Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Á árinu 2017 hefur andrúmsloftið í al- þjóðamálum breyst mikið til hins verra og skrifast það að veru- lega leyti á reikning núverandi Bandaríkja- forseta. Smiðshöggið rak Trump nú rétt fyrir jólin með hótun um að skerða um allt að fjórðung framlag Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna í hefndarskyni fyrir einangrun USA í atkvæða- greiðslu á Allsherjarþinginu um málefni Jerúsalem sem höfuðborgar Ísrael. Í orðastríði við einræðis- stjórn Norður-Kóreu hefur Trump gefið í skyn að beiting kjarnorku- vopna að fyrrabragði sé innan seil- ingar. Þannig er kjarnorkuógnin á ný endurvakin eftir að hafa fjar- lægst í alþjóðasamskiptum allt frá áttunda áratug liðinnar aldar. Auk harðnandi deilna vegna kjarn- orkuvæðingar Norður Kóreu hafa mörg staðbundin átakamál haldið áfram og hergagnaiðnaður blómstr- að sem aldrei fyrr. Átök fyrir botni Miðjarðarhafs hafa frá aldamótum verið í brennipunkti heimsfrétta en þó er það helst á því svæði sem heldur hefur rofað til upp á síðkastið með undanhaldi hersveita Íslamska ríkisins (IS- IS) í Írak og Sýrlandi. Á móti koma grimmd- arleg átök í Jemen sem að miklu leyti skrifast á reikning Sádi-Arabíu og afleiðingarnar eru hungursneyð sem á vart sinn líka. Breytt afstaða Bandaríkjanna og framtíð NATÓ Umræða og vangaveltur um framtíð NATÓ hafa eðlilega fylgt húsbóndaskiptunum í Hvíta húsinu, m.a. í ljósi ummæla Trumps í kosn- ingabaráttu hans um NATÓ sem úrelt fyrirbæri og fjárhagslega byrði fyrir Bandaríkin. Forverar hans á forsetastóli höfðu ítrekað komið fram með kröfur um aukið fjárhagslegt framlag annarra þátt- tökuríkja til bandalagsins en með takmörkuðum viðbrögðum í reynd. Þær kröfur hefur Trump síðan oft- sinnis ítrekað og látið liggja að því að ekki verði unað við óbreytt ástand. Almenn viðmiðun af hálfu NATÓ er að hvert aðildarríki skuli verja um 2% af vergri þjóðarfram- leiðslu til hermála, en aðeins 5 þátt- tökuríki af alls 29 teljast hafa náð því marki. Hvað Bandaríkin snertir var þeirra framlag metið vera 3,61% á árinu 2016. Innan Evrópu- sambandsins er þetta hlutfall sagt vera um 1,4%, mjög mismunandi eftir aðildarríkjum, langhæst hlut- fallslega í Grikklandi en lægst í Lúxemborg. Umræða um hækkun framlaga til hermála er í senn við- kvæm og eldfim innan ESB. Í síð- asta mánuði undirrituðu 23 ESB- ríki af 28 fyrstu sameiginlegu áætl- unina um framlög til hermála á vegum bandalagsins. Þau viðbrögð eru m.a. rakin til óvissu um stefnu Bandaríkjanna í málefnum NATÓ og minnt jafnframt á ummæli Merkel kanslara sl. vor um að „Evr- ópa“ verði að bera ábyrgð á eigin örlögum. Óvissa og átök innan Evrópusambandsins Árið sem nú kveður hefur verið viðburðaríkt innan ESB með mikilli óvissu um framtíðarþróun þess og stefnu. Ákvörðun Breta á árinu 2016 um að segja skilið við megin- landsríkin eftir 45 ára sambúð bar eðlilega hæst í málefnum banda- lagsins og umræðan um skilyrðin fyrir Brexit. Þá sættu líka tíðindum tillögur Macrons Frakklandsforseta sem hann setti m.a. fram í ræðu sinni í Sorbonne-háskóla sl. haust um aukinn samruna evrusvæðisins, sameiginleg fjárlög og hreyfanlegar hersveitir kostaðar af aðildarríkum. Niðurstaða þingkosninganna í Þýskalandi á sama tíma, þar sem stóru flokkarnir töpuðu fylgi en andstæðingar frekari samruna efld- ust til muna, féll illa að þessum hug- myndum Macrons, að ekki sé talað um viðbrögð