Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Lítil flugvél flugfélagsins Nature
Air brotlenti á sunnudaginn var í
Guanacaste-héraði í Kostaríku
með tíu bandaríska farþega innan-
borðs. Frá þessu er greint á vef-
síðu AFP. Allir farþegarnir fórust
auk tveggja flugmanna frá Kosta-
ríku. Talið er að sterkar vind-
hviður hafi komið í veg fyrir að
flugvélin gæti lent í strandbænum
Punta Islita. Bærinn er vinsæll
ferðamannastaður sem Banda-
ríkjamenn og Evrópubúar sækja
gjarnan heim þegar tekur að vetra
á norðurhveli jarðar. Meðal hinna
látnu var fimm manna bandarísk
fjölskylda. Luis Guillermo Solis,
forseti Kostaríku, vottaði ætt-
ingjum hinna látnu samúð sína á
samfélagsmiðlum á sunnudaginn.
Alvarleg flugslys á borð við þetta
eru fáheyrð á Kostaríka. Ekki hef-
ur annað slíkt komið fyrir síðan
árið 2000, þegar flugvél brotlenti
með tíu ferðamenn og tvo flug-
menn innanborðs nálægt San José.
KOSTARÍKA
Tólf látnir í mann-
skæðu flugslysi
Kuldinn í Kan-
ada er orðinn
slíkur að starfs-
mönnum í dýra-
görðum þykir
vissara að koma
mörgæsunum
inn í hlýjuna.
Frá þessu er
greint á vefsíðu
AFP. Á gamlárs-
kvöldi mældist
hitinn í borginni Calgary í Al-
berta-fylki rúmar þrjátíu gráður
undir frostmarki. Starfsmönnum í
dýragarði borgarinnar þótti óboð-
legt að hafa mörgæsirnar úti í
meira en 25 gráðu frosti og létu
því færa konungsmörgæsirnar tíu
inn í hitað skýli. Síðustu vikuna
hefur fimbulkuldi ríkt víðs vegar
um Kanada og margir hafa neyðst
til að fagna áramótunum innan-
dyra. Lægstur hefur hitinn í Kan-
ada mælst 40,5 gráður undir frost-
marki og hæstur 7,5 gráður undir
frostmarki.
KANADA
Flýja með mörgæsir
inn í hlýjuna
Frost Mörgæsir
þola flest veður.
Þrettán hafa látið lífið og yfir 400
verið handteknir frá því að mótmæl-
in hófust í Íran á fimmtudaginn í síð-
ustu viku. Mótmælin eru þau
stærstu í landinu síðan 2009, þegar
þúsundir landsmanna mótmæltu
sigri Mahmoud Ahmadinejad, þá-
verandi Íransforseta, í kosningum
sem þá fóru fram.
Í frétt AFP er greint frá miklum
viðbúnaði lögreglumanna vegna
mótmæla um allt landið en yfirlýs-
ingar Hassan Rouhani Íransforseta
um að mótmælendum og lögbrjótum
yrði refsað vöktu mikla reiði meðal
mótmælenda og mótmæltu þeir um-
mælum forsetans í gær.
Á sunnudag létu sex lífið í byssu-
bardaga í Tuyserkan og í gær lést
lögregluþjónn og þrír til viðbótar
særðust þegar þeir voru skotnir með
veiðirifflum. Þá létu tveir lífið þegar
mótmælendur óku yfir þá á stolnum
slökkvibíl í bænum Dorud.
Segir mótmælin vera smámál
Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu
Íransforseta segir Rouhani að mót-
mælin séu smámál. „Þjóð okkar mun
sjá um þennan minnihluta sem hróp-
ar ókvæðisorð þvert á lög landsins
og óskir fjöldans, og vanhelgar helg-
ar skyldur sínar og gildi byltingar-
innar,“ sagði hann. AFP greinir frá
því að í nokkrum bæjum landsins
hafi fólk komið saman til þess að
lýsa yfir stuðningi við stjórnvöld.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur ítrekað gagnrýnt írönsk
stjórnvöld undanfarna daga. Segir
hann að tími sé kominn á breytingar
í landinu og að írönsku þjóðina
þyrsti í breytingar.
Fyrst um sinn voru mótmælin
gegn verðhækkunum í landinu en
beindust síðan að klerkastjórninni.
Fjöldamótmælin í
Íran halda áfram
13 látnir og 400 hafa verið handteknir
AFP
Átök Mótmælin í Íran eru þau
umfangsmestu síðan árið 2009.
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Einræðisherrann Kim Jong-un, leið-
togi Norður-Kóreu, lét í það skína í
nýársávarpi sínu á mánudag að hann
væri reiðubúinn að setjast að samn-
ingaborðinu og að hann vildi ná
„friðsamlegri lausn um landamærin
í suðri“. Jafnframt sagði Kim að
hann vildi láta sendinefnd heim-
sækja Vetrarólympíuleikana sem
haldnir verða í Suður-Kóreu í febr-
úar.
