Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
sp
ör
eh
f.
Vor 1
Á vorin skartar Prag sínu allra fegursta. Borgin er afar
skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við
blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna
og Hradcanykastalann.Við byrjum ferðina í borginni Pilsen en
síðustu dagana njótum við í hinni fallegu og líflegu Regensburg.
24. - 31. mars
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 179.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Páskaveisla í Prag
Húsnæðisvandi til athugunar
Umboðsmaður Alþingis sendi bréf
í lok desember til fimmtán fjölmenn-
ustu sveitarfélaganna utan Reykja-
víkur þar sem hann óskaði eftir upp-
lýsingum um þau úrræði sem eru í
boði í sveitarfélögum fyrir þá sem eru
í áfengis- og vímuefnaneyslu. Um-
boðsmaður hefur haft húsnæðisvanda
utangarðsfólks í Reykjavík til athug-
unar að eigin frumkvæði en tilgang-
urinn með bréfinu er að fá heildstætt
yfirlit um stöðu þessara mála hjá
sveitarfélögunum. Þau hafa til 31.
janúar að veita honum upplýsing-
arnar.
Granda, Gistiskýlið og Konukot. Við
erum með úrræði fyrir um 80 manns
á þessum stöðum. Svo erum við með
rúmlega 150 rými fyrir fólk sem er
búið að fara í gegnum áfengis- og
vímuefnameðferð.“
Lítið er um úrræði yfir miðjan dag-
inn fyrir heimilislausa þegar Gist-
iskýlið og Konukot eru lokuð. Elín
segir dagþjónustuleysi vandamál en
það sé til skoðunar. Til að koma til
móts við það þar til lausn finnst hafi
verið veitt tímabundin styrking í
Kaffistofu Samhjálpar og þá var veitt
heimild til að leyfa þeim sem eru
veikir að vera inni yfir miðjan daginn
í Gistiskýlinu.
„Auðvitað á að gefa ungu fólki tæki-
færi til þess að móta samfélagið. Hins
vegar þarf að vera samhengi í reglum
sem um slíkt gilda,“ segir Helgi
Kjartansson, oddviti Bláskógabyggð-
ar. Sveitarstjórn þar hefur sent inn
umsögn vegna frumvarps til breyt-
inga á lögum um kosningar til sveit-
arstjórna sem Andrés Ingi Jónsson
er fyrsti flutningismaður að.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
kosningaaldurinn verði lækkaður úr
18 árum niður í 16 og eigi sú breyting
að taka gildi fyrir kosningar í lok maí
næstkomandi. Ekki er í frumvarpinu
gert ráð fyrir því að neinu verði
breytt um kjörgengi, sem áfram mið-
ist við 16 árin. Helgi segir kosninga-
rétt og kjörgengi hvort sína hliðina á
sama peningi. Hafi verði í huga að
fulltrúum í sveit-
arstjórnum sé
mikil ábyrgð falin.
Þeir meðal annars
gangi frá ýmsum
skuldbindingum
og lántökum fyrir
hönd síns sveitar-
félags og þurfi því
að vera lög- og
fjárráða, það er
átján ára.
„Umræðan um aukin áhrif ungs
fólks þarf að vera dýpri en við sjáum
nú. Ef breyta á lögum um kosninga-
rétt er best að stíga skrefið til fulls og
breyta öðrum lögum eftir þörfum í
leiðinni, hugsanlega með bandorms-
frumvarpi,“ segir Helgi Kjartansson.
sbs@mbl.is
Kjörgengi verði
með í bandormi
Helgi Kjartansson
Efast um breytingar á kosningaaldri
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jöfnunarsjóður sókna þjóðkirkjunnar fékk um-
sóknir frá söfnuðum um styrki upp á 924,1
milljón króna á þessu ári. Kirkjuráð hefur út-
hlutað styrkjum upp á 274 milljónir og kemur
þannig til móts við tæplega 30% heildarupp-
hæðar styrkbeiðna.
Kirkjuráð hefur birt sundurliðun um úthlut-
anir úr Jöfnunarsjóði sókna 2018 og er það í
fyrsta sinn sem þær upplýsingar eru birtar
með þessum hætti, að sögn Odds Einarssonar,
framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Einungis eru
birtar upplýsingar um sóknir sem fengu styrki.
