Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Á nýliðnu ári tókum við á móti 1,3 milljónum gesta hér í Bláa lóninu og það er nýtt met. Vöxturinn milli ára nemur um 16% því árið 2016 voru gestirnir ríflega 1,1 milljón.“ Þetta segir Grím- ur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, en vöxt- ur fyrirtækisins hefur reynst æv- intýralegur og er lónið á Reykja- nesi, ásamt þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, fyrir löngu orðið einn mest sótti ferðamannastaður lands- ins. Aðsóknin jafnast út Grímur bendir á að á síðustu ár- um hafi aðsóknin orðið jafnari yfir mánuði ársins og nú séu stærstu mánuðirnir að skila um 150 þúsund gestum meðan aðrir fari niður í 90 þúsund. „Þetta skýrist m.a. af mismiklum fjölda sem sækir landið heim en einnig af þeirri staðreynd að yfir vetrartímann styttum við opnunar- tímann. Við leggjum mikla áherslu á heildarupplifun gestanna og stýrum því með virkum hætti hversu margir eru ofan í lóninu á hverjum tíma. Við stækkuðum t.d. lónið um helm- ing árið 2015 án þess að slaka á fjöldatakmörkunum en markmiðið var að bæta upplifun gesta okkar.“ Frekari skref stigin í aðgangsstýringu í lónið Hann segir að aðgangsstýringin hafi gefist afar vel allt frá því að henni var komið á laggirnar árið 2015 og að enn sé verið að innleiða tækni sem styðji við þá nálgun. „Þetta hefur komið afar vel út og dreifir fjölda gesta mun betur yfir daginn. Þannig nýtist t.d. mun betur fyrsti klukkutíminn af deginum og einnig sá tími á kvöldin sem var minna nýttur af gestum.“ Langstærstur hluti gesta Bláa lónsins bókar aðgöngumiða þangað áður en í lónið er komið, enda hættir fólk að öðrum kosti á að þurfa frá að hverfa. Forbókunin opnar fyrirtæk- inu mörg tækifæri að sögn Gríms. „Fólk bókar sig langt fram í tím- ann og við erum komin í netsam- band við um helming okkar við- skiptavina meira en þrjátíu dögum áður en þeir mæta til okkar. Við fylgjum heimsókn gesta okkar einn- ig eftir með virkum hætti og mælum NPS-skor eða meðmælavísitölu og spyrjum gesti okkar út í upplif- unina. Það er hægt því við erum með tengingu við þá í gegnum net- fang sem þeir hafa skráð við kaup á aðgangi að lóninu. Niðurstöður þessarar eftirfylgni sýnir að gestir okkar eru ánægðari með upplifunina eftir að við tókum upp aðgangsstýr- inguna heldur en fyrir. Þetta er líka betra fyrir starfsfólkið og jafnar álagið á það og gerir því kleift að veita betri þjónustu.“ Tengjast sífellt fleiri við- skiptavinum gegnum netið Þá segir Grímur að fyrirtækið hafi náð miklum árangri í að nálgast fólk í gegnum netið. „Ef við skoðum tímabilið frá 1. nóvember 2016 til 31. október 2017 þá sóttu um 3,2 millj- ónir manna heimasíðuna okkar heim. Þær heimsóknir skiluðu 681 þúsund bókunum sem er afar hátt hlutfall og hvetjandi fyrir okkur.“ Grímur segist eiga von á fjölgun gesta á nýju ári og þá tekur fyrir- tækið í notkun nýja þjónustu. „Við gerum ráð fyrir 5-6% fjölgun milli ára meðan almennt er talið að ferðamönnum hér á landi muni fjölga um 10-11%. Samhliða fleiri lóngestum erum við farin að opna fyrir bókanir á nýtt hótel og heilsu- lind sem tengd er lóninu. Hótelið verður 62 herbergi með glæsilegri aðstöðu. Allt eru þetta einskonar svítur en 4 þeirra eru stærri með einkalóni og svo er ein sem sker sig úr og er stærri en allar hinar.“ Stefnir í 600 heilsársstörf Hjá fyrirtækinu eru í dag um 500 heilsársstörf en Grímur segir þau fara í 600 þegar nýja hótelið verður komið í gagnið. „Þetta er mikið umfang og margt sem tengist kjarnastarfseminni. Það eru um 200 manns sem starfa á veit- ingasviði og annað eins á baðstaðn- um. Við rekum í dag 35 herbergja hótel og einnig fjórar verslanir og netverslun sem selja húðvörur Bláa Lónsins. Að auki erum við umfangs- mikla rannsóknar- og þróunar- starfsemi á svæðinu og loks má nefna að við rekum eitt stærsta þvottahús landsins í Grindavík. Þannig að starfsemin er afar fjöl- breytt.