Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Til hamingju með nýja ríkisstjórn sem hlýtur í vöggugjöf bæði jákvæða strauma og meiri stuðning frá íbúum landsins en gerst hefur um langa hríð. Í sáttmála nýju ríkisstjórnarinnar kemur fram að öflugt menntakerfi sé for- senda framfara og boð- ar stórsókn í mennta- málum. Þetta er þarft verkefni og því mikið gleðiefni. Jafnframt kem- ur fram í sáttmálanum að leggja eigi sérstaka áherslu á listnám og aukna tækniþekkingu til að gera ís- lenskt samfélag samkeppnishæfara á alþjóðavísu. Í því samhengi kemur fram að iðnnám og verk- og starfs- nám verði einnig eflt í þágu fjöl- breytni og öflugra samfélags. Nýr mennta- og menningarmálaráð- herra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur því metnaðarfull markmið að fylgja eft- ir. Ég ætla að draga fram nokkra þætti sem þýðingarmikið er að haldið sé á lofti en ég hef í störfum mínum haft mikið með menntamál að gera. Töluvert hefur verið fjallað um nauðsyn þess að kveikja áhuga fleiri nemenda á iðn-, verk- og tæknigreinum, ekki síst í tengslum við fjórðu iðnbyltinguna. Við hér á Íslandi þurfum að þora að tala um að samfélagið þarfnast ekki aðeins fleiri nemenda í þessar greinar heldur einnig enn öflugri náms- manna. Þetta skiptir sköpum þegar gera á breytingar á náminu, við þurfum að tryggja að námið veki áhuga sem flestra nemenda. Undanfarinn áratug hefur flestum iðn- og verkgreinum verið stillt upp sem valkosti fyrir þá sem eiga erfitt með að fóta sig menntakerfinu af ein- hverjum ástæðum. Sem dæmi langar mig að nefna ungan og öflugan mann sem ég hef verið svo lánsöm að fylgjast með í þessu ferli undanfarin ár, hann er bæði mikill náms- og verkmaður og talið var víst að hann hæfi nám í MA. Á síð- ustu stundu áttaði þessi rökfasti maður sig á því að hann langaði meira að fara í verklegt nám. Hann skipti yfir á síðasta mögulega degi og valdi vélvirkjun/vélstjórnarnám í VMA. Ungi maðurinn rúllaði bók- náminu upp, hefði sem sagt alveg þolað frekari áskoranir, og hóf verknám í vélvirkjun þegar á fyrsta sumri. Verknámið er samtals 96 vikur (tvö ár) skv. námskrám. Því var þó þannig hagað til að fyrsta sumarið var skilgreint sem prufu- tími og taldist ekki til verknámsins. Þegar þessi ungi maður var búinn að verja fimm árum í námið vantaði hann enn upp á verklega hlutann til að geta tekið sveinspróf. Hann var svo heppinn að fá inni í há- tækniverkfræði sl. haust í HR en hefur, því miður, ekki iðnprófið upp á vasann eins og upphaflega hug- myndin var. Þegar ég segi heppinn er ég að vísa í að vélvirkja/ vélastjórnarnámið er í raun eina iðnnámið sem hleypir nemendum áfram án þess að fara í undirbún- ingsnám á háskólastigi. En ungi maðurinn er engu að síður glað- beittur eftir að hafa lokið fyrstu önn með glans. Þessa sögu segi ég til að undir- strika mikilvægi þess að nemendur finni að virðing sé borin fyrir iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki í samfélagi okkar, að ýmsum flösku- hálsum sé rutt úr vegi og að tryggð- ir verði valmöguleikar á há- skólastiginu, leiðir séu eins stuttar og skýrar og unnt er. Þannig þarf til dæmis nýtt reiknilíkan framhalds- skólanna að hvetja til aukinnar sam- vinnu milli skólanna og auðvelda nemendum þannig aðgengi að fá- mennari áföngum. Annað sem þarf að huga að varðandi iðn-, verk- og tæknigreinar eru tækifærin sem eru fólgin í því að laða bæði kynin að hverri grein fyrir sig og er senni- lega ein ástæða þess hversu hægt gengur að breyta fyrirfram þekkt- um staðalímyndum sem nú kristall- ast í #metoo-byltingunni. Tökum nú höndum saman, kæru landsmenn, og verum samstiga í að gera breytingar til batnaðar á menntakerfinu sem gera það spenn- andi fyrir unga fólkið okkar að mennta sig í þessum mikilvægu framtíðargreinum og að áhugavert verði fyrir ný og skapandi fyrirtæki að vaxa hér á landi. Bylting í menntamálum? Eftir Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur » Þetta segi ég til að undirstrika mikil- vægi þess að nemendur finni að virðing sé borin fyrir iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki í samfélagi okkar, að ýmsum flöskuhálsum sé rutt úr vegi og að tryggðir verði valmögu- leikar á háskólastiginu, leiðir séu eins stuttar og skýrar og unnt er. