Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 16

Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 COMPONIBILI hirslur 3ja hæða Verð frá 17.900,- Til í fleiri litum TAKE borðlam Verð 10.900,- Til í fleiri litum pi BOURGIE borðlampi Verð frá 34.900,- Til í fleiri litum CINDY borðlampi Verð 32.900,- Til í fleiri litum KABUKI standlampi Verð 129.000,- PLANET borðlampi á fæti Verð 74.900,- BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkur, segir að á næstu vikum verði birt mat á fýsi- leika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Sá kafli sé um 1,5 km. Hug- myndir séu um að stokkurinn verði á einni hæð á um 8-10 metra dýpi með tveim- ur akreinum í báðar áttir. Rætt hafi verið um að ofanjarðar verði ein akrein í hvora átt fyrir almenna umferð og tvær akreinar fyrir almenningssam- göngur. Hæg umferð verði ofan- jarðar. „Það var samþykkt í borgarráði í fyrra að greina fýsileika þess að leggja Miklubraut í stokk að hluta með vísun í aðalskipulagið. Það má bera [stokkinn] saman við fýsileika Öskjuhlíðarganga.“ Næði að Hringbraut Hann rifjar upp að þegar málið var síðast skoðað hafi stokkurinn verið teiknaður frá Kringlumýrar- braut og í gegnum Hlíðarnar að Hringbraut við Landspítalann. „Með því breytist flæði bílaum- ferðar. Þá myndi stokkur bæta að- stæður á yfirborðinu og draga úr umferðarhávaða, ásamt því sem möguleikar til uppbyggingar á veg- helgunarsvæðum myndu aukast. Umhverfisgæði þeirra sem þarna búa myndu aukast mikið. Þetta yrði gjörbreyting. Um 80-90% af bíla- umferðinni myndu fara um stokk- inn,“ segir Þorsteinn og rifjar upp hugmyndir um að breyta Hring- braut í borgargötu með minni há- markshraða en nú er leyfður. Starfshópur um minnkun hámarks- hraða vestan Kringlumýrarbrautar leggi til að hraði fari úr 60 í 50 km. Þorsteinn segir stokkinn munu skapa ýmis tækifæri til að þétta byggð. Ódýrara verði að byggja til hliðar við stokkinn en ofan á hann. Myndi styrkja Kringlusvæðið „Það styður uppbyggingu á Kringlusvæðinu ef Miklabraut færi í stokk norðanmegin við Kringluna. Það er hins vegar ekki forsenda uppbyggingarinnar. Sýnt var fram á það í nýrri vinningstillögu fyrir Kringlusvæðið að þar getur orðið töluverð uppbygging þótt Mikla- braut verði áfram á yfirborðinu.“ Varðandi framkvæmdir við stokk- inn bendir Þorsteinn á að við stokk- inn sé mikið svæði til umráða. „Það er hægt að búa til bráðabirgðaleið meðfram stokknum meðan hann er byggður. Þetta er mikið verkefni,“ segir Þorsteinn. Það hafi komið til umræðu að Miklabraut geti síðar legið í stokk austur að Háaleitis- braut, eða jafnvel Grensásvegi. Tengist flugvallarsvæðinu Þorsteinn segir aðspurður gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum á Aðalskipulagi borgarinnar til 2030. Sú framkvæmd sé hins vegar tengd hugmyndum um uppbyggingu á svæði Reykjavíkurflugvallar. Ann- ars verði minni þörf fyrir þau. Hann segir hugmyndir um að vestari endinn verði norður af bíla- stæði Háskólans í Reykjavík en sá austari sunnan við göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Fossvog. Með því mundu þau tengja Naut- hólsveg og Kringlumýrarbraut. Þorsteinn ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar varð- andi Öskjuhlíðargöng. Jafnframt geti útfærslan breyst. Miðað við Aðalskipulag verði þau um 1,5 km. Miklabraut í stokk  Samgöngustjóri Reykjavíkur segir athugun á lokastigi  Í skoðun er að Miklabraut fari í stokk á 1,5 km kafla *Útfærsla Morgunblaðið. Kort: openstreetmap.org. Heimild: Reykjavíkurborg. Stokkur (um 1,3-1,5 km) Miklabraut lögð í stokk milli Snorra- brautar og Kringlumýrarbrautar