Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, skrifar: „Æðsti
prestur trúarbragðanna um hnatt-
ræna hlýnun af mannavöldum, Al
Gore, spáði því fyrir 9 árum að
norðurpóllinn yrði
íslaus fyrir 2018.
Annar hátt settur
prestur í reglunni
Karl Bretaprins
sagði að allt yrði
komið til fjandans
um mitt ár 2017 og
samkvæmt spádómi
NASA átti Manhattan að vera
sokkin í sæ fyrir nokkrum árum.
Þó að árið 2018 sé komið þáhaggast ísinn á norðurpólnum
ekki. Sjávarborð hefur ekki hækk-
að og Manhattan er enn vett-
vangur iðandi mannlífs. Hlegið er
að ruglinu í Karli Bretaprinsi.
Ekkert af því sem spáð hefurverið um þróun hnattrænnar
hlýnunar af mannavöldum hefur
reynst rétt.
Samt sem áður heldur stjórn-mála- og vísindaelíltan fast í
að nauðsynlegt sé að setja hindr-
anir í veg framleiðslufyrirtækja,
og leggja skatta á einstaklinga til
að fórna á altari heimstrúarbragða
pólitísku veðurfræðinnar.“
Loks spyr Jón hversu langtþurfi að líða og hversu dýrt
það hafi þá verið skattgreiðendum,
áður en barnið muni segja að hlýn-
unarspámennirnir séu klæðalausir.
Það er mikilvægt að ganga velum náttúruna en það er líka
mikilvægt að rætt sé um mál frá
öllum hliðum. Þess vegna er það
ágæt ábending hjá Jóni að oft er
eins og einhvers konar trúarhiti
yfirskyggi málefnalega umræðu
um umhverfismál. Það er engum
til góðs.
Jón Magnússon
Al Gore, prinsinn
og norðurpóllinn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 1 léttskýjað
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 6 léttskýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn 3 þoka
Stokkhólmur -5 þoka
Helsinki -4 þoka
Lúxemborg 5 rigning
Brussel 7 skýjað
Dublin 5 þoka
Glasgow 4 þoka
London 8 léttskýjað
París 8 alskýjað
Amsterdam 7 súld
Hamborg 4 skýjað
Berlín 3 þoka
Vín 3 þoka
Moskva -5 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 6 súld
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -8 alskýjað
Montreal -11 skýjað
New York 1 heiðskírt
Chicago 4 súld
Orlando 20 súld
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:04 16:09
ÍSAFJÖRÐUR 11:38 15:44
SIGLUFJÖRÐUR 11:23 15:25
DJÚPIVOGUR 10:40 15:31
Svandís Svavars-
dóttir heilbrigð-
isráðherra hefur
ráðið Birgi Jak-
obsson sem að-
stoðarmann sinn
í velferðarráðu-
neytinu. Birgir,
sem verið hefur
landlæknir frá
byrjun árs 2015,
lætur af því
embætti í lok apríl næstkomandi
sakir aldurs. Áður var hann starf-
andi í Svíþjóð um langt árabil, sem
barnalæknir og stjórnandi í ýms-
um hlutverkum, síðast sem for-
stjóri Karolinska sjúkrahússins í
Stokkhólmi.
Í tilkynningu er haft eftir Svan-
dísi Svavarsdóttur að sér þyki
mikill fengur í því að fá Birgi sér
til aðstoðar í flóknum verkefnum.
Hann hafi viðamikla þekkingu á
heilbrigðismálum, bæði í læknis-
fræði og á sviði stjórnunar og
stefnumótunar. Hann hafi sem
landlæknir komið fram með ýmis
sjónarmið í heilbrigðismálum, sem
byggist meðal annars á samfélags-
legri sátt. Þær áherslur falla vel
að sínum og því segist Svandís
hlakka til þess samstarfs við Birgi
sem framundan sé. sbs@mbl.is
Birgir að-
stoðarmaður
Svandísar
Birgir
Jakobsson
Í nýju hlutverki
Fimm verða í framboði í leiðtoga-
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Framboðsfrestur rann út
klukkan fjögur í gær. Prófkjörið fer
fram hinn 27. janúar næstkomandi.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær gefa borgarfull-
trúarnir Áslaug Friðriksdóttir og
Kjartan Magnússon kost á sér, rétt
eins og Eyþór Arnalds fram-
kvæmdastjóri. Í gær bættust í hóp-
inn þeir Vilhjálmur Bjarnason, fyrr-
verandi alþingismaður, og Viðar
Guðjohnsen, leigusali og athafna-
maður.
Vala Pálsdóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, ákvað
að bjóða sig ekki fram, þrátt fyrir
fjölda áskorana þar um.
Í tilkynningu frá Vilhjálmi
Bjarnasyni er rakinn starfsferill
hans, en hann var sem kunnugt er
alþingismaður á árunum 2013-2017.
Viðar Guðjohnsen lýsir í tilkynn-
ingu þeirri skoðun sinni að opinber
gjöld, skattar og regluverk séu farin
að hamla nýbyggingu íbúðar-
húsnæðis. „Fjármálin eru í ólestri á
sama tíma og núverandi meirihluti
eys fjármunum í gæluverkefni sem
eru ekki til þess fallin að leysa þau
miklu vandamál sem steðja að borg-
inni. Nauðsynlegt er að bjóða upp á
valkost sem er tilbúinn að taka til í
rekstrinum og skera niður í því óhófi
sem hefur verið stundað síðustu ár.“
Fimm í framboði í leiðtogaprófkjöri
Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason taka slaginn í borginni
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík Fimm vilja leiða lista.