Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Við erum á facebook
Útsalan hafin
40-50% afsláttur
Opið 12-18 í dag
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Bíll valt í Ártúnsbrekku um klukk-
an tvö eftir hádegi í gær. Var öku-
maður einn í bílnum og var mað-
urinn í kjölfarið fluttur á
bráðamóttöku Landspítalans til að-
hlynningar. Ekki var unnt að fá
upplýsingar um líðan mannsins.
Ökumaður bifreiðarinnar var á
leið í vesturátt þegar bíllinn hafnaði
á vegriði meðfram veginum og valt
niður brekku skammt frá stoppi-
stöð Strætó. Bifreiðin, sem er af
gerðinni Volkswagen Golf Variant,
er gjörónýt. Þá mun vegriðið við
Ártúnsbrekkuna hafa farið í sund-
ur.
Mikill viðbúnaður lögreglu,
slökkviliðs og sjúkrabíla var á vett-
vangi þar sem m.a. var stuðst við
tækjabíl frá slökkviliðinu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óhapp Bifreiðin er ónýt eftir að hafa hafnað á vegriði og oltið niður brekku.
Fluttur á bráða-
deild eftir bílveltu
Vegrið fór í sundur við Ártúnsbrekku
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Flugeldasala fyrir gamlárskvöld á
vegum Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar gekk heilt yfir ágætlega,
segir Smári Sigurðsson, formaður
slysavarnarfélagsins, í samtali við
Morgunblaðið.
„Margar sveitir seldu svipað magn
og í fyrra. Þá seldu nokkrar sveitir
meira en í fyrra,
sem er ánægju-
legt.“ Hjá öðrum
sveitum var salan
þó minni eða um-
talsvert minni.
„En meginlínan
er að salan gekk
vel og við erum
afar þakklát fyrir
stuðninginn,“
segir Smári enn-
fremur um flugeldasöluna fyrir ára-
mótin.
Mesta salan í stærri bæjum
Smári segir aðspurður að það sé
ekki gott að segja hvað valdi miklum
mismun milli flugeldasölu björgun-
arsveita. „Það er alveg ljóst að
björgunarsveitir í fámennari býlum
selja ekki marga flugelda. Salan er
fyrst og fremst í stærri bæjum og
þorpum.“ Þá segir Smári að félagið
hafi fundið fyrir vexti samkeppnis-
aðila á höfuðborgarsvæðinu, Suður-
nesjum, og Akureyri á undanförnum
árum.
Misjöfn sala fyrir þrettándann
Aðspurður hvernig flugeldasalan
er í tengslum við þrettándann svarar
Smári að hún sé mismunandi eftir
sveitarfélögum. „Ekki er alls staðar
hefð fyrir því að selja á þrettándan-
um en þó hefur verið hægur stígandi
í flugeldasölu fyrir þrettándann. Ég
hef því trú á meira fjöri í ár. Þrett-
ándinn er á laugardegi og salan
snýst því í kringum helgi þannig að
ég hef fulla trú á ágætri sölu, sem er
þó auðvitað pínulítil miðað við söluna
fyrir áramótin.“
Morgunblaðið/Hari
Áramót Landsbjörg er þakklátt fyr-
ir stuðninginn í flugeldasölunni.
Landsbjörg sátt
með flugeldasölu
Stígandi er í sölu fyrir þrettándann
Smári
Sigurðsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allur gangur var á því hve erlendir ferðamenn, sem
lögðu leið sína á Esjuna í gær, nýársdag, voru vel búnir í
fjallgöngur. Íslendingar sem fóru á fjallið og eru vanir
þurftu meðal annars að aðstoða rússneskt par sem hafði
lagt á brattann en var ekki með nauðsynlegan fótabúnað.
Tóku Íslendingarnir þau rússnesku því undir sinn vernd-
arvæng og fylgdu þeim niður á bílastæðin við Mógilsá.
Áður höfðu þeir rekist á Japani komna hátt upp í hlíðar
fjallsins á strigaskóm og voru þeir hvattir til að snúa til
baka hið snarasta, enda duga ekkert minna en mann-
broddar í Esjuferðum um þessar mundir þar sem flug-
hált er í fjallinu.
Markaði spor með öxinni
„Mér þóttu Íslendingarnir sem voru á Esjunni í gær
almennt mjög vel búnir. Velflestir voru þeir á góðum
gönguskóm með mannbroddum, enda kröfðust aðstæður
þess. Þá voru margir með stafi og einhverjir voru með
axir. Sjálfur hafði ég þannig tól sem dugði til að marka
spor í ísinn þar sem Rússarnir príluðu yfir,“ segir Pétur
Haukur Helgason sem þarna var á ferðinni í gær. „Það
er kannski umdeilanlegt hversu vel ég sjálfur var búinn,
þá búinn að lána mannbroddana mína svo göngufólkið
frá Rússlandi gæti komist heilu og höldnu til baka.
Raunar var ég fleirum innan handar með tæki sem þurfti
og auðvitað er bara fínt að fara inn í nýtt ár með því að
hafa hjálpað öðrum.“
Fjallabálkur veðrabrigða
Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum voru
fyrir skemmstu sett upp fræðsluskilti á þremur stöðum
við Esjuna, þar sem göngufólk er varað við þeim hættum
sem ferðum á fjallið fylgja. Hefur verið bent á tvö bana-
slys sem þar hafa orðið á síðastliðnum fimm árum – auk
þess sem björgunarsveitarmenn þurfa reglulega að fara
á fjallið til að sinna óhöppum eða slysum. Telst fólki í
björgunarsveitunum svo til að það hafi farið í útkall í
Esjuna að meðaltali annan hvern mánuð síðastliðin fjög-
ur ár. Í því tilliti hefur þótt nauðsynlegt að vara við hætt-
unum sem felast meðal annars í því að Esjan er 900
metra há; mikill fjallabálkur sem dregur öll veðrabrigði
að sér. Margir átta sig ekki heldur á þeirri staðreynd að
þegar komið er upp í 500 metra hæð er þar allt annað
veðrakerfi en á jafnsléttu og séu náttúruöflin í ham eru
þau ekkert lamb að leika sér við.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Útsýni Það var fallegt að litast um á Esjunni í gær, þó fjallgangan væri talsvert klöngur um ísbunka og harðfenni.
Esjan er aðeins fær
fólki á mannbroddum
Rússar lentu í vanda og Japanir sneru við á strigaskóm