Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Upp á ýmsu áhugaverðu verður bryddað á árinu 2018 í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Nokkuð er síðan Alþingi skipaði nefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar og markast störf hennar af þingsályktun um hvernig minnast skuli aldar- afmælis sjálfstæðis Íslands, það er að 1. desember 1918 varð Ís- land frjálst og fullvalda ríki. Sérstaða í samfélagi þjóða „Rauði þráðurinn í þings- ályktuninni snýr að menningu og tungu. Í upphafi var lagt upp með að afmælisárið yrði byggt upp á nýstárlegan hátt, nefndin sjálf stæði ekki fyrir risa- viðburðum heldur yrði dagskráin mótuð af almenningi, fé- lagasamtökum og stofnunum með það að markmiði að sem flestir upplifi sig á einhvern hátt sem þátttakanda,“ segir Ragn- heiður Jóna Ingimarsdóttir, framvæmdastjóri nefndarinnar. Svo að viðburðir afmælisárs- ins væru sjálfsprottnir innan ákveðins ramma var hvatt til samstarfs, nýsköpunar og virkr- ar þátttöku. Leitað var, segir Ragnheiður Jóna, eftir verk- efnum sem draga fram samlík- ingar milli fortíðar og nútíðar og vekja athygli á sérstöðu Íslands í samfélagi þjóða. Fullveld- isafmælið verður sýnilegt víða, meðal annars í fjölmiðlum og í gær – á nýársdag – var sýnd á RÚV stutt mynd sem afmæl- isnefnd hefur látið gera. Myndin rekur aðdraganda fullveldisins, fullveldisárið og tímabilið fram að lýðveldisstofnun. Myndin verð- ur svo aðgengileg á vef afmæl- isársins. Síðan taka við viðburðir um allt land, þeir fyrstu eru í jan- úar. Skólarnir verða hvattir til þátttöku og á vefnum full- veldi1918.is er að finna allt sem tengist afmælisárinu, dagskrá, kennsluefni, fróðleik og svo framvegis. Allt er þetta gert und- ir einkunnarorðum afmælisársins sem er Fögnum saman 100 ára fullveldi. Mikill áhugi í Danmörku „Við skoðum söguna meðal annars í gegnum verkefnin á dagskrá afmælisársins. Sjáum hvar við stóðum og sjáum hvar við stöndum í dag, fögnum fram- förum og lítum til framtíðar. Við erum þjóð meðal þjóða sem kem- ur glöggt fram í fjölmörgum verkefnum á dagskrá afmælisárs- ins sem fela í sér samstarf við stórar stofnanir erlendis og verk- efnum sem draga fram sérstöðu okkar sem þjóðar, menningu okkar og sögu,“ segir Ragnheið- ur Jóna. Bætir við að áhugi sé á tímamótunum erlendis, svo sem í Danmörku. Þar ytra verður dag- skrá af þessu tilefni. Mörg verk- efnin eru í samstarfi við háskóla, söfn og menningarstofnanir. „Á síðustu 100 árum hefur verið haldið upp á ýmis tímamót með stórhátíðum, meðal annars á Þingvöllum. Nú er tíðarandi ann- ar og ekki sami grundvöllur fyrir stórum hátíðum þar, því var far- in sú leið að fá fólkið í landinu til að móta dagskrá og standa að viðburðum. Því auglýstum við eftir viðburðum og verkefnum sem gætu myndað dagskrá afmælisársins og völdum um 100 verkefni af 169 innsendum til- lögum. Verkefnin eru mis- umfangsmikil en öll styrkja þau ímynd sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Mörg fela í sér samstarf einstaklinga, samtaka og stofn- ana og svo alþjóðleg verkefni sem sýna okkur sem jafningja annarra í samfélagi þjóða,“ segir Ragnheiður Jóna og bætir við: Fullveldiskakan „Afmælisnefnd hefur hvatt til þátttöku og kallað eftir sam- starfi við fjölda fólks, fyrirtæki og félagasamtök. Sem dæmi um þátttökuverkefni má nefna fullveldiskökuna, en Lands- samband bakarameistara gekk til liðs við afmælisnefndina og ætlar landslið bakara að þróa uppskrift að fullveldisköku sem byggist á gömlum uppskriftum frá upphafi fullveldisins en verður þróuð áfram og færð í nútímalegan búning. Þegar kemur svo að full- veldisafmælinu sjálfu, 1. desem- ber, efnir ríkisstjórnin til hátíð- arhalda og við það tilefni er stefnt að því að frumflytja kór- verk, ljóð og lag, sem valið verð- ur í byrjun ársins.“ Aldarafmælis fullveldis Íslands verður minnst með ýmsu móti á árinu 2018 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullveldi Við erum þjóð meðal þjóða, sem kemur glöggt fram, segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir. Þjóðin er þátttakandi  Ragnheiður Jóna Ingimars- dóttir er með BA-próf í nútíma- fræði frá Háskólanum á Akur- eyri og meistarapróf í menn- ingarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.  Síðastliðin 11 ár hefur Ragn- heiður Jóna starfað sem menn- ingarfulltrúi á Norðurlandi eystra en tók við starfi fram- kvæmdastjóra afmælisnefndar fullveldisins í júní sl. Hver er hún? Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilveran færist nú í hefðbundinn takt á nýju ári og fiskiskipaflotinn fer á miðin. Ottó N. Þorláksson RE, ísfisktogari HB-Granda, lagði úr höfn á miðnætti í nótt og var stefnan sett á Reykjanesmið þar sem sækja átti eftir karfa og ufsa í framhaldinu að fara á þorsk á Vestfjarðamiðum, að sögn Birkis Hrannars Hjálmars- sonar útgerðarstjóra. Togararnir Sturlaugur Böðvarsson AK og Eng- ey RE leggja svo úr höfn í dag og á morgun. Nægur afli er í vinnsluhúsi fyrirtækisins á Granda enda var afla landað úr þremur togurum milli há- tíða. Í Grindavík fara flestir togararnir og línubátarnir sem þaðan er gerðir út í dag og svo restin þegar líða fer á vikuna. Þá áttu fyrstu skip Sam- herja að leggja úr höfn strax upp úr miðnætti og flotinn allur á líðandi sólarhring: Kaldbakur, Björgólfur, Margrét, Björgvin, Snæfell, Hjalt- eyri og Anna. Miðað er svo við að fyrsta skip komi aftur inn á fimmtu- dag, þá með afla fyrir landvinnslu fyrirtækisins, að sögn Kristjáns Vil- helmssonar útgerðarstjóra. Leita lags í loðnunni Hefð er fyrir því að rannsóknar- skip Hafrannsóknastofnunar fari til loðnuleitar á fyrstu dögum nýs árs. Ekki er hins vegar ákveðið nú hvert eða hvenær skuli haldið á miðin, að sögn Birkir Bárðarsonar fiskifræð- ings. „Stóru loðnuskipin eru á leið- inni út núna strax í vikunni og þegar við fáum upplýsingar frá skipstjór- unum um hvar loðna gæti helst hald- ið sig sætum við lagi og förum þang- að sem þau halda sig. Mér finnst þá sennilegt að við byrjum hér milli Ís- lands og Grænlands og förum svo norður og austur fyrir landið,“ segir Birkir. Nýársflotinn er farinn út á miðin  Hafró leitar lags í loðnuleitinni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vertíð Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK nær og Sighvatur GK sem Vísir gerir út við bryggju í verstöðinni Grindavík. Vetrarvertíðin fer nú á fullt. Töluverð flugumferð var um Kefla- víkurflugvöll á fyrsta degi ársins. Þannig lentu 45 farþegavélar á vell- inum. Þar af 17 vélar á vegum Ice- landair, 11 á vegum WOW air og 3 á vegum Air Iceland Connect. Þá tóku á loft frá vellinum 67 farþegavélar. Af þeim voru 30 á vegum Icelandair, 21 frá WOW air og 2 vélar frá Air Iceland Connect. Ekkert fraktflug var um völlinn í gær sem er nokkuð sérstakt en síð- ustu vélar ársins 2017 lentu í Kefla- vík þann 29. desember.Þá komu tvær vélar á vegum Icelandair Cargo til landsins og ein hóf sig til flugs með varning sem flytja átti úr landi. Hið sama var að segja um tvær vélar á vegum Bluebird. Frá því félagi kom vél frá Dublin og önnur hélt frá félaginu til sömu borgar síðar um daginn. Í dag færist flugumferðin svo í eðlilegra horf eftir þá lægð sem hún gjarnan lendir í, ekki síst á jóladag og nýársdag þegar mun færri vilja vera á ferðinni en alla jafna. Þannig verða komurnar 76 í dag og brottfar- irnar 69. Töluverð umferð um Keflavík á nýársdag Flug Oftast er mikill handagangur í öskjunni á Keflavíkurflugvelli. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það mjög brýnt mál að lækka veiðigjöld á þorsk og ýsu til þess að koma til móts við litlar og meðalstór- ar útgerðir. „Þetta er erfitt. Menn eru að fá of lágt verð fyrir þorskinn og ýsuna og hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Örn. „Verðið er fimmtungi lægra í dag en það var árið 2015 þannig að þetta er streð. Eins og staðan er í dag er fiskverð of lágt fyrir þessa út- gerð.“ „Uppgjafarhljóð í mönnum“ Að sögn Arnar hefur Landssam- band smábátaeigenda átt í samtali við stjórnvöld um breytingar á veiði- gjaldinu og fengið góð viðbrögð það- an sem rímar við það sem Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag um breyting- ar á veiðigjaldinu með lítil og með- alstór fyrirtæki í huga. „Það er uppgjafarhljóð í mönnum sem hafa verið með mjög góðan rekstur alla tíð. Þetta er það sem þeir eru bestir í og menn vilja stunda þessa útgerð áfram og þess vegna er nauðsynlegt að það komi eitthvað frá stjórnvöldum til að létta róðurinn hjá þessum aðilum.“ Leggja til tvær leiðir Örn segir sambandið leggja til tvær leiðir sem kæmu smáum út- gerðum betur: Að veiðigjöld fari stighækkandi eftir veiddu magni eða að veiðigjöldum verði aflétt af fiski sem er seldur á fiskmarkaði. Há veiðigjöld sliga alla útgerð  Hugmyndir LS gætu bitnað á stærri sjávarútvegsfyrirtækjum sem segja skattheimtu þegar of háa „Atvinnugreinar sem nýta auðlindir Íslands eiga eðli málsins samkvæmt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtinguna,“ segir Heiðrún Lind Marteins- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Gjaldið fyrir nýtingu auðlinda þarf að vera hóflegt og gæta jafn- ræðis,“ segir Heiðrún Lind. „Við erum að ráðgera að árið 2018, miðað við óbreytt veiðigjald eins og fjárlög fóru í gegnum þingið, verði skattur 58 til 60 prósent af hagnaði. Tekjuskattur 20 prósent og veiðigjald 40 pró- sent,“ segir Heiðrún Lind. „Þetta er hátekjuskattur á sterum þetta árið og gjaldtakan er komin langt fram úr hófi. Hún verður beinlínis skaðleg sjávarútvegi og þar með samfélaginu öllu.“ „Hátekjuskattur á sterum“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.