minni ríkja austar í álfunni. Langvinn stjórnarkreppa í Þýskalandi í kjölfar kosninganna sl. haust hefur jafnframt sett spurn- ingarmerki við frekara framhald stefnumála Macrons. Þegar svo litið er til ESB-landa eins og Ungverja- lands, Tékklands og Póllands, sem gerðust aðilar að ESB fyrir röskum áratug og hafa enn ekki tekið upp evru sem gjaldmiðil, er þar hörð andstaða gegn frekari samruna og þeirri stefnu að deila flóttafólki nið- ur á ESB-ríkin. Ef svo litið er til þeirra ESB-landa við Miðjarðarhaf, sem fyrst taka við straumi flótta- fólks norður á bóginn, blasir við stjórnmálaleg óvissa sem enn fjölg- ar spurningarmerkjum um framtíð- arþróun Evrópusambandsins. Harðnandi vistkreppa framundan Fyrir okkur Íslendinga sem telj- um okkur almennt búa við meiri velsæld nú en oftast áður kann sú mynd sem hér hefur verið dregin upp að þykja óþarflega dökk. Marg- ir binda vonir við hraðfara tækniþróun sem leyst geti margan vanda og að rofað geti jafnframt til í samskiptum þjóða. Hér hefur hins vegar ekki verið fjallað um þær tak- markanir sem blasa við mannkyni á heimilinu jörð og nú eru almennt viðurkenndar. Þar er átt við að- steðjandi loftslagsbreytingar af mannavöldum og takmarkaðar auð- lindir til að standa undir núverandi neyslu, að ekki sé talað um áfram- haldandi öra fólksfjölgun. Það þyrfti að verða sameiginlegt markmið sem flestra, einstaklinga og þjóða, að búa mannkynið undir þá óhjá- kvæmilega harðnandi glímu sem framundan er af þessum sökum og beita þar öðrum aðferðum en ójöfn- uði og vopnavaldi. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það þyrfti að verða sameiginlegt mark- mið sem flestra, ein- staklinga og þjóða, að búa mannkynið undir þá óhjákvæmilega harðnandi glímu sem framundan er. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Óveðursský hrannast nú upp á himni alþjóðamála Ný lög um dómstóla tóku gildi 1. janúar. Fyrsti starfsdagur Landsréttar er í dag. Hugmyndin að stofnun nýs milldómstigs á ræt- ur að rekja nokkra ára- tugi aftur í tímann. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á skipan dómsvaldsins á þeim tíma þótt ekki hafi orðið af stofnun millidómstigs fyrr en nú. Mikilverð- ust var sú breyting er fólst í aðskiln- aði dómsvalds og framkvæmdavalds sem varð árið 1992 þegar dómsvald var tekið úr höndum bæjarfógeta og sýslumanna og stofnaðir voru átta héraðsdómstólar. Breytingin sem nú verður á skipan dómsvalds með tilkomu Landsréttar hefur sama til- gang og breytingin árið 1992, þann að tryggja enn frekar réttláta með- ferð dómsmála. Helstu breytingar Landsréttur er nýr áfrýjunar- dómstóll. Hæstiréttur mun áfram starfa sem æðsti dómstóll landsins en langflestum dómsmálum mun ljúka fyrir Landsrétti. Helsti munur á störfum Hæstaréttar og Lands- réttar er sá að fyrir Landsrétti eiga aðilar þess kost að framkvæma munnlega sönnunarfærslur þyki það nauðsynlegt og fá þannig endurmat áfrýjunardómstólsins á niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi fram- burða aðila máls og vitna. Með nýjum lögum eru aukið við og skýrt frekar hlutverk nefndar um dómarastörf. Nefndin hefur þegar sett nýjar reglur um aukastörf dóm- ara og eignarhlut dómara í atvinnu- fyrirtækjum. Ég hef áður boðað frumvarp til laga um hagsmuna- skráningu dómara og hyggst leggja það fyrir Alþingi innan tíðar. Þá er í nýju lögunum kveðið á um nýtt fyrirkomulag við tímabundna setningu dómara vegna