Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Þegar ég man
fyrst eftir var Leó
tvöfalt eldri en ég og
mun hærri í loftinu.
Augljóslega leit ég upp til hans og
sá hann sem fyrirmynd. Fékk
stundum að gista á Hjarðarhagan-
um og fór með honum lítill í Trípólí-
bíó á hálfgerðar hryllingsmyndir
sem ég gat ekki horft á til enda;
hvarf úr salnum og beið frammi í
anddyrinu uns sýningunum lauk og
Leó kom fram.
Þegar unglingsárin náðu Leó
hermdi ég eftir honum og smurði
Adrett-hárkremi á hausinn á mér.
Á þeim tíma átti hárið ekki að bær-
ast á höfðinu, jafnvel þótt hávaða-
rok væri. Man líka flotta Timpson-
skó sem Leó keypti í skóbúð í Aust-
urstrætinu. Lágir með mjórri tá og
hálfháum hæl, eins og seinna varð
þegar bítlaskórnir komu. Aldrei
eignaðist ég þó Timpson-skó, en
fékk að prófa skóna hjá Leó.
Mér er líka í fersku þegar hann
var ungur í sumarvinnu á Árbæj-
arsafni og tjargaði Dillonshús og
Smiðshúsið. Kom svo keyrandi á
skellinöðrunni til okkar í Rafstöð-
inni þar sem móðir mín hjálpaði
honum að þrífa af sér tjöruslett-
urnar með smjörlíki. Vond lykt
sem aldrei gleymist.
Annars hittumst við alltaf reglu-
lega, stundum á Hraunteignum,
stundum annars staðar. Og uxum
Leó Eiríkur Löve
✝ Leó EiríkurLöve fæddist í
Reykjavík 25. mars
1948. Hann lést 10.
desember 2017.
Útför Leós fór
fram 20. desember
2017.
úr grasi. Fórum
sumpart í ólíkar áttir
en héldum engu að
síður sambandi,
einkum þegar eitt-
hvað mikið lá við.
Þannig varð líka
þegar Leó eignaðist
Ísafoldarprent-
smiðju 1982. Fyrir-
tækið var komið að
fótum fram en Leó
reisti það við og rak
af myndarskap um árabil. Í júní
1983 hringdi hann í mig og fékk
mig til liðs til að sjá um afmælisrit
tileinkað Ólafi Jóhannessyni, fyrr-
verandi forsætisráðherra. Ritið var
uppbyggt eins og ævisaga Ólafs, og
rituðu hinir ýmsu samferðamenn
Ólafs sinn kaflann hver um ákveðið
skeið í lífi Ólafs. Sjálfur skrifaði
Leó eina bestu ritgerðina í bókina;
um vináttu sína, fyrst við Guðbjart
Ólafsson sem lést ungur og síðar
við Ólaf. Um 1.500 einstaklingar
gerðust áskrifendur að bókinni og
skráðu nafn sitt á heillaóskaskrá til
Ólafs. Bókin kom svo út formlega
hinn 25. nóvember 1983, og afhenti
ritnefndin Ólafi og Dóru fyrsta ein-
tak bókarinnar við hátíðlega athöfn
á heimili þeirra hjóna við Aragötu.
Hin síðari ár varð lengra á milli
okkar. Búseta mín erlendis, og svo
veikindi Leós urðu til að fundum
fækkaði. Símtölin tóku við í stað-
inn. En það var alltaf gaman að
heyra í honum, og ég held að það
hafi verið gagnkvæmt.
Ég votta öllum ástvinum hans
einlæga samúð mína.
Steingrímur Jónsson.
Nú er hann farinn, hann Leó
Löve, góðkunningi minn gegnum
tíðina; og skilur eftir sig hálf ein-
manalegt tómarúm hjá mér, á sjö-
tugsaldrinum.
Kynni okkar hófust í sumar-
vinnu á æskuárunum í Kópavogi;
er hann var um tvítugt; nokkrum
árum eldri en ég. Kom hann mér
fyrir sjónir sem tilfinningaríkur,
ábyrgur, metnaðarfullur, andríkur
og alþýðlegur maður.
Með tímanum lágu slóðir okkar
sona menntafjölskyldna síðar sam-
an að loknu háskólanámi, á ritvell-
inum.
