé að deyja. Verkfræð-
ingar munu finna leið til að forðast
þessar hamfarir!
© James Dyson. Á vegum
The New York Times Syndicate. C. LEBEDINSKY/Challenges-REA - Dyson, Inc.
James Dyson
James Dyson er uppfinn-
ingamaður, hönnuður og
stofnandi Dyson-fyrir-
tækisins.
Fyrirbæri í alheiminum, kveðjur frá
mönnunum á jörðinni.
Heimur okkar, eins og við höfum
þekkt hann, er að deyja.
Mennirnir eru lífsform. Tilvist okkar
sem einstaklinga einkennist af því að við
deyjum að lokum. Við lifum, síðan deyj-
um við. Mesta afrek okkar er að við erum
ekki algerlega yfirþyrmd af því að vita af
þessum dapurlegu örlögum okkar.
Við vitum að við munum deyja, samt
upplifum við ást og viðkvæmni, hrifningu
og kæti. Vitund okkar um dauðann er
undirstaða samúðar okkar í garð ann-
arra. Við vitum að sérhver manneskja,
hversu ólík sem við erum innbyrðis, mun
deyja og þetta skapar tilfinningu fyrir
nánd milli okkar.
Það gerði okkur ekki minni að deyja.
Það gerði okkur stærri. En þráin eftir því
að lifa um alla eilífð var sterk í okkur. Við
bjuggum til vélbúnað sem við vonuðum
að myndi hjálpa okkur við að fullnægja
þessari ósk. Við vonuðum að við mynd-
um renna saman við þessar vélar. Núna
erum við, með því að reyna að útrýma
dauða okkar, að verða búin að gera út af
við okkur sjálf.
© Mohsin Hamid. Á vegum
The New York Times Syndicate. CAMERA PRESS/Jillian Edelstein
Mohsin Hamid
Mohsin Hamid er pakist-
anskur rithöfundur. Nýjasta
bók hans er Exit West.