Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Sólarlag við Straumsvík Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti og daginn að lengja er kjörið að fara í göngu og virða fyrir sér gult og rautt sólarlagið yfir mannvirkjunum á höfuðborgarsvæðinu.
Kristinn Magnússon
Ferðaþjónustan er
ekki sjálfbær sem at-
vinnugrein en við
stefnum að sjálfbærni
undir merkjum
ábyrgrar ferðaþjón-
ustu. Umhverfisáhrif
hennar eru enn merkt
ósjálfbærni, of mörg
sveitarfélög og héruð
eru ýmist of hart keyrð
við að þjónusta ferða-
menn eða að mestu af-
skipt og loks er fjárhagslegum ávinn-
ingi misskipt í samfélögum víða um
land. Mikið er ógert áður en markinu
er náð og eru nokkur skref í þá átt
mörkuð í ríkisstjórn-
arstefnunni.
Við mat á áhrifum
fleiri ferðamanna verð-
ur að miða við þolmörk á
öllum þremur stigum
sjálfbærni: Umhverfis-
mörk, samfélagsmörk
og efnahagsmörk. Þau
ákvarðast með rann-
sóknum og könnunum
og geta breyst með
tíma.
Telja má almennan
vilja til þess að ein (og
fremur óstöðug) at-
vinnugrein yfirtaki ekki of mikinn
mannafla, fasteignir og rými eða
vinnutíma í samfélaginu. Líka er al-
mennur vilji til þess að ferðaþjónusta
sem auðlindanýting lúti svipuðum
takmörkunum og vísindalegum nálg-
unum og til dæmis sjávarútvegur.
Ýmsum aðferðum má beita til að
stýra straumi ferðamanna og tak-
marka aðgengi að stöðum eða land-
svæðum. Unnt er að nota auglýs-
ingar og kynningar til að opna
aðgengi að vannýttum stöðum og
svæðum. Samtímis verður að hvetja
þar til uppbyggingar innviða og af-
þreyingar. Önnur aðferð er að marka
ítölu gesta per stund eða dag og
stjórna aðgengi við innkomustað.
Enn ein aðferðin er til dæmis að nýta
mörkuð bílastæði sem meginleið að
stað eða svæði. Loks er hægt að nota
gistiaðstöðu og innviði vinsælla
svæða til að takmarka aðgengi.
Að mínu frumkvæði samþykkti Al-
þingi í september 2017 beiðni um
skýrslu, unna á vegum ráðuneytis
ferðamála, um þolmörk og leiðir til
aðgangsstýringar. Hún á að vera
tilbúin nú í febrúar. Þar er m.a.
fjallað um þróun ferðaþjónustu og
horfur, þolmörk í ljósi sjálfbærni-
markmiða og um helstu álagsstaði og
tegundir álags á umhverfi, samfélag,
innviði og upplifun. Farið verður yfir
helstu áhrif og afleiðingar vaxtar
ferðaþjónustu á atvinnu- og efna-
hagsmál og aðferðir til að stýra
fjölda, aðgengi og dreifingu ferða-
manna. Skýrslan á að auðvelda gerð
landnýtingaráætlunar um þróun
ferðaþjónustu í samvinnu við samtök
hennar, með tilliti til sjónarmiða um
sjálfbæra atvinnugrein. Samtímis
verður til rammi um þau opinberu
gjöld sem þarf til að fjármagna hlut-
verk sveitarfélaga og ríkis í ferðþjón-
ustunni.
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson » Að mínu frumkvæði
samþykkti Alþingi í
september 2017 beiðni
um skýrslu, unna á veg-
um ráðuneytis ferða-
mála, um þolmörk og
leiðir til aðgangsstýr-
ingar. Hún á að vera
tilbúin nú í febrúar.
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er þingmaður
VG í Suðurkjördæmi.
Þolmörk og sjálfbær ferðaþjónusta
Hinn 4. janúar ritaði
dr. Finnur Magnússon
hrl. grein um fullveldi
í Viðskiptablað Morg-
unblaðsins. Hér verð-
ur þráðurinn tekinn
upp þar sem Finnur
lét staðar numið.