Það bar t.d. nokkrum sinnum
við, er ég gekk á förnum vegi í
Reykjavík, að ég heyrði að aftan
við mig var mælt fram ein af mín-
um fyrstu vísum; sem ég var næst-
um búinn að gleyma; en sem hafði
þó sannfært hann í árdaga um
minn innri mann. Þessa upphafs
minntist ég nú loks í ljóði þar sem
ég segi m.a. frá þeim gömlu kynn-
um, sem svo.
...
En mér er nú hugstætt um gamlan
rithöfundafélaga, er minnist þess;
úr Rörsteypunni í Kópavogi
í sumarvinnunni kringum sautján ára
aldurinn, er hann kom að mér
horfandi í sól-merlandi bæjarlækinn
á leiðinni heim eftir vinnuna, og ég mælti
að sögn fram þessa hugsun:
„Halli Lax er stórlax!
Eitt sinn var hann til fárra fiska metinn;
en svo óx honum fiskur um hrygg;
og nú er hann orðinn stór fiskur
í litlum polli!“
Tryggvi V. Líndal.
Eftir margra ára baráttu við MS
sjúkdóminn er Leó móðurbróðir
minn látinn. Smátt og smátt hafði
þessi sjúkdómur tekið af honum
alla andlega og líkamlega færni.
Leó barðist hatrammlega fyrir
heilsu sinni í áraraðir og gekk í
gegnum alls kyns erfiðar og hættu-
legar sjúkdómsmeðferðir. Hin
veika von hans var sú að hægt væri
að ná til baka einhverri heilsu eða
að minnsta kosti stöðva frekari
framgang sjúkdómsins. Sjálfsagt
hafa meðferðirnar keypt tíma en
þó var ljóst hvert stefndi. Framan
af lét Leó hrakandi heilsu og skerta
getu ekki hindra sig að ráði – skrif-
aði m.a. handrit að tveimur leikrit-
um og var annað þeirra sett upp á
sínum tíma. Jafnt og þétt hallaði þó
undan fæti og varð Leó þá að láta
sér nægja að dreyma um það sem
hann langaði til að gera – hluti sem
ljóst var að gætu aldrei orðið.
Meira að segja undir það síðasta
þegar ljóst var að ekkert var eftir
gat hann yljað sér við dagdrauma.
Leó var tæpum fimmtán árum
eldri en ég og var því á unglings-
árum þegar ég var barn. Þar sem
Leó var bróðir móður minnar voru
samskipti okkar náin í minni æsku.
Þetta var á þeim árum þegar Bítl-
arnir voru á hátindi síns ferils og
var Leó mikill aðdáandi þeirra. Ég
ólst því upp við tónlist Bítlanna og
af skiljanlegum ástæðum varð ég
einnig aðdáandi þeirra. Þegar ég
var lítill hélt ég raunar að Leó væri
beinlínis einn af Bítlunum. Eitt
sinn sagði ég einhverjum unglings-
stúlkum frá því að frændi minn
væri í þessari frægu hljómsveit.
Þær tókust á loft við þessi tíðindi
enda bítlaæðið þá í algleymi. Þær
spurðu mig hver af Bítlunum þetta
væri og ég svaraði sannleikanum
samkvæmt að hann héti Leó. Þá
færðist aftur ró yfir stúlkurnar og
skilningsríkur svipur kom á andlit
þeirra.
Þegar ég var orðinn nægilega
stálpaður kenndi Leó mér að spila
á gítar og í gamla daga sátum við
oft saman með gamlan kassagítar
og rifjuðum upp bítlalög.
Leó var athafnamaður á árum
áður. Hugmyndaríkur og drífandi.
Honum þótti vænt um frændgarð
sinn og vini. Hann var ótrúlega
hjálpfús og hafði mjög sérstakan
húmor sem ég held þó að margir
hafi ekki áttað sig á.
Ég heyrði Leó aldrei kvarta yfir
hinum grimmu örlögum sínum og
æðruleysi hans minnti mig oft á
ljóð Bubba Morthens: „Eins og
næfurþunnt svart silki skríður
nóttin til mín inn“ og „Hvíslar:
Fegurstur allra er feigur maður
sem fela kann ótta sinn“.
Hvíldu í friði.
Karl Löve Jóhannsson.
Leó kallaði mig alltaf Vase.
