Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 12

Morgunblaðið - 02.01.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Það er tilviljun að ég skrifaðiþessa bók, en árið 2010 laség erlenda grein um kana-díska hermenn í fyrri heimsstyrjöld, en í henni var talað um Dani, Svía og Norðmenn sem höfðu flutt til Kanada eins og Ís- lendingar á þessum tíma, ásamt öðrum þjóðum eins og Pólverjum og Úkraínumönnum,“ segir Jakob Þór Kristjánsson alþjóðastjórnmála- fræðingur, en hann hefur nýlokið við að skrifa bókina Mamma, ég er á lífi – Íslenskir piltar í víti heims- styrjaldar sem kom nýlega út hjá Sögum, útgáfu. „Greinin var um þá sem höfðu barist fyrir Kanada í fyrri heims- styrjöldinni en það var ekkert minnst á Íslendingana. Ég vissi að Íslendingar höfðu líka barist með kanadíska hernum því ég hafði lesið um það áður í ævisögum og ætt- fræðiskrám. Eins hefur verið skrif- að lítillega um þetta áður. Ég fór því að skoða málið fyrir forvitni sakir, þannig að ég byrjaði að skrifa grein, en svo var þetta svo mikið efni að þetta varð að bók,“ segir Jakob. Sveitastrákar frá Íslandi „Ég fékk bréf, bréfasöfn og dagbækur sendar frá Vestur- Íslendingum sem ég nota í bókinni og ég átti í samskiptum við Vestur- Íslendinga. Skyldmenni mín voru á vígvellinum, en það vissi ég ekkert um fyrr en ég byrjaði að skrifa bók- ina. Svo talaði ég við afkomendur þessara manna. Það eru ekki nema hundrað ár síðan, þrjár til fjórar kynslóðir. Mikið af bréfunum birtist í vesturíslensku blöðunum Lögbergi og Heimskringlu og ég styðst við þau bréf líka. Þar var mikið fjallað um stríðið og hvort Íslendingar ættu yfir höfuð að gefa kost á sér í þetta stríð. Þetta voru sveitastrákar frá Íslandi, nýfluttir til Kanada en svo voru þeir allt í einu mættir á einhvern vígvöll í Frakklandi,“ segir Jakob. Þetta er saga sem má ekki gleymast Vestur-Íslendingar börðust á vesturvígstöðvum fyrri heimsstyrjaldar. Einlæg bréf þeirra til ástvina lýsa söknuði, ótta og einmanaleika. Margir þeirra upp- lifðu að þeir væru að berjast fyrir Ísland. Jakob Þór Kristjánsson hefur sent frá sér bókina Mamma, ég er á lífi – Íslenskir piltar í víti heimsstyrjaldar, en hún geymir bréf og frásagnir vestur-íslenskra pilta sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöld. Ljósmynd/Úr bókinni Heldur hráslagalegt Fjórir ungir hermenn í skotgröfum árið 1915. Við upphaf nýs árs er algengt að fólk taki til í ranni sínum á einhvern hátt og oft tengist það mataræðinu. Sum- ir ákveða að draga úr sykuráti sínu, aðrir kjósa að minnka sína matar- skammta og svo eru þeir sem vilja prófa algjörlega nýtt mataræði. Þá er úr ýmsu að velja, en fyrir þá sem langar að prófa að hætta að borða dýraafurðir af einhverjum ástæðum, og gerast vegan, er um að gera að bregða sér á kynningarfund á vegum samtaka grænmetisæta á Íslandi. Sá kynningarfundur verður á morgun miðvikudag 3. janúar kl. 20 í Bíó Paradís. Yfirskrift kynningarfundar- ins er Veganúar 2018 (sett saman úr orðunum vegan og janúar), en mark- mið veganúar er að vekja fólk til um- hugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan-fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Öllum opið og ókeypis. Vefsíðan www.veganuar.is GettyImages/iStackPhotos Grænmeti Allt er vænt sem vel er grænt, stendur einhvers staðar. Kynnið ykkur kosti vegan-fæðis Karate er alhliða líkamsrækt sem reynir á allan skrokkinn og er fyrir alla aldurshópa. Fólk getur iðkað íþróttina á eigin forsendum og hægt er að iðka karate jafnt sem hefð- bundna bardagalist og öfluga nútíma keppnisíþrótt. Í Þórshamri í Reykja- vík æfa iðkendur á aldrinum 5-70 ára og á facebooksíðu Þórshamars kem- ur fram að það sé algengur misskiln- ingur að karateiðkendur þurfi að vera kattliðugir og í toppformi til að byrja að æfa. Það er alls ekkert skilyrði en kemur oftast smám saman með æf- ingunni. Það er aldrei of seint að byrja og fólk getur haldið áfram að æfa alla ævi og aðlagað æfingarnar sinni getu. Næstkomandi fimmtudag, 4. jan- úar, ætlar María Helga að opna vor- önnina hjá Þórshamri með opinni æf- ingu fyrir alla. Fullorðna og krakka, unglinga og ömmur, foreldra, afa og langafa. Allir eru velkomnir, byrj- endur og lengra komnir. Æfingin verður frá kl. 17.30-18.30. Karatefélagið Þórshamar er til húsa í Brautarholti 22 í Reykjavík. Opin ókeypis æfing fyrir fólk á öllum aldri hjá Þórshamri María Helga opnar nýja árið með öfum, ömmum og krökkum Gaman Þjálfarar Þórshamars á góðri stundu, María Helga önnur frá hægri. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vissulega ráðum við mannfólkið ekki alfarið örlögum okkar, ýmislegt getur hent í lífinu sem við höfum enga stjórn á. En það sem við getum reynt að hafa stjórn á er hvernig við tök- umst á við það sem á vegi okkar verð- ur. Og þá skiptir mestu máli að velja jákvæðnina fram yfir neikvæðnina, kjósa að líta á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Með gleðina að leiðarljósi verður allt miklu auðveldara og fólk laðast auk þess frekar að brosmildu fólki en fýlupokum. Og við vitum öll að ánægjuleg nærvera við lifandi manneskjur er það sem gefur lífinu gildi. Minnum okkur á þetta á hverj- um morgni áður en við höldum út í daginn. Gleðilegt nýtt ár! Endilega … … veljið gleðina á nýju ári Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gaman gaman Hoppandi hamingja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.