Morgunblaðið - 11.01.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
– NÝTT MERKI HJÁ OPTICAL STUDIO
Módel: Sandra Ósk Aradóttir
Gleraugu: DITA TORUS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, er nú í heimsókn í Kína ásamt
öðrum forsetum þjóðþinga Norður-
landanna og
Eystrasaltsríkja,
að þingforseta
Dana undanskild-
um. Þingforseta-
rnir áttu yfir
klukkustundar
langan fund með
Xi Jinping, for-
seta Kína, í gær í
Peking.
„Þetta er búið
að vera mjög
áhugavert og móttökurnar hér hafa
verið frábærar og okkur hefur verið
sýndur mikill heiður,“ sagði Stein-
grímur þegar blaðamaður náði tali af
honum í Peking, rétt eftir að fund-
inum með forseta Kína lauk.
Steingrímur sagði að það að forseti
Kína skyldi taka yfir klukkustund í
fund með þingforsetunum sýndi
hversu mikið væri gert með heimsókn
þeirra. „Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti er hér í opinberri heim-
sókn núna þannig að augljóslega er
forseti Kína mjög önnum kafinn
þessa dagana,“ sagði Steingrímur.
Kína breytir orkubúskap sínum
„Fundurinn með forseta Kína, Xi
Jinping, var mjög áhugaverður. Á
fundinum með forsetanum var mikið
rætt um mögulegt og aukið samstarf
Kína við þetta svæði sem við tilheyr-
um, þ.e. Norðurlönd og Eystrasalts-
ríkin. Þá voru loftslagsbreytingar
ræddar og það kom alveg skýrt fram í
máli forsetans að Kína stendur ein-
beitt að baki Parísarsamkomulaginu
og er á fullri ferð að breyta sínum
orkubúskap og þróa nýja tækni, sem
skiptir gríðarlega miklu máli nú þeg-
ar Bandaríkin eru að draga sig út úr
Parísarsamkomulaginu,“ sagði Stein-
grímur.
Alltaf velkominn til Íslands
Steingrímur sagði að einnig hefði
heimskautasvæðið verið rætt og
möguleg tenging þess við þá innviða-
uppbyggingu sem Kína hefði ráðist í
og boðið nágrannalöndum sínum
samstarf um og þátttöku. Komið hefði
fram í máli forsetans að Norðurlöndin
og heimskautasvæðið gætu tengst
innviðaverkefninu, ef áhugi væri á
því.
„Ég minntist á jarðhitasamstarf Ís-
lands og Kína, stóru hitaveituverk-
efnin, og kom þar öldungis ekki að
tómum kofunum,“ sagði Steingrímur.
„Forsetinn sýndi jarðhitasamstarfinu
sérstakan áhuga og sagðist vera
áhugasamur um nýtingu jarðvarma
og kvaðst því fylgjast vel með þessum
samstarfsverkefnum,“ sagði Stein-
grímur.
Hann sagði að Xi Jinping hefði sagt
sér að hann hefði komið til Íslands
fyrir 39 árum og hann hefði þá svarað
honum að hann væri alltaf velkomin
aftur.
Heimsókn þingforsetanna lýkur á
laugardag en síðdegis í gær flugu þeir
frá Peking til Chengdu í Sichuan-hér-
aði þar sem þeir funda í dag og á
morgun með héraðsstjórnum, leiðtog-
um svæðisins og fleiri.
Forseti Kína áhugasam-
ur um jarðhitasamstarf
Þingforsetar Norðurlandanna funduðu með forseta Kína
AFP
Forseti Xi Jinping, forseti Kína, er sagður voldugasti leiðtogi Kína í áratugi.
Steingrímur J.
Sigfússon
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Drykkjarumbúðum var skilað í tölu-
vert ríkari mæli á endur-
vinnslustöðvar hér á landi í fyrra en
árið á undan. Samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Endurvinnslunni var
sala ársins 2017 um 155 milljónir ein-
inga, sem er um 9% aukning frá árinu
áður.
„Aukningin er þó ekki samsvar-
andi í magni, þar sem nokkuð var um
að neytendur skiptu út stórum ein-
ingum eins og 2 lítra umbúðum í
minni einingar,“ segir Helgi Lárus-
son, framkvæmdastjóri Endurvinnsl-
unnar.
Helgi segir að á næstunni verði
sjálfvirkum talningarvélum fjölgað.
Til að mynda verður í næsta mánuði
fjölgað úr einni vél í tvær á vinsælli
móttökustöð Sorpu við Ánanaust. Er
það gert vegna aukningar í umsvif-
um.
„Þar verður prófuð ný tækni og er
vonast til að hún verði grunnur að
nýjum vélum sem notaðar verða.
Nýju vélarnar eiga að lesa betur á
umbúðir og eru sjálfvirkari en eldri
vélakostur,“ segir Helgi.
Í framhaldi af því verður sett upp
önnur talningarvél í Keflavík í mars.
Eins er búið er að ákveða að setja
upp eina talningarvél í viðbót í
Knarrarvogi en þá verða þar sex
talningarvélar.
Þá segir Helgi að til skoðunar sé að
setja talningarvélar upp víðar, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og utan þess.
Er þar horft til annarra Sorpu-stöðva
en einnig sé verið að skoða hvort þörf
sé á að setja upp alveg nýja, stóra
móttökustöð með tveimur til þremur
talningarvélum. Leitað er að góðum
stað fyrir slíka móttökustöð.
9% aukning í skil-
um til endurvinnslu
Fjölga á sjálfvirkum talningarvélum
Morgunblaðið/Eggert
Endurvinnsla Sjálfvirkum móttökustöðvum fyrir drykkjarumbúðir fjölgar.