Þetta nafn hafði hann gefið mér
þegar ég var pínulítil og notaði það
alltaf. Hjá honum var ég hún Vase.
Leó hafði nefnilega mjög gaman af
orðaleikjum og sá oft ýmsar teng-
ingar sem við hin vorum ekkert að
velta fyrir okkur. En þar sem ég
heiti Elín fannst honum tilvalið að
kalla mig Vaselínu og smátt og
smátt stytti hann það niður í Vase.
En ég var ekki bara Vase, ég var
líka „skinn“. Mér er sagt að þegar
ég var tveggja ára hafi hann legið
út af í sófa og ég hafi komið að hon-
um og klappað honum á kinnina og
sagt blíðlega við hann „skinnið
mitt“. Þetta þótti honum fyndið,
enda var hann unglingur, nánast
fullorðinn, og ég lítið barn. En upp
frá þeim degi kölluðum við hvort
annað „skinn“. Hann var skinnið
mitt og ég var skinnið hans. Við
notuðum þetta orð í hvert sinn sem
við heilsuðumst eða kvöddumst eða
þurftum á einhvern hátt á hvort
öðru að halda. Við vorum „skinn“
og það, auk Vase-nafnsins, tengdi
okkur saman á skemmtilegan og
einstakan hátt.
Leó hafði alveg frá blautu
barnsbeini verið mikill athafna-
maður. Hann rak fyrirtæki, skrif-
aði bækur og stundaði auk þess
lögmannsstörf. Hann var fullur af
trú á eigin hugmyndir og fyrirætl-
anir. Hann hætti aldrei að vera
stórhuga þótt „pestin“ eins og hann
kallaði MS sjúkdóminn, léki hann
grátt. Hann átti sér drauma sem
gáfu honum von og styrk og
dreifðu huganum þegar heilsan var
farin. Einn draumurinn var að
setja á svið einþáttunginn Glæður,
sem hann hafði eitt sinn skrifað.
Hann talaði oft um þennan draum.
Vinur hans, Lárus, sem einnig var
illa farinn af sama sjúkdómi, hafði
unnið með leikfélaginu í Mos-
fellsbæ og sýndi hugmynd Leós
mikinn áhuga. Þeir ræddu þetta oft
og eitt sinn þegar ég heimsótti
hann í dagvistunina hjá MS félag-
inu heyrði ég þá félaga láta sig
dreyma. Það varð til þess að ég
blandaðist í málið. Ég ákvað að
leita að leikurum, karli og konu,
sem gætu tekið að sér hlutverkin.
Það voru ekki minni nöfn en Arnar
Jónsson og systir hans Helga Jóns-
dóttir sem hjálpuðu okkur að gera
drauminn að veruleika og tóku þau
ekkert fyrir. Leikfélagið í Mos-
fellsbæ opnaði dyr sínar upp á gátt
og lánaði húsið og búnaðinn sem
þurfti, og var haldin ein sýning fyr-
ir fullu húsi. Leó ákvað að láta allan
ágóðann renna til vinarins, Lárus-
ar. Honum sveið að hann hefði ein-
göngu strípaðar örorkubæturnar
til að lifa á sem engan veginn dugðu
til neins.
Nú höfum við „skinnin“ kvaðst í
hinsta sinn. Þótt ég viti að hann
hafi verið hvíldinni feginn er sorgin
sár. Ekki eingöngu vegna þess að
hann er farinn, heldur líka vegna
þess hve lengi þessi stórhuga og
duglegi maður þurfti að berjast við
„pestina“.
Ég sendi börnum hans og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur og Önnu Lísu, fyrrverandi
sambýliskonu hans, sem sinnti
honum þar til yfir lauk.
Elín Elísabet Jóhannsdóttir.
U-bekkur Menntaskólans í
Reykjavík 1965-68 var samsettur
hópur skólapilta frá Reykjavík,
Hafnarfirði og „öðrum dreifbýlis-
stöðum“. Samsetning bekkjarins
hefur eflaust átt sinn þátt í því að
við héldum þétt saman, og ef til vill
höfum við verið með önnur viðhorf
en aðrir skólafélagar okkar, sem
höfðu sterkari rætur úr Reykjavík-
urumhverfinu. Eins og gengur
skildu leiðir eftir stúdentspróf
1968, en við bekkjarfélagarnir höf-
um hist reglulega allar götur síðan,
að jafnaði á fimm ára fresti, til þess
að styrkja vináttuböndin og minn-
ast gömlu góðu áranna.
