Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 18

Morgunblaðið - 02.01.2018, Page 18
BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Gert er ráð fyrir því að jarð-vegsframkvæmdir vegnanýs húss á Alþingis-reitnum geti hafist um mitt ár. Nýja húsið mun rísa við hlið Oddfellow-hússins við Vonarstræti en verður einskonar viðbygging við Alþingishúsið og Skálann. Um tvö og hálft ár tekur að byggja húsið. „Í þessari viðbyggingu, sem við köllum svo, á að sameina og koma í eigu þingsins þeirri aðstöðu sem þinghaldið sannarlega þarf,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Morgun- blaðið. „Í nýju byggingunni verða skrifstofur alþingismanna, þing- flokksherbergi, skrifstofur þing- nefnda og starfsfólks nefndanna. Þá verður á fyrstu hæð hússins ýmis- konar þjónustuaðstaða og aðstaða fyrir fjölmiðlafólk, aðstaða fyrir gesti sem koma á nefndarfundi og gæslu sem þarf að vera í húsinu. Tilkoma hússins mun breyta miklu fyrir störf þingsins. Enn fremur má við því búast að ýmislegt annað breytist með tilkomu nýja hússins innan dyra í þinghúsinu og öðrum byggingum sem þingið á. Ég á til dæmis von á því að þingflokkar verði ekki með ákveðin herbergi lengur í þinghúsinu.“ Í máli Helga kemur fram að þingið leigir í dag skrifstofuhúsnæði á nokkrum stöðum með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er dýrt leigu- húsnæði sem er ákaflega misjafnt að gæðum og misheppilegt fyrir skrif- stofur þingmanna og þingflokka,“ segir Helgi. Húsnæði þetta er á efri hæðum húsanna sem eru norðan- megin Austurvallar, fyrir ofan til að mynda kaffihús, áfengisverslun og hamborgarastað. „Fyrir þetta greiðum við um 170 milljónir króna á ári,“ segir Helgi. Hann segir að alls leigi þingið um 4.500 fermetra af skrifstofu- húsnæði. Það þýðir að fermetra- verðið er um 3.150 krónur á mánuði, lauslega reiknað. „Framkvæmdin er að því leyti til hagkvæm að hún ætti að geta borgað sig á tiltölulega fáum árum og þingið átt sitt húsnæði skuld- laust. Leigukostnaðurinn er það hár.“ Allt starfið undir sama þaki Nýja tengibyggingin verður um sex þúsund fermetrar þegar allt er talið. Bílakjallari verður undir hús- inu með 40-50 bílastæðum. Bílakjall- arinn mun raunar tengjast þeim sem fyrir er vestan við Skálann, meðfram gömlu timburhúsunum sem eru við Kirkjustrætið, en þar eru tæplega 50 bílastæði. Hægt er að ganga beint inn í Skálann úr bílakjallaranum. „Þetta verður mjög mikil breyt- ing. Við leggjum mikla áherslu á að menn hafi á tilfinningunni að þeir séu undir einu og sama þakinu. Um- ferð úr nefndarherbergjum og skrif- stofum í þingsalinn þarf að vera greið og það var lögð á það áhersla í samkeppnisforsendunum að tengi- bygging yrði þægileg og umferð þar um greið, þannig að þessi nýja bygg- ing sé í raun órjúfanlegur hluti af húsakosti Alþingis,“ segir Helgi. „Starfshættir þingsins hafa auðvitað breyst allmikið á síðustu árum og áratugum, og þessi bygg- ing tekur mið af því. Með tilkomu hennar verður auðveldara að halda opna nefndarfundi, almenningur á greiðari aðgang að þingmönnum og nefndarstörfum, svo fátt eitt sé tal- ið. Það hefur einnig verið mikil þörf fyrir aðstöðu fyrir stærri fundi, móttökur og fleira. Allt slíkt hefur verið snúið fram að þessu því að þinghúsið er svo lítið.“ Mun breyta miklu fyrir störf þingsins Breytt ásýnd Nýja byggingin á Alþingisreitnum sem rísa mun við hlið Oddfellow-hússins við Vonarstræti verður tekin í gagnið árið 2021. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árið 2018 errunnið uppog kom engum að óvörum. Víst er þó að margt sem til tíðinda mun bera verður óvænt og ófyrirsjáanlegt. Rétt eins og segja má um nýliðið ár, þegar atburðir innanlands og utan áttu sér stað sem fáir sáu fyrir. Þeir voru að vísu ekki af þeirri stærðargráðu að þeirra verði minnst eftir öld eða tvær og ólíklegt er að atburðir ný- hafins árs verði af því taginu. Það er raunar ástæða til að vonast eftir að ekkert dragi til tíðinda á árinu sem minnst verði að öld liðinni, enda eru stóratburðir, líkt og títt er um fréttir, yfirleitt frekar af nei- kvæðara taginu. Í ár stendur engu að síður þannig á að við minnumst tveggja afar jákvæðra atburða, annars af innlendum vettvangi og hins af þeim alþjóðlega. Sá síðarnefndi er vitaskuld lyktir Norðurálfuófriðarins, eða heimsstyrjaldarinnar fyrri eins og hann er oftar nefndur nú orðið. Norðurálfuófriðurinn er nákvæmara orðalag, því að ólíkt heimsstyrjöldinni síðari, sem teygði sig til flestra afkima veraldar, var sú fyrri meira af- mörkuð við Evrópu, þó að hennar gætti vissulega víðar. Þessari skelfilegu styrjöld, með gríðarlegu mannfalli og óskilj- anlegum hryllingi þeim sem ekki hafa reynt á eigin skinni, lauk að vísu ekki eins og hendi væri veifað fyrir eitt hundrað árum. Afmörkuð átök, skærur og hryðjuverk héldu áfram næstu árin, meðal ann- ars í tengslum við hugmynda- fræðileg átök eftir byltingu kommúnista í Rússlandi og misvel heppnaðar byltingartil- raunir víðar. Og friðarsáttmál- arnir sem gerðir voru í kjölfar stríðslokanna áttu svo án efa töluverðan þátt í því að heims- styrjöldin síðari brast á. Friðurinn árið 1918 reyndist því skammgóður vermir, en innlendi atburðurinn sem vísað var til hér að framan hélt bet- ur. Ísland fékk fullveldi árið 1918 og hefur síðan ráðið eigin málum og verið að flestu leyti farsælt í þeim efnum, eins og sjá má á þeim ótrúlegu fram- förum sem orðið hafa hér á landi síðustu öldina. Í ár verður þessara miklu at- burða minnst, sem er þýðing- armikið. Friður er ekki sjálf- gefinn og það er fullveldið ekki heldur. Að hvoru tveggja er sí- fellt sótt og því full ástæða til að hafa hugfast að vinna þarf að því að varðveita hvort tveggja. Í ár minnumst við stórra atburða}Lærum af sögunni Ítölskum stjórn-völdum var skylt að boða nýjar þingkosningar eigi síðar en í maí á þessu ári. Nú hefur verið ákveðið að þær skuli fara fram þann 4. mars n.k. Margt bendir til að Evrópusambandið, vegna veikrar stöðu þess og sameig- inlegrar myntar, hafi ástæður til að kvíða þeim kosningum. Þær bætast við að enn hefur ekki tekist að mynda stjórn í Þýskalandi. Staða Merkel kanslara hefur veikst í kjölfar kosninga í september s.l. og viðvarandi stjórnarkreppu síð- an. Stórflokkarnir tveir í þýsk- um stjórnmálum fengu afleita niðurstöðu þá. AfD, Annar kostur fyrir Þýskaland, verður stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, neyðist tapflokkarnir tveir til að sitja með ólund í rík- isstjórn. Vandamál Spánar vegna Katalóníu og árekstrar Bruss- elvaldsins við réttkjörin yf- irvöld í Póllandi, Ungverja- landi og fleiri í austurhluta ESB bætast við aðrar ógöngur. Útganga Breta úr ESB þýðir að ríkin sem þegar borga með sér í sambandinu munu fá sendan enn sverari reikning frá Brussel. Renzi, leiðtogi ítalskra jafnaðar- manna, tapaði þjóð- aratkvæði sem hann hafði sagt forsendu þess að Ítalía gæti borgið stöðu sinni innan ESB. Skoðanakannanir nú benda ekki til þess að jafn- aðarmenn verði áfram stærsti einstaki flokkur Ítalíu. Nýleg- ar kosningar á Sikiley þykja staðfesta það mat. Flokkar, sem hafa efasemdir um ESB og evruna, eða eru al- gjörlega andvígir hvoru tveggja, virðast í mikilli sókn í þessum nýjustu mælingum. Valdamenn í ESB benda þó á að erfitt sé að slá nokkru föstu um ítölsk stjórnmál. Kosn- ingaspár hafa gengið illa eftir víða um álfuna síðustu misseri. En jafnvel þótt þær rættust nú sé fjarri því að vera víst að nægileg samstaða muni nást um það í Róm að kasta evrunni og enn síður að ákveða að segja landið úr ESB. En samt mun elítan í ESB eiga svefnlitlar nætur næstu 8-9 vikurnar. Og kannski mun lengur. Þingkosningar á Ítalíu 4. mars n.k. gætu velgt elítunni í Brussel undir uggum} Ítalía næst T rump hinum bandaríska og stuðn- ingsmönnum hans verður tíðrætt um svonefndar falsfréttir eða Fake news eins og þeir nefna þær á ensku. Það er auðvitað ekkert grín þegar æðstu embættismenn valdamesta ríkis í heimi segja að fjölmiðlar flytji vísvit- andi rangar fréttir. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að falsfréttirnar svonefndu reyn- ast eiga við rök að styðjast þannig að í munni Trumps er orðið falsfréttir samheiti við stað- reyndir. Sagan hefði getað endað þarna, ef ekki hefði komið í ljós að ósönnum sögum er í raun og veru dreift sem staðreyndum af ýmsum vefmiðlum. Sögurnar eru svo sumar endur- teknar á samfélagsmiðlum, meðal annars af stjórnmálamönnum og áróðursmeisturum sem finnst þægilegt að vísa til þeirra sem sanninda. Nú stendur yfir mikil rannsókn á því hvort Rússar hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir virðast hafa reynt það og í ljós hefur komið að sum- ar falsveiturnar í Bandaríkjunum eiga uppruna sinn í Rússlandi. Í nóvember birti Economist fréttir um að Rússar hefðu líka beitt sér í Brexit-kosningunum (með úrsögn Breta). Fréttastofan Reuters sagði líka frá því í maí að hakkarar með tengsl við ríkisstjórn Rússlands hefðu beitt sér gegn Macron í Frakklandi síðastliðið vor. Þegar fólk sem stöðu sinnar vegna ætti að vera varð- hundar sannleikans gerir engan mun á staðreynd eða lygi, rökum eða rökleysu, er lýðræðið í hættu statt. Hvað kemur þetta Íslendingum við? Jú, sagan segir okkur að útlendingar hafa haft mikinn áhuga á að blanda sér með beinum hætti í íslensk stjórnmál. Sovétmenn studdu Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn, samtímis því sem Alþýðuflokkurinn naut fjár- framlaga frá Norðurlandakrötum. Í öllum til- vikum höfðu foringjar flokkanna mikið fyrir því að fela slóðina. Í alþingiskosningunum haustið 2017 dreifðu nokkrar vef- og samfélagsmiðlasíður nafnlausum áróðri sem beint var gegn ákveðnum stjórnmálamönnum og -flokkum og studdi óbeint aðra. Þorgerður K. Gunn- arsdóttir vakti athygli á þessum vinnubrögð- um á Alþingi og krafðist rannsóknar. Með nafnlausum síðum geta flokkar komist fram hjá reglum um fjármögnun kosningabaráttu, auk þess sem huldufólk og álfar sem þar skrifa vega úr launsátri, án þess að nokkur beri á skrifunum ábyrgð. Að minnsta kosti þrír stjórnmálaflokkar hafa verið orðaðir við slíkar síður. Ég verð að játa að mér finnst ósennilegt að það sómafólk sem stjórnar þessum flokk- um hafi áhuga á því að stuðningsmenn þeirra sniðgangi lögin með þessum hætti. Því er nauðsynlegt að undirróð- ursstarfsemin verði rannsökuð tafarlaust, þannig að engir verði hafðir fyrir rangri sök. Fyrir nokkrum ára- tugum töldu Rússar Ísland hluta af sínu áróðurssvæði. Það skyldi þó aldrei vera að Grýla gamla gangi aftur. Benedikt Jóhannesson Pistill Varúð! – Falsfréttir Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Á undanförnum árum hafa farið fram fornminjarannsóknir á byggingarreitnum vestan við Oddfellowhúsið þar sem ný við- bygging Alþingis á að rísa. Að- spurður segir Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis, að niðurstaða þeirra rannsókna raski engu um bygginguna, en reynt verður að láta þess sem þó fannst sjá stað í nýbyggingunni. „Það mikla rannsóknarverk- efni er allt saman búið. Það var dýr framkvæmd en algjörlega nauðsynleg vegna þess hve byggingarstaðurinn er mikil- vægur og viðkvæmur.“ Byggingin er hönnuð af arkitektum hjá Studio Granda sem báru sigur úr býtum í verðlauna- samkeppni. Þeir hafa síðasta árið unnið að lag- færingum á hönnun sinni og fínteikn- ingum. Miklar forn- leifarannsóknir UNNIÐ AÐ LOKAHÖNNUN Helgi Bernódusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.