Oddur sagði umsóknir hafa borist frá fleiri
sóknum. Þannig var átján umsóknum hafnað
m.a. vegna skorts á upplýsingum. Gert er ráð
fyrir að úr því kunni að verða bætt og verða
umsóknirnar þá aftur teknar fyrir.
Jöfnunarsjóður sókna hefur m.a. það hlut-
verk að styrkja sóknir til sameiningar. Átak í
þeim efnum er í bígerð á þessu ári. Til dæmis er
unnið að sameiningu Breiðholtssóknar og
Fella- og Hólasóknar í Reykjavík. Kirkjur
beggja sóknanna eru í mikilli þörf fyrir viðhald
og ljóst að það verður kostnaðarsamt.
Sóknargjöldin og byrðarnar
Auk upplýsinga um umsóknir og úthlutanir
eru birtar upplýsingar um fjölda gjaldenda
sóknargjalda í hverri sókn og tekjur sókna af
sóknargjöldum. Þau eru einu reglulegu tekjur
sóknanna og með þeim þarf að fjármagna
kirkjubyggingar og borga rekstur og viðhald.
Við lauslegan yfirlestur stingur í augun hvað
sumar sóknir eru skuldum hlaðnar. Það á til
dæmis við um Hallgrímskirkju í Reykjavík,
eina af höfuðkirkjum landsins. Hún er sem
kunnugt er eitt af helstu kennileitum höfuð-
borgarsvæðisins, opin flesta daga og einn vin-
sælasti viðkomustaður ferðamanna í borginni.
Grafarvogssókn, fjölmennasta sókn landsins
sem hefur staði í mikilli uppbyggingu, sótti um
15 milljónir vegna skulda en fær fimm. Skulda-
hlutfallið er svimandi hátt hjá sumum fámenn-
um sóknum úti á landi. Reykholtssókn í
Borgarfirði skuldar 47,8 milljónir en fær
sóknargjöld upp á 2,2 milljónir vegna 200 gjald-
enda. Skuldahlutfallið þar er 2.218,5%. Hún
sótti um og fékk styrk upp á 5,6 milljónir.
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins
og vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Sleðbrjótssókn í Austurlandsprófastsdæmi
skuldar 6,4 milljónir en fær um 500 þúsund á
ári í sóknargjöld vegna 40 sóknarbarna.
Skuldahlutfallið er því 1.383,7%. Hún sótti um
og fékk 300 þúsund króna styrk vegna safn-
aðarstarfs.
Endurbætur og skuldir vega þungt
Samkvæmt samantekt kirkjuráðs fyrir
Morgunblaðið vega endurbætur kirkna þyngst
þegar kemur að styrkjum úr Jöfnunarsjóði.
Skuldir liggja einnig þungt á herðum margra
sókna. Þar á eftir koma styrkir vegna safn-
aðarstarfs, nýframkvæmda og reksturs.
Fram kom í fundargerð fjármálahóps kirkju-
ráðs 8. desember sl. að fjárhagsáætlun Jöfn-
unarsjóðs sókna gerir fyrir að tekjur sjóðsins
verði 380,7 milljónir á þessu ári, gjöld 274 millj-
ónir og að tekjuafgangur verði 106,7 milljónir.
Skuldugar sóknir fá stuðning
Jöfnunarsjóði sókna bárust umsóknir upp á 924 milljónir Hefur veitt styrki upp á 274 milljónir
Hlutfall skulda gagnvart sóknargjöldum sumra mjög hátt Átak til sameiningar sókna á þessu ári
Morgunblaðið/Golli
Reykholt 200 sóknarbörn reka kirkjuna á
stað sem þúsundir heimsækja á hverju ári.
Reykjavíkurborg hefur verið í samstarfi við pólsku sam-
tökin BARKA frá því í ársbyrjun 2017. Tveir pólskir ráð-
gjafar frá þeim starfa hjá borginni við að aðstoða heim-
ilislausa Pólverja hér á landi. „Árið 2017 fóru tólf pólskir
einstaklingar til Póllands í meðferð og fengu störf og
búsetu í heimalandinu eftir það. Í heildina fengu 37 ein-
staklingar þjónustu frá BARKA hér á landi í fyrra. Sumir
völdu að vera hér áfram, fóru jafnvel í meðferð til Pól-
lands og komu aftur.
