Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 30

Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 ✝ Svala ÞorbjörgBirgisdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1950. Hún lést á Borg- arspítalanum 25. desember 2017. Foreldrar Svölu voru Birgir Ólafs- son, f. 26.6. 1931, d. 12.4. 1972, og Ólína Þorsteinsdóttir, f. 24.3. 1930, d. 4.8. 2017. Systkini Svölu eru Ólafur Við- ar, f. 9.9. 1952, Steinar, f. 25.5. 1955, og Sigrún, f. 24.2. 1960. Svala giftist Brynjólfi Sigur- björnssyni, þeirra leiðir skildi. Dóttir þeirra er Erla, f. 12.6. 1977, eiginmaður hennar er Ola Nilsson. Svala átti áður dótturina Ólínu Gyðu, f. 3.8. 1969, hennar maður er Claudio Rizzi, sonur þeirra Bjarki Thor. Ólína átti áður dótturina Thelmu Björk, eiginmaður hennar er Ferhat Kaya, dóttir þeirra er Melisa Sól- ey. Eftirlifandi eiginmaður Svölu er Hörður Sigurðsson. Útför Svölu fer fram frá Linda- kirkju í dag, 11. janúar 2018, klukkan 15. Ég held að faðir minn og eigin- maður Svölu, Hörður Sigurðsson, myndi hafa sagt hér sem hinstu kveðju til hennar Svölu sinnar – en við vitum jú öll að þótt hann sé með okkur í dag þá er hugur hans farinn til annars veruleika. Ég held að hann hefði sagt eitthvað á þessa leið: Svala mín, það er komið að því. Við erum bæði lögð af stað í okkar hinstu ferð, ég að hluta – en þú al- gjörlega. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina, þú varst yndisleg, fylltir líf mitt af gleði og fólki, sól og hita og svei mér þá ef ég varð ekki ungur í annað sinn við að kynnast þér og það var gott að upplifa. Það er margs að minnast, hlát- urs þíns, hvað þú varst heil í því sem þér fannst rétt. Þegar þú dast ofan í Rauðu ástarsögurnar og varðst sambandslaus. Þegar þú sagðir „Hörður minn,“ eða „Haddi minn“ með blik í augum – þá bráðnaði ég allur og horfði á þig og sagði á móti „Svala mín“ líka með blik í augum – og við vorum eitt í augum og huga hvort annars. – Pabbi hefði líka dregið fram bókina Spámanninn eftir Kahlil Gibran og vitnað í hana. Ég vel því texta úr þeirri bók sem ég held að faðir minn hefði valið sem kveðju- orð til hennar Svölu sinnar: „Og hann sagði við sjálfan sig: Skyldi skilnaðarstundin verða dagur sam- fundanna? Og mun það með sanni sagt verða, að kvöld mitt sé morgunn nýs dags?“ Og um ástina: „Hvað er ást? … Þegar ástin kallar á þig, þá fylgdu henni, þótt vegir hennar séu brattir og hálir. Og láttu eftir henni, þeg- ar vængir hennar umvefja þig, þótt sverðið, sem falið er í fjöðrum hennar, geti sært þig. Og þegar hún talar til þín, þá trúðu á hana.“ Á öðrum stað segir: „Meistari, talaðu við okkur um hjóna- bandið.“ Og Almústafa segir: „Þið fæddust saman, og saman skuluð þið verða að eilífu. Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir daga ykkar.“ „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt á milli gleði og sorgar.“ Þar til dauðinn aðskilur, Svala mín, ferðumst við saman. Góða nótt og drauma. Við sjáumst. Þinn Hörður. Elsku mamma. Hvernig gastu skilið mig eftir með öllum þessum vitleysingum? Hver á núna að hlæja að öllum kjánabröndurun- um mínum? Hver á að fara í hláturskast með mér svo maður fái illt í magann? Hver á að skamma mig þegar ég segi eitt- hvað óviðeigandi? Þú veist ég hlusta ekki á neinn annan. Ég sakna þess að geta ekki hringt í þig og spjallað og deilt öllu sem er að gerast í lífi mínu. Ég er svo þakklát fyrir