Leó E. Löve var áberandi per-
sóna í bekknum. Segja má að hon-
um hafi legið á að fullorðnast, sem
lýsti sér meðal annars í því að á
meðan við hinir bekkjarfélagarnir
veltum fyrir okkur fjármögnun á
skemmtunum komandi helgar
ræddi Leó kjör á lánum til húsnæð-
iskaupa af mikilli kunnáttu. Hann
var greindur, hugmyndaríkur og
stálminnugur svo að eftir var tekið.
Á fundum okkar nú seinni árin gat
hann t.d. rakið atburði og jafnvel
samtöl sem við áttum saman á MR-
tímanum sem við hinir mundum
varla eftir. Kennarar okkar á þeim
tíma urðu oftar en ekki söguefnið í
þessum upprifjunum. Leó var
einnig iðinn við að festa atburði
MR-tímans á filmu, en slíkt var af-
ar sjaldgæft á þeim tíma. Skóla-
félagar Leós hafa notið góðs af
þessari kvikmyndagerð hans af
dimmisjón okkar 1968 og fleiri at-
burðum í skólanum.
Leó veiktist af MS fyrir allmörg-
um árum. Hann lét sjúkdóminn
ekki aftra sér frá því sækja U-
bekkjar fundina. Þegar heilsu hans
hrakaði sagði hann sjálfur að hann
stytti sér stundir með því að hugsa,
stunda nokkurs konar markvissa
hugarleikfimi sem gerði honum
gott. Fór hann gjarnan með nöfn
allra bekkjarfélaganna í stafrófs-
röð og þuldi upp afmælisdaga allra.
Gamlir bekkjarfélagar úr MR
hafa nú misst góðan dreng og fé-
laga. Hans er nú sárt saknað af ást-
vinum og vinum. Við sendum sam-
býliskonu Leós, Önnu Lísu
Kristjánsdóttur, dóttur þeirra,
Önnu Margréti, börnum Leós úr
fyrra hjónabandi, þeim Guðmundi,
Yrsu Björt og Áskeli Yngva, og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd U-bekkjar MR 1968,
Jóhann Ág. Sigurðsson og
Logi Jónsson.
Hugarbróðir minn og virktavin-
ur, Leó Eiríkur Löve, er látinn eftir
löng og ströng veikindi. Þrátt fyrir
stopular samverustundir um mið-
bik ævinnar, þar sem við bjuggum í
sitt hvoru útlandinu, héldust
hugðarefnin, áhugamálin, vináttan
og skopskynið í hendur hjá okkur.
Þetta allt iðkuðum við rækilega
þegar ég heimsótti Leó nokkuð öt-
ullega á dvalarstaði hans, síðastlið-
in hátt í tvö ár.
Við kynntumst fyrst 14 ára ung-
ir í unglingavinnunni á sumrin, að-
allega á íþróttavöllum Reykjavík-
ur, ég Austurbæingur og Leó
Vesturbæingur, þar sem ég hitti
hann; okkur samdist vel strax, þótt
meyjar og peyjar þessara hverfa
agnúuðust oftast við hvort annað.
Ég varð fyrsti Rickenbacker--
gítareigandi Íslands 15 ára, spilaði
strax í hljómsveitum: Molar 1964,
og 16 ára í Tónar 1965. Sá gítar var
sex strengja, en 17 ára fékk ég 12
strengja Rickenbacker-gítar, og
notaði hann í Sfynx 1966, og í
Menntaskóla Reykjavíkur-grúpp-
unni Næturgalar, á skólaböllum, í
Glaumbæ, og á NATO-vellinum
hjá Keflavík, í áraraðir 1966 til
1969. Leó fylgdist gaumgæfilega
með.
Leó varð, eins og ég, tafarlaust
ástfanginn af The Beatles, og við
sungum og spiluðum A Hard Day’s
Night, You Cańt Do That, Ticket to
Ride, Michelle, og Penny Lane.
John Lennon var minn dáði maður
og Paul McCartney var uppáhald
Leós, sem bar fram for-nafn sinnar
hetju með íslenzku „au“ eins og
margir aðrir „hér-lands“. Við viss-
um báðir betur, og brostum kank-
víslega framan í hvor annan við
heyrnina á þessu „heitis-hljóði“!