Í Gistiskýlinu, sem er fyrir karla í neyslu, var hlutfall
erlendra ríkisborgara í júlí 2016 um 50% en var í júlí
2017 komið niður í 12%. Það hefur orðið mjög mikil breyting á samsetn-
ingunni á þeim hópi sem nýtir sér þjónustu Gistiskýlisins eftir að verk-
efnið hófst,“ segir Elín Oddný. Samstarfið við BARKA heldur áfram.
37 Pólverjar fengu aðstoð
PÓLSKU SAMTÖKIN BARKA
Elín Oddný
Sigurðardóttir
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Stuðningur við utangarðsfólk verður
aukinn í Reykjavík. Það verður m.a.
gert með því að bæta við tólf íbúðum
fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli
hugmyndafræðinnar Húsnæðið fyrst.
Einnig verður starfsmönnum í vett-
vangs- og ráðgjafarteymi sem veitir
utangarðsfólki þjónustu fjölgað úr sjö
í þrettán.
Heimilislausum og þeim sem telj-
ast utangarðs fjölgaði um 95% í
Reykjavík yfir fimm ára tímabil, frá
2012 til 2017, og eru þeir skráðir 349 í
dag. Um 80 þeirra eru af og til á göt-
unni en flestir eru skráðir við ótrygg-
ar aðstæður. Þeir búa þá í úrræðum á
vegum borgarinnar, í húsnæði fyrir
fólk í neyslu, á áfangaheimilum og
innan tölunnar eru líka þeir sem eru
að ljúka stofnanavist innan þriggja
mánaða að sögn Elínar Oddnýjar Sig-
urðardóttur, formanns velferðarráðs
Reykjavíkurborgar. „Erfið staða á
húsnæðismarkaði virðist bitna illa á
þessum hópi en þeir sem vinna með
fólki á götunni finna bæði fyrir fjölg-
un í hópnum, harðari neyslu efna og
veikari einstaklingum.“
Reykjavíkurborg setti sér stefnu í
málefnum utangarðsfólk frá 2014-
2018 og er aukinn stuðningur hluti af
því að framfylgja þeirri stefnumótun.
Aðstoð við heimilishald
Samkvæmt hugmyndafræði Hús-
næðið fyrst er ekki gerð krafa um að
fólk sé edrú eða í meðferð, heldur er
fólk stutt í þeim aðstæðum sem það
er í hverju sinni að sögn Elínar. „Það
eru núna 19 manns í húsnæði sam-
kvæmt Húsnæðið fyrst, þeir eru í
sjálfstæðri búsetu og fá aðstoð við að
halda heimili. Á þessu ári bætast svo
við fjórar íbúðir og tólf í heildina til
2020. Húsnæðið fyrst byggist á ska-
ðaminnkandi nálgun í þjónustu við
utangarðsfólk og vímuefnaneyt-
endur. Það hefur sýnt sig að fólk á
mjög erfitt með að finna viljann til að
bæta stöðu sína ef það hefur ekki þak
yfir höfuðið. Við sinnum líka fyr-
irbyggjandi þjónustu með því að að-
stoða fólk sem er í hættu á að verða
húsnæðislaust.“
Húsnæði er fundið fyrir þennan
hóp í samstarfi við félagsbústaði.
„Það eru húsnæðisúrræði í borg-
inni fyrir fólk í virkri vímuefnaneyslu
á átta stöðum, það eru íbúðir, her-
bergjasambýli, smáhýsin úti á
Morgunblaðið/Golli
Á götunni Borgaryfirvöld ætla að bæta við húsnæðisúrræðum fyrir heim-
ilislausa í Reykjavík á árinu og grípa til ýmissa annarra úrræða.
Borgin eykur stuðn-
ing við utangarðsfólk
Húsnæðisúrræði fyrir fólk í vímuefnaneyslu á átta stöðum