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir Höfundur er meðstofnandi og ráðgjafi hjá PROJECTS ehf. Umræðan um lista- mannalaun er eitthvað það drepleiðinlegasta sem fyrirfinnst, en nauðsynleg. Mig langar að leggja fram tillögur sem ég tel að muni leysa mörg vandamál og deilur sem upp koma árlega varðandi þetta úrelta kerfi sem ég held að megi með góðum rökum sýna fram á að hafi skaðað listsköpun hér á landi og gert þennan vettvang sannarlega einhæfari. Ætli þessi aðferð nái til tæplega 5% listamanna? Það efast ég um. Núverandi kerfi hefur sært réttlætiskennd margra og réttilega. Þótt maður legði hart að sér gæti maður varla hannað óréttlátara kerfi. Hver vill ríkisrekna aðskilnaðar- stefnu þar sem einstaklingum er mismunað vegna smekks og skoð- ana fáeinna? Stenst það lög? Sann- leikurinn er sá að margir listamenn eiga líklega meiri möguleika á að vinna í lottói en að hljóta launin, á meðan fámennur hópur útvalinna velur stöðugt réttu tölurnar oft ár- um saman. Sumir fá tugi milljóna á meðan aðrir fá lítið og langflestir ekkert. Það er algjört frumatriði að nöfn þeirra, sem er hafnað, séu birt. Við verðum auðvitað að geta séð og borið saman hvaða listamenn og list er óæskileg og óæðri í augum rík- isins, þannig getum við metið hvort ákvarðanir séu góðar eður ei. Nú er það svo fyrirsjáanlegt hvert peningurinn fer að margir listamenn sleppa því að sækja um. Er það ekki kaldhæðnislegt að margir lista- menn, sem eru málsvarar þessarar mismununar og styðja þetta kerfi með kjafti og klóm, kenna sig við jafnaðarmennsku? Jafnaðar- mennskan fýkur auðvitað út í veður og vind þegar fjármál snúast um eigin rass. Sumir myndu jafnvel segja að listamannalaun væru krist- altær ríkisrekinn einkarekstur í sinni tærustu mynd. Einnig er það afar einkennilegt að fólk „hljóti“ laun eins og þetta sé vinningur sem byggist á heppni. Hamingjuóskirnar staðfesta þetta. Þetta kerfi virkar allt ótrúverðugt. Af hverju er ekki þak á því hversu oft hinir rík- isútvöldu geta hlotið launin? Hvern- ig stendur á því? Það ætti auðvitað að gera skilmerkilega opinbera út- tekt á því hverjir hljóta þessi laun trekk í trekk, hversu háar fjárhæðir um er að ræða og jafnvel skoða tengsl þeirra við úthlutunarnefndir, 20-30 ár aftur í tímann. Ný og betri aðferð Ég legg til að launin, sem út- hlutað hefur verið svo til án skuld- bindinga, verði afnumin. Ef þjóðin vill kerfi sem styrkir listamenn beint þá er lágmarkskrafa að kerfið sé eins gegnsætt og sanngjarnt og hægt er og nái til sem flestra, kerfi þar sem ríkið kaupir listaverk af listamönnum. Kerfið, eins og það er í dag, er vitfirring, þar er alls engin hvatning, gerir listamenn að betl- urum, mat á gæðum er háð duttl- ungum og ríkið fær ekkert í sinn hlut, en ríkið er vitanlega við skatt- borgararnir. Til að tryggja hlutlaust mat verða listamenn að geta lagt inn umsóknir í skjóli nafnleyndar með verkum sem koma til greina, síðan getur val- nefnd, mönnuð tiltölulega stórum hópi fólks, sem væri eins og þver- skurður samfélagsins, valið ákveð- inn fjölda verka í skjóli nafnleyndar, nefndarmenn eiga að sjálfsögðu ekki að geta verið í sambandi sín á milli. Þannig verður þetta eins og lýðræðisleg atkvæðagreiðsla; heið- arlegt og gegnsætt og laust við þann spillingarfnyk sem ein- kennt hefur þennan vettvang, þar sem list- rænum og pólitískum réttrúnaði er umbunað, „faglegt mat“ fær þar algjörlega nýja merk- ingu, líkt og ef olíufélög mættu hafa verð- samráð, mundu líklega kalla það faglegt mat, enda fagmenn á því sviði. Mat á gæðum listaverka umbreyt- ist við nafnleysi, það vita allir. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd. Slíkt kerfi yrði gríðar- leg hvatning til góðra verka. Skipta ekki verk listamanna og geta þeirra meira máli en nöfn þeirra, tengsla- net og ferilskrár og aðrir blaða- sneplar? Listamenn yrðu að sjálf- sögðu að sanna sig og skapa sína list áður en umsóknin er send en ekki eftir á. Árlega yrði haldin sýning á keyptum verkum í stærstu söfnum landsins, t.d á Kjarvalsstöðum, skattborgararnir fengju þá tækifæri til að sjá með eigin augum í hvað skattféð færi og ríkið myndi eignast fjölda verka á hverju ári. Þannig væri hægt að leysa innkaupavanda- mál safnanna, ný list myndi skreyta ríkisstofnanir víðsvegar um landið. Að öllum líkindum myndi þetta fyr- irkomulag vekja heitar umræður meðal landsmanna og gera almenn- ing virkari þátttakanda í ferlinu, ekki vanþörf á, á vettvangi sem hef- ur þjáðst af hugmyndafræði sem einkennist af listrænum rang- hugmyndum og sjálfhverfu árum saman og afurðirnar samkvæmt því, en það er efni í bók. Þá væri hægt að hætta að tala um listamannalaun, sem er óhæft hugtak, frekar lista- verkakaup. Þetta eiga að sjálfsögðu að vera klár og skýr skipti. Vissu- lega yrði pínulítill en mjög hávær hópur íhaldssamra myndlistar- manna á móti þessu, það er nefni- lega mjög ógnvekjandi tilhugsun fyrir suma listamenn að vera metnir út frá verkum sínum á lýðræð- islegan hátt, einn angi andverðleika- samfélagsins margumtalaða. Við getum látið hræðsluáróður þeirra um það að listin leggist af eins og vind um eyru þjóta, það mun aldrei gerast. Besta lausnin nær til flestra Annað sem ríkið gæti gert og væri enn árangursríkara er að gefa einstaklingum og fyrirtækjum allt að 100% skattafrádrátt fyrir að fjár- festa í eða styrkja listsköpun upp að ákveðinni fjárhæð, t.d. 2-3 millj- ónum, eins og var gert í Ástralíu og hefur reynst mjög vel. Það eitt yrði gríðarleg innspýting í allt listalíf landsins. Kerfi án hvatningar og umbunar er gagnslaust og lélegt. Er ekki annars alltaf verið að tala um aukið siðferði í þjóðfélaginu? Á það ekki að ná til allra? Það er meira en lítið skrítið að fólk sem kennir sig við skapandi hugsun í tíma og ótíma hefur alls enga skapandi hugsun þegar kemur að þessum málum, hugmyndaskort- urinn er alger. Listaverkakaup og skattaafsláttur í stað listamannalauna Eftir Stefán Boulter Stefán Boulter »Kerfið, eins og það er í dag, er vitfirr- ing, þar er alls engin hvatning, gerir lista- menn að betlurum, mat á gæðum er háð duttl- ungum og ríkið fær ekk- ert í sinn hlut, en ríkið er vitanlega við skatt- borgararnir. Höfundur er listmálari. Nýlega sagði Verkalýðs- og sjó- mannafélag Grindavíkur sig úr Sjó- mannasambandinu og þar með Al- þýðusambandinu, þótt það ætti að vera meira mál, hefði ég haldið, og nú er VR að hugleiða að fara úr Al- þýðusambandinu. Ekki líst mér á blikuna. Þetta fólk virðist ekki gera sér grein fyrir sam- takamætti heildarinnar. Til hvers heldur þetta fólk, að menn hafi verið að berjast fyrir að stofna Alþýðu- sambandið fyrir öld síðan og síðan Sjómannasambandið, nema til þess að styrkja stöðu sína gagnvart at- vinnurekendum í samningum með samtakamættinum, sem í sambönd- unum felst? Gerir fólk innan verka- lýðshreyfingarinnar í dag sér virki- lega ekki grein fyrir því? Þá á það mikið eftir ólært, leyfi ég mér að segja. Að lokum þetta: Það er skiljan- legt, að verkalýður þessa lands sætti sig illa við úrskurð kjararáðs um laun æðstu ráðamanna. Það ætti rík- isstjórnin að skilja. Þess vegna verð- ur verkalýðsforystan að taka þetta upp í næstu samningum og gera harðar kröfur um breytingar á þessu fyrirkomulagi. Annars verður eng- inn friður. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Samtakamáttur heildarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.