Morgunblaðið - 11.01.2018, Page 14

Morgunblaðið - 11.01.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is ÚTSALA Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 20-80% afsláttur af umgjörðum FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Spölur, eigandi Hvalfjarðarganga, hefur ritað Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra bréf vegna væntanlegrar yfirtöku ríkisins á göngunum. „Nú þegar fyrirsjáanlegt er að veggöngin ásamt tilheyrandi mann- virkjum verði með formlegum hætti afhent ríkinu til eignar og þar með áframhaldandi rekstrar er ljóst að huga þarf að öllu því sem þeirri yfir- töku fylgir,“ segir m.a. í bréfi Spalar. Engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá um það hvenær viðræður rík- isins og Spalar um yfirtökuna hefj- ast. Vegagerðin, sem væntanlega mun taka yfir rekstur Hvalfjarð- arganga í haust, mun koma að þess- um viðræðum. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu gera áætlanir ráð fyrir að Spölur hafi greitt upp allar skuldir vegna ganganna í júlí á þessu ári. Jafnframt fellur niður heimild Spal- ar til innheimtu veggjalds sam- kvæmt samningi sem félagið og ríkið gerðu 22. apríl 1995. Vestlendingar áhyggjufullir Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra sagði í fréttum Rík- isútvarpsins á fimmtudag í síðustu viku að til greina kæmi að innheimta áfram veggjöld í Hvalfjarðargöng eftir að þeim verður skilað til rík- isins í sumar. Þessi orð ráðherrans hafa fallið í grýttan jarðveg hjá Vestlendingum sem nota göngin mikið. Fulltrúar Akraness áttu fund með ráðherra um málið. Jón Gunn- arsson, fyrrverandi samgöngu- ráðherra, hafði áður sagt í fjöl- miðlum að veggjald yrði ekki innheimt í Hvalfjarðargöng, enda væru engar forsendur fyrir slíku. Í minnisblaði sem tekið hefur ver- ið saman segir m.a. að ekki verði séð að sérleyfissamningur Spalar verði lagður til grundvallar frekari inn- heimtu veggjalda en þar er kveðið á um enda sé sá samningur sam- þykktur af Alþingi og breytingar á honum þyrftu þinglega meðferð. „Áframhaldandi gjaldtaka Vega- gerðarinnar/fjármálaráðuneytis í al- mennu hlutafélagi myndi því líklega þurfa atbeina ríkis og Alþingis með sama hætti og gert var á sínum tíma, en Alþingi staðfesti samning ríkisins við Spöl hf. síðast árið 1995,“ segir í minnisblaðinu. Það á eftir að koma í ljós hvort þingmeirihluti verði fyrir áframhaldandi gjaldtöku. Ennfremur segir í minnisblaðinu að hafa verði í huga breytt ákvæði reglugerða ESB um hlutfall afslátta þegar tekin eru veggjöld. Sú breyt- ing sem nú er verið að innleiða í regluverk á Íslandi hafi allnokkur áhrif á það gjaldskrárform sem Spölur ehf. hefur stuðst við. Loks hefur Spölur bent á að inn- heimtukerfi fyrirtækisins sé orðið gamalt og úrelt og kostnaðarsamt og tímafrekt geti orðið að koma upp nýju kerfi. Fram kemur í bréfi Spalar til ráð- herranna að fyrirtækið hafi annast rekstur Hvalfjarðarganga og stofn- að til samninga þar að lútandi við ýmsa aðila, starfsmenn, verkalýðs- félög, birgja, verktaka og ýmsa aðra. Þar undir falli ýmsir þættir verðandi lögbundna öryggisþætti ganganna. „Nauðsyn krefur að framangreindir samningar falli ekki úr gildi við yfir- færslu vegganganna til ríkisins nema í algjörum undantekninga- tilfellum,“ segir í bréfinu. Nokkur kostnaður mun falla á rík- ið taki það við rekstri ganganna án þess að innheimta veggjöld. Sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í minnisblaði Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar, var kostnaður við rekstur ganganna 256 milljónir árið 2016. Ný gjaldtaka til kasta Alþingis?  Spölur, eigandi Hvalfjarðarganga, óskar eftir viðræðum við ríkið vegna væntanlegrar yfirtöku á göngunum  Sérleyfissamningur Spalar ekki lagður til grundvallar frekari innheimtu veggjalda Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöng Allt útlit er fyrir að ríkið eignist göngin á 20 ára afmæli þeirra sem verður í júlí í sumar. Vegagerðin mun taka við rekstrinum af Speli. Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um rétt tæplega 10% í des- ember 2017 frá sama mánuði árið áður. Þá liggur fyrir að umferð- araukningin á árinu 2017 nemur um 8,2%. Alls fóru 2.549.741 ökutæki um Hvalfjarðargöng í fyrra sem er mesti fjöldi sem farið hefur um göngin á einu ári. Eins og meðfylgjandi línurit ber með sér hefur umferðin um göngin farið mjög vaxandi frá því þau voru tekin í notkun fyrir nærri 20 árum, eða í júlí 1998. Samdráttur varð nokkur fyrstu árin eftir bankahrunið, eða allt til ársins 2014. Frá upphafi 1998 til ársloka 2017 höfðu tæplega 34 milljónir ökutækja farið um göng- in, eða nákvæmlega 33.809.360 ökutæki. Fyrsta heila árið sem göngin voru í notkun, árið 1999, fóru 1.030.587 ökutæki um Hvalfjarð- argöng. Árleg umferð hefur meira en tvöfaldast síðan þá. Er það ekki síst mikil fjölgun erlendra ferðamanna sem skýrir þessa aukningu. sisi@mbl.is Nær 34 milljón ökutæki Umferð um Hvalfjarðargöng 1998-2017 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 milljónir bíla á ári ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Spölur 2,55 1,84 2,03 1,3 0,43 350 pt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.