leyfa skip- aðra dómara. Meginreglan er nú sú að fyrst beri að leita til fyrrverandi dómara ef setja þarf dómara tíma- bundið við Hæstarétt eða Lands- rétt. Hæstiréttur hefur þannig ekki lengur algert sjálfdæmi um val á dómurum til tímabundinna starfa. Fyrirkomulag við skipan dómara Fyrirkomulag við skipan dómara er að öðru leyti óbreytt frá því sem verið hefur frá árinu 2010. Þá var nefnd sem lengi hafði verið falið að fjalla um hæfni umsækjenda um héraðsdómaraembætti veitt aukið vægi með því að gera ráðherra skylt að bera undir Al- þingi tillögu sína um skipan dómara ef ráðherra vildi víkja frá áliti nefnd- arinnar. Um leið var nefndinni einnig falið að fjalla um umsækjendur um embætti við Hæstarétt en fram að þeim tíma hafði Hæstiréttur sjálfur veitt umsögn um þá. Það hefur verið margvíslegur bragur á umsögnum nefndarinnar frá árinu 2010. Stundum hefur nefndin metið fleiri en einn umsækj- anda meðal hæfustu umsækjenda um eitt embætti. Oftar hefur nefndin þó komist að þeirri niðurstöðu að einn umsækjandi sé umfram aðra hæfur til að gegna auglýstu embætti. Frá 2010 hefur um tíu sinnum verið skipað í embætti dómara auk tíma- bundinna setninga. Ráðherra hafði aldrei vikið frá ályktun dómnefndar. Ekki fyrr en á síðasta ári við skipan 15 dómara við Landsrétt. Vilji löggjafans Það er ljóst af greinargerð með lagabreytingunni 2010 að vangavelt- ur voru uppi um að fela dómnefnd í raun alfarið að skipa dómara, t.d. með því að gera ráðherra undan- tekningarlaust skylt að fara eftir áliti nefndarinnar. Hins vegar var sér- staklega vikið að því sjónarmiði að ábyrgðin á útnefningu dómara þurfi að vera hjá þeim sem beint eða óbeint sækir umboð sitt til þjóð- arinnar. Með því að fela ráðherra að útnefna dómara er tryggt að valdið liggur hjá stjórnvaldi sem ber ábyrgð gagnvart þinginu. Og með valnefnd sem að hluta er skipuð af dómstólum má finna hæfilegt jafn- vægi milli dómstóla og fram- kvæmdavalds og þar með einnig lög- gjafans. Niðurstaðan við lagabreyt- inguna árið 2010 var í samræmi við þetta. Það var og er enn að mínu mati ótvíræður vilji löggjafans að hafa hönd í bagga með skipan dóm- ara hér á landi. Sjálfstæði dómstóla Sjálfstæði dómstólanna er stund- um nefnt í þessu sambandi og mik- ilvægt er að dómendur séu sjálf- stæðir í störfum sínum. Það er hins vegar vert að hafa í huga að sjálfstæði dómstólanna lýtur ekki eingöngu að sjálfstæði gagnvart framkvæmda- og löggjafarvaldi heldur öllum öðrum einnig. Dómari á að vera óbundinn af öllu nema lögunum. Þessu tengdar eru reglur um skráningu aukastarfa dómara og hagsmunaskráningu. Þá er einnig mikilvægt að dómarar séu óháðir hver gagnvart öðrum. Ég get tekið undir með þeim sem vilja lágmarka áhrif stjórnmála- manna. Það verður þó ekki fram hjá því litið að kjörnir fulltrúar hafa óhjá- kvæmilegu hlutverki að gegna í lýð- ræðislegu þjóðfélagi, meðal annars gagnvart dómstólum. Fullkominn að- skilnaður milli kjörinna fulltrúa og dómstóla samræmist varla hug- myndum um þrígreiningu ríkisvalds- ins. Enginn einn þáttur ríkisvaldsins má vera svo ótengdur öðrum að hann verði beinlínis ríki í ríkinu. Engin grein ríkisvaldsins á að geta lotið bara sjálfri sér. Skipan Landsréttar Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að koma að skipun 15 dómara við Landsrétt sl. vor eftir góðan und- irbúning forvera minna í embætti að stofnun réttarins. Ég gerði mér grein fyrir því áður en