að þú gast séð húsið okkar Ola í Svíþjóð. Þú gafst mér hring á brúð- kaupsdaginn okkar Ola. Ég man svo vel eftir þessum hring á fingr- inum þínum alla mína barnæsku. Sé alltaf höndina þína fyrir mér þegar ég ber hann. Nettur gull- hringur með stórum og fallegum steini. Þú sagðist hafa keypt þenn- an hring fyrir mörgum árum með mig í huga. Ég ber þennan hring á hverjum degi. Andlát þitt er svo óraunverulegt, mér finnst ég geta hringt í þig hvenær sem er. Ég get fundið fyrir hendinni þinni á vang- anum. Ég get ennþá séð þig fyrir mér úti á veröndinni minni að reykja og tala við Sigrúnu í símann. Áður en þú fórst að sofa það kvöldið faðmaðir þú mig svo þétt eins og enginn væri morgundagurinn. Daginn eftir þegar við fórum á fætur faðmaðir þú mig aftur eins og enginn væri morgundagurinn. Þú gerðir það alltaf í hvert skipti sem þú sást mig. Hvort sem það voru nokkrir klukkutímar síð- an, nokkrir mánuðir eða nokkur ár. Þetta fór svo í taugarnar á mér. Það sem ég þrái þetta faðmlag þitt einu sinni enn. Elska þig alltaf. Þín Erla. Ég trúi þessu ekki, ég trúi ekki að þetta sé að gerast, ég trúi þessu ekki eru orð sem hafa verið fljót- andi í huga mínum síðustu mánuði. Í hjarta mínu er ég hrædd, óörugg og áttavilt en samt segir undir- meðvitundin mér að ég verði að standa mig og vera sterk, annað er ekki í boði. Þetta er ekki að gerast, ef ég bara hugsa að í dag er dag- urinn í gær og í gær var dagurinn á undan fæ ég þá þær báðar aftur til mín? Við vorum nýbúnar að kveðja mömmu. Nei, það gengur ekki svoleiðis fyrir sig. Það kemur alltaf nýr dagur eftir þennan dag með nýjar vonir og þrár. Á morg- un verður þetta bærilegra, það eru nýju orðin í huga mínum þegar tárin reyna að brjótast fram. Svala systir var alltaf hress og tók alltaf brosandi á móti mér. Hún vildi alltaf allt fyrir mig gera. Hún vildi leika, syngja og dansa, já dansa eins og enginn væri morgundagurinn þótt hún hefði verki um allan skrokkinn; „ég bara hugsa um það á morgun“ sagði hún þegar ég spurði hana hvort hún þyrfti ekki að fara sér rólega þegar hún sagði mér spennt að hún væri með dans- herra í kvöld og nú yrði sko dans- að. Litla systir. Komdu til mín, ég sakna þín, hvenær ætlar þú að heimsækja mig? Ég þarf svo að fá að faðma þig. Stundum fór ég en oftar fór ég ekki. Ég heimsótti hana í Hlíðar- gerði og á Sogaveginn svo í Eyja- bakkann og einnig þegar hún var að vinna á Sólheimum í Grímsnesi. Ég fór til hennar til Vestmanna- eyja og til Seyðisfjarðar og síðustu heimsóknirnar voru til hennar á Spáni. Svölu fannst gaman að skapa eitthvað, fyrr á árum hnýtti hún hengi fyrir blómapotta og borð, seinni árin vann hún við að búa til alls konar listaverk úr gleri, mynd- ir, skálar, krossa, lampa o.fl. þegar heilsa hennar leyfði. Hvíl í friði. Þín systir, Sigrún. Elsku vinkona. Orð fá ei lýst hversu mikið ég mun sakna þín. Sakna hlátursins og allra skemmti- legu stundanna sem við áttum sam- an í gegnum lífið. Sakna tryggðar þinnar og væntumþykju sem aldrei bar skugga á. Þó að það liði oft langur tími milli símtala eða sam- verustunda var alltaf eins og við hefðum hist á hverjum degi og þráðurinn bara tekinn upp þar sem frá var horfið. Ég þakka fyrir allar góðu minningarnar sem munu ylja mér um ókomna tíð. Þakka þér fyr- ir allan stuðninginn þegar ég þurfti á vini að halda. Síðast þegar við hittumst lást þú á Borgar- spítalanum og varst mikið