Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 29.12.2017, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 65 Ég var hamingjusöm yfir því að geta lifað á þessari jörð sem dóttir móður minnar. Hún kenndi mér að ganga, kenndi mér að klæða mig í föt, hvernig ég ætti að segja nafnið mitt. Þegar ég varð aðeins eldri kenndi hún mér að lestur bóka væri mikilvægur þáttur í lífinu. Með sínu eigin lífi kenndi hún mér að planta fræjum, að við uppskerum eins og við sáum, kenndi mér einnig hvernig við huggum fólk þegar það er með hryggð í huga. Þegar ég var 22 ára byrjaði ég að skrifa skáldsögu á móðurmáli mínu, máli þar sem móðir mín var sjálfur kjarninn. Ég skrifaði um allt sem verður til í hjarta okkar og þessum heimi, frá sorg og fegurð til ástríðu og ástar. Ég reyndi af fremsta megni að endurskapa með orðum það sem hafði horfið. Ég skrif- aði líka um móður mína sem gaf mér allt en stundum tók ég henni eins og einhverju sem væri sjálfsagt. Skrifin voru mín aðferð við að hylla allt sem einu sinni var á jörðinni en er nú horfið sjónum. Ef ég hefði alið upp dóttur myndi ég hafa kennt henni allt sem ég lærði af móður minni. Ég vildi að ég hefði gert það. © Kyung-sook Shin. Á vegum The New York Times Syndicate. Kyung-sook Shin Kyung-sook Shin er kóreskur rithöfundur, bók hennar, Please Look After Mom, vann Man Asíu-bókmenntaverðlaunin 2012 og varð hún fyrst suður- kóreskra kvenna til að hreppa þau. Þegar reynt hefur verið í nafni vísinda og heims- veldis að færa landamærin enn lengra út hefur það nær ávallt orðið á kostnað annars. Könnuðir fyrri tíma, frá landvinningamanninum Cortes til Cook kapteins, fóru um heiminn til þess að þenja út yfirráðasvæði og auka þekkingu. En markmið þeirra var ekki að uppgötva meira um heiminn; þeir vildu breiða út heimssýn sem þegar hafði ver- ið mótuð. Vegna þessa var leið þeirra stráð fórn- um – hrundum samfélögum, ríkjum, dánu fólki. Þeir háværustu segja okkur mannkynssöguna. Og raddir heimsvaldasinna hljóma hæst, jafnvel enn í dag. Geimfararnir í Apollo 11. þjálfuðu sig í eyðimörkinni í vesturhluta Bandaríkjanna – sem áður var land innborinna indjána – til þess að búa sig undir síðustu landamærin. Í gömlum brandara segir að indjánahöfðingi hafi beðið geimfarana um að færa heilögum öndum sem lifðu á tunglinu skilaboð. Hann sagði nokkur orð á sínu eigin tungumáli og þegar geimfararnir spurðu hver skilaboðin væru sagði höfðinginn þeim að það væri leyndarmál milli ættflokks hans og andanna á tunglinu. En geimförunum tókst að finna ein- hvern sem gat þýtt skilaboðin. Þau voru: „Ekki trúa einu einasta orði af því sem þessir menn segja. Þeir hafa komið til að stela landinu ykkar.“ © Oscar Murillo. Á vegum The New York Times Syndicate. Oscar Murillo Oscar Murillo er listamaður og býr í London. Heimurinn, eins og ég þekki hann, er kominn á endastöð. Ég loka augunum og upplifi aftur undur regnskógarins, muldrið í ánum, skrjáfið í laufinu og aragrúa af hljóðum frá dýrunum, skræki, söng og suð. Blossi af litum; fuglar, fiðrildi, fiskar sem blikar á í vatninu. Apar sem næra sig uppi í trjánum. Lyktin af rakri jörðinni og blómailmur. Sérhver tegund, sama hve smávaxin hún er, leikur sitt hlutverk í flóknu og marg- brotnu leikverki lífsins. Ég fer í huganum til votlendisins, fjallanna, kóralrifanna, gullnu steppunnar. Sólin glitrar á ís norðurheimskautssvæðanna. Furutrén sem ég klifraði upp í þegar ég var barn. Á þessum örfáu mínútum er heimurinn sem ég einu sinni þekkti aftur orðinn raunverulegur. Ég opna augun með mótþróa. Umhverfis mig eru land og vatn sem eru dauð, menguð, rænd. Náttúran eyðilögð. Borgirnar hafa hrunið. Náttúran hefur svarað með því að gera gagnárás á okkur mennina, sem höfum af svo mikilli græðgi stolið auðæfum hennar, með fellibyljum, flóðum, þurrkum, eldum og jarðskjálftum. En allt í einu geri ég mér grein fyrir að þótt jörðin virðist hafa verið eyðilögð er hún á lífi í huga mínum. Og ég veit um aðra tegund fegurðar: hins óbugandi mannlega anda. Hneigðin til græðgi og valda hefur eyðilagt fegurðina sem við erfðum en manngæska, samúð og ást hafa ekki verið eyðilögð. Allt það sem er fagurt í mönnunum hefur ekki verið eyðilagt. Fegurð plánetunnar er ekki dauð en liggur í dvala, eins og fræ dauða trésins. Við fáum annað tækifæri. © Jane Goodall. Á vegum The New York Times Syndicate. Stuart Clarke Jane Goodall Jane Goodall er dýrafræðingur og umhverfis- verndarsinni og gegnir stöðu friðarsendiboða fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hún stofnaði Jane Goodall- stofnunina árið 1977. Mestu fegurðinni sem finnst á jörðinni er aðeins hægt að lýsa í samhengi við persónuleg tengsl. Sönn fegurð verður enn eftirminnilegri ef um er að ræða reynslu sem deilt er með öðru fólki. Sem veitingamaður er ég svo heppinn að verða vitni að þessu á hverju kvöldi á veitinga- staðnum mínum: fólk af öllu tagi, öllu þjóðerni, á öllum aldri, tengist allt nánum böndum umhverf- is borð. Mannleg tengsl eru einstaklega falleg og ekkert hefur sýnt okkur það betur en reynsl- an á árinu 2017. Í öllum áföllum okkar, bæði af völdum náttúr- unnar og mannanna, er það eitt sem hefur reynst voldugra en eyðileggingin: áköf og ein- staklega mannleg viðleitnin til að horfa hvert í augu annars – ekki á hörundslit, stjórnmála- skoðanir, trú eða kynhneigð – og ná sterkum tengslum, tengja virkilega sálirnar. Viljinn til að einhver annar sigrist á erfiðleikum; til að hjálpa einhverjum öðrum til að komast upp úr vand- anum þegar þeir mega sín minnst; að ná inni- legu sambandi hvert við annað … þá erum við að sýna hvernig við erum þegar við erum best. © Daniel Humm. Á vegum The New York Times Syndicate. Daniel Humm Daniel Humm er svissneskur veit- ingamaður og meðeigandi Eleven Madison Park í New York.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.