Í greininni vakti
Finnur máls á að-
greiningu fullveld-
ishugtaksins í innra og
ytra fullveldi. Auk
þess sem hann fjallaði um einn af
undirstöðudómum þjóðaréttar í
hinu svonefnda Wimbledon-máli frá
1923 sem Fasti alþjóðadómstóllinn,
fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í
Haag, kvað upp. Í dóminum tók
dómstóllinn skýrt fram að hann
hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á
þjóðréttarlegar samningsskuldbind-
ingar ríkis um ákveðnar athafnir
eða athafnaleysi sem
skerðingu á fullveldi
þess. Vissulega legðu
samningsskuldbind-
ingar kvaðir á fram-
kvæmd fullveldisréttar
ríkis, í þeim skilningi
að þær skuldbinda ríki
til að framkvæma þær
með ákveðnum hætti.
Aftur á móti væri rétt-
urinn til að taka á sig
alþjóðlegar skuldbind-
ingar einn af eig-
inleikum fullveldis
ríkja.
Notkun ekki afsal
Í ráðgefandi áliti frá 1925 sem
snerti samskipti Grikklands og
Tyrklands benti dómstóllinn á að
rétturinn til að taka á sig alþjóð-
legar skuldbindingar væri einn af
eiginleikum fullveldis ríkja. Tveim-
ur árum síðar í öðru ráðgefandi áliti
var vísað til þess að dómstóllinn
hefði haft tækifæri í fyrri dómum
og álitum til að staðhæfa að tak-
markanir á framkvæmd fullveld-
isréttar ríkja, samþykktar af ríki
með samningi, gætu ekki talist
skerðing á fullveldi. Í þekktu máli á
áttunda áratugnum, sem Texaco
höfðaði gegn Líbýu, vísaði alþjóð-
legur gerðardómur í Wimbledon-
málið og benti á að fullveldi tapaðist
ekki með gerð þjóðréttarsamnings,
þvert á móti væri gerð þjóðrétt-
arsamnings birtingarmynd fullveld-
isins. Nýlegasta dæmið um tilvísun
til Wimbledon-málsins, sem und-
irrituðum er kunnugt um, er úr-
skurður (e. Panel Report) á vett-
vangi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar í máli sem tengist
kínverskri hrávöru frá árinu 2011.
Af einhverjum ástæðum hefur
Wimbledon-málið og sú sýn á full-
veldið sem birtist í því sjaldan
seytlað inn í skrif íslenskra lög-
fræðinga þrátt fyrir að þjóðarétt-
urinn sé gegndrepa af áhrifum
þess. Jan Klabbers, prófessor í
þjóðarétti við Helsinki-háskóla, hef-
ur t.a.m. bent á að málið sé svo inn-
byggt í þjóðarétti að það þurfi varla
lengur að vísa til þess.
Ólafur Jóhannesson
Sjaldgæft dæmi þess að Wimble-
don-málið bergmáli í þankagangi ís-
lenskra lögfræðinga birtist í ræðu
Ólafs Jóhannesson frá 1962 sem bar
heitið stjórnarskráin og þátttaka Ís-
lands í alþjóðastofnunum. Í ræðunni
benti Ólafur m.a. á eftirfarandi:
„Skuldbindingar ríkja gagnvart al-
þjóðastofnun munu því oftast nær
engu skipta um formlegt fullveldi
ríkis. Gildir það almennt jafnt, þó
að alþjóðastofnun hafi verið fengið í
hendur vald, sem stjórnlögum sam-
kvæmt á að vera hjá handhöfum
ríkisvalds.“
Kjarni þess sem hér að ofan
greinir er að þegar ríki tekur á sig
skuldbindingar af þjóðréttarlegum
toga er ríkið að nota fullveldið en
ekki afsala sér því nema samningur
beinlínis feli í sér að ríki hætti að
vera til, s.s. þegar samið er um
sameiningu tveggja ríkja. Það er
svo annað mál hvort milliríkjasamn-
ingur telst samræmanlegur stjórn-
lögum tiltekins ríkis, feli í sér mikl-
ar kvaðir eða teljist óhagstæður
fyrir samningsaðila.
Eftir Bjarna Má
Magnússon » Í greininni er haldið
áfram með umfjöll-
un um fullveldishug-
takið sem Finnur Magn-
ússon hóf í blaðinu.
Farið er dýpra í
ákveðna þætti um ytra
fullveldi.
Bjarni Már
Magnússon
Höfundur er dósent í lögfræði við
lagadeild HR.
bjarnim@ru.is
Meira um fullveldi