veik. Ég reyndi að koma eins oft og ég gat til að heimsækja þig og ég sá þér hraka í hvert skipti. Það var veru- lega sorglegt að sjá þig svona og vita að við myndum ekki hittast oft- ar. En með tímanum fylltist ég þakklæti yfir að þú fengir hvíldina og ég efast ekki um að þér líður vel núna. Leiðir okkar lágu saman þeg- ar við urðum nágrannar í Háagerði í Smáíbúðahverfinu, þú númer 51 og ég númer 53. Þú varst ekki há í lofti þegar ég sá þig fyrst, enda varstu aðeins sex ára gömul. Þú hafðir ljóst krullað englahár og við Svala systir kepptumst um að fá að greiða þér. Okkur leiddist það ekki unglingsstelpunum. Þegar þú varst 15 ára fórstu til Lúxemborgar í vist til föðurbróður þíns. Þegar þú komst þaðan æxlaðist það einhvern veginn að mikill og góður kunnings- skapur tókst með okkur sem hélst síðan alla tíð. Kolla vinkona bættist síðan í þennan frábæra vinahóp og áttum við þrjár saman góðar stund- ir. Við sungum mikið saman en elsku Kolla var stundum í vandræð- um með okkur tvær af því að okkur fannst allt svo fyndið og hlógum bara út í eitt. Þannig var það yf- irleitt. Við áttum auðvelt með að sjá húmor í öllu og Kolla að sjálfsögðu líka. Þannig mun ég minnast þín. Nokkrum sinnum heimsóttum við Kolla ykkur Hadda á Spáni. Það voru góðar stundir. Þú og Haddi áttuð mjög góð ár saman og hamingjan réð ríkjum. Mikið gat ég samglaðst þér. Ég veit líka að sorg ríkti í hjarta þínu þegar þú þurftir að sætta þig við að Haddi gat ekki verið lengur hjá þér vegna veikinda hans. Svona er lífið, skiptast á skin og skúrir. Við erum öll samferða á lífsins braut, það mun aldrei breyt- ast. Elsku Erla og aðrir aðstand- endur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín vinkona, Mjöll Hólm. Svala Þorbjörg Birgisdóttir Það er ekki hægt að láta Magnús tengdaföður minn hverfa á fund forfeðranna án þess að minnast hans með nokkrum orðum. Magnús var af þeirri kynslóð, sem vann myrkranna á milli til að hafa í sig og á og sló aldrei slöku við. Sparsemi og hirðusemi einkenndi hans kynslóð og skil- uðu til okkar því Íslandi sem við þekkjum í dag. Múrverk var hans iðngrein, og var hann sér- fræðingur í að gera arna. Ég hef sjaldan kynnst manni sem vand- Magnús A. Ólafsson ✝ Magnús A.Ólafsson fædd- ist 19. júlí 1923 á Akranesi. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk 29. nóvember 2017. Bálför Magnúsar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk 6. desember 2017. aði sig eins mikið við handverk eins og hann, og munu arnar hans standa um ókomin ár, og bera vitni um hand- bragð hans. En á einhvern hátt var hann fastur í gamla tímanum og hrærði alla steypu í hjól- börum þó að fyrir löngu væri búið að finna upp steypuhrærivélina. Magnús missti móður sína mjög ungur, og var eftir það frekar beiskur út í þá himna- feðga, en trúði alltaf á hið góða í lífinu. Eins og hjá öllum mönnum skiptust á skin og skúrir í lífi Magnúsar. Hann missti seinni konu sína úr krabbameini frá lítilli dóttur þeirra, en þá sýndi hann hvern mann hann hafði að geyma, er hann ól hana upp einn og óstuddur. Afkomendur Magnúsar eru rúmlega fimmtíu og er það hið mesta myndar fólk, enda var Magnús með myndarlegri mönnum. Magnús var hið mest hraust- menni og stundaði sund og gönguferðir af kappi meðan heilsan leyfði, en hann lést á ní- tugasta og fimmta aldursári. Þegar hann var rúmlega átt- ræður sást hann vera að rogast með 