Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 9. tölublað 106. árgangur
ÁSTRÍÐA OG
LISTSKÖPUN
OFAR HARMLEIK
BORGIN VIÐ
GULLNA HLIÐIÐ
NÁTTÚRAN
UNDIRSTAÐA
LÍFSGÆÐA
ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI 18 VIÐSKIPTAMOGGINNLA CHANA 39
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kjaramál Forsætisráðherra segist meta
stöðuna þannig að byrja þurfi á núllpunkti.
„Upplegg okkar í ríkisstjórninni
er að við erum að hefja nýtt samtal
við aðila vinnumarkaðarins. Gerð
var atrenna að því að ná ramma-
samkomulagi sem skrifað var undir
2013. Ekki voru allir aðilar að því
samkomulagi og við viljum því
byrja núna á nýjum grunni,“ segir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra í ítarlegu viðtali í Viðskipta-
Mogganum í dag. Hún segir stjórn-
völd hafa átt óformlega fundi um
þær hindranir sem kunna að vera í
vegi fyrir því að setja upp fastmót-
aða umgjörð um samtal stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins.
Ber þá að líta á Salek-sam-
komulagið sem misheppnaða til-
raun? „Auðvitað byggjum við á
þeirri reynslu og miklu vinnu sem
fór fram af hálfu aðila vinnumark-
aðarins sjálfs, meðal annars í að
gera samanburð við önnur norræn
lönd,“ segir Katrín. „En ég met
stöðuna líka þannig, að við þurfum
að byrja á ákveðnum núllpunkti.“
Meðal annars hafi pólitískar hrær-
ingar sett strik í reikninginn og
leggja þurfi nýjan grundvöll fyrir
samtal stjórnvalda og vinnumark-
aðarins. »ViðskiptaMogginn
Vilja hefja samtal
við vinnumarkaðinn
á nýjum grunni
Jöfnunarsjóður sókna
» Sóknir sóttu um styrki upp á
924 milljónir en 274 milljónum
hefur verið úthlutað 2018.
» Sóknargjöld eru helstu tekjur
sókna og standa m.a. straum af
rekstri og viðhaldi kirkna.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nokkrir söfnuðir þjóðkirkjunnar
skulda mikið í hlutfalli við tekjur af
sóknargjöldum. Þetta sést í yfirliti
um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði
sókna, sem kirkjuráð hefur birt.
Hallgrímskirkja í Reykjavík, ein
af höfuðkirkjum landsins, skuldar
rúmar 280 milljónir en fær tæpar 34
milljónir í sóknargjöld vegna 3.123
sóknarbarna. Skuldahlutfallið er því
833,1%. Söfnuðurinn sótti um 90
milljónir úr sjóðnum vegna endur-
bóta og skulda en fær 15 milljónir.
Sóknin þarf að standa straum af
rekstri og viðhaldi eins helsta kenni-
leitis höfuðborgarinnar.
Skuldahlutfall Grafarvogssóknar,
fjölmennustu sóknar landsins, er
564,2% en hún skuldar tæpar 645
milljónir og fær rúmar 114 milljónir í
sóknargjöld vegna 10.524 gjaldenda.
Hæst er skuldahlutfallið hjá
Stóru-Laugardalssókn á Vestfjörð-
um eða 2.800,4%. Sóknin skuldar
43,8 milljónir en fær sóknargjöld af
139 gjaldendum upp á 1,6 milljónir.
Hún sótti um og fékk styrk upp á 5,6
milljónir króna vegna skulda.
Sóknir með skuldaklafa
Hlutfall skulda Hallgrímskirkju og sóknargjalda er 833% og Grafarvogskirkju
564% Hæsta skuldahlutfallið er hjá fámennri sókn fyrir vestan og er það 2.800%
MSkuldugar sóknir »4
Morgunblaðið/Kristinn
Eigið fé Fimmtíu eiga helming.
Tiltölulega fáir eiga nær allt eigið fé
einstaklinga í íslenskum fyrirtækj-
um, samkvæmt samantekt Credit-
info fyrir ViðskiptaMoggann.
1.000 manns eiga þannig rúmlega
98% alls eigin fjár sem er í eigu ein-
staklinga. Ennfremur sést þegar
rýnt er í tölurnar að 10 eignamestu
einstaklingar landsins eiga tæplega
þriðjung alls eigin fjár í íslenskum
félögum, sem er í höndum einstak-
linga.
Samkvæmt samantektinni er hlut-
ur einstaklinga í eigin fé allra ís-
lenskra fyrirtækja um 1.200 millj-
arðar króna.
1.000 efnamestu eiga nær allt
Eigið fé í íslenskum fyrirtækjum
í eigu tiltölulega fárra einstaklinga
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri
Reykjavíkur, segir það skapa mikið svigrúm til
þéttingar byggðar að leggja Miklubraut í stokk.
Í fyrstu sé horft til þess að stokkurinn verði
frá gatnamótunum við Kringluna og vestur að
Landspítalanum. Bílaumferðin færi þá undir
gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar og gatnamót Miklubrautar og Löngu-
hlíðar. Svo tæki við breytt Hringbraut. »16
Byggt verði meðfram Miklubraut sem fari í stokk
Morgunblaðið/Hanna
Hluti af því sem innifalið er í verði
herbergja í nýju fimm stjörnu
lúxushóteli Bláa lónsins, sem
stefnt er á að opna í apríl næst-
komandi, er þjónusta einskonar
einkaþjóna, eða gestgjafa eins og
þeir eru kallaðir. Gestgjafarnir
eiga að tryggja að viðskiptavin-
irnir njóti dvalarinnar sem best og
þeir verða sérstakir tengiliðir
gestanna við hótelið sjálft.
Hver nótt á nýja hótelinu kostar
frá 144 þúsund krónum, en auk
hinnar ríkulegu þjónustu er inni-
falinn aðgangur að Bláa lóninu og
nýrri heilsulind og lóni við hótelið.
Gestgjafarnir, 12 að tölu, eru af
báðum kynjum og eru 25 ára eða
eldri. „Við gerum kröfu um fram-
úrskarandi samskiptahæfni og
faglega framkomu. Hér skiptir
máli að hafa auga fyrir smáat-
riðum,“ segir Már Másson, mark-
aðs- og mannauðsstjóri Bláa lóns-
ins.
»ViðskiptaMogginn
Einkaþjónar innifaldir á hóteli Bláa lónsins