Göng (möguleg lega ganga, um 1,5 km*) Jarðgöng undir Öskjuhlíð frá Nauthóls- vegi að Kringlumýrarbraut í Fossvogi Fossvogur Öskjuhlíð Miklabraut Hringbraut N authólsvegur Sn or ra br . Kringlum ýrarbraut Háskólinn í Reykjavík Hugmyndir að vegaframkvæmdum í Reykjavík Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið mun meiri en við gerðum ráð fyrir. Þetta nokkurn veginn jafn- ast út,“ segir Runólfur. Fer yfir 88 milljarða Fram kom í Morgunblaðinu í lok júní að kostnaður við fluglestina væri þá áætlaður 758 milljónir evra, eða um 88 milljarðar króna á þávirði. Runólfur segir endurmat á kostn- aði benda til að hann verði umtalsvert hærri. Hversu mikið muni skýrast með nýrri viðskiptaáætlun. Hann segir nú miðað við að fram- kvæmdir geti hafist 2021 eftir að skipulagsfasanum lýkur. Þeim verði mögulega lokið 2026. „Borgin er farin að gera ráð fyrir þessari tengingu á BSÍ-reitnum sem er fagnaðarefni og í samræmi við okkar óskir. Þetta verður neðan- jarðarstöð sem tekur ekki mikið pláss ofanjarðar,“ segir Runólfur. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurmat á viðskiptaforsendum fluglestar milli Keflavíkur og Reykja- víkur bendir til að tekjur af rekstr- inum verði meiri en talið var. Félagið Fluglestin – þróunarfélag undirbýr verkefnið. Runólfur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri fé- lagsins, segir að annars vegar hafi ferðamönnum fjölgað sem muni auka eftirspurn. Hins vegar hafi dreifing farþega á Keflavíkur- flugvelli yfir dag- inn jafnast út. Það geri reksturinn mun hagkvæmari. Árstíðasveiflan sé að minnka. Ferða- mönnum hafi fjölgað meira á veturna en yfir sumarið. Úr fimm tímum í þrjá „Flugfarþegar, helstu viðskipta- vinir fluglestarinnar, dreifast því mun betur yfir daginn. Topparnir eru ekki eins skarpir. Við gerðum ráð fyrir því í síðustu áætlun að geta haft kerfið lokað fimm tíma á sólarhring. Nú er- um við komin með þann tíma niður í þrjá tíma. Áætluð þörf er orðin slík að við getum ekki lokað kerfinu fyrr en eitt á nóttinni og þurfum að opna það fjögur að morgni,“ segir Runólfur. Hann segir áformað að gefa út skýrslu með viðskiptaáætlun öðrum hvorum megin við mánaðamótin. Síð- asta áætlun hafi verið birt 2015. Þekkja jarðfræðina betur „Forsendur eru töluvert breyttar. Við erum komin með mun betri þekk- ingu á jarðfræði höfuðborgar- svæðisins og kostnaðarliðum. Við getum metið það mun betur. Það er komin ítarleg greining sem hefur hækkað kostnað nokkuð. Á móti kem- ur að áætlaðar tekjur hafa sem áður segir aukist. Fjölgun ferðamanna Dýpt lestarganga Fluglestin á að liggja ofanjarðar frá Keflavíkurflugvelli að Straumsvík. Þaðan á að gera 15-16 km göng að BSÍ. Meðaldýpt gang- anna verður um 40 metrar frá yfirborði. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. -25 m -50 m 75 m 50 m 25 m BSÍ Heimild: Efla verkfræðistofa Hagkvæmni fluglestar eykst Runólfur Ágústsson  Talsmaður segir tekjur verða meiri Sex heppnir miðaeigendur fengu 1 milljón króna í vinning og sautján fengu 500 þúsund krónur í vinning þegar dregið var í Happdrætti Há- skóla Íslands í gær. Þá fengu þrír heppnir miðaeigendur 200 þúsund krónur hver. „Það er óhætt að segja að árið fari vel af stað því heppnum Íslend- ingum fjölgaði um rúmlega 3.400 í útdrætti kvöldsins,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis Happdrættis Háskóla Íslands, í tilkynningu frá happdrættinu. Heildarupphæð vinninga í útdrætti gærdagsins nam rúmum 98 milljónum og skipt- ist á 3.421 miðaeiganda. Sex unnu milljón í Happdrætti Háskólans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.