Fyrsta ósk Leós er við mætt-
umst á ný snemma árið 2016 var sú
að ég semdi lag við ljóðið In My
Life, vers 1 eftir Sigurð Nordal, og
vers 2 og viðlag sem Leó orti, allt
saman á Ensku. Það gjörði ég fljót-
lega, og melódían dró fram (mér
ósjálfrátt) íslenzku bragarhættina:
stuðlar, höfuðstafir, innrím og
endarím. Þessi séreinkenni ís-
lenzks skáldskapar lagði Leó ríka
áherzlu á að yrðu kynnt heims-
byggðinni, því þau kæmu öll
myndarlega fram í kvæði þeirra
kumpána, og myndu þannig skapa
landinu frægð fyrir erlendis! Mun
ég gera mitt bezta til þess að flutn-
ingur þessa lags og ljóðs heyrist
sem víðast og oftast.
„Bítlarnir“, eftirlætishljómsveit
okkar Leós, hljómuðu stöðugt í
tækinu hjá honum síðustu vikurn-
ar. Ég hengdi líka upp fyrir hann
stækkaðar litmyndir af plötuum-
slögum kappanna The Beatles og
Rickenbacker-gítar og sérmynd af
vörumerkinu efst á hálsinum; á öll-
um okkar samverustundum töluð-
um við um „grúppuna okkar“ og
Rickenbacker-gítarana.
Við skiptumst auk þess á ýms-
um sögum og orðatiltækjum sem
báðir áttu ágætis forða af; botnuð-
um oft hugmyndir hvor annars og
vorum hjartanlega sammála um
niðurstöðuna: Þegar ég lauk lofs-
orði á „árangur“ kvað hann á um
„áfanga“.
Ég kveð Leó, minn alúðar-sálar-
félaga, með miklum söknuði. Við
munum báðir halda áfram að
hugsa um The Beatles og lífið.
Veiztu, ef þú vin átt,
þann, er þú vel trúir;
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda,
og gjöfum skipta;
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Hannes Jón Hannesson.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
REYNIR HALLDÓRSSON
frá Hríshóli í Reykhólasveit,
Gunnarsbraut 11b, Búðardal,
lést þriðjudaginn 26. desember á Silfurtúni,
dvalarheimili aldraðra í Búðardal.
Jarðarförin fer fram frá Reykhólakirkju föstudaginn 5. janúar
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningarsjóð dvalarheimilis aldraðra í Búðardal.
Reinhard Reynisson María Kristjánsdóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN HAUKUR BALDVINSSON
múrarameistari,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans
laugardaginn 16. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk þess látna. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjartadeildar
Landspítalans.
Guðrún Esther Árnadóttir
Baldvin Árni Jónsson
Guðný María Jónsdóttir Þór Hauksson
Hjörleifur Örn Jónsson Rannveig Elíasdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur
samúð og vinarþel við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNS SVANS SIGURÐSSONAR
prentsmiðueiganda.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B7 og 11E á Landspítala og
líknardeild í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju í
veikindum hans.
Ég bið þess að nýja árið færi okkur öllum gleði og frið og þakka
liðna tíð.
Þuríður Ólafsdóttir
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓRUNN GÍSLÍNA
GOTTSKÁLKSDÓTTIR,
Lóa,
frá Hvoli í Ölfusi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði,
sunnudaginn 24. desember.
Hún verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
6. janúar klukkan 14.
Kristján J. Friðgeirsson
Gottskálk Friðgeirsson Edda Sverrisdóttir
Gróa Friðgeirsdóttir Ásgeir Guðmundsson
Rúnar J. Friðgeirsson Yuridise Kendi Nyaga
Össur E. Friðgeirsson Guðrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og stuðning vegna andláts ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ARNBJÖRNS KRISTINSSONAR,
bókaútgefanda,
Mávanesi 9 í Garðabæ.
Ragnhildur Björnsson
Ágúst Arnbjörnsson Bertha Traustadóttir
Ásdís Arnbjörnsdóttir Aðalsteinn Jóhannsson
Árni Geir Björnsson Robyn Björnsson
Arinbjörn Arnbjörnsson Sigurlaug J. Kristjánsdóttir
og barnabörn