Morgunblaðið - 02.01.2018, Qupperneq 30
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er ekki erfitt að hrífast með
þegar Hreiðar Ingi Þorsteinsson
talar um tónlist. Hann er með mörg
járn í eldinum og stýrir nokkrum
kórum samhliða því að semja eigin
verk, og öllu sem hann kemur að
virðist hann sinna af stakri ástríðu
og eldmóði.
Hreiðar gerði sér t.d. lítið fyrir á
þarsíðasta ári og stofnaði kórinn
Ægisif til að geta fært lands-
mönnum mergjaða en lítt þekkta
tónlist frá Austur-Evrópu. Heppn-
aðist það verkefni svo vel að tón-
leikar Ægisifjar í Landakotskirkju í
nóvember rötuðu á lista gagnrýn-
enda Morgunblaðsins yfir átta eft-
irminnilegustu viðburði síðasta árs á
sviði sígildrar tónlistar.
Verk sem aldrei hafa
heyrst áður á Íslandi
Nafnið á kórnum fékk Hreiðar að
láni frá kirkjunni frægu í Istanbúl
sem víkingarnir nefndu Ægisif en
heimamenn kalla í dag Ayasofya. „Í
dag er byggingin fyrst og fremst
safn, var moska og var þar áður höf-
uðkirkja orþódox-kristninnar, sem
og stærsta kirkjubygging heims í
nærri þúsund ár. Í þessum heims-
hluta urðu til alls konar melódíur
sem austurkirkjan tók upp á sína
arma og færðust þær með kristninni
frá botni Miðjarðarhafs norður til
slavneskju þjóðanna og Rússlands,“
útskýrir Hreiðar. „Í Austur-Evrópu
er að finna gnótt af fallegum verk-
um sem aldrei hafa borist til Ís-
lands, og merkilega höfunda sem
jafnvel atvinnutónlistarmenn hér á
landi hafa aldrei heyrt á minnst. Það
er skiljanlegt að þessi verk hafi ekki
verið flutt hér á landi fyrr en nú, og
nógu erfitt fyrir söngvara að takast
á við kírílískt letur, en internetið
hefur opnað okkur dyr að þessum
verkum og er núna orðið auðvelt að
panta þau frá þessum heimshluta.“
Hreiðar smitaðist af þessari bakt-
eríu þegar hann stundaði masters-
nám í tónsmíðum við Eesti Muus-
ika-ja Teatriaakadeemia í Eistlandi:
„Þar fann ég þennan fjársjóð inni á
bókasafni skólans og ákvað fljótlega
að ég skyldi nýta tíma minn þar eins
vel og ég gæti og kafa ofan í þessi
verk. Því var ég iðulega fyrsti mað-
ur inn á bókasafnið og síðasti maður
út.“
Þó verkin sem Hreiðar hefur
svona brennandi áhuga á hafi
sprottið upp úr tónlistararfleifð
austurkirkjunnar þá eru þau mjög
ólík innbyrðis og bendir hann á að
ótrúleg fjölbreytni sé í tónlist Aust-
ur-Evrópu. „Tónlistin frá Eistlandi
er frábrugðin tónlistinni frá Lett-
landi og Litháen, og hvað þá Rúss-
landi. Gaman er að sjá hvernig þessi
hluti menningararfsins geymir ein-
kenni hverrar þjóðar, en býr líka oft
yfir einkennum sem minnir á ís-
lenska söngvahefð. Í mörgum af
þeim verkum sem ég hef skoðað finn
ég t.d. sterkt þennan melankólíska
lit sem einkennir íslensk þjóðlög og
sést m.a. vel í söngvum eins og
„Móðir mín í kví kví“. Ég veit ekki
hvað veldur að þessi tónn höfðar
mjög til mín, en þrátt fyrir myrkrið
í honum leynist ljóstíra í fjarska og
Hlakkar alltaf
til æfinga
Kórinn Ægisif vakti verðskuldaða athygli á síðasta ári og
mun m.a. flytja eitt af meginverkum Rachmaninovs í vor
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin
Eyesland býður mikið
úrval af gæðagleraugum
á góðu verði
– og þú færð
frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
iGreen umgjörð
kr. 11.900,-
Ljóðalestur á nýársdag í Gröndalshúsi
Gröndalshús Ljóðaunnendur byrjuðu árið 2018 með því að hlýða á upp-
lestur ljóða eftir fjölda ljóðskálda, lífs og liðinna, í gær á nýársdag.
Rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi Ófeigur Sigurðsson las upp eigin ljóð.
Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir ritverk sín.
Í nógu verður að snúast hjá
Hreiðari á árinu framundan og
munu kórarnir sem hann vinnur
með reiða fram ófá bitstæð stykki.
Fleiri tónleikar eru í undirbúningi
hjá Ægisif og mun kammerkórinn
Schola cantorum, sem Hreiðar er
meðlimur í, flytja „Eddu 2“ eftir
Jón Leifs í marsmánuði. Hreiðar
mun aðstoða Hörð Áskelsson,
stjórnanda kórsins, við að gera
þetta risaverkefni að veruleika en
„Edda 2“ hefur aldrei áður verið
flutt, hvorki hérlendis né erlendis
og þurfti að nótnasetja verkið frá
grunni fyrir flutninginn í mars.
„Jón Leifs ætlaði sér að skrifa
þrjár Eddur, en tókst ekki að ljúka
við þá þriðju,“ segir Hreiðar og
tekur fram að verkin hafi ólík blæ-
brigði og endurspegli umhverfi og
áhrifavalda tónskáldsins á mis-
jöfnum tímabilum í lífi hans. „Í
„Eddu 1“ eru áhrifin af dvöl hans í
Þýskalandi greinleg en í „Eddu 2“
er hann orðinn meiri málari í tón-
smíðum sínum.“
Í vor mun Ægisif síðan flytja
„Bjöllurnar“ eftir Rachmaninov, og
eg er það í fyrsta skipti sem sú
rússneska hnallþóra er borin á
borð fyrir íslenska kórtónleika-
gesti. „Kór MH hlaut síðan styrk
frá tónskáldasjóði RÚV til að panta
nýtt verk eftir Pál Ragnar Pálsson
og verður það frumflutt í vor.“
Hvert stórvirkið á fætur öðru
METNAÐUR Í STARFI KÓRANNA Í VOR
» Þegar vel tekst til verður ofsalega gaman á æf-ingunum, söngvararnir hrífast með snilldargáfu
tónskáldanna, og þeim bregður við það að tveir
tímar eru liðnir eins og hendi væri veifað. Það sem
fólk finnur, þegar allt gengur upp, er að tónlistin
græðir og göfgar, og veitir okkur innblástur.