50 kg sementspoka upp stiga og fór létt með. Með Magn- úsi er sú kynslóð að hverfa sem þurfti að strita allt sitt líf til að hafa í sig og á. Ég held að við sýnum þessari kynslóð, sem er að kveðja í dag, ekki þá virðingu sem henni ber þegar árin færast yfir og heilsan fer að bila. Síð- ustu tuttugu og fimm árin var Magnús í góðu vinfengi við Freyju Kristófersdóttur og hafi hún þökk fyrir hennar tryggð. Mig langar að þakka hjúkrunar- heimilinu Mörk fyrir frábæra umönnun á síðustu metrum Magnúsar. Frændi Magnúsar, Kristján Hreinsson skáld setti saman þessar vísur um frænda sinn múrarann þegar hann lést. Með leyfi Kristjáns langar mig að enda þess minningagrein á orð- um Kristjáns. Hann Maggi frændi fylgdi mér um fagra lífsins daga. Nú finn ég þennan yl sem er svo undurfögur saga. Hann studdi hönd við harðan vegg og hélt um störfin glaður, svo blómlegt virtist broddótt skegg er brosti þessi maður. Ég man þá hönd sem hafði mátt, af hörku gat hann stritað, og vitund hans við verkin sátt fékk veruleikann litað. Hann dansaði um dagsins stríð, hvern dag hann veggi reisti, og unað veitti alla tíð hans yndislegi neisti. Nú hefur minning mikil völd og merkan sagnaranda því veggir hans um ár og öld hjá okkur munu standa. Víst kveikti lífsins bjarta bál hans blíða lund og sanna. Nú fylgir okkur fögur sál um farveg minninganna. Stefán Benediktsson. ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist á Hólma- vík 29. febrúar 1928. Hún lést 20. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vigdís Sigríður Guðmundsdóttir, f. 26. október 1895 á Drangsnesi í Kaldrananes- hreppi, og Guðmundur Magn- ússon, f. 26. júní 1889 í Hala- koti í Hraungerðishreppi. Halldóra var næstyngst níu systkina, þau eru: Magnelja, Ragnheiður, Marta Gunnlaug, Þuríður, Guðmundur, Sverrir og Gústaf Adolf, sem öll eru látin, og Hrólfur sem einn lifir systur sína. Hinn 2. maí 1954 giftist Halldóra Bjarna Halldórssyni, f. 25. október 1923 í Von- arholti í Kirkjubólshreppi. Bjarni lést 2. júní 1989. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg, f. 1. júlí 1947, gift Einari Guðna Njálssyni. Dætur þeirra eru Guðný Dóra, Árnína Björg og Kristjana. Barnabörnin eru sex. 2) Gunnlaugur, f. 8 des- ember 1950. Fyrri kona hans var Guðbjörg Stefánsdóttir. Hún lést árið 1991. Börn þeirra eru Stefán Bjarni, Anna Birna, Halldór og Guðbjörg. Barnabörnin eru fimm, eitt þeirra er látið. Seinni kona Gunnlaugs er Sigríður Óla- dóttir. 3) Rut, f. 6. október 1952. Fyrri maður hennar var Hörð- ur Ásgeirsson, þau skildu. Börn þeirra eru Sig- urbjörg, Bjarni og Davíð. Barnabörn- in eru fjögur. Seinni maður hennar er Magnús Ólafsson. Hallóra ólst upp á Hólmavík í húsi sem kallað var Glaumbær. Líf og fjör var á heimilinu enda börnin mörg og kraftmikil. Þau lærðu snemma að taka til hendinni og aðstoða við heim- ilishaldið og annað sem til féll eins og títt var á þessum ár- um. Halldóra gekk í Barna- skóla Hólmavíkur og stundaði nám í Reykjaskóla við Ísa- fjarðardjúp og Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli í Dölum. Halldóra og Bjarni hófu bú- skap í Brynjólfshúsi á Hólma- vík og eignuðust öll sín börn þar. Fluttu árið 1961 í nýtt hús sem þau byggðu á Borga- braut 3 og bjuggu þar meðan Bjarni lifði. Haustið 1989, eftir lát Bjarna, flutti Halldóra til Reykjavíkur. Í Reykjavík bjó hún fyrst í Orrahólum, síðan í Asparfelli og loks í