Kim notaði þó tækifærið líka til að
vara Bandaríkin við að kjarnorku-
vopn Norður-Kóreumanna væru
reiðubúin til notkunar og gætu hæft
hvaða stað sem er á meginlandi
Bandaríkjanna. Sagði hann að
hnappurinn til að skjóta kjarnorku-
flaugum á loft væri innan seilingar á
skrifborði sínu.
Friðartónn kemur á óvart
CNN hefur eftir talsmanni Moon
Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að
stjórnvöld þar í landi fagni þeirri ósk
Kim Jong-un að bæta samskiptin á
milli þjóðanna. Ummæli Kims um
Suður-Kóreu hafa komið sérfræð-
ingum í málefnum þjóðanna tveggja
mjög á óvart en hann ræddi um mik-
ilvægi þess að löndin „vinni saman
til að draga úr spennu, og vinni sam-
an sem fólk með sameiginlega arf-
leifð að því að stuðla að friði og stöð-
ugleika“. Óskaði hann Suður-Kóreu
jafnframt velfarnaðar sem gestgjaf-
ar Vetrarólympíuleikanna og sagði
viðburðinn gott tækifæri til að sýna
heimsbyggðinni mátt Kóreumanna.
Vill auka vopnaframleiðslu
Í ávarpinu sagði Kim að nýtt ár
yrði notað til að fjöldaframleiða
kjarnavopn og langdrægar eldflaug-
ar, en hann bætti við að þessi vopn
yrðu aðeins notuð ef öryggi landsins
yrði ógnað, að því er FT greinir frá.
Alþjóðasamfélagið hefur gripið til æ
harðari aðgerða gegn stjórnvöldum í
N-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og
eldflaugatilrauna þeirra og í desem-
ber sagði Kim að nýjustu refsiað-
gerðir Sameinuðu Þjóðanna gegn
landinu jafngiltu stríðsaðgerðum.
Um miðjan mánuðinn samþykkti ör-
yggisráð SÞ einróma að skerða enn
frekar sölu á eldsneyti til N-Kóreu
og banna sölu á hvers kyns vélum,
farartækjum og iðnmálmum þangað.
Sérfræðingar segja ummælum
Kims m.a. ætlað að fullvissa alþjóða-
samfélagið um að Norður-Kórea
hyggist aðeins nota kjarnorkuvopn
sín til að verjast árás. Þá þykir Kim
vera að leggja grunninn að sam-
komulagi sem fæli í sér að Norður-
Kórea fengi að halda kjarnorku-
vopnum sínum. Þau vopn sem landið
á í dag hafi nægilegan fælingarmátt
til að verja Norður-Kóreu gegn árás
og Vetrarólympíuleikarnir séu kjör-
ið tækifæri til að draga úr þeirri
spennu sem kjarnavopnaframleiðsl-
an hefur skapað.
Eins og áður hefur verið greint
frá hefur hættan á stríðsátökum á
Kóreuskaga farið vaxandi, bæði
vegna kjarnavopnaframleiðslu
Norður-Kóreu og vegna þess að
Trump Bandaríkjaforseti hefur þótt
sýna það í orði að hann væri fús að
grípa til hernaðaraðgerða gegn rík-
isstjórn Kims. Auk þess að eiga
frumkvæðið að harðari viðskipta-
þvingunum hafa Bandaríkin lagt
aukinn kraft í heræfingar með vina-
þjóðum á svæðinu. Í byrjun desem-
ber héldu Bandaríkin og Suður-Kó-
rea fimm daga heræfingu sem
12.000 hermenn tóku þátt í og 230
flugvélar voru notaðar. Stjórnmála-
greinendur segja bandarísk og suð-
ur-kóresk stjórnvöld geta brugðist
við ummælum Kims með því að
draga úr hernaðaræfingum sínum
og þannig sýnt vilja til sátta án þess
að slá af kröfum sínum.
Sáttatónn í ræðu Kim
Kim Jong-un virtist fús til viðræðna í nýársávarpi sínu en sagði kjarnorkuvopn
sín reiðubúin til notkunar Vetrarólympíuleikar tækifæri til að draga úr spennu
AFP
Útspil Kim Jong-un gæti verið að undirbúa jarðveginn fyrir samkomulag sem fæli í sér að Norður-Kórea fengi að
halda kjarnavopnum sínum. Hann lagði á það áherslu að vopnin yrðu eingöngu notuð til að verja landið.
Vetrarþíða
» S-Kórea heldur Vetrar-
ólympíuleika í febrúar.
» N-Kórea vill senda sendi-
nefnd á viðburðinn og hefja
viðræður.
» Senda Bandaríkjamönnum
tóninn og hóta að beita kjarn-
orkuvopnum ef öryggi N-Kóreu
er ógnað.
Litur augnabliksins
Gyðjugrænn
NÝR LITUR
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is