embættin voru aug- lýst að það kynni að vera vand- kvæðum bundið að skipa svo marga dómara í einu. Það var ekki sjálfgefið að í okkar litla samfélagi væru til taks á sama tíma svo margir lögfræðingar þannig hæfir að bragur væri að fyrir nýjan áfrýjunardómstól. Einnig var mér ljóst að vel gat farið svo að styr gæti staðið um skipunina. Það var mér því til mikillar ánægju að sjá langan lista hæfra umsækj- enda sem flestir hefðu sæmt Lands- rétti prýðilega. Að sama skapi kom það mér á óvart að hæfnisnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ná- kvæmlega 15 umsækjendur væru hæfastir í embættin 15. Ég taldi að fleiri umsækjendur væru engu síðri en þessir 15. Ég er ekki fyrsti ráð- herrann sem stendur frammi fyrir þeim möguleika að víkja frá niður- stöðu nefndarinnar. Ólíkt fyrirrenn- urum mínum hafði ég hins vegar lagaskyldu til þess að bera upp tillögu mína um skipan dómara við Alþingi, hvort sem hún væri í samræmi við álit dómnefndarinnar eða ekki. Lög- gjafinn hafði nefnilega sett árið 2016 sérstakt ákvæði um skipan dómara við Landsrétt í fyrsta sinn og þannig tryggt að Alþingi hefði lokaorðið um þá skipun. Það var skynsamlegt og eðlilegt. Í því ljósi kannaði ég viðhorf Alþingis til umsagnar dómnefnd- arinnar og ræddi m.a. við for- ystumenn flokkanna. Eins og ég lýsti í sumar var mér ljóst eftir þessi sam- töl að tillaga mín til Alþingis sem byggði alfarið á umsögn nefndar- innar myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Meðal þeirra sjónarmiða sem fram komu í samtölunum lutu þau að hlut kynjanna í hinum nýja rétti. Ég gerði aðra tillögu til Alþingis og var hún samþykkt. Það er síðan ánægjulegt til þess að líta að aldrei áður hefur jafnmikilvæg stofnun ver- ið sett á laggirnar með jöfnum hlut beggja kynja. Það er vonandi tím- anna tákn. Nú liggur hins vegar fyrir dómur Hæstaréttar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki rannsakað mál nægilega áður en ég tók þá ákvörðun sem Alþingi síðar staðfesti. Ég uni þeim dómi ágætlega þótt ég sé honum ósammála. Rann- sóknarregla stjórnsýslulaga er afar matskennd. Hvenær er mál nægilega rannsakað? Ég hef lýst því hvernig ég muni hafa forgöngu um endur- skoðun á verklagi við skipan dómara í ljósi dómsins. Þá mun ég hefja samtal við löggjafann um fyrirkomulag þess- ara mála enda varðar dómur Hæsta- réttar ekki síður valdheimildir Al- þingis en ráðherra. Að öðru leyti var aðalkröfu stefnenda í þessu dóms- máli, um ógildingu skipunar dómara við Landsrétt, vísað frá dómi. Tillaga mín um skipan dómara við Landsrétt, sem Alþingi samþykkti, stendur þannig óhögguð. Landsrétti óskað heilla Við þessi tímamót í íslenskri rétt- arsögu óska ég Landsrétti allra heilla. Það verða ekki allir alltaf sáttir við niðurstöðu Landsréttar, eðli dómsmála býður ekki upp á slíkt, en ef dómurinn dæmir einungis eftir lög- um getur enginn kvartað yfir dóm- stólnum. Nýjum dómurum við Landsrétt óska ég gæfu í vandasömu starfi. Öll- um umsækjendum um embættin þakka ég fyrir áhugann á störfum innan réttarkerfisins og óska þeim farsældar. Eftir Sigríði Á. Andersen » Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að koma að skipun 15 dómara við Lands- rétt sl. vor. Sigríður Á. Andersen Höfundur er dómsmálaráðherra. Landsréttur tekur til starfa Morgunblaðið/RAX Fyrsta aðsetur Landsréttar verður í húsnæði að Vesturvör 2 í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.