þjón- ustuíbúð á Dalbraut 21. Sam- býlismaður Halldóru og góður vinur síðustu tíu árin var Kristinn Jónas Jónasson. Jarðarför Halldóru fór fram 3. janúar 2018 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldóra Guðmundsdóttir tengdamóðir mín er látin á 90. aldursári. Hún var fædd á Hólmavík, ólst þar upp og bjó lengst af. Hún var alla tíð ein- lægur Strandamaður og Hólma- víkin var henni einstaklega kær. Halldóra kynntist ung Bjarna Halldórssyni, þau eignuðust þrjú börn og er Sigurbjörg eig- inkona mín elst þeirra. Yngri börnin eru Gunnlaugur og Rut. Halldóra og Bjarni Hall, eins og hann var oftast kallaður, gengu í hjónaband 2. maí 1954. Það var mikið gæfuspor. Þegar ég kynntist tengdaforeldrum mín- um var Halldóra að mestu heimavinnandi en Bjarni starf- aði sem vélgæslumaður við slátur- og frystihús kaupfélags- ins á Hólmavík. Bjarni gegndi því starfi allt þar til hann varð bráðkvaddur 2. júní 1989. Bjarni var fæddur að Vonarholti í Arn- kötludal í Kirkjubólshreppi. Bjarni var ljúfur maður í við- kynningu og einhver heiðvirð- asti og traustasti maður sem ég hef kynnst. Allt sem tengdist vélum lék í höndunum á honum, hann var einstaklega greiðvik- inn og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var meira að segja prýðis hárskeri, þó að ekkert bréf hefði hann upp á það, og nutu margir þorpsbúar góðs af því. Bjarni var félagslyndur á sinn hægláta hátt, sat allmörg ár í hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps. Hann var afbragðs söngmaður, röddin mjúkur og hljómmikill bassi. Bjarni tók þátt í leiksýningum og hafði yndi af fótbolta. Já, fótboltinn var honum al- vörumál og heyrt hef ég að hann, þessi dagfarsprúði maður, hafi átt það til að ganga úr hamnum á spennandi fótbolta- leik. Halldóra og Bjarni voru samrýnd, þó að þau væru nokk- uð ólík. Halldóra var af hinni valinkunnu stóru og þekktu Bæjarætt, sem kennd er við Bæ í Kaldrananeshreppi. Hún var mikill „bæjari“, enda bar hún öll hin stóru einkenni Bæjarættar- innar með miklum sóma. Hún var opin og lífleg í samskiptum útá við, frændrækin og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Halldóra var tónelsk, hafði yndi af því að dansa og syngja. Var listfeng sauma- og hannyrða- kona og naut þess að spila á spil. Sviplegt fráfall Bjarna var mik- ið áfall fyrir Halldóru og gat hún ekki hugsað sér að búa áfram á Hólmavík. Kveið vetrinum og snjóþyngslunum, svo hún seldi húsið þeirra og flutti til Reykja- víkur strax haustið eftir andlát Bjarna. Í Reykjavík bjó Hall- dóra fyrst í Orrahólum, síðan í Asparfelli og loks í þjónustuíbúð að Dalbraut 21. Þegar Halldóra hafði verið ekkja í nokkur ár kynntist hún Kristni Jónasi Jónassyni. Kristinn er einstakur öndvegismaður og reyndist Halldóru hinn besti félagi. Hall- dóra og Diddi, eins og hann er alltaf kallaður, áttu saman nokkur góð ár, fóru reglulega saman að dansa og spila á spil á ýmsum þjónustumiðstöðvum eldri borgara. Að leiðarlokum vilja börn Halldóru þakka Didda af alhug fyrir þann félagsskap og gleði sem hann veitti móður þeirra og hans miklu umhyggju og hjálpsemi á erfiðum stundum í lífi hennar. Þessi fátæklegu orð hafa þróast sem eins konar hjónaminning þeirra Halldóru og Bjarna Hall. Ég kveð tengda- foreldra mína með þakklæti og virðingu og óska eftirlifendum blessunar Guðs. Einar Njálsson. Halldóra Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.