“ Metfjöldi gesta kom í lónið Morgunblaðið/Ófeigur Ferðaþjónusta Bláa lónið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Aukin aðgangsstýring hefur bætt upplifun gesta að sögn Gríms Sæmundsen. Í mánuði hverjum sækja 90 til 150 þúsund manns lónið. Mest er aðsóknin á sumrin.  1,3 milljónir manna komu í Bláa lónið 2017  Búast við 5-6% vexti á þessu ári  Tengja við stóran hóp viðskiptavina löngu áður en að heimsókn þeirra kemur Grímur Sæmundsen 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 ÙTSALA FRÍ HEIMSENDING UM ALLT LAND Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi á gamlársdag. Hún var fædd 13. nóv- ember 1932 á Akureyri, dóttir hjónanna Guð- rúnar Rósinkarsdóttur og Brynjólfs Sigtryggs- sonar. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA árið 1952 og las síðan heim- speki við Háskóla Ís- lands. Áslaug var menntaður kennari og sérkennari og lauk mastersprófi í uppeld- is- og kennslufræðum. Árið 1962 hóf Áslaug kennslu við Vogaskóla í Reykjavík og var síðan í nokkur ár framkvæmdastjóri Bóksölu stúd- enta. Kom hún svo til starfa við Fossvogsskóla árið 1972. Þar var hún kennari, yfirkennari og loks skólastjóri. Árið 1982 var Áslaug skipuð fræðslustjóri í Reykjavík og var það allt þar til embættið var lagt niður þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996. Þá fór hún til starfa hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur og var um- boðsmaður foreldra og skóla, til árs- ins 2001. Þá settist hún í stjórn Áslandsskóla og var skólastjóri þar 2001-2002. Auk þeirrar menntunar sem fyrr er nefnd aflaði Áslaug sér þekkingar á tungumálum, í stjórnun og á sviði skólamála og skrifaði einnig fræðilega um skólamál, einkum á sérsviði sínu sem var samskipti heimilis og skóla. Á sviði félagsmála lét Áslaug talsvert til sín taka. Hún átti sæti í Menntamálaráði og stjórn Menningarsjóðs um langt skeið, gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir samtök kennara og sat í stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands og starfaði mikið með samtökum kvenna í fræðslustörfum, Delta, Kappa, Gamma. Hún fékk fálkaorðu fyrir störf sín að fræðslumálum árið 1997. Hún var jafnfram mjög virk í starfi Framsóknarflokksins, sat þar í mið- stjórn og átti oft sæti á framboðs- listum. Fyrri maður Áslaugar var Guð- mundur E. Sigvaldsson (1932-2004) og eignuðust þau fjögur börn; Ragn- heiði menntaskólakennara, Birgi stjórnmálafræðing, Gunnar Braga framkvæmdastjóra í fiskeldi í Nor- egi, og Guðrúnu Bryndísi barna- og unglingageðlæni. Seinni maður Áslaugar var Jó- hann Gíslason. Hann lést árið 2004. Andlát Áslaug Brynjólfsdóttir Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands/Jarðvísindastofnun og Flug- leiðsögusvið Isavia hafa gert með sér samning um að flugvél fyr- irtækisins verði notuð í vöktunar- flug vegna eftirlits með eldstöðvum í jöklum hér á landi. Kveður samningurinn m.a. ann- ars á um að flugvélin verði tiltæk í fjórar eftirlitsflugferðir á ári yfir Mýrdals- og Vatnajökul. Isavia not- ar vélina við flugprófanir og still- ingar á tækjabúnaði við flugvelli á Íslandi. Þá hefur flugprófunarþjón- usta Isavia verið seld til annarra landa, m.a. Grænlands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Um árabil hefur Isavia sinnt eft- irliti með eldstöðvum í samstarfi við Raunvísindastofnun en það er fyrst núna sem sú samvinna er færð í fastar skorður með samn- ingi. TF-FMS notuð til vöktunar Soffía Vagns- dóttir hefur ver- ið ráðin skrif- stofustjóri grunnskólaskrif- stofu Reykjavík- urborgar. Soffía hefur undanfarin ár verið sviðsstjóri fræðslusviðs Ak- ureyrarbæjar en á árunum 2006-2014 var hún skóla- stjóri í Bolungarvík. Soffía hefur einnig starfað sem stjórnandi tón- listarskóla og kennari í Kennarahá- skólanum, Leiklistarskólanum og Fósturskóla Íslands. Hún hefur lok- ið framhaldsnámi í stjórnun menntastofnana og er með meist- aragráðu í menningarstjórnun. Soffía tekur við starfinu af Guð- laugu Sturlaugsdóttur í byrjun nýs árs. Auk Soffíu sóttu Björn Gunn- laugsson og Róbert Grétar Gunn- arsson um starfið. Stýrir skólamálum hjá Reykjavíkurborg Soffía Vagnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.